Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 46
SKOÐUN 46 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á LIÐNUM árum hef ég lesið greinar í blöðum um fólk í fjötrum fá- tæktar hér á landi. Sumir kalla það fátæktargildruna. Ég hef ekki skilið fyllilega við hvað er átt. Margir ör- yrkjar geta til dæmis unnið hluta- starf en hvers vegna geta þeir ekki bætt kjör sín? Hvaða hindranir standa í vegi fyrir því? Hvaða hug- myndafræði býr þar að baki? Svör við þessum spurningum fann ég í bókinni Fátækt á Ís- landi við upphaf nýrrar aldar. Hin dulda fé- lagsgerð borgarsam- félagsins (2003) eftir Hörpu Njáls fé- lagsfræðing. Að baki verkinu liggur margra ára rannsóknavinna og reynsla af starfi við velferðarþjónustu á höf- uðborgarsvæðinu, meðal annars við Innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar. Niðurstöður hennar sýna að fátækt á Íslandi meðal hópa sem eiga allt sitt undir hinu opinbera er viðvarandi vegna brotalama í vel- ferðarkerfinu. Þessir hópar eru ör- yrkjar, atvinnulausir, aldraðir og sjúkir ásamt einstæðum foreldrum og barnafólki með lágar tekjur. Þetta er allt önnur mynd og dekkri en sú glansmynd sem almennt er haldið að þjóðinni. Höfundur veltir einmitt fyrir sér hvaða afleiðingar það hafi í för með sér fyrir þessa hópa þegar stjórnvöld einblíni á það að við séum ein af ríkustu þjóðum heims og út frá því sé talið að allir geti haft það svo gott, velmegun og hagsæld sé á háu stigi. Auk þess búi fólk við velferðarkerfi sem sé með því besta sem þekkist. En staðreyndin geti verið sú að samfélagið leggi svo takmarkað af mörkum til velferð- arkerfisins að ákveðnir hópar festist í fátækt og skorti. – Ekki gerði ég mér til dæmis grein fyrir því fyrr en ég las Fátækt á Íslandi að íslenska þjóðin ver lægsta hlut- falli landsframleiðslu til velferðarmála af öllum Evrópubandalags- þjóðum að Írum und- anskildum. Sú stað- reynd segir sína sögu. Um daginn sat ég á kaffihúsi með nokkrum mönnum þar sem rætt var um stjórnmál. Ég leiddi talið að deilum ríkisstjórnarinnar við Öryrkjabandalagið. ,,Þetta er bara frekja og ósvífni,“ sagði einn maður við borðið, vel menntaður og hjartahlýr, og átti við málflutning formanns Ör- yrkjabandalagsins. Þessi skoðun er dæmigerð fyrir það viðhorf sem Harpa Njáls fjallar um í bók sinni og greint hefur verið frá hér að framan. Flestir trúa því að öryrkjar búi við góð kjör. Lágar og skertar bætur En í hverju er þá fátæktargildran fólgin? Hún felst í lágum bótum og miklum skerðingarákvæðum. Sam- kvæmt útreikningum höfundar vant- aði alla bótaþega 40–50 þúsund krón- ur á mánuði til að ná lágmarks- framfærslu árið 2000. Þá hafði öryrki kr. 63.593 á mánuði. Ástandið hefur í reynd versnað síðasta áratuginn. Ár- ið 1995 voru tengsl bóta og lægstu launa rofin og hefur bilið breikkað bótaþegum í óhag. Tveimur árum síðar, 1997, var farið að skattleggja allar bætur frá Tryggingastofnun á sama hátt og laun. Þannig tekur ríkið í auknum mæli til sín skatta af lægstu launum og bótum. Sam- kvæmt útreikningi Þjóðhagsstofn- unar greiddu lífeyrisþegar og lág- launafólk með tekjur undir kr. 90.000 einn milljarð í tekjuskatt og útsvar árið 2001. Það eru heildartekjur; laun og greiðslur frá Tryggingastofnun, lífeyrissjóðum, atvinnuleysisbætur, húsaleigubætur og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Um auknar skatta- álögur segir Harpa Njáls: „… ófag- lærðir á vinnumarkaði og lífeyr- isþegar standa að hluta sjálfir undir því velferðarkerfi sem við rekum, þrátt fyrir knöpp kjör sem sett hafa marga í fátækt. Hér er enn ein fá- tæktargildran á ferð í íslensku vel- ferðarkerfi, bundin við skattlagningu hins opinbera … Hér birtist hin skil- yrta velferð sem telja má að sé að- alsérkenni íslenska velferðarkerf- isins. Á lágar bætur er beitt skattleysismörkum sem halda ekki í við launaþróun í landinu.“ Höfundur gerir tillögu í bók sinni um að bætur verði hækkaðar til raungildis lág- marksframfærslukostnaðar og frí- tekjumörk verði þá hækkuð, bæði vegna lífeyris og barnabóta. Ellefu og hálfan eyri í vasann Annað einkenni fátæktargildrunnar eru hörð skerðingarákvæði sem leiða til þess að það borgar sig ekki fjár- hagslega að vinna: „Þú sérð fram á að vera alla tíð á bótum eða fara á vinnumarkað og hafa ekkert upp úr því, staða þín batnar ekkert. Það er þetta sem drepur fólk niður, lífslöng- unina og sjálfsbjargarviðleitnina,“ sagði Þorgerður (dulnefni) í viðtali við höfund bókarinnar Fátækt á Ís- landi. Þessi orð varpa skýru ljósi á stöðuna, þar sem kerfið lokar leiðum til sjálfsbjargar með því að skerða bætur um 45 aura fyrir hverja krónu sem bótaþegi aflar sér á vinnumark- aði. Mér reiknast til að öryrki haldi eftir ellefu og hálfum eyri af hverri krónu sem hann vinnur sér inn á al- mennum markaði. Í fyrsta lagi borg- ar hann 38,58% í skatt af tekjum sín- um, í öðru lagi 5% í önnur gjöld (lífeyrissjóð og félagsgjald) og í þriðja lagi eru dregnir 45 aurar af bótunum (tekjutryggingarauka) fyr- ir hverja 100 aura sem hann vinnur sér inn eins og áður hefur verið getið. Harpa Njáls leggur til í bók sinni Fá- tækt á Íslandi að dregið verði úr skerðingu bóta, í stað 45 aura verði 20 aurar teknir af hverri krónu. Tillögur til úrbóta En hvaða hugmyndafræði býr að baki svo lágum bótum og miklum skerðingarákvæðum og hverjir hafa ávinning af slíku kerfi? Höfundur telur að íslenska vel- ferðarkerfið beri æ sterkari einkenni frjálshyggjunnar sem birtist meðal annars í aðstoð, sem er háð ákveðnum skilyrðum, og tekjutengd. Það séu helstu tæki ríkisvaldsins til að halda útgjöldum hins opinbera niðri. Harpa Njáls hefur unnið merkilegt starf við að greina og lýsa stöðu fátækra á Íslandi og leggja fram tillögur sem ætla má að dragi úr fátækt og því samfélagsböli sem henni fylgir. Í tillögum sínum leggur höfundur megináherslu á að bóta- flokkar sem tryggja afkomu lífeyr- isþega verði einfaldaðir og greiðslur alfarið felldar undir lög um almanna- tryggingar. Hlutverk heimildarlaga um félagslega aðstoð þjóni aðeins sértækum aðstæðum fólks. Hún hef- ur látið reikna út hvað tillögurnar kosta. Útgjöld velferðarkerfisins, sem voru 19,1% af landsframleiðslu árið 1999, yrðu nálægt 22,5%. Samt yrði það lægra hlutfall en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Í lokaorðum segir höfundur: „Það er íslenskum stjórnvöldum í lófa lag- ið að taka á þeim vanda sem fyrir er og hefur áhrif á heill og hamingju til- tölulega lítils hluta þjóðfélagsþegn- anna, sem býr í hinni duldu fé- lagsgerð borgarsamfélagsins. Þeir sem lifðu í sárri fátækt á Íslandi (1997–1998) voru um 7% þjóðarinnar og engar vísbendingar eru um að dregið hafi úr fátækt síðan þá nema síður sé, m.a. vegna aukins atvinnu- leysis á síðustu misserum. Kjör fá- tækra eru lakari en kjör sambæri- legra hópa á hinum Norður- löndunum. Þar sem börn koma við sögu í fátæktaraðstæðum er tæki- færum til farsæls lífshlaups fórnað að umtalsverðu leyti. Breytingar er hægt að framkvæma með reisn … en til þess þarf að verja hærra hlutfalli landsframleiðslu til velferð- arútgjalda.“ Nauðsynlegt er að meiri umræða fari fram um þessar tillögur. Eða finnst fólki það raunverulega eðlilegt ástand að sjö prósent þjóðarinnar lifi í fátækt? Fátæktargildran Eftir Gerði Steinþórsdóttur Gerður Steinþórsdóttir ’Nauðsynlegt er aðmeiri umræða fari fram um þessar tillögur. Eða finnst fólki það raun- verulega eðlilegt ástand að sjö prósent þjóð- arinnar lifi í fátækt?‘ Höfundur vinnur að málefnum fatlaðra. ÉG LEYFI mér að kalla þessa litlu frásögn páskaþátt, ekki af því að hún fjalli um páska, né gerist endilega á páskum, heldur bara af því að páskarnir eru í nánd. Sögusviðið er sandkassi (mjög ófrumlegt). Tveir snáðar. Annar, svolítið lít- ill: „Pabbi minn er lögga“ (enn ófrum- legra) (Sl = sonur löggu). Hinn, státinn pilt- ur: „Pabbi minn er prestur“ (Sp = sonur prests). Sl: Pabbi minn get- ur lamið pabba þinn! Sp: Pabbi minn getur látið Guð kýla pabba þinn! Sl: Hann þorir það ekki, því pabbi minn fer alltaf í kirkju, hann er vinur Guðs. Sp: Hvernig getur hann verið vinur Guðs þegar pabbi minn er vinur Guðs? (sbr. allir sem ekki eru vinir Guðs eru óvinir Guðs) Sl: Hann biður bænir af því hann segist vera með Guðsótta. Sp: Ha! Hann er skíthræddur við Guð! Sl: Nei, hann fer alltaf í kirkju til að læra um Guð og Jesús. Sp: Jesús Guðsson var nú soldið skrítinn og gamaldags. Sl: Pabbi segir að hann hafi vilj- að gefa úr sér annan kirtilinn ein- hverjum sem væri kirtilslaus. Sp: Iss, hann þóttist vera ein- hver Batman en lúffaði svo alltaf! Sl: Og að maður ætti að fyr- irgefa allan andskotann! Sp: Passar. Það er auðvitað flott að fyrirgefa.Hún Sissa systir sleit hríðskotabyssuna af G-manninum mínum. Ég varð ofsa vondur, hún fór að skæla og þá fyrirgaf ég henni bara (þegar ég var búinn að rífa annað augað úr dúkkunni hennar). Sl: Jesús vill að þegar einhver gefur þér á kjaftinn þá skulir þú bara snúa hinum kjaftinum að honum! Og fyrirgefa! Sp: Það er auðvitað tú möts af Jesúsi! Hann kallar væntumþykju „kærleika“, að maður eigi að láta sér þykja vænt um alla, bæði þá sem maður þekkir og þá sem mað- ur þekkir ekki! Sl: Já maður! Hann sagði að þessi kær- leikur væri alveg spes, ætti alltaf að vera aðalmálið. Sp: Nákvæmlega, hann sagði að hefni- gjarn Guð væri bara andskotans platguð og spældi hina prestana svo ofsalega að þeir létu krossfesta hann. Sl: Aumingja Jesús, hann var nú æðislega góður. Sp: Já, ekkert venjulega góður! Ég trúi rosalega á hann eins og pabbi. Sl: Ég trúi líka svakalega á hann. Sp: Ég trúi meira á hann en þú og bið alltaf bænir! Sl: Iss, éttu skít! Ég fer alltaf í kirkjuna með pabba og trúi miklu meira á Jesús heldur en þú! Sp: Éttu sjálfur drullu! Pabbi minn er prestur og veit allt um Jesús og lætur mig trúa þúsund sinnum meira á sig en þú, ef þú vilt vita’ða! Hypjaðu þig úr þess- um sandkassa og komdu þér í burtu! Sl: Þegiðu fíflið þitt, ég á hann alveg eins og þú og var hérna á undan þér! Sp: Helvítis kjaftæði. Pabbi minn segir að ég eigi að fá allan sandkassann. Drullastu burt. [Slagsmál. Högg á kjamma. Klats. Plobb. Tennur brotna. Sp berst liðsauki, Sl er hrakinn úr kassanum með barsmíðum. Enn spörk, stimpingar. Auk plast- dáta, sem báðir höfðu komið með til að leika með í sandinum, var líka kirkja á sandi sem Sp hafði gert og sandráðhús sem Sl hafði gert. Báðar byggingar mikið lask- aðar. Sl er ákafur, gráti næst og gnístandi tönnum en nær aldrei að komast að sínum hluta sandkass- ans. Hann fleygir nokkrum dátum í dáta Sp, sem fleygir grjóthnull- ungum sem fella tífalt fleiri dáta hans. Nú kemur föðurbróðir prestsonar með kúrekahatt (K), sérlega guðhræddur og frjáls maður. Haltrandi. Einn þeirra sem veita vildi Sl lið hafði í angist sinni kastað grjóti í sköflung hans og látið hann gjalda skyldleikans við prestsson. Honum fylgir stóð staðfastra, flaðrandi hunda. Sá sem er þeirra minnstur flaðrar mest, því hann á von á beini. Heit- ir hann Tryggur.] K: Bomm, bomm! Hólí smók, hvað er atarna? [Nú er kominn múr nánast utan um Sl.] Sl: Þessi drullusokkur er að taka frá mér sandkassann minn, ráðhúsið mitt, dátana og nánast allan sandinn minn. K: Hva, ansans. Já, strákar eru nú alltaf strákar. Það er nú svona að standa upp í hárinu á stóru strákunum. Nú er bara að standa sig, karl minn og súpa seyðið. (Við frænda sinn, drjúgur): Og þú kallinn minn, þú stendur þig, veit ég. Taktu nú þessa baunabyssu ekstra og leiktu nú eftir það sem Davíð gerði forðum með hjálp þá- verandi Guðs. Allt í anda Davíðs, ha! [Og þessi fljótasti byssubeitandi Vestursins tæmdi nú byssuslíður sitt eldsnöggt og síðan byssuna og fretaði á nokkra þeirra sem hefðu e.t.v. getað tekið málstað Sl, eða kastað fyrsta steininum í stígvél hans. Margir lágu í valnum.] K: Mæ god, ég þakka þér fyrir að hafa gefið mér þennan séns til að verja lýðræðið (sem kemur hér eins og skrattinn úr sauð- arleggnum, skal viðurkennt. (Höf.) [Nú er nautabaninn mættur. Hann hafði rétt í þessu lýst yfir ánægju yfir byssufreti kúrekans, og skipti þá ekki togum, að hann fékk líka stein í fótinn. Sat nú og nuddaði meiddið. Drengirnir eru báðir illa leiknir og Sl þó verr. Innimúraður, þyrstur, næring- arlítill. Brotnir limir, eitt auga eft- ir. Blóð flæðir. Sp einnig sár, nef- brotinn, einnig brotnir limir. Ófögur sjón, enda líta vegfarendur í aðra átt og helst upp í heiðan himin að skima eftir tilkomumiklu stjörnustríði. Þá mætir á svæðið Guðfinnur (G), eða heitir hann Guðbrandur, eða þá kannski -mundur eða -laug- ur?; allavega Guð-eitthvað. Karl með hvítt skegg (hann hét ekki eitthvaðsveinn, sá kemur á jól- unum (Höf.) ). Verður allhissa.] G: Hvað er að sjá þetta? Tveir litlir englapiltar að limlesta hvor annan. Jesúsjósefmaría! Er það ekki rétt munað hjá mér að þið elskið Jesúm? Sl og Sp (samtímis): Auðvitað! Ég elska hann bara miklu meira en þessi sonofabits (benda hvor á annan). G: Hvað haldiði að hann segði núna? [Þögn] G: Er ekki afskaplega vont að vera svona limlestur? [Þögn] G: Hvað um það. Hér verður að grípa í taumana, ef ekki fyrir skynsemisakir, sem greinilega er bannfærð á þessu pleisi, þá fyrir sakir blóðs Krists, Guðs og Jesú og annarra af hans spámönnum, sem hugnast þjóðum, en þeir höfðu uppi einhver rök fyrir kær- leik og fyrirgefningu; að elska náungann jafnvel án þess að hafa verið kynntur fyrir honum. Hér getur aðeins bjargað sátt meðal fólks. Kúrekinn taki nú aftur sína baunabyssu, hjálpi Sl úr gettóinu og beiti sínu sjeríffavaldi til að halda aftur af óðum slags- málahundum og hlú að strákunum og fá þá til að leysa sand- kassaerjur og finna leiðir sem báðir geta sætt sig við að jöfnu og sætt sig ekki við að jöfnu. (Sjeriffi með ólund.) Og nautabani á að hætta að eiga þátt í að þjarma að liði Sl. (Nautabani með ólund.) Komið nú fram, strákar, og horfist í augu. (Sl og Sp með ólund.) G: Almáttugur, hvað er að ykk- ur? Þögn. G: Ég meina’ða, kommon. [Heyrist þá einhvers staðar lág stuna: Aldrei] N (stundarhátt): Aldrei! K (hærra): Aldrei! N, K og nokkrir strákar: Aldrei! G: Jedúddamía! Kræst!! Allir (hárri raustu): Aldrei- aldreialdrei!!! G: Af hverju í fjandanum?! Allir (bendandi hver á annan og í allar áttir): Þá vinnur hann! [Atið heldur því áfram því aldrei má láta hinn halda að hann geti hagnast á einhverjum uppsteyt. Lýkur þessu ekki fyrr en fjöl- margir liggja í valnum og báðir drengirnir orðnir liðin lík, tætt og afskræmd. En úr hálflokuðum, brostnum, slæðukenndum augum þeirra beggja má greina bjarma af stolti og sigurgleði: Hinn vann ekki. Tryggur er enn beinlaus.] Eftirmáli Svona sandkassar finnast víða. Leikjum lyktar þar oft á sama veg og hér. Þó ná á stökum stað vask- ir einstaklingar að vaxa upp úr þeim og komast jafnvel til áhrifa meðal þjóða. Bindishnútar. Virðu- legt fas. Tal fágað og skreytt af almannatengslastofum. En, því miður, innihaldið óbreytt, sama staglhugsunin og ríkt hefur um langa hríð og kallast pólitísk rétt- hugsun. Páskaþáttur Eftir Ólaf Mixa Ólafur Mixa ’En, því miður, inni-haldið óbreytt, sama staglhugsunin og ríkt hefur um langa hríð og kallast pólitísk rétt- hugsun.‘ Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.