Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 53 Miklar eru nú tilfær-ingarnar og menn-ingarhátíðirnar, sem„boðið er uppá“, einsog sagt er. Og svo er„boltinn hjá þér“ því allir eru í boltaleik. Svo „hafa menn „sönginn með höndum“ og svo mætti lengi telja sé vitnað í ambögur. Þá má geta þess að orðið „sé“ er alveg hætt að heyrast. Allir nota „er“ þó hitt eigi við. En nóg um það. Annað er um- ræðuefnið. Allmörg ár eru liðin síðan mig dreymdi gamlan vin minn og ferða- félaga og fararstjóra í ótal fjallaferð- um, Eyjólf Halldórsson verkstjóra hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Við hjónin, Birna kona mín og ég, höfðum m.a. farið tíu sinnum um páska og dvalist í Þórsmörk, en Eyjólfur stjórnað gönguferðum ásamt vöskum flokki ferðagarpa, Jóhannesi Kol- beinssyni, Grétari Eiríkssyni, Einari Guðjohnsen. Og svo voru ferðafélag- arnir einvalalið, Páll Pálsson, Zop- honías Jónsson, Sigursteinn Þórðar- son, Margrét Þorleifsdóttir, Sig- munda Hansdóttir, Haraldur Sig- urðsson bókavörður, Gísli Eiríksson bifreiðastjóri, Ásmundur Sigurðsson, bræðurnir Sverrir og Ragnar Sæ- mundssynir, Tómas Einarsson. Svo mætti lengi telja. Haukur Bjarnason og kona hans Þórunn Lárusdóttir eru einnig minnisstæð. Afmælisveisla Eyjólfs: „Maður er kendur“ Eitt kvöldið var efnt til veglegrar samkomu þar sem Eyjólfur var sér- staklega heiðraður á afmælisdegi. Grétar Eiríksson stóð fyrir samkom- unni af kunnri smekkvísi. Hann fékk mig til liðs við sig, svo ég komi sjálf- um mér að. Hvað sem upptalningu líður þá varð þetta hin besta skemmt- an, lengi minnisstæð. Eyjólfur og Grétar kepptust um að taka ljós- myndir í ferðum félagsins. Þá er líka komið að tilganginum með grein þessari. Hann er sá að minnast á ljós- myndasafn Eyjólfs Halldórssonar. Á ferðum sínum um landið tók Eyjólfur ljósmyndir svo þúsundum skipti. Auk þess gekk hann um götur Reykjavík- ur og ljósmyndaði atburði í bæjarlíf- inu. Síðast en ekki síst tók hann fjölda mynda af húsum. Einkum beindi hann athygli sinni að húsum sem hann vissi að ættu að hverfa og rýma fyrir nýbyggingum eða vegna gatnagerðar. Þær myndir skipta vafalaust hundruðum. Nú kemur að því að ég tengist safni Eyjólfs. Þegar Eyjólfur féll frá var rætt um það hjá fjölskyldu hans hvernig ráðstafa skyldi myndum hans. Dreymt fyrir daglátum Hér segir nú frá því að dreymt er fyrir daglátum. Það kemur fyrir öðru hverju að mig dreymir menn eða at- burði og man efni draumsins þegar ég vakna að morgni. Eitt sinn, skömmu eftir andlát Eyjólfs, dreym- ir mig að ég er á gangi í Suðurgötu. Í draumnum þykist ég bera Eyjólf Halldórsson í fanginu. Mér finnst sem ég horfi í andlit Eyjólfs og hugsi: Ég verð að koma honum Eyjólfi ein- hversstaðar fyrir. Ég get ekki borið hann svona í fanginu lengi enn. Ég verð að finna honum stað. Svo vakna ég og man drauminn. Nokkrum dög- um síðar hringir frændi Eyjólfs, ung- ur vaskur maður sem oft fylgdi hon- um í ferðalögum. Hann kvað Eyjólf hafa mælt svo fyrir að ég ætti að ráð- stafa 1jósmyndunum. Þarna rættist draumurinn. Ljósmyndasafn Eyjólfs Eyjólfur Halldórsson, nafni Eyj- ólfs og áhugamaður um ljósmyndir, veitti þá forstöðu 1jósmyndasafni sem var til húsa á Flókagötu. Það varð vísir að Ljósmyndasafni Reykjavíkurborgar. Ég harmaði það og fannst það lýsa vanþakklæti borgaryfirvalda, embættismanna og starfsmanna að engin fjárveiting var ætluð til flokkunar og skrásetningar á myndum Eyjólfs. Daglega var ljóst að ljósmyndir sem Eyjólfur hafði tekið væri að finna í safni hans af húsum sem um var fjallað í umræðu dagsins. Árum og áratugum saman hefir safn Eyjólfs legið án þess að hirt væri um afnot þess. Það var því fagnaðarefni er mér bárust allmörg ljósrit af myndum Eyjólfs nú fyrir skömmu. Elskuleg starfsstúlka Ljósmyndasafns Reykjavíkur sendi mér tvívegis allmargar af myndum Eyjólfs. Sit ég nú við að skoða þær mér til skemmtunar. Ég kom fljót- lega auga á nafnkunnan ferðagarp og grallara, Þorstein Kjarval, bróð- ur listmálarans fræga Jóhannesar Kjarvals. Þorsteinn bjó við Ísafjarð- ardjúp. Þekkti hafstrauma og vissi allt um það hvernig nota mætti þá og taka í þjónustu sína með hyggjuviti. Eru um það margar frásagnir hvernig Þorsteinn nýtti sér þekk- ingu sína þá er hann bjó á Naust- unum, eins og það var kallað. Eru um það sagnir að Þorsteinn hafi stundum hnippt með öxlinni í tunnu- stafla, sem allt í einu varð eins og gamla konan sem langaði í ferðalag. Sú ferð endaði oft á fjöru Þorsteins í Naustunum. Vilmundur Jónsson landlæknir Vilmundur skráir bráðskemmti- lega sögu um þá bræður. Kaflinn um trúlofun Þorsteins og „bróðurdóttur Johans Bojers, norska stórskáldsins“ er kostulegur: Lesandinn heyrir hvernig hláturinn sýður í Vilmundi. Annars mun Þorsteinn Kjarval hvað kunnugastur fyrir hlutabréf, mörg og verðmæt í Eimskipafélagi Íslands. Mér er sagt að Guðmundur Andri Thorsson hafi verið í nefnd sem fjallar um Reykjavíkurljósmyndir. Getur hann ekki dundað sér við dútl í safni? Eyjólfsminni – Dreymt fyrir daglátum Eftir Pétur Pétursson þul Ljósmynd/Grétar Eríksson Afmælissamsæti Eyjólfs Halldórssonar í skála Ferðafélagsins Þórsmörk. Böðvar Pétursson fjallagarpur, Eyjólfur Halldórsson afmælisbarn, Birna Jónsdóttir horfir brosleit í átt til Eyjólfs. Pétur Pétursson vætir kverkarnar fyrir ræðu til heiðurs Eyjólfi. www.urvalutsyn.is * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í viku, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 42 58 0 4/ 04 Örfáar íbú›ir í bo›i Portúgal 24. apríl í 24 nætur 43.005 kr.* á mann m.v. 2 í stúdíó á Brisa Sol 54.805 kr.* á mann m.v. 2 í stúdíó á Paraiso de Albufeira Mallorca 26. apríl í 24 nætur 45.180 kr.* á mann m.v. 2 í stúdíó á Club Royal Beach Krít 25. apríl í 29 nætur 49.270 kr* á mann m.v. 2 í stúdíó á Helios 2fyrir1 Ekki missa af flessu einstaka tilbo›i. Fyrstir koma, fyrstir fá. Netfang: kjoreign@kjoreign.is Heimasíða: www.kjoreign.is Sími 533 4040 • Fax 533 4041 Opið í dag frá kl. 14-16 í Hamravík 16, Reykjavík TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Ármúla 21 • Reykjavík jöreign ehf Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali Hákon R. Jónsson, sölumaður Ólafur Guðmundsson sölustjóri, HAMRAVÍK, ENDAÍBÚÐ Á 1. HÆÐ Nýleg, góð íbúð á jarðhæð. Birt stærð með geymslu 122,5 fm. Rúmgóð 3 svefnherbergi. Sérþvottahús. Sérinngangur. Mahóní-innréttingar. Plastparket á gólfum. Gluggar á þrjá vegu. Stór sérlóð. Húsið viðhaldslítið. Lítil sameign. Húsið byggt af Fróðengi ehf. Góð bílastæði. FRÁBÆR STAÐSETNING. VERÐ 17,8 MILLJÓNIR. Gylfi og Rósa á bjöllunni. Höfðavegur 18 217,7 fm einbýlishús á tveimur hæðum þ.a. innbyggður c.a. 20 fm upphitaðurbílskúr. 4 svefn- herbergi. Nýlegt gler í mestum hluta húsins. Tilboð, áhv. 8 m, greiðslub. c.a. 50 þús pr mán. Iðnaðarhúsnæði á norðurkantinum við Vestmannaeyjahöfn Mjög gott iðn- aðarhúsnæði, fasteignamatsnr. 218-3512. Grunnflötur 375 fm, skrifstofur ofl á efri hæð, samtals er húsið 511,1 fm, gott port. Óskað er eftir tilboðum Fasteignasala Vestmannaeyja S: 4881600, fax 4881601, vefsíða: eign.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.