Morgunblaðið - 03.04.2004, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 03.04.2004, Qupperneq 70
ÍÞRÓTTIR 70 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT SKÍÐI Skíðamót Íslands Stórsvig á Ísafirði KONUR: Emma Furuvik, Ármanni ...............2.06,33 Áslaug Eva Björnsdóttir, Akureyri ..........................................................2.09,13 Helga Árnadóttir, Ármanni............2.09,69 KARLAR: Kristján Uni Óskarsson, Ólafsf. ....1.51,88 Sindri M. Pálsson, Breiðabiki ........1.55,38 Kristinn Ingi Valsson, Dalvík ........1:55,60 Stigamót í stórsvigi Keppnin á skíðamótinu var jafnframt al- þjóðlegt stigamót, FIS, Icelandair Cup: KONUR: Emma Furuvik, Ísl. ........................2.06,33 Leah McLaughry, Ban. ..................2.07,27 Áslaug Eva Björnsdóttir, Ísl. ........2.09,13 Helga Árnadóttir, Ísl. .....................2.09,69 Hrefna Dagbjartsdóttir, Ísl. ..........2.10,34 Elín Arnardóttir, Ísl .......................2.10,76 KARLAR: Andreas Nilsen, Nor.......................1.51,38 Aksel Lund Svindal, Nor................1.51,85 Kristján Uni Óskarsson, Ísl. ..........1.51,88 Kjetil Jansrud, Nor.........................1.52,67 Skíðaganga á Ísafirði 10 km ganga með frjálsri aðferð í flokki karla 20 ára og eldri: Ólafur Th. Árnason, Ísafirði .............28.40 Jakob Einar Jakobsson, Ísaf. ...........30.07 Ólafur H. Björnsson, Akureyri.........31.26 Gísli Einar Árnason, Ísafirði ............32.21 Birgir Gunnarsson, Skr. ....................33.44  Norðmaðurinn Thomas Alsgaard keppti sem gestur og varð annar á 28.58 mín. 10 km ganga með frjálsri aðferð í flokki 17–19 ára karla: Markús Þór Björnsson, Ísafirði........29.33 Arnar Björgvinsson, Ísafirði.............31.57 Andri Steindórsson, Akureyri ..........32.20 Kristján Óskar Ástvalsson, Ísafirði .32.48 5 km ganga með frjálsri aðferð í flokki kvenna 17 ára og eldri: Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsf.........16.48 Guðbjörg Helga Andrésd., Ólafsf. ....21.46 Hulda María Harðardóttir, Ólafsf. ...23.11  Elsa fékk þriðju gullverðlaun sín á mótinu í gær en hún sigraði í sprett- göngu og 5. km með hefðbundinni aðferð.  Markús hefur sigrað í þremur greinum en hann vann sprettgönguna, og sigraði í 5 og 10 km göngu í flokki 17–19 ára.  Ólafur hefur fengið tvenn gullverðlaun en hann sigraði einnig í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð.  Ísfirðingar hafa fengið 5 gull, 6 silfur og 3 brons.  Ólafsfirðingar hafa fengið 3 gull, 1 silf- ur og 2 brons.  Akureyringar hafa fengið 1 silfur og 3 brons. HANDKNATTLEIKUR ÍBV – KA/Þór Frestað  Ekkert varð af leik ÍBV og KA/Þórs í átta liða úrslitum kvenna í gærkvöld þar sem ekki var flogið til Eyja. Leikurinn fer fram í dag, en leikmenn KA/Þórs komu til Eyja með Herjólfi í gærkvöld. Þýskaland Magdeburg - Kronau/Östringen.......35:29 Eisenach - Wallau Massenheim........21:27 Staðan: Flensburg 27 22 2 3 884:705 46 Kiel 27 21 2 4 871:718 44 Magdeburg 26 20 1 5 804:692 41 Lemgo 26 19 2 5 847:720 40 Hamburg 27 19 1 7 760:690 39 Gummersb. 26 17 1 8 742:682 35 Essen 27 14 4 9 736:689 32 Wallau 27 12 3 12 830:836 27 Großwallst. 26 9 6 11 630:687 24 Wetzlar 26 9 4 13 664:730 22 Nordhorn 25 10 2 13 740:730 22 Wilhelmshav. 27 7 4 16 711:760 18 Minden 26 8 1 17 679:773 17 Pfullingen 27 6 4 17 720:789 16 Stralsunder 27 8 0 19 607:738 16 Göppingen 27 7 1 19 696:760 15 Eisenach 27 5 3 19 686:818 13 Kr-Östringen 27 5 1 21 721:811 11 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni Efri deild karla, A-riðill: Haukar – Þór.........................................2.4 Sævar Eyjólfsson 2 – Sigurður Donys Sigurðsson 2, Þórður Halldórsson, Hall- grímur Jónasson. Staðan: KA 5 4 0 1 14:3 12 KR 5 3 1 1 9:5 10 Þór 4 3 0 1 8:7 9 Grindavík 5 3 0 2 9:9 9 Fylkir 4 2 0 2 7:9 6 Víkingur R. 3 1 1 1 4:4 4 Haukar 5 1 0 4 9:10 3 Njarðvík 5 0 0 5 6:17 0 Neðri deild karla, B-riðill: Selfoss – Reynir S. ................................3:4 Canela-bikarinn Æfingamót á Spáni: Fram - Valur..........................................1:3 Heiðar Geir Júlíusson 80. – Birgir Már Sævarsson 57., 70., Hálfdán Gíslason 75. FH - Fylkir.............................................1:1 Emil Hallfreðsson 5. – Sævar Þór Gísla- son 29. Rautt spjald: Ólafur Davíð Jó- hannesson, FH, 20 mín. Lokastaðan: Valur 3 2 0 1 7:5 6 Fylkir 3 1 1 1 4:2 4 FH 3 1 1 1 4:6 4 Fram 3 1 0 2 3:5 3 SUND Íris Edda Heimisdóttir, ÍRB., varð sjö- unda í 50 m bringusundi á 34,09 sek. á alþjóðlega móti í Amsterdam í gær. Kol- brún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA., varð 13. í 100 m flugsundi á 1.05,04 mín. ÍSHOKKÍ Heimsmeistarakeppni 18 ára drengja- landsliða, 2. deild A, í Ungverjalandi: Ungverjaland - Ísland .........................13:4 Gauti Þórmóðsson, Karl Erik Daníel Er- icsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson og Þór- hallur Viðarsson settu mörkin. SKÍÐAMAÐURINN Kristján Uni Óskarsson frá Ólafsfirði varð Ís- landsmeistari í stórsvigi í dag en keppt var á Siglufirði. Kristján kom í mark á tímanum 1:51,88 mínútum en annar varð Sindri M. Pálsson úr Breiðabliki á 1:55,38 mín., og Kristinn Ingi Valsson frá Dalvík varð þriðji á 1:55,60. Gríðarlega margir erlendir keppendur tóku þátt í stórsviginu í dag og voru tveir Norðmenn fljótari í förum en Kristján Uni í dag, og ef allir keppendur eru teknir með í reikn- inginn endaði Sindri í 11. sæti og Kristinn í því 13. Alls luku 47 keppendur keppni í stórsvigi en alls var 21 erlendur keppandi á Al- þjóðlega FIS-mótinu sem fram fór samhliða stórsvigsmótinu. Emma með yfirburði Emma Furuvik úr Ármanni varð Íslandsmeistari í stórsvigi kvenna en hún kom í mark á tímanum 2:06,33 mínútum en Áslaug Eva Björnsdóttir varð önnur á 2:09,13. Helga Árnadóttir kom þriðja í mark á 2:09,69 mínútum. Alls tóku 25 keppendur þátt í stórsvigi kvenna og var einn keppandi frá Bandaríkjunum, Leah McLaughry, en hún varð önnur á eftir Emmu í Alþjóðlega FIS-mótinu sem fram fór samhliða stórsvigskeppninni. Kristján Uni og Emma fögnuðu sigri í stórsvigi CANDACE Parker, 17 ára gömul stúlka sem leikur körfuknattleik með mennta- skólaliði í Bandaríkjunum, gerði sér lítið fyrir og sigraði í troðkeppni sem haldin var á mánudag. Parker átti þar í höggi við bestu leikmenn landsins og var hún eina konan á meðal keppenda í fimm manna úrslitum. Keppnin vekur gríðarlega athygli á hverju ári í Bandaríkjunum þar sem leik- menn úrvalsliða úr menntaskólum er einnig að leika á þessum viðburði. Parker er 1,91 m á hæð og vöktu tilþrif hennar mikla lukku á meðal dómnefndar, enda ekki á hverjum degi sem konur eru í því hlutverki að troða knettinum í körfuna sem er í 3,05 m. hæð. „Ég hef troðið frá því ég var 15 ára gömul,“ sagði Parker. LeBron James (Cleveland), sigraði í troðkeppninni í fyrra líkt og Baron Davis og Vince Carter. Stúlka bar af í troðkeppni Arsenal er bikarmeistari tveggjasíðustu ára og hefur enska meistaratitilinn í sjónmáli þetta ár- ið. Það er að margra mati besta lið Englands um þessar mundir og þótt víðar væri leitað. Leikurinn í dag er líklega síðasta tækifæri Manchester United til þess eiga möguleika á einhverjum meirihátt- ar verðlaunum á þessari leiktíð. Allt frá því að liðin áttust við á Highbury fyrir sex dögum í ensku deildinni hafa knattspyrnustjórarn- ir, Arsene Wenger hjá Arsenal og Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, legið undir feldi og velt stöðunni fyrir sér hvor í sínu horni, hvernig á ég að fara að því að vinna? Jafntefli nægir ekki að þessu sinni, annað liðið verður að vinna. Ljóst er að hvorugt liðið getur stillt upp sínum vöskustu sveitum. Gilberto og Ashley Cole verða örugglega ekki með Lundúnaliðinu og þótt Silvain Wiltord hafi skorað fyrir varaliðið í kappleik á fimmtu- daginn segist Wenger ekki ætla að tefla honum fram. „Wiltord hefur ekki leikið með aðalliðinu síðan í desember vegna meiðsla í ökkla og þótt hann sé kominn af stað á ný þá tel ég hann ekki vera reiðubúinn í þennan slag sem framundan er,“ sagði Wenger í gær sem hefur slegið úr og í síðustu vikuna með hvort hann tefli fram markahrókn- um Thierry Henry. Wenger hefur sagt að hann vilji gefa Henry frí til þess að safna kröftum fyrir þau átök sem Arsenal stendur frami fyrir á næstu vikum, m.a. leikj- unum í Meistaradeild Evrópu. „Mér stendur til boða að tefla Henry fram en ég hef ekkert ákveðið í þeim efnum. Við verðum að huga að fleiri atriðum en þess- um tiltekna leik og ég er að velta ýmsum kostum fyrir mér. Vonandi tekst mér að finna réttu leiðina,“ sagði Wenger í gær, en þess má geta að hann lét Henry byrja á varamannabekknum þegar Arsenal vann Man. Utd. á Old Trafford í fimmtu umferðinni á sl. keppnis- tímabil, 2:0. Edu og Wiltord skor- uðu mörkin Stærsti vandi Fergusons liggur í því hvort Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy getur leikið með eða ekki. Hann meiddist í leiknum við Arsenal á sunnudaginn og versnaði síðan til muna þegar hann æfði með hollenska landsliðinu í vikunni í undanfara vináttulandsleiksins við Frakka í Rotterdam. „Nistelrooy er stórt spurningamerki. Það eina sem við getum gert á næsta sólar- hring er að vona það besta,“ sagði Ferguson í gær. Frakkinn Luis Saha getur ekki leyst Nistelrooy af í framlínunni þar sem hann lék með Fulham í bikarkeppninni áður en hann gekk til liðs við ensku meist- arana snemma árs. Þar með er ljóst að Ferguson verður að tefla Diego Forlan fram í fremstu víg- línu, en Ferguson hefur verið mjög spar á Úrúgvæbúann síðustu vikur. Forlan kom til Englands í gær- morgun eftir að hafa leikið með landsliði sínu gegn Venesúela í undankeppni heimsmeistaramóts- ins. Auk Forlans gæti Ferguson sett Ole Gunnar Solskjær, Paul Schoels, Ryan Giggs eða hinn unga David Belion í fremstu víglínu. „Það verður stórmál fyrir okkur ef Nistelrooy getur ekki leikið með, hann er maðurinn sem getur unnið leik sem þennan fyrir okkur,“ sagði Ferguson sem auk þess vanda verður að spá í spilin sem Wenger hefur á hendi, þá sérstaklega vegna óvissunnar um Henry. Í leikjum sem þessum er oft sagt að sagan og hefðin hafi sitt að segja og víst er að Manchester United kann vel við sig á Villa Park í Birmingham. Fjórum sinnum hef- ur liðið leikið til undanúrslita á vellinum og ævinlega unnið, m.a. Arsenal 1999, 2:1, þegar Giggs tryggði sigurinn í framlengingu eft- ir stórkostlegan einleik upp allan völlinn. Áður hafði Peter Schmeich- el varið vítaspyrnu frá Dennis Bergkamp undir lok venjulegs leik- tíma. „Þetta er besta mark sem ég hef gert á ferlinum en það verður ekki talið með að þessu sinni, gefur okkur ekkert forskot,“ sagði Giggs í vikunni þegar hann rifjaði markið góða upp. Þótt Wenger gefi lítið upp er ljóst að hann ætlar sér að vinna þrefalt á þessu ári, þ.e. Meistara- deild Evrópu, ensku deildina og bikarkeppnina en verði hann að fórna einhverjum þessara titla er talið sennilegast að hann vilji helst fórna bikarkeppninni, þess vegna hefur hann gefið sterklega í skyn að til greina komi að hinn stórkost- legi markaskorari liðsins, Thierry Henry, fái að hvíla sig í leiknum, a.m.k. frá byrjunarliðinu. Hvað sem því líður þá getur Ars- enal með sigri brotið blað í sögu sinni því takist liðinu að vinna bik- arkeppnina í vor þá hefur það unn- ið hana í tíu skipti og jafnað þar með met Manchester United. Þá gæti Arsenal orðið fyrsta liðið í 118 ár til þess að vinna bikarkeppnina þrjú ár í röð. Þeim áfanga hafa að- eins tvö lið náð, Wanderers 1876, 1877 og 1878 og Blackburn á ár- unum 1884 til 1886. Hvað sem þessu líður þá er ljóst að refskák þeirra Wengers og Fergusons stendur fram á síðustu stundu, báðir eru tilbúnir í langt og spennandi endatafl. Nýta meistararnir frá Manchester síðasta möguleikann? Meistaraorrusta háð á Villa Park „VIÐ verðskuldum það svo sannarlega að komast í úrslita- leik bikarkeppninnar, en ég veit að Arsenal-menn telja sig einn- ig verðskulda það svo ljóst er að það verða mikil vonbrigði í röð- um annars liðsins þegar flautað verður til leiksloka,“ segir fyr- irliði Manchester United, Roy Keane, um væntanlegan bar- daga bikarmeistara Arsenal og Englandsmeistara Manchester United í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Villa Park um hádegisbil í dag. Reuters Verður Thierry Henry í byrjunarliði Arsenal, eða mun hann verma varamannabekkinn eins og í fyrra gegn Man. Utd.? KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrvalsdeild, Intersportdeildin, úrslit – annar leikur: Keflavík: Keflavík – Snæfell......................17 Mánudagur: Þriðji leikur: Stykkishólmur: Snæfell – Keflavík......19.15 HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin, 8 liða úrslit: Seltjarnarnes: Grótta/KR – Stjarnan .16.30 Vestmannaeyjar: KA/Þór – ÍBV...............13 Víkin: Víkingur – Valur.........................16.15 1. deild karla: Akureyri: Þór A. – FH...............................16 Vestmannaeyjar: ÍBV – Afturelding........16 Víkin: Víkingur – Breiðablik ................18.30 Sunnudagur: 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin, 8 liða úrslit, annar leikur: Kaplakriki: FH – Haukar .....................19.15 Vestmannaeyjar: ÍBV - KA/Þór ...............12 Úrvalsdeild karla, RE/MAX-deildin: Ásgarður: Stjarnan – ÍR.......................16.15 Ásvellir: Haukar – KA ..........................16.15 Seltjarnarnes: Grótta/KR – Fram.......16.15 Hlíðarendi: Valur – HK ........................16.15 KNATTSPYRNA Laugardagur: Deildabikarkeppnin Efri deild karla, B-riðill: Fífan: Stjarnan – ÍA...................................14 Neðri deild karla, A-riðill: Reykjaneshöllin: Víðir – ÍH ......................11 Leiknisvöllur: BÍ – Fjölnir ........................16 Neðri deild kvenna: Boginn: Tindastóll – Þróttur R. ...........15.15 Sunnudagur: Efri deild karla, A-riðill: Fífan: Njarðvík – Þór.................................13 Neðri deild karla, B-riðill: Leiknisvöllur: Númi – KFS.......................14 Egilshöll: ÍR – Breiðablik..........................20 Neðri deild karla, C-riðill: Fífan: Huginn – HK ...................................15 Mánudagur: Efri deild karla, B-riðill: Reykjaneshöllin: FH – Stjarnan...............20 Neðri deild karla, A-riðill: Egilshöll: Leiknir R. – Fjölnir .............20.30 Efri deild kvenna: Laugardalur: ÍBV– KR .............................19 Reykjavíkurmót kvenna, neðri deild: Egilshöll: HK/Víkingur – ÍR................18.30 SKÍÐI Skíðamót Íslands Laugardagur:  Keppni í svigi fer fram á Siglufirði.  Keppt verður í boðgöngu karla og kvenna á Ísafirði kl. 13. Verðlaunaafhend- ing fer fram á Silfurtorgi kl. 17. BLAK Laugardagur: Úrslitakeppni kvenna, fyrri leikir: Hagaskóli: Þróttur R. - HK..................13.30 Neskaupstaður: Þróttur N - KA...............15 Úrslitakeppni karla, fyrri leikir: Hagaskóli: ÍS - HK.....................................16 Ásgarður: Stjarnan - Þróttur R. ..........16.30 Sunnudagur: Úrslitakeppni kvenna, seinni leikur: Digranes: HK - Þróttur R. ........................14 JÚDÓ Vormót Júdósambands Íslands fer fram í dag kl. 11 í húsakynnum Júdófélags Reykjavíkur í Ármúla 17a. BADMINTON Íslandsmótið verður um helgina í TBR- húsinu. Úrslitaleikir fara fram kl. 13.30 á morgun, sunnudag. FIMLEIKAR Áhaldafimleikamót verður í Íþróttamið- stöðinni Björk kl. 14 í dag. Keppt í þrepum íslenska fimleikastigans. UM HELGINA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.