Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 63
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 63 Í hiphopi eru menn jafnan aðleika hlutverk og stundumfinnst manni eins og flestir séufastir í því að vera harðsvíraðir bófar, töffarar með gullkeðjur og gellur upp á arminn. Hiphop varð til á götum úti og skítabúllum í svert- ingjahverfum stórborga vestan hafs. Tónlistin varð einskonar sameining- artákn hópsins, menningarkimans, þar sem mestu skipti að vera sem mestur töffari, svalasti gæinn, sem spannst svo út í algera dellu. Með tímanum varð hiphop að söluvarningi utan hverfisins, utan klíkunnar, og helstu viðskiptavinirnir hvítir mið- stéttarstrákar. Á síðustu árum hafa komið fram nýir hiphoplistamenn sem falla illa að þessari lýsingu, yfirleitt vel menntað- ir og upplýstir, nefni til sögunnar hæfileikafólk eins og Melissa „Missy“ Elliot og Timbaland. Þau kunna fag sitt betur en flestir aðrir, eru ekki að leika nein hlutverk, bara að gera góða tónlist og skiptir þá engu hvort unnið er með lituðum listamönnum eða bleikum eða hvort hráefnið er James Brown eða Jackson Browne. Annað ágætt dæmi um slíkan hiphop- listamann, svertingja sem segist ekki haldinn kynþáttahyggju, hann hlusti á hvað sem er, er Pharrell Williams, en ekki er bara að hann sé með vin- sælustu tónlistarmönnum með sveit sinni N.E.R.D., heldur er hann helm- ingur Neptunes teymisins sem hefur komið fleiri lögum á vinsældalista en tölu verður á komið. Sagt hefur verið að allt sem þeir fé- lagar Pharrell Williams og Chad Hugo snerti verði að gulli og má til sanns vegar færa. Ekki er til að mynda langt síðan blöð í Bretlandi vöktu máls á því að fimmtungur allr- ar tónlistar sem var í aðalspilun í bresku útvarpi væri ýmist úr smiðju þeirra félaga eða þeir hefðu um vélað. Til viðbótar við það er svo að Pharrell Williams sjálfur er gríðarlega vinsæll sem rappari. Þeir Williams og Hugo kynntust í sumarbúðum fyrir bráðger börn tólf ára gamlir og hafa unnið saman meira og minna upp frá því. Fyrsta stórvirki þeirra í tónlistinni var breið- skífan A Tear Falls in Brooklyn með Keystone sem kom út 1997, en ári síðar komu út plötur með MC Lyte og Noreaga. Allar seldust þessar plötur þokkalega og vöktu næga at- hygli til að þeir fengu veigameiri verkefni. 1999 má svo segja að þeir hafi slegið í gegn því þá komu þeir að nokkrum metsölulögum: Got My Money með Ol’ Dirty Bastard, Shake Ya Ass með Mystikal og I Wanna Love U með Jay-Z. Þeir sömdu líka flestöll lögin á fyrstu skífu Kelis, Kaleidoscope, sem kom út það ár og sló rækilega í gegn. Á næstu árum hrúguðust síðan upp verkefnin og segja má að þeir hafi unnið með öllum helstu stjörn- um vestan hafs síðustu ár, til að mynda Britney Spears, *NSYNC / Justin Timberlake, Busta Rhymes, Usher, Nelly, Janet Jackson, Mary J. Blige, L.L. Cool J, No Doubt og Beyoncé Knowles. Allt var þetta gert undir lista- mannsheitinu Neptunes, en þeir áttu sér líka annan félagsskap, N.E.R.D., sem var hiphop-þríeyki þeirra Will- iams, Hugos og rapparans Sheldons Haleys, sem kallast Shay. Pharrell Williams er andlit N.E.R.D., aðalrappari og sá sem veitir viðtölin og spókar sig á sam- komum þotuliðsins. Það er jafnan fróðlegt að lesa viðtöl við hann því ekki fer á milli mála að Williams er bráðgáfaður og víðsýnn í meira lagi þar sem tónlist er annars vegar. Hann hefur ekki farið leynt með dá- læti sitt á hvítum tónlistarmönnum ekki síður en svörtum, nefnir sem áhrifavalda Stevie Wonder, Steely Dan, America, Queen, Kool & The Gang, Earth, Wind & Fire, Lynyrd Skynyrd, AC/DC og Tears For Fears, en hann hefur einnig látið í ljós mikinn áhuga á að vinna með Radiohead eða Coldplay. Ný N.E.R.D. plata kom út um daginn, Fly or Die, og hefur fengið misjafna dóma. Margir hafa haft á orði að þeir félagar séu að ganga fram af sér í hugmyndastreyminu; skífan væri betri ef þeir hefðu haldið aðeins aftur af sér, ekki hrært saman öllum þeim óteljandi stefnum og straumum sem þeir hafa gaman af. Það er þó nokkuð ljóst að þeir fé- lagar þurfa ekki að hafa áhyggjur af viðtökum og sölu, þeim er sjálfsagt nokk sama hvað mönnum finnst um N.E.R.D. á meðan þeir mala gull á öðrum vígstövum. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Óteljandi stefnur og straumar Allt sem þeir Neptunes-félagar koma að verður að gulli, ekki síst það sem þeir gera saman undir nafninu N.E.R.D. Vinsælasta sýning leikársins kveður í apríl. Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur ALLRA, ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR: Fim. 8. apríl kl. 15.00 Skírdagur - Uppselt Lau. 17. apríl kl. 14.00 Uppselt Lau. 24. apríl kl. 14.00 örfá sæti laus Sun. 25. apríl kl. 18.00 LOKASÝNING ATH! Ósóttar pantanir seldar daglega Stóra svið Nýja svið og Litla svið CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse Fö 16/4 kl 20 - UPPSELT Lau 17/4 kl 20 - UPPSELT Su 18/4 kl 20 - UPPSELT Fi 22/4 kl 20, - UPPSELT Fö 23/4 kl 20 - UPPSELT Lau 24/4 kl 20 - UPPSELT Fi 29/4 kl 20 - AUKASÝNING Fö 30/4 kl 20 - UPPSELT Lau 1/5 kl 15, Lau 1/5 kl 20 - UPPSELT Fö 7/5 kl 20 - UPPSELT Lau 8/5 kl 20 - UPPSELT Su 9/5 kl 20 - AUKASÝNING Fö 14/5 kl 20 Lau 15/5 kl 20, - UPPSELT Su 23/5 kl 20 Fö 28/5 kl 20, Lau 29/5 kl 20 Ósóttar pantanir seldar daglega Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Su 18/4 kl 20, Lau 24/4 kl 20, Fö 30/4 kl 20 SÍÐUSTU AUKASÝNINGAR Ath:. Ekki er hægt að hleypa í salinn eftir að sýning hefst PARIS AT NIGHT - KABARETT eftir ljóðum Jacques Prévert - Í samvinnu við Á SENUNNI Í kvöld kl 20:15 - UPPSELT Mi. 14/4 kl 20:15, Fi 15/4 kl 20:15 Su 18/4 kl 15, Mi 21/4 kl 20:15 Ath. breytilegan sýningartíma LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 14 - UPPSELT Su 18/4 kl 14, Su 25/4 kl 14, Su 2/5 kl 14, Su 9/5 kl 14, Su 16/5 kl 14 GLEÐISTUND: VEITINGAR - BÖKUR - VÖFFLUR - BRAUÐ FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU **************************************************************** KORTAGESTIR MUNIÐ VALSÝNINGAR LÚNA - ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN ÆFING Í PARADÍS e. Stijn Celis LÚNA e. Láru Stefánsdóttur Í kvöld kl 20 Síðasta sýning SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson Í kvöld kl 20, Mi 14/4 kl 20, Su 25/4 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi LEIKHÚSTVENNA: SEKT ER KENND e Þorvald Þorsteinsson DRAUGALEST e. Jón Atla Jónsasson Mi 14/4 kl 20 Aðeins þetta eina sinn. Kr. 1.900 loftkastalinn@simnet.is miðasalan opin kl. 16-19 Sýningar á Akureyri Lau. 03. apríl kl. 20 UPPSELT Mið. 07. apríl hátíðarsýn. UPPSELT Fim. 08. apríl kl. 16 aukasýning Fim. 08. apríl kl. 20 UPPSELT Sýningar í Loftkastalanum Lau. 17. apríl kl. 20 laus sæti Fös. 23. apríl kl. 20 laus sæti Fös. 30. apríl kl. 20 „Frábært-drepfyndin-átakanlegt“ Ekki við hæfi barna - Páskar á Akureyri Eldað með Elvis eftir Lee Hall Leikstjóri Magnús Geir Þórðarson sýn. fös. 2/4 kl. 20 uppselt sýn. lau. 3/4 kl. 20 uppselt Hátíðarsýning mið. 7/4 kl. 20 uppselt Aukasýn. fim. 8/4 kl. 16. sýn. fim. 8/4 kl. 20 örfá sæti sýn lau. 10/4 kl. 20 Aðeins þessar sýningar Draumalandið eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Leikstjóri Þorsteinn Bachmann. sýn lau. 17/4 kl. 20 sýn lau. 23/4 kl. 20 Aðeins þessar sýningar Vörðufélagar Landsbanka Íslands fá 25% afslátt gegn framvísun gulldebetkorts. Miðasölusími 462 1400 www.leikfelag.is Á dagskrá tónleikana eru íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Karl Ó. Runólfsson, Sigurð Þórarinsson, Sigfús Einarsson, Markús Kristjánsson, Þórarinn Guðmundsson og Eyþór Stefánsson og óperuaríur eftir G. Donizetti, W. A. Mozart, C. Gounod og F. Lehár. Einsöngstónleikar í Neskirkju við Hagatorg mánudaginn 5. apríl kl. 20:00 Hlöðver Sigurðsson, tenór og Antonía Hevesi, píanó. Miðasala í síma 555-2222 theater@vortex.is Sun. 4. apríl. nokkur sæti laus Fös. 16. apríl Lau. 24. apríl Síðustu sýningar eftir Bulgakov eftir Jón Atla Jónasson Þri. 6. apríl Fantagott stykki...frábær skemmtun sem snerti margan strenginn -Ómar Garðarsson Eyjafréttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.