Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fullorðnir Íslendingar muna örugglegaeftir ábúðarfullri útvarpsrödd brýnafyrir hlustendum að ástunda hrein-læti í því skyni að vinna gegn út-breiðslu lömunarveiki. Þótt hálf öld sé liðin frá því sjúkdómnum var útrýmt á Ís- landi lifir ógnin því enn í huga fjölmargra Ís- lendinga rétt eins og hún er enn hluti af dag- legum veruleika milljóna manna í nokkrum af þéttbýlustu löndum heims. Með öflugu átaki Rótarý-hreyfingarinnar og fleiri aðila hefur náðst verulegur árangur í bar- áttunni gegn útbreiðslu veikinnar sl. 20 ár. Nú búa Rótarý-félagar úti um allan heim sig undir að fylgja átaki sínu eftir með öflugum enda- spretti til að útrýma lömunarveiki í heiminum á næsta ári. Hreinlæti áhrifavaldur Eins og fram kemur hjá Haraldi Briem, sótt- varnarlækni, í Íslenskri þjóðaráætlun til að halda lömunarveiki í skefjum er talið að fyrsti stóri lömunarveikifaraldurinn hafi gengið yfir Ísland árið 1924. Áður er haldið að smáir far- aldrar hafi gengið í Reykjavík árið 1904 og ut- an Reykjavíkur árin 1905 og 1914–1915. Eftir faraldurinn 1924 fylgdu sjö stórir faraldrar og gekk sá síðasti yfir árið 1955. Sama ár þróaði bandarískur vísindamaður, dr Jonas Salk, fyrstur manna bóluefni gegn lömunarveiki. Á Íslandi hófust bólusetningar gegn lömunar- veiki árið 1956 og hvarf sjúkdómurinn nánast eins og dögg fyrir sólu í framhaldi af átakinu. Síðustu lömunarveikitilfellin á Íslandi greind- ust árið 1960. Þá veiktust níu manns í sömu fjölskyldunni og tveir þeirra lömuðust. End- urspeglaði árangur bólusetninganna á Íslandi útrýmingu veikinnar í fjölmörgum öðrum Evr- ópulöndum á svipuðum tíma. „Lélegt hreinlæti er ástæðan fyrir því að lömunarveiki kom ekki fyrr upp á yfirborðið á Íslandi en raun ber vitni sem er mótsagna- kennt. Hér áður fyrr var hreinlæti af svo skornum skammti á Íslandi sem annars staðar að ætla má að börn hafi yfirleitt smitast af löm- unarveiki fyrir eins árs aldur. Ef börn smitast svo ung af veirunni veldur hún ekki lömun. Með skárra hreinlæti jukust líkurnar á því að eldri börn smituðust af veirunni í byrjun 20. aldarinnar. Með hverjum faraldrinum smituð- ust eldri börn og ekki var óalgengt að ungt fólk smitaðist af veirunni í síðustu faröldrunum,“ segir Haraldur og er spurður að því hvort Ak- ureyrarveikin svokallaða tengist að einhverju leyti lömunarveikinni. „Akureyrarveikin gekk yfir Akureyri og smitaði um 7% bæjarbúa árið 1948. Satt best að segja hefur aldrei verið al- mennilega skýrt hvers konar veiki þar var á ferðinni. Hinu er ekki að leyna að ákveðin lík- indi eru á milli einkenna Akureyrarveikinnar og heilkenna eftirstöðva lömunarveiki, t.d. vöðvaslappleiki og ýmis geðræn einkenni. Hvort um eitt og hið sama er að ræða skal þó ósagt látið. Engu að síður er staðreynd að með auknu hreinlæti, umbótum í frárennslismálum og bólusetningu fyrir lömunarveiki tókst ekki Stefnt að útrýmingu Alþjóða Rótarý-hreyfingingunni hefur ásamt fleiri félagasam- tökum og stofnunum tekist að ná 99,8% árangri í útrýmingu lömunarveiki á tæpum 20 árum. Nú eru íslenskir Rótarý- félagar að ýta úr vör sérstöku fjáröflunarátaki meðal íslenskra fyrirtækja og áhugasamra einstaklinga í því skyni að útrýma lömunarveiki fyrir fullt og allt á næsta ári – 100 ára afmæli hreyfingarinnar. Anna G. Ólafsdóttir grófst fyrir um orsakir og afleiðingar sjúkdómsins. Landlægum lömunarveikislöndum hefur fækkað úr 125 í 6 á árabilinu 1988 til 2004. Yngri kynslóð Íslendinga tengir lömunarveiki væntanlega helst við sagnfræðilega upptalningu úr Íslandssögunni. Fæstir þekkja lengur eðli og afleiðingar sjúkdómsins úr sínu nánasta um- hverfi. Lömunarveiki eða mænuveiki er smit- sjúkdómur af völdum veiru af ættinni Enterov- irus. Veiran binst svokölluðum prótein viðtökum og byrjar á því að sýkja næmar frumur í munn- koki, hálseitlum og smágirni. Eftir að sýkingin hefur skotið rótum í líkamanum getur veiran bor- ist með blóðrásinni, taugaþráðum eða báðum leiðum til miðtaugakerfisins. Þegar næmur maður kemst í snertingu við lömunarveiki getur sýkingin verið án einkenna, með vægum einkennum, einkennum um heila- himnubólgu eða lömun. Aðeins hjá 1% sýktra koma fram augljós einkenni um sýkingu með lömun. Dánarhlutfall í þeim hópi hefur verið áætl- að á bilinu 5–10%. Tveir af hverjum þremur lam- aðra hljóta aldrei fullan bata. Þeim mun alvarlegri sem lömunin er því minni líkur eru á að sjúklingur nái sér að fullu. Þó með þeirri undantekningu að góðar líkur eru á því að sjúklingar með alvarlegar tímabundnar öndunarfærasýkingar hljóti fullan bata. Hjá 20–30% þeirra sem lamast koma fram einkenni heilkenna eftirstöðva lömunarveiki (Post-polio syndrome (PPS)) 25–30 árum síðar. Lömunarveiki getur borist hratt á milli manna með smiti frá öndunarvegi. Þó er algengara að smit berist milli manna beint eða óbeint með veiruögnum frá saur smitaðra. Oftast líða á bilinu 7 til 14 dagar þar til fyrstu einkenni koma fram og geta þau verið hiti, þreyta, höfuðverkur, uppköst, hægðatregða (eða sjaldnar niðurgangur), hnakkastífni og verkir í útlimum. Fjölgun veir- unnar getur valdið því að hreyfitaugaþræðir eyðileggjast og verða ófærir um að sinna því mikilvæga hlutverk sínu að virkja ákveðna vöðva í líkamanum. Heiti veikinnar lömunarveiki er dregið af þessari lömun. Hvað er lömunarveiki? Ásgeir Pétur Ásgeirsson, héraðsdómari við Hér- aðsdóm Norðurlands eystra, fékk lömunarveiki aðeins 11 ára gamall og hann hefur frá þeim tíma, eða í tæp 50 ár, gengið með spelku og við staf. Ásgeir Pétur, sem var eins og önnur börn, kraftmikill og fjörugur, sagði að það hefði verið mikið áfall að verða fyrir barðinu á þessum ill- víga sjúkdómi. Hann var á milli heims og helju um tíma en náði sér aftur á strik og það kom aldrei upp í huga hans að gefast upp. Ásgeir Pétur er fæddur á Böggvisstöðum í Svarf- aðardal árið 1944 en alinn upp á Dalvík. „Ég veiktist í október 1955 en í fyrstu var talið að ég hefði fengið einhverja flensu. Ég varð allt í einu fárveikur, leið miklar kvalir í öllum skrokkn- um og gat mig hvergi hreyft. Ég var því strax fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri. Ég var það veikur að ég man eiginlega ekkert eftir mér fyrr en upp úr næstu áramótum. Ég lamaðist alveg á þessum tímabili og gat ekki lyft höfði frá kodda. Einnig lamaðist ég lítillega í lungum. Þetta var faraldur sem gekk um landið en það datt engum í hug að þarna væri strákur á Dalvík að veikjast af þessum sjúkdómi. En þetta var líka síðasti faraldurinn hérlendis, því bóluefnið kom árið eftir.“ Ásgeir Pétur sagðist hafa verið settur í sóttkví og í byrjun árs 1956 var hann, ásamt öðrum sem höfðu smitast víða um land, sendur á Farsóttarsjúkrahús Reykjavíkur – Farsótt. „Þetta voru aðallega börn og unglingar, 10–20 talsins.“ Um vorið var Heilsuverndarstöðin í Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari fékk lömunar Það kom aldrei upp í huga minn að gefast upp „Íslenskir Rótarý-félagar hafa stutt Polio- Plus-verkefnið með myndarlegum hætti úr eigin vasa allt frá árinu 1985. Núna viljum við gera enn betur og ætlum að biðla til íslenskra fyrirtækja og allra annarra, sem styðja vilja þetta verðuga verkefni, um fjárframlög til að hægt verði að tryggja að markmið hreyfing- arinnar um útrýmingu lömunarveiki náist á næsta ári. Baráttan gegn lömunarveiki er verkefni allra Íslendinga og þjóða í heimin- um,“ segir Axel Gíslason, formaður Rótarý- sjóðsnefndar íslensku Rótarý-hreyfingarinn- ar, í tengslum við fjáröflunarátak hreyfing- arinnar til styrktar alþjóðaátaki Rótarý- hreyfingarinnar gegn lömunarveiki. Hugmyndin kviknaði í flugvél Örn Smári Arnaldsson, læknir og verðandi umdæmisstjóri Rótarý-hreyfingarinnar á Ís- landi árið 2005–2006, segir að PolioPlus-verk- efnið eigi sér langan aðdraganda. „Rótarý- sjóðurinn byrjaði að veita menntastyrki árið 1949. Eftir að menntastyrkjakerfinu var komið á fót bættust mannúðarverkefnin við árið 1965. Rótarý-sjóðurinn hleypti svo af stokkunum fimm ára mannúðarverkefni á Filippseyjum árið 1979,“ segir hann og tekur fram að einn liður í verkefninu hafi verið að bólusetja 6 milljónir barna við lömunarveiki á eyjunum. Góður árangur í verkefninu á Filippseyjum varð Rótarý-hreyfingunni hvatning til vinna að enn viðameira mannúðarverkefni. „Hug- myndin að PolioPlus-verkefninu kviknaði í flugvél á leiðinni til Ástralíu. Einn alþjóðafor- setanna var að velta því fyrir sér hvað gæti orðið næsta verkefni hreyfingarinnar. Skyndi- lega laust hugmyndinni niður í huga hans þarna í háloftunum. Fyrst hægt væri að út- rýma bólusótt hlyti að vera hægt að útrýma lömunarveiki með sama hætti. Maðurinn hugsaði sig ekki tvisvar um og bar hugmynd- ina undir félaga sinn í hreyfingunni,“ segir Örn Smári og tekur fram að hugmyndin hafi fengið afar jákvæðan hljómgrunn meðal Rót- arý-félaga út um allan heim. „PolioPlus-verk- efninu var formlega hleypt af stokkunum árið 1985.“ 10 lönd undir í einu átaki Á heimasíðu Rótarý-hreyfingarinnar (www.rotary.org) kemur fram að í PolioPlus- verkefninu felist ekki aðeins fjármögnun bólusetningarherferða út um allan heim. Rót- arý-félagar taki að sér að koma á tengslum við yfirvöld í hverju landi, styrkja rannsóknir á sviði lömunarveiki, efla fræðslu til almenn- ings, stuðla að vopnahléum á átakasvæðum, skipuleggja dreifingu bóluefnis og aðstoða við sjálfa bólusetninguna. Bólusetningarherferðirnar kalla á afar viðamikla undirbúningsvinnu, m.a. í því skyni að fræða almenning og skipuleggja dreifingu bóluefnisins á bólusetningarsvæðunum. Víða hefur þurft báta og þyrlur til að koma bólu- setningarefninu til einangruðustu byggð- anna. Bólusetningarnar fara oftast fram á sérstökum bólusetningardögum ((NID) Nat- ional immunization days) á ákveðnu afmörk- uðu svæði. Safnað er saman tugþúsundum sjálfboðaliða til að hægt sé að bólusetja öll börn 5 ára og yngri með lifandi bóluefni á 2–3 dögum. Þess má geta að 100.000 starfsmenn og sjálfboðaliðar tóku þátt í síðustu bólusetn- ingarherferðinni í Indlandi. Tvær bólusetn- ingarumferðir með eins mánaðar millibili í þrjú ár eru farnar til að útrýma lömunarveiki í landlægum lömunarveikislöndum. Stundum ná bólusetningarherferðirnar til margra landa, t.d. voru 63 milljónir barna undir í 10 landa bólusetningarátaki þann 23. febrúar sl. Alls er stefnt að því að bólusetja 250.000.000 barna gegn lömunarveiki á þessu ári. Hver bólusetning kostar um 40 ísl. kr. og nemur heildarkostnaður því um 10 milljörð- um ísl. kr. á árinu. En margt smátt gerir eitt stórt og vert að hafa í huga að aðeins 4.000 kr. framlag nægir til kaupa á bóluefni fyrir um 100 börn. Útrýming innan seilingar Axel segir að óneitanlega hafi verið ánægjulegt að fylgjast með hvað góður ár- angur hafi náðst í 20 ára baráttu Rótarý- hreyfingarinnar fyrir útrýmingu lömunar- veiki, þ.e. um 99,8%. „En við megum ekki gleyma því að baráttan er ekki búin fyrr en hún er búin. Andstaða við bólusetninguna á afmörkuðu svæði í Norður-Nígeríu hefur valdið því að lömunarveiki hefur aftur greinst á áður lömunarveikisfríum svæðum og lönd- um í grennd við Nígeríu. Lömunarveiki var og gæti aftur orðið eitt af stærstu heilsufars- vandamálum heimsins. Þess vegna er afar mikilvægt að útrýma sjúkdóminum og halda uppi eftirliti með því að hann blossi ekki upp aftur,“ segir hann og bendir jafnframt á að talsvert fjármagn vanti enn upp á að hægt sé að binda endahnútinn á baráttuna. „Enn vantar alþjóðahreyfinguna mikið fé til að ná endum saman í baráttunni við sjúkdóminn og er verið að safna fyrir lokátakinu um allan heim. Íslenskir Rótarý-félagar vilja ekki láta sitt eftir liggja og ætla að gera sitt besta til að markmið Rótarý-hreyfingarinnar náist á næsta ári – á 100 ára afmæli hreyfingarinn- ar,“ segir hann. „Þetta er einstakt tækifæri til að útrýma skæðum sjúkdómi. Útrýming löm- unarveiki er innan seilingar. Metnaður okkar stendur til þess að með söfnuninni getum við komið Íslandi í fremstu röð stuðningsþjóða þessa heimssögulega verkefnis.“ Þess má geta að Alþjóða Rótarý-hreyfing- in hefur frá upphafi lagt um 36 milljarða ísl. kr. til baráttunnar fyrir útrýmingu lömunar- veiki í heiminum. Öllum þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á bankareikning söfnunarinnar hjá Landsbanka Íslands, númer 139-26-1444. Kennitala Rótarý á Íslandi er 610174-3969. Rótarý efnir til söfnunar til styrktar baráttunni gegn lömunarveiki Verkefni allra Íslendinga og þjóða í heiminum Morgunblaðið/Árni Sæberg Axel Gíslason, formaður Rótarýsjóðsnefndar, og Örn Smári Arnaldsson, læknir og verðandi umdæmisstjóri Rótarý-hreyfingarinnar á Íslandi árið 2005–2006, vinna að undirbúningi fjár- öflunarátaks til að hægt verði að útrýma lömunarveiki algjörlega úr heiminum á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.