Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 9 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú þangað í þúsunda tali á hverju ári með Heimsferðum. Í mars byrjar að vora enda er þetta vinsælasti tími ferðamanna til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag, frábærir veitinga- og skemmtistaðir. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.950 Flugsæti til Prag, 15. apríl. Netverð. Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 15. apríl. M.v. 2 í herbergi á Pyramida. Skattar innifaldir. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Síðustu sætin í vor Helgarferð til Prag 15. apríl frá kr. 29.950 TÖLUR frá sveitarfélögunum sjálf- um voru notaðar við gerð saman- burðarkönnunar á launum karla og kvenna hjá Kópavogsbæ, að sögn Ragnheiðar Agnarsdóttur, sem starfar við mannauðsráðgjöf hjá ParX Viðskiptaráðgjöf IBM, sem vann skýrsluna. Í könnunni kom fram að hlutfallslegur munur á með- alheildarlaunum karla og kvenna væri 5% hjá Kópavogsbæ, en 15% hjá Reykjavíkurborg. Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráð- gjafi Reykjavíkurborgar, sagði í Morgunblaðinu nýlega að talan sem gefin var upp fyrir Reykjavík í könn- uninni hafi verið fundin út með öðr- um forsendum en hjá öðrum sveit- arfélögum. „Mitt mat er að við séum að bera saman fullkomlega sambæri- legar tölur. Nú, ef það er rangt þá væri mjög gaman að sjá hvað það er nákvæmlega sem er ólíkt. Ég tel ekki að við séum að bera saman epli og appelsínur, heldur að þarna séu forsendur sambærilegar,“ segir Ragnheiður. Hún segir að í skýrslu sem Reykjavíkurborg gaf út árið 2002 komi mjög skýrt fram að þegar grunnskólakennarar séu teknir með séu karlar með 15% hærri laun en konur, að jafnaði. Í Morgunblaðinu sagði Hildur að væru sömu forsend- ur notaðar og beitt var við að finna muninn í öðrum sveitarfélögum sé munurinn á launum kynjanna 7% í Reykjavík. „Við vinnum Kópavogsskýrsluna upp úr hrágögnum frá Kópavogsbæ og vísum til þeirra niðurstaðna sem hafa verið gefnar út og eru opinber- ar,“ segir Ragnheiður. Í könnunni fyrir Kópavogsbæ séu sömu bak- grunnsbreytur skoðaðar og í könn- unum sem gerðar hafi verið fyrir önnur sveitarfélög. „Við erum að miða við karla og konur í sambæri- legum störfum, sem hafa sama starfsaldur, aldur og sambærilegan vinnutíma.“ Hún segir að í Reykjavíkurskýrsl- unni sé einnig litið til hlutfalls karla í stéttarfélögum. „Það er þáttur sem við skoðuðum ekki. Hildur er eflaust að vísa til þess að ef tekið sé tillit til allra þessara þátta standi eftir þessi 7% munur,“ segir Ragnheiður og bætir við að það geti hugsanlega minnkað muninn. Samanburðarkönnun á launum hjá Kópavogsbæ Sambærilegar forsendur voru notaðar hjá öllum RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI, fyrir hönd lögreglu, og tollstjórinn í Reykjavík, fyrir hönd tollgæslu, hafa endurnýjað samning frá árinu 1999 um samstarf í fíkniefnamálum með nokkrum breytingum. Markmið samningsins er að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning fíkniefna til landsins, dreifingu og neyslu, með því m.a. að styrkja samstarf lögreglu og tollgæslu, tryggja stöðugt nám og þjálfun starfsmanna, miðla upplýs- ingum um fíkniefnamál, efla sam- vinnu um þjálfun og notkun fíkni- efnaleitarhunda, samhæfa viðbrögð og aðgerðir og auka möguleika á samnýtingu tækjabúnaðar. Samn- ingurinn kemur í stað eldri samn- ingsins nema sá gildir þó áfram að því er varðar samkomulag aðila um fíkniefnaleitarhunda. Boðleiðir einfaldaðar Í nýja samningnum er skerpt á ýmsum atriðum, samstarfið gert markvissara, og samningurinn ein- faldaður í ljósi reynslunnar, segir Guðmundur Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Hann segir að sú breyting hafi orðið frá því fyrri samningurinn var und- irritaður að búið er að leggja niður embætti ríkistollstjóra og tollstjór- inn í Reykjavík fari nú með sam- ræmingu tollamála fyrir landið allt. „Nú er búið að gera samninginn beittari og skerpt er á ýmsum atrið- um. Með honum er ennfremur verið að stytta boðleiðir,“ segir Guðmund- ur. Skipst á upplýsingum um fíkniefnamál Guðmundur nefnir sem dæmi að í samningnum sé nánar skilgreint hvernig samstarfi lögreglu og toll- gæslu ber að hátta þegar lögregla þarf að vinna á starfssvæði toll- gæslu. Þá kemur fram í samningnum að Lögreglustjórinn í Reykjavík, Tollstjórinn í Reykjavík og Sýslu- maðurinn á Keflavíkurflugvelli skuli tilnefna fulltrúa sem hafa reglulegt samráð og gagnkvæm upplýsinga- skipti um fíkniefnamál og skal sá hópur vinna að áhættugreiningu vegna ólöglegs innflutnings fíkni- efna og um aðgerðir brotamanna. Morgunblaðið/Júlíus Samningur um samstarf undirritaður. Sigurður Skúli Bergsson, for- stöðumaður hjá tollstjóranum í Reykjavík, Snorri Olsen, tollstjóri í Reykja- vík, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Samið um samstarf í fíkniefnamálum FJÖLMENNINGARRÁÐ og Sam- tök kvenna af erlendum uppruna hafa sent allsherjarnefnd Alþingis athugasemdir vegna frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga. Gerðar eru athugasemdir við nokkra þætti frumvarpsins en Toshiki Toma, prestur innflytjenda sem er í Fjölmenningarráði, segir að ýmislegt jákvætt komi einnig fram í frumvarpinu. „Við erum ekki að segja að nauðungar- og mála- myndahjónabönd séu í lagi, við hljótum öll að vera á móti þeim, en við hefðum viljað sjá betri skýr- ingar á þeim þætti í frumvarpinu. Við skiljum ekki hvað þetta ná- kvæmlega þýðir í frumvarpinu og okkur finnst það vanhugsað,“ segir Toshiki en samtökin funduðu í gær í Alþjóðahúsi og ræddu frumvarpið. Þá segir hann ekki þörf á því fyrir Íslendinga að feta í fótspor Dana hvað varðar aldurstakmörk á dval- arleyfi útlendinga hér á landi en í frumvarpinu er lagt til að útlend- ingur skuli vera eldri en 24 til að fá hér dvalarleyfi vegna hjúskapar. „Það er engin ástæða fyrir Íslend- inga að gera eins og Danir gera í þessum efnum,“ segir Toshiki. Þá er gerð athugasemd við heim- ild til lífsýnatöku úr útlendingum sem sækja um dvalarleyfi hér á landi. Toshiki segir að ræða þurfi þessi mál betur, þau snerti ekki síð- ur réttindi Íslendinga en útlendinga og því þurfi að fara fram mál- efnaleg umræða um þessi atriði sem og önnur atriði frumvarpsins „Þetta er ekki hægt að gera við Ís- lendinga. Af hverju kemur þetta allt í einu, án þess að málin séu rædd, inn í útlendingalög?“ spyr Toshiki. „Okkur finnst þetta alvarlegt mann- réttindabrot.“ Fjölmenningarráð og Samtök kvenna af erlendum uppruna Lífsýnataka úr útlendingum alvarlegt mannréttindabrot Morgunblaðið/Golli Fulltrúar Fjölmenningarráðs og Samtök kvenna af erlendum uppruna ræddu frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga í Alþjóðahúsi. SAMKEPPNISRÁÐ telur að breytingar á gjaldskrá Kredit- korts hf., sem fólust í því að hækka gjöld vegna debetkorta- færslna og lækka gjöld vegna kreditkortafærslna fari ekki sem slíkar gegn ákvæðum samkeppn- islaga. Þetta kemur fram í ákvörðun samkeppnisráðs vegna erindis Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjald- skrá fyrirtækisins. Fram kemur að gjöld vegna kredikortafærslna greiddu niður gjöld vegna debetkortanna. Skekkjan hafi ekki komið að sök þar sem þessi þjónusta hafi al- mennt verið seld í einu lagi. Það hafi ekki verið fyrr en samkeppni hófst á þessum markaði með tilkomu Kortaþjónustunn- ar, að skekkjan hafi orðið fyrir- tækjunum samkeppnislegt vanda- mál. Kortaþjónustan bjóði söluaðilum einungis hirðingu á MasterCard og Visa kreditkorta- færslum. Hafi fyrirtækið m.a. not- ið þess að gjöld Greiðslumiðlunar og Kreditkorts vegna þessara færslna hafa verið nokkru hærri en nauðsyn beri til þar sem tekjur vegna kreditkortafærslna hafa niðurgreitt kostnað vegna debet- kortafærslna. Heimilt að bregðast við aðstæðum „Breyting á gjaldskrá Kredit- korts felur því í sér að gjöld vegna debetkortafærslna hafa hækkað en kreditkortagjöld hafa lækkað. Að mati samkeppnisráðs verður að skoða háttsemi Kreditkorts með hliðsjón af því að fyrirtækjum er almennt séð heimilt að bregðast við aðstæðum á markaði, hvort sem þau eru markaðsráðandi eða ekki, svo fremi sem þær aðgerðir séu málefnalegar og ekki til þess fallnar að raska samkeppni,“ segir síðan í ákvörðun samkepnnisráðs. SVÞ og SV gerðu einnig athuga- semdir við það að breytingar á gjaldskrá Kreditkorts virtust mið- ast eingöngu við þá söluaðila sem flutt höfðu færsluhirðingu kredit- kortaviðskipta til annars fyrirtæk- is. „Í gögnum málsins hefur komið fram af hálfu Kreditkorts að fyr- irtækið hafi fyrst hækkað debet- kortagjöld þeirra viðskiptavina sem flutt hafa kreditkortaviðskipti sín annað. Á fundi með Samkeppn- isstofnun þann 9. mars 2004 hafa fulltrúar fyrirtækisins lýst því yfir að gjaldskrá Kreditkorts gangi jafnt yfir viðskiptavini fyrirtækis- ins. Samkeppnisráð leggur þannig áherslu á að aðgerðir Kreditkorts fela í sér almenna leiðréttingu á kjörum viðskiptavina fyrirtækis- ins, hvort sem um er að ræða sölu- aðila sem eru einungis í viðskipt- um varðandi debetkortafærslur eða bæði kreditkortafærslur og debetkortafærslur,“ segir einnig. Ákvörðun Samkeppnisráðs um gjaldskrá Kreditkorts Breytingarnar ekki gegn samkeppnislögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.