Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Co sta del Sol 53.942kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 67.830 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 14 nætur á St. Clara, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Þ að er allt að gerast. Fyrst gengur Sigmundur fréttamaður í átt að jeppanum sínum á bílastæðinu við Útvarpshúsið. Svo byrj- ar hann að hlaupa. Í útvarpinu heyrist Bogi Ágústsson lesa: – Og í kvöld lítum við inn í Smáralind þar sem Borgarholts- skóli og Verzlunarskólinn búa sig undir í úrslit Gettu betur. Þegar blaðamaður mætir í Vetrargarðinn stendur Sigmundur þar. Hann er að búinn að hóa saman spyrlinum Loga Bergmanni og dóm- aranum Stefáni Pálssyni. Þeir bíða fyrir framan tökuvélina eftir að við- talið hefjist. Stefán hefur verið settur ofan á bláan kistil. – Í rauninni ætti ég að segja nei, ég er stoltur af hæð minni, segir hann brosandi, lítur á Loga og bætir við, en einhverra hluta vegna … – Þú getur líka setið í fanginu á mér og við tekið búktalaraatriðið, segir Logi hlæjandi. Lætin eru þegar orðin mikil í stuðningsmönnum, sem fjölmenna í Vetr- argarðinn löngu fyrir keppni. Verslingar með rendur eins og ruðningslið; stríðsmálningu hvíta mannsins. Þeir færa lóuna í nýjan ham: Versló er kominn að kveða burt Borgó að kveða burt leiðindin, það gerir hann. Hann hefur sagt mér að senn komi sigur, sólskin í Versló og blómstur á tún. Stuðningshópur Borgarholtsskóla er í hvítum skyrtum með bindi og syngur um „gellurnar“ í Versló: Ein lítil, tvær litlar, þrjár litlar gellur. Fjórar litlar, fimm litlar, sex litlar gellur. Sjö litlar, átta litlar, níu litlar gellur. Tíu litlar tapsárar gellur. Hálftíma fyrir keppni situr Logi Bergmann sallarólegur á Friday’s með blaðamanni, gæðir sér á kjúklingafingrum og frönskum og fer lof- samlegum orðum um að vera spyrill: – Stemningin og lætin, segir hann innblásinn. Í lokaspurningunni í fyrra hélt allur salurinn niðri í sér andanum. Þegar MR sigraði losnaði svo mikil spenna úr læðingi að það var eins og við fengjum högg. Þetta kvöld er mikið í húfi; tvö lið í úrslitum sem aldr- ei hafa unnið áður. Þrátt fyrir ærslafullar ýfingar á milli stuðningshópanna sameinast þeir í bylgju sem fer um salinn. Það eru spjöld á lofti: „Áfram Borgó“, „Viva Versló“ og „Halló mamma“. Spyrillinn fær líka kveðjur: „Logi, ég elska þig“ og „Logi, ég er ólétt“. Merkilegt nokk, að strákar halda á spjöld- unum. Það er jafnt á öllum tölum og skólarnir skiptast á að hafa nauma for- ystu. Þangað til í lokaspurningunni að Verzlunarskólinn þarf á öllum þremur stigunum að halda til að jafna. Það tekst og stuðningsmennirnir fagna ótæpilega. – Shit maður, andvarpar stúlka fegin. – Dúnk, dúnk, dúnk, segir vinkona hennar og líkir eftir hjartslættinum. – Stress í gangi, segir strákur hressilega. – Shit, segir stúlkan aftur. Í annað sinn í sögu keppninnar ráðast úrslit í bráðabana. Það lið sigrar sem nær tveimur svörum réttum. Eftir nokkrar spurningar, þar sem stuðningsmennirnir eru með hjartað í lúkunum, dúnk, dúnk, dúnk, nær Verzlunarskólinn sigri. Það gengur allt af göflunum og sviðið fyllist á augabragði af fagnandi Verslingum. – Getur þetta orðið eitthvað betra, spyr strákur í næstu sætaröð sjálfan sig og hristir höfuðið vantrúaður. Blaðamanni finnst þetta líka ótrúlegt. Þarna sitja framhaldsskólakrakkar og halda að mesta hamingjan í heim- inum sé að sigra í Gettu betur. Standa ekki einu sinni sjálf á sviðinu; sitja bara úti í sal. Og kannski hafa þau einmitt rétt fyrir sér! Verður þjóðin nokkurn tíma hamingjusamari heldur en eftir sigur á stórþjóð í landsleik? Framhaldsskólanemarnir eru að vinna sína fyrstu sigra á lífsleiðinni. Ef til vill eru það sætustu sigrarnir. Íslenskukennari úr Verzlunarskólanum brosir út að eyrum, enda fór hann sjálfur á sínum námsárum fyrir klappliði skólans. Nú syngur það önnur lög. – Hin þykja víst forn og púkó, segir hann. Eins og gefur að skilja liggur gríðarlegur undirbúningur að baki þátt- töku í Gettu betur. Liðsmenn Verzlunarskólans tóku sér vikufrí fyrir hverja keppni, þar sem þeir lásu á hverjum degi frá átta að morgni til tíu á kvöldin, allt sem til er á bókasafni. Þeir munu því varla hvíla sig eftir keppnina með bóklestri. – Nei, við förum nú varla að lesa meira, segir Steinar Örn. Björn Bragi er annar til að vinna tvöfalt, bæði Gettu betur og Morfís, þar sem hann var raunar valinn ræðumaður Íslands. Hann segir sigurinn nú sigur liðsheildarinnar; sigur viljans. Blaðamaður leggur fyrir hann spurningu: – Hvað eru margir tímar í sólarhringnum? – Auðvitað eru 24 tímar í sólarhringnum, svarar hann. En í vetur hef ég aðeins haft hálfan tíma á sólarhring fyrir sjálfan mig, bætir hann við og hlær. Í Verzlunarskólanum er kosningakvöld. Enn öskra nemendur, að þessu sinni af skelfingu, og síga óttaslegnir ofan í sætin sín, sem stóðu fagnandi uppi á stólum fyrr um kvöldið. Ástæðan er sú að verið er að sýna hroll- vekjuna Veginn; sígilda mynd um morð á framhaldsskólanemum á afvikn- um stað. Það getur verið að strákar dansi ekki, en þeir öskra. Morgunblaðið/Golli Mesta hamingja í heiminum SKISSA Pétur Blöndal fylgdist með Gettu betur HARÐUR áróður virkjunarand- stæðinga var ein meginástæða þess að stóru norrænu verktakafyrirtæk- in hurfu frá því að taka þátt í til- boðum í Kárahnjúkavirkjun, jafnvel þó að eitt þeirra, NCC, væri þegar að störfum á svæðinu sem undir- verktaki við jarðgangagerð. Þetta kom fram í heimsókn forsvarsmanna fyrirtækisins til Landsvirkjunar, að því er fram kom í ávarpi Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, stjórnarfor- manns Landsvirkjunar, á samráðs- fundi fyrirtækisins. „Það er nú ljóst að ein megin- ástæðan fyrir því að svona fór var að harður áróður virkjunarandstæð- inga hafði haft þau áhrif að þessi fyr- irtæki ákváðu að halda sig til hlés í þessu máli. Jafnvel þó annað þeirra, NCC, væri þá þegar að störfum á svæðinu sem undirverktaki við jarð- gangagerð. Þetta kom í ljós í heim- sókn forsvarsmanna þess fyrirtækis til Landsvirkjunar. Þar kom fram að eftir nánari athugun hafi þeir séð að við undirbúning framkvæmdanna hafi í einu og öllu verið farið að ströngustu reglum, innlendum sem erlendum, og á margan hátt verið gengið lengra en þær segja til um. Þess vegna hafi afstaða þeirra á eng- an hátt verið eðlileg,“ sagði Jóhann- es Geir meðal annars. Óprúttinn áróður Hann sagði að það hefði öðru fremur verið hópur hörðustu virkj- unarandstæðinga á Íslandi sem með óprúttnum áróðri á erlendri grund hefði orðið þess valdandi að einungis barst viðunandi tilboð frá einu fyrirtæki í verk- ið. „Það var út frá þess- um forsendum einkenni- legt að hlusta á þessa sömu aðila tala, oft á tíð- um með lítillækkandi hætti, um „þetta ítalska fyrirtæki“ með starfs- feril „úr svörtustu Afr- íku“ og annað í þeim dúr. Gerðin var jú að veru- legu leyti þeirra hvað það snertir að við feng- um ekki tilboð frá fyrir- tækjum sem að þeirra mati væru samboðin ís- lenskum aðstæðum,“ sagði hann ennfremur. Jóhannes Geir sagði einnig rétt að Impregilo hefði átt í nokkrum byrj- unarörðugleikum við að aðlaga sig íslenskum aðstæðum. „Hvað þetta snertir er alveg ljóst að samkvæmt samningum Landsvirkjunar við það eru skýr ákvæði um að farið skuli í öllu að íslenskum lögum og reglum hvað snertir framkvæmdina. Vísa gagnrýninni á bug Vegna orða Jóhannesar Geirs hafa Náttúruverndarsamtök Íslands sent frá sér yfirlýsingu en þar segir: „Það gegnir furðu að forystumenn Landsvirkjunar skuli enn – ári eftir að framkvæmdir hófust við Kára- hnjúkavirkjun – berja lóminn vegna baráttu íslenskra og alþjóðlegra náttúruverndarsamtaka gegn virkj- uninni. Ásakanir hans á hendur nátt- úruvenrndarfólki eru tilhæfulausar og lág- kúrulegar. Staðreyndin er sú að Kárahnjúkavirkj- un er mjög umdeild framkvæmd. Skipu- lagsstofnun lagðist gegn framkvæmdinni með úrskurði sínum 1. ágúst 2001 vegna um- talsverðra umhverfis- áhrifa og skorts á upplýsingum. Öll um- hverfis- og náttúru- verndarsamtök á Ís- landi lögðust gegn framkvæmdinni. Það gerðu einnig virt al- þjóðleg umhverfisverndarsamtök. Fyrirtæki á borð við NCC og Skanska eru full fær að meta hvern- ig hagsmunum þeirra er best borgið. Að gera því skóna að harðir virkj- unarandstæðingar á Íslandi, þó dug- legir séu, geti með óprúttnum að- ferðum komið í veg fyrir að slík fyrirtæki bjóði í verk sem gefa mikið í aðra hönd ber vott um mikla ein- feldni og útkjálkahyggju. Þó tekur steininn úr þegar stjórn- arformaðurinn gefur í skyn að Imp- regilo sé sett undir aðra mælistiku en íslensk fyrirtæki og að það helgist af ,,... þjóðernishroka og jafnvel mis- munun eftir uppruna og kynþætti ... “Helgast þá kröfur um öryggi á vinnustað, sæmilegan aðbúnað verkafólks, greiðslu mannsæmandi launa og skilvísi á skattgreiðslum af þjóðernishroka?“ Stjórnarformaður Landsvirkjunar Jóhannes Geir Sigurgeirsson Virkjunarandstæðing- ar hröktu verktaka frá MENGAÐ frárennsli er nú talið alvarlegt hnattrænt umhverfis- vandamál, þar sem það ógnar lífríki á strand- svæðum, en þar er um að ræða miklar sjávar- auðlindir. Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráð- herra flutti á miðvikudag á fundi um- hverfisráðherra ríkja heims í Jeju í Suður- Kóreu, ávarp þar sem hún fjallaði um mikil- vægi hreinlætisaðbún- aðar og hreins drykkjarvatns í aðgerð- um til að bæta kjör hinna verst settu í heiminum. Í málflutningi sínum vék um- hverfisráðherra sér- staklega að skaðlegum áhrifum mengaðs frá- rennslis frá þéttbýlis- svæðum á lifandi sjáv- arauðlindir strandsvæða. Aðgerð- ir til að koma böndum á mengað frárennsli væru óaðskiljanlegur hluti nauðsynlegra úr- ræða til að bæta hrein- lætisaðbúnað og þar með heilsu fólks víða um heim. Sagði hún hina hnattrænu fram- kvæmdaáætlun frá árinu 1995 um vernd hafsins gegn mengun frá landi dæmi um mikilvægt framlag til sameigin- legra aðgerða ríkja heims til að stuðla að bættum hreinlætisaðbún- aði. Á fundinum kom einnig fram að næstum 150 „dauð svæði“ er að finna í höfum heimsins, þar sem ofauðgun næringarefna hefur valdið þörungablóma sem eyðir öllu súrefni úr sjónum. Næringarefnin, aðallega köfnunarefni, koma aðallega úr til- búnum áburði sem berst til sjávar, útblæstri bifreiða og verksmiðja og rusli. Búsvæði fjölda tegunda eru þannig í hættu vegna ofmettunar næringarefna í högunum. Ferskvatnslindir verði varðveittar Kastljósi fundarins var beint að aðgerðum til að knýja á um að mark- miðum leiðtogafundarins í Jóhann- esarborg um sjálfbæra þróun á sviði ferskvatns- og hreinlætismála verði náð. Þau eru í fyrsta lagi að sam- hæfa og tengja aðgerðir til að varð- veita og nýta ferskvatnsauðlindir heims á heildstæðan hátt fyrir árs- lok 2005. Í öðru lagi að draga saman um helming fyrir lok ársins 2015 fjölda þess fólks sem ekki hefur að- gang að lágmarks hreinlætisaðbún- aði og hreinu drykkjarvatni og í þriðja lagi að draga saman um helm- ing fyrir lok ársins 2015 fjölda þess fólks sem hefur minna en sem nem- ur einum bandaríkjadal á dag sér til lífsviðurværis eða býr við hungur. Á fundinum lýstu ráðherrar sér- stökum áhuga á nauðsyn fræðslu, kynningar og aukinnar færni og þekkingar til að gera fátækari ríkj- um kleift að takast á við brýnustu úrlausnarefnin. Jafnframt lýstu þeir yfir áhyggjum af áframhaldandi só- un takmarkaðra vatnsauðlinda og stopulli fjárfestingu í bættum að- búnaði í þróunarríkjunum. Siv Friðleifsdóttir ræddi frárennslismál á fundi SÞ Mengað frárennsli skaðar strandsvæði Siv Friðleifsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.