Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ fer ekki hjá því að vissar spurningar vakni við að horfa á þessa sýningu Stefáns Baldurssonar leikstjóra. Hann lætur væntanlega af störfum sem þjóðleikhússtjóri í lok ársins og þetta er því sennilega í síðasta skiptið sem hann hefur al- gjörlega frjálsar hendur um val á leikriti og samstarfsmönnum. Það var engin tilviljun að uppfærsla hans á Veislunni tókst eins vel og raun bar vitni því Stefán er, auk þess að vera einn albesti leikstjóri landsins, valdamesti maður í íslensku leiklist- arlífi og getur beitt þessu valdi til að beina umtalsverðu fjármagni og kröftum bestu listamanna hússins til að ná settu marki. Sorgin klæðir Elektru er verðugt verkefni, um það þarf ekki að deila. Verkið byggist lauslega á hinni þrí- einu Óresteiu gríska leikskáldsins Æskílosar en efnið er fært til loka þrælastríðsins í Bandaríkjunum. Í kjölfar nútímaraunsæisleiksins Veislunnar er ekki skrýtið þótt Stef- án þyrsti í að leikstýra leikriti sem hægt sé að nálgast á fleiri vegu. Þessi þríleikur bandaríska leik- skáldsins Eugene O’Neill uppfyllir þetta skilyrði mætavel. Nýverið var sett upp frábær sýn- ing á verkinu í breska Þjóðleikhús- inu þar sem leikararnir klæddust búningum sem hæfðu þeim tíma sem leikurinn á að gerast á, leikmynd var að mestu raunsæ en stílfærð mynd af húsakynnum þess tíma og hóf- stilltur leikmátinn á svipuðum nót- um. Stefán Baldursson fer þver- öfuga leið. Hann kastar krínólínum kvenpersónanna og stífum einkenn- isbúningum karlanna og eykur þannig möguleika leikaranna á að tjá sig með hreyfingum og látbragði í umfram allt raunsæislegum leik. Í stað þess að sýningin sé bundin ein- um stað og tíma skapast frelsi til að notast við tákn sem tilheyra ólíkum tímabilum mannkynssögunnar og leikbókmenntanna. Filippía I. Elís- dóttir skapar hér fjölda búninga sem hver um sig felur í sér yfirlýsingu um hugarástand persónunnar sem klæðist honum og ýmist augljósar eða torræðar tilvísanir í texta verks- ins, hinar grískar goðsagnir og leik- rit eða jafnvel út fyrir ramma leik- textans og upprunaverka hans. Hermennirnir klæðast einkennis- búningum sem tilheyra ýmsum styrjöldum sem Bandaríkjamenn hafa háð, í einu atriði klæðast tvær persónanna náttklæðum sem minna á forngrískan fatnað, ein persónan fer aldrei úr hermannaklossunum, þótt hann skipti annars yfir í spari- fötin, til að minna á að hann verður að hluta til alltaf hermaður og svona mætti lengi telja. Krínólínum er meira að segja ekki sleppt alveg heldur gegnir ein þeirra afar tákn- rænu hlutverki. Því miður er táknsæið yfirkeyrt í leikmyndinni. Nær gervallt leikrým- ið er málað blóðrautt sem og flestir leikmunanna, handlaugina prýðir glottandi drýsill í grískum stíl, upp- lýstir krossar og bandarískur fáni í andhverfum litum eru dæmi um of- gnótt tákna – enda nóg fyrir í bún- ingum og tilsvörum til að kalla fram viðeigandi áhrif. Myndefni á sjón- varpsskjá á án efa að hjálpa áhorf- endum að setja sig í stellingar en skjárinn er svo lítill að vopnabrak, angistarvein og marseringadunur hefðu verið mun áhrifameiri sem há- vær hluti af hljóðmynd í upphafi sýningar. Annars er leikmyndin sáraeinföld og leikmunir fáir, kannski hefði farið betur að hafa hana enn berstrípaðri. A.m.k. tókst stórkostlega vel með sáraeinföldum ráðum að skapa hæfilegt umhverfi fyrir þáttinn sem gerist á skipsfjöl með því að leysa smá þokuslæðing úr læðingi, draga niður í ljósunum og galdra fram kaðalstiga. Annar þáttur umgjarðar sýningarinnar sem heppnast fullkomlega er val á tónlist úr smiðju litheygskra tón- skálda. Ágæt þýðing Árna Guðnasonar, sem leikin var í útvarpi fyrir rúmum fjörutíu árum, hefur staðist tímans tönn. Stefán Baldursson er skrifaður fyrir endurskoðun hennar og stytt- ingum, enda þríleikurinn firnalang- ur ef hann er leikinn óstyttur á einu kvöldi. Honum hefur tekist mætavel að halda meginatriðunum en sleppa útúrdúrum þannig að úr verði heil- steyptur harmleikur og um leið styrkja samjöfnuðinn við frumverk Æskílosar. Þessi tengsl eru treyst enn frekar í leikstjórninni þar sem skerpt er á ástaratlotum fjölskyldu- meðlimanna að hætti Sigmundar Freud. Og leikurinn svíkur engan. Þar ber fyrsta að telja Guðrúnu S. Gísla- dóttur sem sýnir stórleik í hlutverki Kristínar. Hún hefur öll blæbrigðin fullkomlega á valdi sínu í þessu stór- kostlega hlutverki og byggir með þeim upp raunsanna mynd af konu sem leggur líf sitt og ást að jöfnu. Ingvar E. Sigurðsson leikur nú aftur í Þjóðleikhúsinu eftir nokkurt hlé. Það er vart hægt að hugsa sér meira blátt áfram innkomu á svið en að birtast utan úr myrkrinu og svara aðspurður: „Það er ég.“ En þetta fór ekki fram hjá neinum; Ingvar fyllir upp í hvert það rými sem hann leik- ur í og beinlínis sogar til sín athygli áhorfenda. Hann er kominn aftur, betri en nokkru sinni áður og veldur síður en svo vonbrigðum í innilegri glímu sinni við hlutverk fjölskyldu- föðurins Ezra. Hilmir Snær bætir hér enn einni skrautfjöðrinni í hatt- inn sem Orin, bróðirinn sem stríðið hefur eyðilagt og skiptir skapi eins og hendi væri veifað. Hann spilar á allan tónstigann í leiknum, gleði og sorg, eftirsjá og hyldýpi örvænting- arinnar uns persónan missir tökin á veruleikanum. Fjórða fjölskyldumeðliminn, dótt- urina Laviníu eða Vinní, leikur Arn- björg Hlíf Valsdóttir. Það er djarfur leikur að velja þessa ungu leikkonu í þetta hlutverk. Hún er allt að því smástelpuleg í fasi og hreyfingum og greinilegt að fyrir leikstjóra vakti að leggja áherslu á sakleysi æskunnar. Djúpstæð ást hennar og aðdáun á föður sínum breytist í hefndarþorsta er honum er bolað úr vegi. Hægt er að skýra þessa breytni persónunnar sem dómgreindarskort vegna tak- markaðrar lífsreynslu. Aftur á móti er svo hægt að benda á þann mögu- leika að hún kjósi að haga sér barns- lega til að viðhalda þeim tengslum sem hún hefur við föður sinn. Leikur Arnbjargar Hlífar felur í sér báða þessa möguleika. Það er enginn hægðarleikur að kljást á leiksviði við þá úrvalsleikara sem að ofan eru nefndir og vera ósjálfrátt borin sam- an við þá. En Arnbjörg stendur sig framar vonum, henni tekst að skila öllum þáttum þess með prýði, hvort sem er sem dóttir, systir, refsinorn eða sem hin blóðheita heimasæta. Förðun hennar, sérstaklega í upp- hafsatriðinu, tekur mið af þýskum expressjónisma í sviðs- og kvik- myndaleik enda hefði andlit hennar sómt sér vel á hvíta tjaldinu á þeim tíma. Þannig aðgreinir leikstjórinn aðalpersónuna frá hópnum og beinir ljósi að séreinkennum hennar til að undirstrika hve persóna hennar er miðlæg í framvindunni gervallri. Það jaðrar við að samlegðaráhrif förðun- ar, búnings og látbragðs kalli á stundum fram kómísk áhrif, svo mjög stingur gervi Arnbjargar í stúf við raunsæislegan stíl hinna leikar- anna. Þetta er skemmtilegur og skrýtinn öxull sem harmleikurinn snýst allur um. Áherslan á ungan aldur persónunnar kemur ennfrem- ur í veg fyrir að áhorfendur geti trú- að því að hún sé eldri systir Orins sem Hilmir Snær Guðnason leikur. En það er greinilegt að leikstjórinn hefur ákveðið að láta aldursmun per- sónanna samkvæmt leiktextanum lönd og leið og velja leikarana eftir hæfileikum en ekki aldri. Afstaðan milli persónanna og áherslan á tengslin þeirra í millum breytist fyr- ir vikið sem býður upp á nýja mögu- leika í túlkun og krufningu verksins. Nanna Kristín Magnúsdóttir leik- ur Helenu af látlausu æðruleysi, lítið hlutverk en sérstaklega vel af hendi leyst. Sama má segja um Pétur, bróður hennar, í meðförum Baldurs Trausta Hreinssonar. Baldur er í góðu formi og bregður með skilvirk- um leik upp fjölbreyttri mynd af vonbiðli Laviníu. Rúnar Freyr Gísla- son skilar hlutverki elskhuga frúar- innar, Adams Brants skipstjóra, af fullkomnu öryggi og innlifun. Það er varla við hann að sakast þó að hann sé látinn leika það með fullmiklum látum og töffarastælum. Stirðbusa- legur leikur Hjalta Rögnvaldssonar í hlutverki ráðsmannsins undirstrikar að persónu hans er ofaukið í þessari leikgerð nema sem viðmælandi Laviníu í lokaþættinum. Eintöl hennar eru gersamlega óþörf, áhorf- endur tileinka sér það sem þar kem- ur fram úr samtölum hinna persón- anna. Upphafsatriði þar sem gríma tengir persónuna við kór grískra harmleikja er í einu orði sagt fárán- legt. Stefán Baldursson nálgast þetta öndvegisverk leikbókmenntanna úr töluvert annarri átt en liggur bein- ast við, en sýn hans á verkið á full- komlega rétt á sér. Þetta er afar áhugaverð sýning þótt á henni séu einstaka hnökrar. Vel heppnuð leik- gerð á einstöku verki, oft og tíðum stórbrotinn leikur í fjölskrúðugri búningaflóru leggjast á eitt við að sýna þetta sígilda verk í nýju ljósi. BlóðböndLEIKLISTÞjóðleikhúsiðHöfundur: Eugene O’Neill. Þýðandi: Árni Guðnason. Leikstjórn, styttingar á texta og endurskoðun þýðingar: Stefán Bald- ursson. Hönnun lýsingar: Páll Ragn- arsson. Búningahönnun: Filippía I. El- ísdóttir. Leikmyndarhönnun: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Aðstoðarleik- stjóri: Edda Heiðrún Backman. Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Hilmir Snær Guðnason, Hjalti Rögnvalds- son, Ingvar E. Sigurðsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Smíðaverkstæðið. Föstudagur 2. apríl. SORGIN KLÆÐIR ELEKTRU Morgunblaðið/Árni Sæberg „Þetta er afar áhugaverð sýning,“ segir Sveinn Haraldsson. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.