Morgunblaðið - 03.04.2004, Side 73
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 73
Harmonikuball
Fimm harmonikufélög af Suðurlandi halda stórdansleik
í Básnum, Ölfusi, í kvöld 3. apríl
kl. 21-02. Húsið opnað kl. 20.30.
Verð aðgöngumiða kr. 1.500.
Ath. tökum ekki kort.
Samband íslenskra harmonikuunnenda.
Plötur Metallica
Kill ’Em All (1983)
Ride the Lightning (1984)
Master of Puppets (1986)
...And Justice for All (1988)
Metallica (Svarta platan)
(1991)
Load (1996)
Reload (1997)
S&M [ásamt sinfóníusveit]
(1999)
St. Anger (2003)
Einnig tvær tökulagaplötur,
Garage Days Re-Revisited
[EP] (1987) og Garage, Inc.
1998).
ROKKSVEITIN Metallica mun
ljúka Evrópureisu sinni hér landi
með tónleikum í Egilshöll 4. júlí
næstkomandi. Þetta verður í fyrsta
skipti sem þetta íþróttahús í Graf-
arvogi verður notað sem tónleikahöll.
Tvær byltingar
Ragnheiður Hanson stendur að
komu sveitarinnar hingað til lands.
Hún segist hafa verið í samband við
Jake nokkurn Berry sem vinnur m.a.
að tónleikaskipulagningu fyrir U2 og
Rolling Stones. Hann sé einnig búinn
að vinna með Metallica í tíu ár og það
sé fyrir hans tilstilli að þungarokks-
hetjurnar séu á leiðinni til landsins.
Berry var staddur hérlendis í vikunni
og tók út Egilshöllina og tjáði Metal-
lica að allt væri í fínasta lagi. Með-
limir höfðu mikinn áhuga á að leika
hérlendis og hafa nú ákveðið að slá til.
Plötur Metallica hafa selst í millj-
ónum eintaka um allan heim og er
óhætt að segja að enginn þunga-
rokkssveit hafi verið vinsælli und-
anfarin tuttugu ár eða svo. Það er
einnig óhætt að fullyrða að allir
áhugamenn um þungarokk eigi
a.m.k. eina plötu með Metallica. Og
fáir, ef einhverjir aðdáendur, sýna
jafnmikla hollustu og fylgispekt og
aðdáendur sveitarinnar.
Í raun má segja að Metallica eigi
heiðurinn af tveimur þungarokks-
byltingum. Ásamt Megadeth,
Anthrax og Slayer skóp hún „thrash“
rokkið, sem var til muna hraðara
rokk en áður hafði þekkst. Og með
Metallica, sem er betur þekkt sem
„Svarta platan“, lyfti sveitin sígildu
þungarokki upp á yfirborðið en sú
plata naut gríðarlegrar hylli og náði
að sameina rokkhunda sem almenn-
ing í aðdáun á sveitinni.
Fyrsta plata sveitarinnar kom út
árið 1983 og heitir hinu geðþekka
nafni Kill ’Em All. Þriðja platan,
Master of Puppets (1986), þykir af
mörgum vera hápunktur „thrash“
tónlistarinnar en með henni urðu og
ákveðin kaflaskipti hjá hljómsveit-
inni.
Næsta plata, ...And Justice for All,
kom út árið 1988 og náði að seljast í
tveimur milljónum eintaka án þess að
fjöldinn tæki eftir því. Á henni er að
finna eitt þekktasta lag Metallica, hið
glæsta „One“. „Svarta platan“ kom
svo út árið 1991 og inniheldur vel
þekkt lög eins og „The Unforgiven“,
„Enter Sandman“ og „Nothing Else
Matters“. Eftir þessa sigra komst
sveitin í sköpunarlegt þrot og Load
(’96) og Reload (’97) þykja vafasamar.
En í fyrra sneri sveitin svo aftur
með glæsibrag. Nýr bassaleikari, Ro-
bert Trujillo var kominn í hópinn og á
St. Anger (2003) leita félagarnir á þau
mið sem þeir kunna best – nú er það
hratt, þungt en umfram allt mel-
ódískt þungarokk sem gildir. Und-
irritaður var viðstaddur tónleika
sveitarinnar á Hróarskeldu í fyrra-
sumar og var sú upplifun frábær.
Metallica eru að sönnu komnir aftur!
Sextíu tonn af útbúnaði
„Þeir ætla að taka sér frí hérna eft-
ir Evróputúrinn“ upplýsir Ragnheið-
ur. „Ætla að taka konurnar sínar með
og svona. Það kemur fullt af blaða-
mönnum með svo og róturum og
sviðsmönnum. Það er ansi mikið um-
fang í kringum þetta.“
Hún segir að sveitin komi með um
sextíu tonn af útbúnaði með sér en
auk þess þurfti Exton (sem sér fyrir
öllum ljósum og hljóðum) að kaupa
töluverðan aukabúnað til að standa
undir kröfum sveitarinnar. Hljóð-
kerfið verður þá „rosalegt“ að sögn
Ragnheiðar.
Ekkert hefur verið ákveðið um
upphitunaratriði en stefnt er að því
að þær verði um þrjár talsins. Sala
miða verður auglýst síðar.
Metallica spilar á Íslandi 4. júlí
Stærsta rokk-
sveit heims
Nýr bassaleikari (lengst til vinstri) og ný plata, þar sem er farið aftur í ræt-
urnar, hafa hleypt nýju lífi í Metallica.
arnart@mbl.is