Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 27
bakteríur voru á þessum árum not- aðar í grundvallarrannsóknir í sameindalíffræðinni. Ég fór til London 1959 þessara erinda, eftir að hafa unnið eitt ár í lyfjaverksmiðju í Kaupmannahöfn. Ég var tvö ár í bakteríuerfðafræði á rannsóknarstofu á Hammer- smith-spítalanum í London hjá William Hayes sem var einn af frumkvöðlunum á þessu sviði. Eftir það fór ég til Bandaríkjanna og komst þar að hjá öðrum mjög þekktum bakteríuerfðafræðingi, Edward Adelberg við Yale-háskól- ann. Ég var í doktorsnámi hjá hon- um og lauk doktorsprófi frá Yale 1965. Það var góður tími í rann- sóknunum. Síðan lá leiðin til Napolí á Ítalíu, þar sem ég starfaði í tvö ár á al- þjóðlegri rannsóknarstofnun en fór svo aftur til Bandaríkjanna og bjóst þar við lengri dvöl en raun bar vitni. Mér bauðst starf hér heima. Ákveðið var að fara að kenna líf- fræði við verkfræðideild Háskóla Íslands. Sú kennsla fór af stað haustið 1968. Ótrúlegt hvað fólk leitar heim Að hluta var þessi ákvörðun tek- in af fjölskylduástæðum. Ég og konan mín, Bergþóra Elva Zebitz, áttum von á barni og vildum gjarn- an flytja heim. Dóttir okkar fædd- ist á Íslandi vorið 1968, fyrir áttum við fósturdóttur. Við Elva kynnt- umst í Kaupmannahöfn meðan ég var þar við nám og hún starfandi sem kjólameistari. Við giftum okk- ur árið 1955. Þegar heim til Íslands kom fékk ég aðstöðu til rannsókna á Til- raunastöðinni á Keldum og hafði þá aðstöðu í tíu ár, sem var rausn- arlegt af þáverandi forstöðumanni Guðmundi Péturssyni. Ég fékk góðan styrk erlendis frá til að kaupa tæki og standa undir rann- sóknum fyrstu árin. Þetta kom sér vel þar sem enga peninga var að hafa hér heima til slíkra rann- sókna. Kennslan varð gífurlega tíma- frek og störf við ýmiskonar upp- byggingu þar að lútandi. Við fórum mjög fljótlega af stað með líffræði- nám til BS-prófs og var það með svipuðu sniði og námið er enn. Ákveðið var að þetta yrði þriggja ára nám að sænskri fyrirmynd, en einnig var litið til fyrirkomulags slíks náms í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Við vildum hafa þetta tiltölulega stutt grunnnám. Þessi kennsla hafði upphaflega verið hugsuð til þess að fá náttúrufræði- kennara í gagnfræða- og fram- haldsskóla sem þá var tilfinnanleg- ur skortur á. En við kennararnir höfðum strax í huga að kennslan ætti ekki síður að vera til und- irbúnings fyrir framhaldsnám fyrir verðandi vísindamenn. Aðsóknin varð mjög mikil og hefur verið all- ar götur síðan, en það voru innan við 30 Íslendingar með háskólapróf í líffræði þegar kennslan hófst. Margir þeirra tóku þátt í líffræði- kennslunni. Búið er að útskrifa yfir 800 líffræðinga frá Háskóla Ís- lands. Um 170 þeirra hafa lokið doktorsnámi, langflestir þeirra hafa komið heim til starfa, aðeins um 20 virðast hafa sest að erlendis, og þá langoftast vegna þess að þeir eiga erlenda maka. Það er ótrúlegt hvað fólk leitar heim til Íslands. Störfum hefur fjölgað mikið hér, þótt okkur sameindalíffræðingum hafi þótt varið of litlu fé til rann- sóknanna. Það hefur verið erfitt að stunda grundvallarrannsóknir í þessum greinum vegna fjárskorts.“ Blómin í stofunni Guðmundur Eggertsson er fæddur í Vatnshorni í Skorradal, næstelstur fimm systkina. Mánað- argamall flutti Guðmundur með fjölskyldu sinni að Bakkakoti, næsta bæ við Vatnshorn. Þegar hann var fimm ára gamall flutti fjölskyldan að bænum Bjargi sem er rétt fyrir utan Borgarnes. „Þar höfðu foreldrar mínir bú- skap. Faðir minn var Eggert Guð- mundsson, ættaður frá Eyri í Flókadal. Hann var bóndi en vann löngum verkamannavinnu í Borg- arnesi samhliða búskapnum. Móðir mín var Aðalheiður Lilja Jónsdóttir, ættuð úr Grímsnesi. Hún vakti snemma áhuga minn á gróðri, var mikil blómaræktar- kona,“ segir Guðmundur. Þess sér stað í stofu hans á fjórðu hæð við Bræðraborgarstíg að hann hefur ekki tapað áhug- anum á blómum. Vöxtulegar og margvíslegar plöntur eru þar við gluggann. „Ég hef mjög gaman af að hafa gróður í kringum mig,“ segir Guð- mundur. Hann kveðst hafa „legið mikið í bókum“ í æsku og farið beint úr unglingaskóla í Borgarnesi í Menntaskólann á Akureyri, en þaðan lauk hann stúdentsprófi 18 ára 1951. Rannsóknirnar hjá mér gengu hægt fyrstu tíu árin frá því ég kom heim til starfa við HÍ. En svo fór að komast meiri skriður á þær. Ég hélt áfram með rannsóknir sem ég hafði verið að vinna við áður en ég kom heim, ég var að rannsaka svo- kallaðar tRNA-sameindir, sem eru lykilsameindir við próteinmyndun, kannski einhverjar elstu sameindir sem til eru í lifandi frumum og má rekja feril þeirra allt til þess er fyrstu frumur urðu til. Ég rann- sakaði þessar sameindir frá erfða- fræðilegu sjónarhorni en um 1980 komst ég í samstarf við Dieter Söll við Yale-háskólann, en hann er ein- mitt á ráðstefnunni hér núna. Hann er einn fremsti sérfræðing- urinn á þessu sviði. Á níunda ára- tugnum fór ég til Yale á hverju ári til starfa í nokkrar vikur eða mán- uði. Það er mikilvægt að eiga sam- starf við erlenda aðila. Við eigum góða vísindamenn en aðstæður hér eru þröngar þótt það standi nú til bóta. Sameindalíffræðin er gífurlega „heitt“ rannsóknarsvið núna. Með- al annars gegnir hún nú þegar og á eftir að gegna gífurlega mikilvægu hlutverki í læknisfræðinni. Búið er að raðgreina erfðaefni mannsins, ákvarða röð byggingar- eininganna í erfðaefninu – en það er mikið eftir enn hvað snertir vinnu að frekari greiningu – að skilgreina gen erfðaefnisins og af- urðir þeirra. Menn fylltust mikilli bjartsýni þegar verið var að raðgreina erfða- mengi mannsins og líftæknifyrir- tæki blómstruðu. Aðferðir til þess að raðgreina eru fljótvirkar en nú hafa rannsóknirnar færst frekar yf- ir í það að rannsaka afurðir gen- anna – próteinin – og samskipti þeirra, sem eru gífurlega flókin. Það eru miklu seinunnari rannsóknir og munu eflaust endast sameindalíf- fræðingum í áratugi. Klónun mannsins er ekki það versta Sumir eru mjög ákafir í að nýta þegar í stað allar niðurstöður sem koma fram. Hafa áhuga á að nýta erfðatæknina til þess að breyta erfðaefni mannsins. Ég held að það sé ekki raunhæft og verði ekki í bráð. Ég hef ekki trú á að búið sé að klóna menn og tel að slíkt sé mjög áhættusamt miðað við dýra- tilraunir og vona að menn láti það eiga sig. Klónun manns er þó ekki það versta sem hægt er að finna upp á, væru aðferðir öruggar. Miklu meira áhyggjuefni er ef far- ið verður að breyta erfðaefni mannsins varanlega. Ég hef áhyggjur af að menn fari að garfa í því of fljótt. Það er ómögulegt að segja til um hvað menn muni gera eftir t.d. hálfa öld, varla hægt að giska á það ef skoðað er hvað þekkingu hefur fleygt mikið fram síðustu 50 árin. Okkur vantar enn gífurlega mik- ið upp á að skilja hvernig sam- skiptum genaafurða, próteinanna, er háttað. Þetta er afar flókið sam- skiptanet, margbrotið mjög. Lífið er ekki einfalt. Þróunin hefur gengið mikið út á að gera lífið flóknara og flóknara en ekki einfaldara. Það er merki- legt að þeim mun betur sem menn hafa áttað sig á hvernig fruman starfar þeim mun erfiðara veitist mönnum að útskýra uppruna lífs- ins. Frumustarfsemi er marg- brotnari og merkilegri en menn höfðu tök á að ímynda sér. Ég skrifaði nýlega grein um uppruna lífsins í Náttúrufræðinginn og þar bendi ég á hversu fjarri menn séu því að skilja uppruna lífsins. Smá- sameindir frumunnar geta mynd- ast við ákveðnar aðstæður, sem ef til vill voru fyrir hendi á frumjörð en stóru kjarnsýrusameindirnar myndast tæplega við sömu aðstæð- ur. Menn héldu áður að líf hefði kviknað í súpu lítilla, lífrænna sam- einda, nú sjá menn að þetta er fjarri því svona einfalt. Þótt þessar sameindir væru látnar standa sam- an í milljónir ára er óvíst að að neitt myndi gerast. Ráðgátan um upphaf lífsins er enn erfiðari en hún var í augum manna fyrir hálfri öld – ég er hræddur um að ég lifi það minnsta kosti ekki að sú ráð- gáta verði leyst. Vísindin eru alþjóðleg Það er ástæða til þess að minna á að vísindin eru alþjóðleg og við verðum að gera eins vel hér og gert er á stóru rannsóknarstofun- um erlendis. Þetta vill gleymast þegar verið er að veita fé til rann- sókna. Við getum ekki ætlast til að okkar vísindamenn geti skilað vinnu sem er sambærileg við það sem gerist á góðum rannsóknar- stofum erlendis nema að þeir hafi sambærileg skilyrði. Við höfum ekki bolmagn til þess að reka margar slíkar rannsóknarstofur en nokkrum slíkum gætum við haldið úti. Fjárveitingar til þessa hafa verið af skornum skammti en nú er verið að endurskipuleggja sjóði Rannís og búið að heita því að meira verði lagt í þá. Þetta eru samkeppnissjóðir og það verður að velja bestu verkefnin og styrkja þau vel, það er langvænlegasta leiðin til árangurs. Oft er það svo að þegar erfða- fræðingar reyna að útskýra fyrir almenningi þá einfalda þeir hlut- ina, en það verður aftur til að fólk heldur að þetta sé allt einfalt og að það sé t.d. tiltölulega einfalt að breyta erfðaefni mannsins, bæði til góðs og ills. Auðvitað vilja vísindamenn vera skiljanlegir en mér finnst að það þurfi stöðugt að taka það fram að ekkert sem viðkemur erfðum og frumustarfsemi er einfalt – þvert á móti. Vitanlega eru vísindamenn stundum að auglýsa sig til þess m.a. að fá peninga til frekari rann- sókna. Ekki er síður hætta á ein- földunum þegar fyrirtæki eru að setja fram upplýsingar um starf- semi sína á þessu sviði. Í raun er þörf á mikilli fræðslu um erfða- fræði og erfðatækni því það er ekki vísindamanna einna að ákveða hvað skuli leyft og hvað ekki. Ég hef ekki áhyggjur af erfða- breyttum plöntum, slíkar rann- sóknir og aðgerðir eru háðar ströngum reglum, ég hef meiri áhyggjur af að menn fari í ótíma að breyta erfðaefni mannsins. Lát- um það í friði!“ ekki einfalt Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Eggertsson með nokkrar af hinum vöxtulegu plöntum sínum við stofugluggann. gudrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.