Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 43 ✝ Karlotta ÓskÓskarsdóttir, ævilega nefnd Lotta, fæddist á Eskifirði 29. apríl 1925. Hún lést á heimili sínu að- faranótt 27. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar, hjónin Bent- ína Benediktsdóttir og Óskar Guðbrands- son, fluttust til Eski- fjarðar þar sem þau ólu upp sinn barna- hóp. Karlott átti átta systkini og eru fimm þeirra enn á lífi. Nýflutt til Reykjavíkur 1952 giftist Lotta Hilmari Steinþórs- syni bílamálara, f. 27. febrúar 1929, syni Steinþórs Albertssonar og Ragnheiðar Árnadóttur. Sonur Lottu og Hilmars er Óskar, f. 1954, d. 1997, var kvæntur Hrafnhildi Einarsdóttur, þau slitu samvistum, börn þeirra eru Hilmar Örn, Auður Gréta og Karlotta Ósk. Fyrir átti Hilm- ar Steinþór rann- sóknarlögreglu- mann í Reykjavík, f. 1951, var kvæntur Lilju Björk Tryggva- dóttur, þau slitu samvistir, börn þeirra eru Sigrún Theódóra, Fanney, Hilmar og Hallfríður Alda. Sam- býliskonna Steinþórs er Linda Sigríður Baldvinsdóttir. Útför Lottu var gerð frá Selja- kirkju 2. apríl, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ég vil í Drottni sofna sætt, samviskustríðið allt er bætt, dauðahaldi ég drottinn þríf, dýrstur gef þú mér eilíft líf. Kveð ég í Guði góðan lýð, gleðilegar þeim nætur býð, þakkandi öllum þeirra styrk, þjónustu, hjálp og kærleiksverk. (Hallgr. Pétursson.) Það var á vordögum árið 1925 og sólin tekin að þoka sér ofar á himinhvelfinguna, eftir myrkur og drunga vetrarins, hærra og hærra með hverjum degi. Það var tekið að birta og hlýna, ísinn og snjóinn að leysa og sálarlíf mannfólksins að glaðna og léttast, eins og alltaf verður á vorin, þessum yndisleg- asta tíma ársins. Já, þá fer lífið alls staðar á kreik í kringum mann. Gróðurinn og blómin koma brosandi undan freranum, lömbin fæðast og ungar fuglanna koma úr egginu, já, það eru endalausar fæðingar allt um kring, alla daga á þessum árstíma. Þetta er tími lífs- ins, sem áfram streymir endalaust líkt og stórfljót, sem maður veit ekki alveg hvar á upptök sín, né heldur almennilega hvar ósar þess eru, það bara rennur framhjá öll- um stundum og hefur alltaf gert. Hinn 29. apríl þetta ofangreinda vor, opnaði lítið stúlkubarn augu sín í fyrsta skipti á lífsleiðinni og horfði inn í lífið og tilveruna. Þetta var austur á Eskifirði, en þar fæddist hún Karlotta Ósk Óskars- dóttir, sem síðar á lífsleiðinni gift- ist föður mínum og varð þar með stjúpmóðir mín, sem þessar línur rita. Já, hún Lotta mín var einn af þessum ljúfu vorboðum, þarna austur á Eskifirði, þetta vor 1925. Hennar lífsvor var þarna að hefj- ast og nú í dag er vorið hennar Lottu minnar löngu liðið, sumarið líka og það var komið fram á haust í hennar lífi og tekið að húma að. Hún Lotta lokaði augunum sínum í hinsta sinn í þessari jarðvist að heimili sínu í Kambaselinu í Selja- hverfinu í Reykjavík, aðfaranótt þess 27. mars sl. Karlotta Ósk var fremur dul manneskja, flíkaði ekki skoðunum sínum á mönnum eða málefnum, en gat þó vel verið ræðin í góðra vina hópi og reyndi þá ávallt að beina sjónum sínum á það jákvæða og uppbyggilega, en tjáði sig minna um hina hliðina. Lotta var ákaflega hjartahlý manneskja, traust og sannur vinur vina sinna, þeim sem hún á annað borð tók. Hún var alltaf reiðubúin að rétta fram hjálparhönd, þar sem þess þurfti með, af sannri gleði og ein- lægni og krafðist einskis í staðinn. Hún reyndist föður mínum virki- lega vel sem eiginkona og lífs- förunautur, var stoð hans og stytta í gegnum lífið, sem varð þeim alls ekki átakalaust, fremur en flestum öðrum. Þau eignuðust einn son saman, sem Óskar hét, en hann misstu þau skyndilega, er hann lést árið 1997, aðeins rúmlega fer- tugur að aldri. Það var mikið og þungt högg fyrir þau bæði, en son- urinn skildi eftir sig þrjú heilbrigð og mannvænleg börn, sem hafa verið þeim sólargeislar alla tíð. Ég var ekki gamall, ef til vill á milli 4ra og 5 ára, þegar ég kom fyrst í heimsókn inn á heimili þeirra Lottu og pabba og fékk að gista í eina eða tvær nætur. Ég ólst upp úti á landi, en fékk að fara til höfuðstaðarins að jafnaði einu sinni á ári, á haustin fyrir skóla. Það var alltaf sama tilhlökkunin í mér á þessum haustferðalögum, að fá að gista hjá Lottu og pabba. Hún reyndist mér alltaf ákaflega hlý, umhyggjusöm og góð, bæði þá og alla tíð síðar í lífsgöngunni, og eins mínum börnum. Að leiðarlokum vil ég þakka henni Lottu minni fyrir allt það sem hún gaf mér á meðan að leið okkar lá saman um veginn, bæði veraldlegt og ekki síður andlegt. Ég á aðeins hlýjar og góðar minn- ingar í hjarta mínu eftir að leiðir okkar skiljast um sinn, og þær eru mér dýrmætar. Nú er aftur komið vor í lífi Lottu minnar, ekki alveg það sama og austur á Eskifirði forðum, nei, nú er hún komin á „grundirnar grænu“ til föðurins sem öllu ræður, í eilífðarvorið, þar sem haustar aldrei og aldrei húm- ar að. Nú eru þau aftur saman mæðginin og þeim líður vel og þar munum við öll hittast þegar þar að kemur. Algóður Guð blessi þig, elsku Lotta mín, heimkomu þína og framtíð. Elsku pabbi minn, ég bið einnig Guð almáttugan að styrkja þig og blessa í sorginni og halda í hönd þína áfram veginn, ég veit hann gerir það. Barnabörnum Lottu, systkinum, svo og öllum öðrum að- standendum og vinum hennar votta ég mína dýpstu samúð og bið ykkur öllum Guðs blessunar. Steinþór Hilmarsson. KARLOTTA ÓSK ÓSKARSDÓTTIR ✝ Stella Lydia Niel-sen fæddist í Reykjavík 25. janúar 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 23. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón- ína Guðrún Pálsdótt- ir, f. 2. júlí 1890, d. 8. júní 1966 og Hartvig Nielsen, kaupmaður í Reykjavík. Bræður Stellu voru 1) Hartvig Niel- sen, f. 25. september 1916, d. 21. septem- ber 1991, 2) Jóhannes G. Nielsen, f. 1. nóvember 1919, d. 16. mars 1981 og 3) Sigurður Kristófers- son, f. 29. júní 1932, d. 24. apríl 1950, sonur Kristófers Sigurðs- sonar, f. 22. mars 1874, d. 8. nóv- ember 1942. Dóttir Stellu er Dollý Erla Niel- sen, f. 30. júlí 1943, gift Pétri Sveinssyni, f. 24. september 1936. Þau eiga ekki börn saman en dóttir Dol- lýjar og Leifs Jóns- sonar, f. 15. nóvem- ber 1927, d. 27. febrúar 1995, er Stella, f. 4. október 1964, gift Davíð Ingibjartssyni, f. 1. september 1962 og eiga þau þrjú börn, Aðalheiði Erlu, f. 26. október 1983, Berg- lindi Rós, f. 24. sept- ember1985 og Ingi- bjart Bjarna, f. 17. júlí 1990. Dollý var gift Jóni Ólafssyni, f. 1. mars 1940, þau skildu. Synir þeirra eru Snorri, f. 7. desember 1966 og Trausti, f. 4. september 1968, d. 3. apríl 1996. Útför Stellu Lydiu fór fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 31. mars, í kyrrþey. Við amma höfum átt margar góðar stundir saman í gegnum tíð- ina, flestar minningar mínar um hana á æskuárum mínum tengjast ferðalögunum sem við fórum sam- an í. Amma var félagi í Ferðafélagi Íslands og frá því að ég man eftir mér var hún óþreytandi við að drösla mér með sér inn í Þórsmörk og Landmannalaugar, vestur á Snæfellsnes og á hina ýmsu staði á landinu. Þegar ég var 11 ára var ferðafélagið Útivist stofnað og amma skráði okkur báðar sem stofnfélaga, ég var ekkert smá ánægð með það að „við amma“ vorum báðar í félaginu og ekki dró það úr áhuga mínum á að ferðast með henni. En á unglingsárunum fór áhugasviðið að breytast og ekki leið á löngu þar til ég kynnti hana fyrir Davíð og sagði henni að við ætluðum að gifta okkur. Álit ömmu á manninum sem ætlaði að vera lífsförunautur minn skipti mig miklu máli og það var mér mikils virði hvað henni líkaði vel við hann. Þegar langömmubörnin komu eitt af öðru var eins og ég hefði gefið henni ómetanlega gjöf. Þó að amma væri um sjötugt þeg- ar fyrsta langömmubarnið kom lét hún aldurinn ekki stoppa sig í að passa fyrir okkur þegar hún var búin í vinnunni eða á kvöldin. Á meðan heilsan leyfði var ekkert sem hún var ekki tilbúin að gera fyrir mig svo framarlega sem það væri í hennar valdi. Amma var verkakona og vann erfiðisvinnu alla sína ævi sem byrjaði með vist hjá veitingahjón- unum í Gúttó við Tjörnina,þegar hún var aðeins 14 ára gömul. Seinna lá leiðin í ýmis sveitastörf, uppvask og þjónustu á veitinga- húsum, í Ölgerðina og fiskvinnslu í Ísbirninum sem seinna varð Grandi og hennar síðasti vinnu- staður. Hún hætti ekki að vinna fyrr en hátt á áttræðisaldri eftir það var hún „dagmamman“ mín um tíma. Þegar kom að því að hún gat ekki búið ein útbjuggum við Davíð litla íbúð tengda okkar íbúð í Kópavoginum og amma bjó þar hátt á þriðja ár og hjálpaði okkur með ýmislegt þótt hún væri komin yfir áttrætt. Hún fluttist síðan á sambýlið við Skjólbraut í Kópa- vogi, fór þaðan um tíma á Kumb- aravog en kom síðan aftur í Kópa- voginn og dvaldist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þar til hún lést. Síðustu árin glímdi hún við erfið veikindi. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem við amma áttum saman og í hjarta mínu geymi ég minninguna um hana ömmu mína sem vildi mér bara allt það besta. Stella Leifsdóttir. STELLA LYDIA NIELSEN Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem heiðruðu minningu eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR PÁLMASONAR jarðeðlisfræðings, og vottuðu okkur samúð við andlát og útför hans. Sérstakar þakkir til starfsfólks Orkustofnunar og Íslenskra orkurannsókna fyrir hjálp og vináttu. Starfsfólki deildar 14E á Landspítalanum við Hringbraut er þökkuð góð umönnun. Ólöf B. Jónsdóttir, Magnús Atli Guðmundsson, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Jón Pálmi Guðmundsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐNÝ PÉTURSDÓTTIR, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 27. mars. Útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 5. apríl kl. 13.30. Ragnar Ágústsson, Ágúst A. Ragnarsson, Katrín Pálsdóttir, Rafn A. Ragnarsson, Gunnlaug L. Thorarensen, Ragnar H. Ragnarsson, Ása Linda Guðbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði, sem lést á St. Jósefsspítala þriðjudaginn 30. mars, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Jónína Magnea Guðmundsdóttir, Ólafur Grétar Guðmundsson, Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Þórunn Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, ERLENDUR Ó. JÓNSSON skipstjóri, Austurströnd 8, áður Neshaga 13, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 6. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið eða hjúkrunarþjónustuna Karitas. Ásta M. Jensdóttir, Edda Erlendsdóttir, Ólína Erlendsdóttir, Guðmundur Örn Ragnarsson, Erlendur Jón Einarsson, Steingrímur Óli Einarsson, Margrét Ásta Guðmundsdóttir, Ragnar Örn Guðmundsson, Styrmir Örn Guðmundsson, Hulda Jónsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Framnesvegi 7, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 6. apríl kl. 10.30. Þóra Stefánsdóttir, Jóhann Ágústsson, Valdimar Stefánsson, Guðrún Erla Ingimagnsdóttir, Bryndís Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.