Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk Í DAG ER DAGURINN... SEM ÞIÐ MEGIÐ BORÐA ALLT SEM ÞIÐ VILJIÐ ÁN ÞESS AÐ FÁ SAMVISKUBIT... VERIÐ VELKOMIN Í HEIMINN MINN! HÉRNA ER INNKAUPA- LISTINN ÞINN! ÞETTA KEMST EKKI Í BÍLINN... KAUPA... STÆRRI BÍL... HVAÐ ER AÐ GERAST? ERTU AÐ FARA Í RÚMIÐ MEÐ EKKERT TEPPI? ÉG LÉT SNOOPY FÁ ÞAÐ... ÉG ÆTLA AÐ REYNA AÐ VENJA MIG AF ÞVÍ ÞÓ AÐ ÞAÐ DREPI MIG.. ÉG SAGÐI HONUM AÐ LÁTA MIG EKKI FÁ ÞAÐ SAMA HVAÐ GERIST.. ÉG MUNDI EKKI TREYSTA HONUM FYRIR ÞVÍ! AF HVERJU EKKI? HANN ER MEÐ ÞAÐ Á ÖRUGGUM STAÐ... Leonardó © LE LOMBARD MIKIÐ ER ÞETTA NÚ FALLEGT! ÞETTA ER SVO HÁTT! ÞAÐ BOÐAR EKKI GOTT! SJÁÐU ÞESSA FALLEGU GJÁAMYNDUN Í FJALLINU! ÞESSI STEINN ER MJÖG ÁHUGAVERÐUR! VIRKILEGA... ÞÚ VERÐUR AÐ HALDA HONUM VEL 3 2 1 VISSI ÞAÐ! ÞÚ ÖSKRAÐIR SVO HÁTT AÐ ÞÚ HEFUR KOMIÐ SNJÓFLÓÐI AF STAÐ! SKO... ALLT Í EINU FINNST MÉR FJALLAMYNDUN EKKI EINS SPENNANDI OG ÁÐUR. ÉG HELD AÐ VIÐ SÉUM BÚNIR AÐ KAFA NÓGU DJÚPT OFAN Í MÁLIÐ FÖRUM HEIM! ÉG ÞORI VARLA AÐ SEGJA ÞAÐ EN HJARTAÐ MITT ÖSKRAR AF GLEÐI HANN MEINAR AÐ HANN SÉ GLAÐUR ÉG HELD AÐ ÉG FINNI MÉR ANNAÐ SÉRSVIÐ Í RANNSÓKNUM HÉÐAN Í FRÁ GOTT! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VEIÐAR á hrefnu og sala á hrefnukjöti voru til umfjöllunar í fréttatíma Stöðvar 2 að kvöldi mið- vikudagsins 31. mars. Þar hélt Árni Finnsson, formaður Náttúru- verndarsamtaka Íslands og áður talsmaður Grænfriðunga hér á landi, því fram að ekki væri til neins að veiða hrefnur því kjötið af þeim seldist ekki. Þetta er ekki rétt hjá Árna. Undirritaður var einn af þeim sem stunduðu hrefnuveiðar vegna rannsókna Hafrannsóknastofnunar á liðnu sumri. Gert var samkomu- lag við hvalveiðimenn um að þeir reyndu að selja kjötið upp í kostn- að við veiðarnar. Svo vel tókst til að allt kjötið seldist áður en veiðar hófust. Kaupandi þess var fyrir- tækið Ferskar kjötvörur. Það hef- ur síðan dreift kjötinu til verslana og annarra viðskiptavina. Á árum áður, þegar hrefnuveiðar voru stundaðar hér af mestum krafti, sáum við hvalveiðimenn sjálfir um sölu kjötsins til endur- seljenda og neytenda. Þá seldust hér innanlands allt að 200 tonn á ári af hrefnukjöti. Eins seldum við kjöt til útflutnings og höfðum góða markaði í Japan og Færeyjum. Tuttugu ára veiðibann á hrefnu hefur eyðilagt þessa markaði og skiljanlega tekur einhvern tíma að vinna þá upp aftur. Hrefnukjöt er holl og góð vara. Rannsóknir Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á íslensku hrefnu- kjöti á liðnu hausti sýndu að kvika- silfursinnihald þess var vel undir gildandi mörkum fyrir sjávarfang sem oft er neytt. Þar er miðað við 500 g/kg og var styrkur kvikasilf- urs í hrefnukjötssýnum sem skoð- uð voru á milli 10 og 35% af þessu hámarksgildi. Hámarksgildi fyrir sjávarfang sem sjaldan er neytt er helmingi hærra, eða 1.000 g/kg. Ís- lenskt hrefnukjöt er því holl fæða og óhætt að hvetja alla til að leggja sér þessar kræsingar til munns. GUNNLAUGUR KONRÁÐSSON, Stigahlíð 48, 105 Reykjavík. Hrefnukjötið seldist allt Frá Gunnlaugi Konráðssyni hvalfangara: NÚ er kominn tími ferminganna. Margar stúlkur vilja fermast í þjóð- búningum. Flestar velja upphlut. Af hverju heitir búningurinn UPPHLUTUR? Í fornu máli er tal- að um niðurhlut (neðri hluta – sem nú heitir pils) og upphlut, sem var þá efri hluti klæðnaðarins til að halda niðurhlutnum uppi. Í langan tíma var þessi efri flík hulin undir treyju, sem ávallt var borin utanyfir. Um miðja 19. öld er farið að nota þennan klæðnað sem sjálfstæðan búning og fær hann þá heitið upp- hlutur eftir þeirri flík, sem þá var orðin sýnileg. Á þeim tíma var upp- hluturinn í litum: dökkblár, dökk- grænn eða dökkrauður og stundum svartur, en pilsið var alltaf svart eins og við peysufötin og hefur oftast ver- ið kallað peysufatapils. Á upphlutnum voru millur, 5-8 á hvorum barmi og borðar sitt hvorum megin, sem annað hvort voru balder- aðir með silkibalderingu eða líberí- borðar (það eru vírofnir borðar). Aft- an á bakinu voru annaðhvort flauelsborðar með stímum utan með eða kniplaðir borðar. Þessi upphlut- ur var alltaf með miðleggingu aftan á bakinu. Við þennan búning var notuð djúp, prjónuð skotthúfa með mislitum skúf, hvít lérefts eða vaðmálsskyrta og dúksvunta, sem oftast var köflótt eða röndótt. Búningurinn hefur tekið ýmsum breytingum á hálfri annarri öld. Mest varð breytingin um aldamótin 1900, þá var upphlutsbolurinn (upp- hluturinn) orðinn svartur, húfan orð- in grunn og með svörtum skúf. Eftir það urðu áframhaldandi breytingar, sem því teljast til 20. aldar og af því draga búningarnir nafn, þ.e.a.s. þeir flokkast í 19. og 20. aldar búninga. Það er því mikilvægt að blanda ekki saman búningahlutum frá mismun- andi tímabilum, svo sem að nota djúpa húfu við 20. aldar búning eða öfugt. Þjóðbúningum fylgja hefðir, sem virða þarf. Íslensku þjóðbúningarnir vekja allstaðar athygli fyrir stílfegurð. Afar mikilvægt er að þeir séu bornir rétt og af virðingu. Æskilegt væri að sendiráð íslands erlendis gætu miðlað upplýsingum um þjóðbúningana, þar sem áhugi á þeim er vaxandi meðal Íslendinga erlendis. Upplýsingar um þjóðbún- ingana er að fínna á www.buningur- inn.is fyrir þá, sem hafa aðgang að Netinu. DÓRA JÓNSDÓTTIR, Frakkastíg 10, 101 Reykjavík. Upphlutur Frá Dóru Jónsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.