Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 49
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 49                   ! " !   #      $  !% ! &'(    ) (  !!  !   ) &  !!( )     )   '  & !  '  ' ** '  !% +         ! $   & ' ! ! ,! )! - ' !  .  /% )!       " "#"  #  $ 0' % $        & ' ! !  HÆÐARGARÐUR 4ra herb. björt íbúð á 2. hæð m. sérinng. Íbúðin skiptist í 3 herb., rúmgóða stofu, eld- hús og bað. Yfir húsinu er mikið geymsluris en möguleiki er á að lyfta þakinu og stækka íbúðina. Laus fljótlega. V. 13,9 m. 4077 STÓRHOLT - M. VINNUAÐSTÖÐU 3ja herb. íbúð ásamt aukaherb. í kj. og bíl- skúr. Íb. er tvær samliggjandi stofur, eitt her- bergi, eldhús og bað. Í kjallara fylgir sérher- bergi, sérgeymsla auk sam. þvottahúss og þurrkherb. 21 fm bílskúr fylgir en hann hefur verið nýttur sem vinnuskúr. V. 12,4 m. 4065 FUNALIND Glæsileg og rúmgóð 3ja herbergja 95 fm íbúð á 4. hæð í fallegu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í hol, stofu, tvö herbergi, eldhús og baðherbergi auk sérþvottahúss innaf eldhúsi. Parket og flísar á gólfum. Aukin lofthæð er í íbúðinni sem gerir hana mjög bjarta og skemmtilega. V. 15,9 m. 4078 ÚTSÝNISLÓÐ FYRIR EINBÝLISHÚS ÓSKAST Höfum verið beðin um að útvega góða einbýlishúsalóð á Reykjavíkursvæðinu. Staðgreiðsla. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. HLÍÐARVEGUR Vorum að fá í einkasölu um 210 fm einbýlis- hús, teiknað af Sigvalda Thordarsyni, á fal- legum og rólegum stað. Húsið er á pöllum. Á aðalpalli er m.a. forstofuherb., stofur, eld- hús og forstofa. Á efri palli eru 3 herb. og bað. Á neðri palli er sér 2ja herb. íb. o.fl. V. 25 m. 4076 RÉTTARHEIÐI - HVERAGERÐI - FULLBÚIÐ NÝTT RAÐHÚS Fallegt og vel staðsett 154 fm raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið er full- búið með gólfefnum og til afhendingar fljótlega. Húsið skiptist í 3 svefnherbergi, stofu, garðstofu, eldhús, baðherbergi o.fl. V. 17,8 m. 4068 MELABRAUT Snyrtileg og björt 97 fm sérhæð á 1. hæð (jarðhæð) ásamt ca 20 fm bílskúr. Íbúðin er staðsett á góðum stað á Seltjarnarnesi og skiptist í hol, stóra stofu, þrjú svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Á hæðinni er inn- byggður bílskúr, sérgeymsla og sam. þvotta- hús. Parket og flísar á gólfum. V. 18 m. 3984 LYNGHAGI - FRÁBÆR STAÐUR Falleg og björt 103 fm neðri sérhæð, með sérinngangi, sem skiptist í forstofu, gang, eldhús, tvær saml. stofur, þrjú herb., eldhús og bað. Parket. Standsett eldhús o.fl. V. 18,9 m. 4024 OPIÐ HÚS BERGÞÓRUGATA 3 Falleg og rúmgóð 73 fm 2ja herbergja endaíbúð á jarðhæð í nýlegu fjölbýlishúsi (byggt 1988). Íbúðin skiptist í hol, stofu, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Sérverönd til suð- urs. Sérbílastæði er á baklóð. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. (Ingunn á bjöllu). V. 13,2 m. 4063 Í MORGUNBLAÐINU birtist nýlega frétt með svohljóðandi fyr- irsögn: Lyf gegn vélindabakflæði er söluhæsta lyfið hér á landi. Talið að oft sé ávísað vegna minni óþæginda. Undirritaður telur rétt að reifa í stærra samhengi þá lyfja- meðferð sem um var rætt í fréttinni. Í fréttinni er þess getið samkvæmt upp- lýsingum frá Trygg- ingastofnun ríkisins að lyfið Nexium hafi verið söluhæsta lyfið í flokki lyfja gegn sárasjúk- dómi í meltingarvegi og vélindabakflæði og að fyrir notkun þess- ara lyfja hafi verið greiddar um 265 mkr. Þá er þess getið að framleiðendur leitist við að halda markaðshlutdeild með að breyta framleiðslu sinni. Að sögn Sigurðar Guðmunds- sonar landlæknis er notkun sýru- bindandi lyfja meiri hér á landi en víða í nálægum löndum og ástæð- urnar fyrir mikilli notkun ekki alltaf kunnar. Hann bendir á að á sama tíma og aukning er í notkun þessara lyfja hafa skurðaðgerðir vegna magasára nánast lagst af. Jafnframt getur hann þess að vafalítið sé of mikið gert af því að ávísa þessum lyfjum út af sértækum kvið- arholsóþægindum sem sennilega hefðu í flestum tilfellum batnað af sjálfu sér og tengjast ýmsum öðrum þáttum eins og t.d. álagi. Getið er góðs aðgengis sjúklinga að læknum og kröfu þeirra um skjóta lausn sinna vandamála. Þá kemur fram að fræðsluátak um vélindabakflæði sem fór fram síðla sumars 2002 kunni að skýra mikla notkun að ein- hverju leyti. Að lokum er skýrt frá áætlun um að taka í notkun lyfjagagnagrunn til að fylgjast með lyfjanotkun lands- manna og í tilvikum meta á hvaða forsendum lyf eru gefin. Bylting í meðferð Mikilvægt er að gera nánari grein fyrir þeim lyfjum sem hér um ræðir og hvaða ábendingar eru fyrir notk- un þeirra. Í fréttinni var sennilega verið að fjalla aðallega um svokall- aða sýrudæluhemla (ómeprazól, lansóprazól, esómeprazól, rabepraz- ól). Óhætt er að fullyrða að þessi lyf hafa valdið byltingu á síðasta áratug í meðferð sýrutengdra sjúkdóma, þar sem lyfin eru mjög virk í að hemja framleiðslu magasýru. Verk- un þeirra er mjög sértæk, minnkun einkenna hröð og aukaverkanir eru fáar. Margþætt notkun Til að leiðrétta áberandi og að því er virðist útbreiddan misskilning er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga. Í fyrsta lagi eru þessi lyf notuð til meðferðar á vélindabakflæði. Fyrir nokkrum árum var gerð ítarleg far- aldsfræðileg rannsókn á því hversu algengt vélindabakflæði er meðal Ís- lendinga á aldrinum 17–75 ára. Vandamálið er algengt og gera má ráð fyrir að um þrettán þúsund manns á Íslandi fá brjóstsviða (aðal- einkenni bakflæðis) tvisvar sinnum og oftar í viku hverri og 3.000–3.500 manns hafa mikil einkenni (á hverj- um degi) um vélindabakflæði. Í öðru lagi eru þau notuð til að lækka sýru- stig í maga og græða maga- og skeifugarn- arsár. Vegna þess hve skjótvirk þau eru, slá þau mjög fljótt og vel á öll einkenni sem eru sýrutengd og viðkom- andi finnur nær sam- stundis fyrir árangri meðferðarinnar. Í þriðja lagi eru þau alltaf notuð með öðrum lyfjum til að uppræta magabakteríuna Hel- icobacter pylori, en tilvist hennar er ein meginorsök fyrir tilurð melting- arsára (maga- og skeifugarnarsára) sem voru áður mjög langvinn og erf- ið viðureignar. Með lyfjameðferðinni hefur tekist að lækna flest melting- arsár til frambúðar og því ekki þörf fyrir frekari meðferð. Þannig er mögulegt að forða sjúklingum frá al- varlegum fylgikvillum sáranna og skurðaðgerðum. Kostnaður vegna þessa sjúkdóms fyrir tíð lyfjanna hefur sennilega numið hundruðum milljóna króna. Í fjórða lagi eru lyfin notuð í vax- andi mæli til að verja magaslímhúð sjúklinga sem eru að taka gigtarlyf í lengri eða skemmri tíma og hefur árangur slíkarar meðferðar verið staðfestur í mörgum samanburð- arrannsóknum. Mögulegt er að fyr- irbyggja alvarlega fylgikvilla með samhliða notkun þessara lyfja. Að lokum eru lyfin notuð við með- ferð lungnasjúklinga, sjúklinga með langvinn háls- og eyrnavandamál og sjúklinga með glerungseyðingu, þar sem vélindabakflæði er talið eiga hlut að máli. Vélindabakflæði Í fyrrgreindri rannsókn var staðfest að einkenni frá öðrum líffærum t.d. lungum, hálsi, munnholi og jafnvel svefntruflanir, virtust tengjast mikl- um einkennum vélindabakflæðis. Lífsgæði þessa fólks eru oft veru- lega skert. Flest bendir til að vel sé staðið að greiningu og meðferð þessa vanda hér á landi og líklegt að notkun lyfjanna er skynsamlegri og ábendingar skýrari en áður (vitund- arvakning-fræðsluátak um vél- indabakflæði). Skurðaðgerðum við vélindabakflæði er nú beitt með markvissari hætti og flestir geta hætt frekari lyfjanotkun í kjölfar þeirra. Ófullnægjandi umræða Umræðan er ófullnægjandi þegar eingöngu er rætt um útgjöld en ekki ávinning. Að auki má minna á að rík- issjóður fær tæpar 800 milljónir króna vegna innheimtu virð- isaukaskatts á lyf. Ekki má heldur gleyma greiðsluþátttöku sjúklinga. En hvað hefur svo sparast með að lækna nær öll meltingarsár, koma í veg fyrir alvarlega fylgikvilla þeirra og fylgikvilla gigtarlyfja, koma í veg fyrir myndun þrengsla í vélinda og lungnavandamál? Lífsgæði margra eru stórbætt og aukin starfsorka gagnast bæði einstaklingunum og samfélaginu. Enginn vafi er á að meðferðin sparar hundruð milljóna króna fyrir þjóðfélagið. Eru heilbrigðisyfirvöld ekki reiðubúin til að leggja mat á þann ávinning sem næst með tilkomu þessara lyfja? Lyfjagagnagrunnur getur verið mjög gagnlegur og gefið upplýs- ingar um áherslurnar varðandi lyfja- meðferð, en treysta verður læknum til að breyta sínum ávísanavenjum í ljósi nýjustu þekkingar á hverjum tíma. Það segir sig sjálft að lyf er ekki notað ef það gagnast ekki. Von- andi kemur lyfjagagnagrunnur jafn- framt að gagni þegar meta á ávinn- ing lyfjameðferða. Stefna ríkisstjórnarinnar Öll umfjöllun um þessi mál verður að vera vönduð, sönn og án fordóma. Fræðsla er af hinu góða. Þetta er inntakið í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004– 2007, sem kynnt var nýlega. Stefnan ber yfirskriftina Auðlindir í allra þágu og leiðarljós hennar er ein- staklingurinn, tækifæri hans og vel- ferð í samfélaginu. Stefnan byggist á fjórum lykilatriðum. Það fjórða seg- ir að stuðla verði að auknum lífs- gæðum og auðugra mannlífi með því að nýta möguleika upplýsinga- tækninnar í menntun, menningu, heilbrigðismálum og á öðrum svið- um samfélagsins. Yfirvöld eru augljóslega meðvituð um upplýsingasamfélagið. Hér verða heilbrigðismál ekki undan- skilin. Það verður að fræða fólk um kostnað og líka ávinning aðgerða sem beitt er í heilbrigðismálum. Þá verður umræðan gagnlegri, án for- dóma og líklegri til að bæta lífsgæði okkar enn frekar í framtíðinni. Ófullnægjandi umræða um mikilvæg lyf Eftir Ásgeir Theodórs ’Það verður að fræðafólk um kostnað og líka ávinning aðgerða sem beitt er í heilbrigð- ismálum.‘ Ásgeir Theodórs Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.