Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 94. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Áfram Borgó Viva Versló Tvö lið í úrslitum sem aldrei hafa unnið áður Skissa Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Flugan  Styttur  Stöðug sveifla Golf  Páskamatur  Hönnun  Krossgáta Atvinna | Tilboð | Útboð | Fundir  Til sölu  Til leigu  Tilkynningar  Húsnæði 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 BREYTING verður á starfsemi heilans í fólki sem eignast barn, og er heilastarfsemi nýbak- aðra foreldra sláandi lík heilastarfsemi í fólki sem haldið er áráttuhegðun. Er þetta nið- urstaða rannsóknar sem gerð var í Barna- rannsóknamiðstöð Yale-háskóla í Bandaríkj- unum, og greint er frá í kanadíska dagblaðinu Globe and Mail. Dr. James Swain, sem stjórnaði rannsókn- inni, segir að þetta kunni að útskýra hvers vegna nýbakaðir foreldrar séu t.d. gjarnir á að fylgjast grannt með barninu þegar það sef- ur, athuga í tíma og ótíma hvort hjarta barns- ins slái eða hvort andardráttur þess sé eðli- legur. Og margir foreldrar virðast missa allan áhuga á öðrum umræðuefnum en nýja barninu. Það útskýrist þá af breyttri heila- starfsemi. Greinilegra hjá mæðrum Dr. Swain segir, að þótt þessi breyting á starfsemi heilans hafi mælst hjá báðum for- eldrum sé hún mun greinilegri hjá mæðrum. Rannsóknin var gerð á 25 pörum tveim til fjórum vikum eftir að þau eignuðust barn. Heilasneiðmyndir leiddu í ljós, að grátur barnsins eða mynd af því jók starfsemi í þeim heilastöðvum sem tengjast hreyfingu, umbun, kvíða, og myndun og mótun vanahegðunar. Talið er, að þessar sömu heilastöðvar séu of- virkar í fólki sem haldið er áráttuhegðun og hefur sífelldar áhyggjur, hefur Globe and Ma- il eftir dr. Swain. Heilastarfsemi foreldra breytist ÞENNAN höfrung rak á land á Kirkjufjöru við Dyrhólaey. Sennilegt er að hann hafi verið að elta loðnutorfu og lent í brimskafli og skolað á land, en töluvert var af loðnu í fjörunni þegar að var komið. Hér eru Þorsteinn Ein- arsson frá Vík og Axel Sölvason að baglast við að snúa skepnunni til að virða hana betur fyrir sér. Morgunblaðið/RAX Höfrungur í Kirkjufjöru LÖGREGLA og tollgæsla eru í sameiningu að vinna að skilgrein- ingu og tillögum til úrbóta varð- andi skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Ríkislögreglustjóri skipaði fyrr á þessu ári stýrihóp til að starfa að þessu máli og stýrir hann þeirri vinnu. Í hópnum eru fulltrúar frá Ríkislögreglustjóra, nokkrum lögregluembættum, Toll- stjóranum í Reykjavík og Sýslu- manninum á Keflavíkurflugvelli. Að sögn Guðmundar Guðjóns- sonar, yfirlögregluþjóns hjá Rík- islögreglustjóra, er um að ræða umfangsmikið starf sem hefur gengið prýðilega. Hópurinn kemur annars vegar til með að skila til- lögum og hins vegar mun hann vinna að sífelldri skoðun á stöðu þessara mála hér á landi. „Nú vinn- ur hópurinn að því að safna gögn- um um skipulagða glæpastarfsemi í öðrum löndum og unnið er að því að skilgreina og gera stöðumat á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi.“ Guðmundur segir að hóp- urinn hafi einnig einbeitt sér að því að fara yfir lagaleg úrræði sem þetta snerta, samstarf við erlenda sem innlenda aðila sem að þessum málum koma og að samræma vinnubrögð lögreglu í málum sem tengjast skipulagðri glæpastarf- semi. Aðgerða sé þörf í fleiri en einu umdæmi. Glæpastarf- semi á Íslandi kortlögð Forsetinn með tögl og hagldir ÞÓTT ekki hafi verið útlit fyrir að neinn flokkur myndi ná hreinum þingmeirihluta var í gær ljóst, að flokkur Chandriku Kumaratungu, forseta Sri Lanka, hefði unn- ið sigur í kosning- unum sem fram fóru í landinu á föstudaginn. Þegar búið var að telja tvo þriðju atkvæða hafði flokkabandalagið sem Kumarat- unga fer fyrir fengið 111 þingsæti af 225, og vant- aði því aðeins tvö til að hafa hreinan meirihluta. „Það eru því allar líkur á, að Kumaratunga muni hafa tögl og hagldir á þingi, og sem forseti með framkvæmdavald,“ sagði Agnes Bragadóttir, talsmaður norrænu eft- irlitssveitanna á Sri Lanka. Ekki lá fyrir hve mörg sæti bandalag tamíla, TNA, fengi, en þó lá ljóst fyrir að það hefði hlotið yfir 90% atkvæða í norður- og austur- héruðunum, þar sem fylgi þeirra er mest, og haft mikinn sigur, að sögn Agnesar. Kumaratunga mætir á kjörstað. Tveim sætum frá hreinum meirihluta AÐ MATI spákonu, sem rætt er við í Tímariti Morgunblaðsins í dag, eru um hundrað manns sem fást við spádóma af einhverju tagi í at- vinnuskyni hér á landi. Flestir nota atvinnuheitið spákonur eða -menn, en aðrir talnaspekingar eða miðlar. Af öðrum starfsheitum má nefna árulesari, stjörnuspekingur, draumaráðningarmaður, völva, tarotlesari o.fl. Við lausleg eftirgrennslan í smá- auglýsingum og símaskrá fundust tuttugu nöfn spámiðla eða spá- kvenna, auk ýmissa 900-númera, sem bjóða upp á spádóma í gegnum síma. Eftirspurn eftir spádómum er töluverð. Til dæmis segist önnur spákona, Sirrý, sem spáir í bolla, lófa og spil fyrir 3.500 krónur, fá fjóra viðskiptavini að meðaltali á dag. Hún segir að undanfarin sex- tán ár hafi orðið mikil aukning á því að karlar heimsæki spákonur og nú sé skipting viðskiptavina eft- ir kynjum jöfn. Sumar spákonur taka allt að 6.000 krónur fyrir þjón- ustuna. Eins og flestar spákonur og spámiðlar gefur Sirrý upp svokall- að 900-númer og spáir fyrir fólki að nóttu sem degi, eða hvenær sem þörfin fyrir að vita hvað framtíðin ber í skauti sér hellist yfir. Síminn heldur ekki utan um skrár yfir fyrirtæki sem bjóða þjón- ustu í gegnum 900-númerin. Eitt þeirra er Örlagalínan, sem hóf göngu sína í febrúar árið 2000. Að sögn Bjarkar Kristjánsdóttur fram- kvæmdastjóra voru upphaflega fjórir miðlar starfandi við línuna en urðu fljótlega átta talsins eins og nú er. Símaspá kostar yfirleitt 200 krónur á mínútu. Ásókn í spádóma Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Sirrý spáir í bolla, lófa og spil. HERSTJÓRNIN í Búrma (Myan- mar) mun láta Aung San Suu Kyi, helsta leiðtoga stjórnarandstöðunn- ar í landinu, lausa fyrir 17. maí nk. og ætlar að bjóða flokki hennar setu á stjórnar- skrárráðstefnu sem þá á að hefj- ast, að því er ut- anríkisráðherra landsins sagði í gær. Suu Kyi hef- ur verið í varð- haldi og stofu- fangelsi síðan í maí í fyrra. Herstjórnin tók völdin í Búrma 1988 eftir að hafa brotið á bak aftur lýðræðishreyfingu, og neitaði að láta af völdum eftir að lýðræðisfylking Suu Kyi sigraði í kosningum 1990. Hneppti herstjórnin meðlimi lýð- ræðishreyfingarinnar í fangelsi eða beitti þá ofbeldi. Stjórnarskrárráðstefnan verður fyrsta skrefið sem stigið verður sam- kvæmt „vegvísi“ sem herstjórnin hefur sagst munu fylgja til að koma á lýðræði í landinu. Stjórnin hefur sætt miklum alþjóðlegum þrýstingi og gagnrýni fyrir skort á lýðræðis- umbótum. Suu Kyi látin laus Lýðræðissinnum boðið til stjórnar- skrárráðstefnu Bangkok. AP. Suu Kyi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.