Morgunblaðið - 04.04.2004, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 04.04.2004, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 61 DAGBÓK Sportfatnaðurinn frá Trofe kominn Pantanir óskast sóttar Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. L O K S I N S L O K S I N S Meyjarnar STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert hæf/ur og skapandi og átt auðvelt með að ná til annarra. Þú þarft oft að berjast fyrir þínu en gerir það þá með glæsibrag. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Samræður um allt milli him- ins og jarðar vekja áhuga þinn. Vinur þinn mun hugs- anlega hvetja þig til að kanna hið óþekkta. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú finnur til mikillar sam- kenndar með þeim sem minna mega sín í dag. Líttu á þetta sem tækifæri til að sýna góðvild þína í verki. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vinur þinn mun hugsanlega rétta þér hjálparhönd í dag. Þú gætir þó einnig fengið tækifæri til að hjálpa vini þín- um. Það eru jákvæðir straumar á milli ykkar, á hvorn veginn sem er. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Flest leitum við svara við spurningunni um tilgang lífs- ins einhvern tímann á ævinni. Margir krabbar eru að ganga í gegnum slíkt tímabil einmitt núna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert næm/ur á líðan ann- arra og getur því átt sérlega ánægjulegar samræður þessa dagana. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú finnur til örlætis í garð annarra og átt auðvelt með að koma hlutunum í verk. Þetta er því góður tími til að taka þátt í einhvers konar góðgerðarstarfi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að deila hug- myndum þínum með öðrum. Það mun hugsanlega verða til þess að þú sjáir hlutina í al- veg nýju ljósi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú munt hugsanlega hjálpa vinnufélaga þínum að leysa einhvers konar vandamál í dag. Mundu að samvinna ykkar getur einnig komið þér til góða. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sköpunargáfa þín er upp á það besta í dag. Taktu fram pennann eða pensilinn og láttu slag standa. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú finnur til óvenjumikillar samkenndar með einhverjum í fjölskyldunni í dag. Þú ert tilbúin/n til að hjálpa viðkom- andi með ráðum og dáð. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ættir að nota daginn til að láta þig dreyma og safna þannig hugmyndum í sarp- inn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þig langar til að kaupa eitt- hvað óhagkvæmt en mjög fal- legt. Þú hefur góðan smekk en þarft að gera það upp við þig hvort þessi ákveðni hlut- ur sé peninganna þinna virði. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 85 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 4. apríl, er áttatíu og fimm ára Ragnheiður Jónsdóttir Barðavogi 24, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Er- lingur Dagsson, fv. yfirbók- ari hjá Vegagerðinni. Þau eru að heiman í dag. GULLFALLEG slemma fór fyrir ofan garð og neðan hjá meirihluta keppenda Ís- landsmótsins um síðustu helgi. Kannski engin furða, því bæði á vörnin tvo ása og svo er punktastyrkurinn í lágmarki. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠K ♥KD92 ♦ÁG109 ♣G852 Vestur Austur ♠ÁG5 ♠9874 ♥G76 ♥5 ♦85 ♦7643 ♣ÁD742 ♣K1096 Suður ♠D10632 ♥Á10843 ♦KD2 ♣-- Sex hjörtu er nánast skot- held slemma í NS, en erfið í sögnum. Spilað var á 40 borðum og á 29 borðum var geimið látið duga, en 11 pör náðu þó slemmunni. Sem er allgott. Sveinn Rúnar Eiríksson og Hrannar Erlingsson mátu spilið vel. Sveinn var í suður, en Hrannar í norður: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 5 lauf Pass 6 hjörtu Allir pass Hér eru allar ákvarðanir góðar. Til að byrja með kýs Hrannar að svara einum spaða með tveimur tíglum, frekar en tveimur laufum. Sú ákvörðun markar stefn- una, því Sveinn sér þá að hjónin í tígli eru gulls ígildi. Svarið á tveimur tíglum er krafa í geim, svo hækkun Hrannars í þrjú hjörtu er slemmutilboð. Sveinn Rún- ar á lágmark í punktum, en spilin hafa batnað mikið. Hann á inn í tígulinn, fimmta hjartað og spaðinn er veikasti liturinn, þar sem makker er sennilega stutt- ur. Sveinn er því hvergi banginn að segja fjögur lauf og aftur fimm lauf við fjór- um tíglum til að sýna eyð- una. Hrannar skilur þá al- vöru málsins og stekkur í slemmu. Einfaldar og góðar sagnir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e5 7. Rb3 Be6 8. Be3 Be7 9. Dd2 0–0 10. 0–0–0 Rbd7 11. g4 b5 12. g5 b4 13. Re2 Re8 14. Kb1 a5 15. Rbc1 a4 16. f4 exf4 17. Bxf4 Rc5 18. Bg2 b3 19. cxb3 axb3 20. a3 d5 21. Rd4 Rd6 22. exd5 Bg4 23. Hde1 Dd7 24. Db4 Bf5+ 25. Ka1 Staðan kom upp á Amber-skákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Spánverjinn Franc- isco Ponz Vallejo (2.663) hafði svart gegn Peter Svidler (2.747). 25. … Hfb8! 26. Dxc5 Rc4 27. d6 27. Hxe7 gekk ekki upp vegna 27. … Rxa3! og svartur mátar. 27. … Hxa3+! 28. Dxa3 Rxa3 29. dxe7 Rc2+ 30. Rxc2 Da4+ og hvítur gafst upp enda verður hann mát- aður eftir 31. Ra3 Dxa3+! Íslandsmótið í skák er í full- um gangi í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur. Nánari upplýsingar um mótið er hægt að finna á http://www.ruv.is/skak. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MAMMA ÆTLAR AÐ SOFNA Seztu hérna hjá mér, systir mín góð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát af því, að mamma ætlar að reyna að sofna rökkrinu í. Mamma ætlar að sofna. Mamma er svo þreytt. Og sumir eiga sorgir, sem svefninn getur eytt. - - - Davíð Stefánsson frá Fagraskógi LJÓÐABROT MEÐ MORGUNKAFFINU Þetta málverk verður þarna. Þetta er stofnandi fyrirtækisins. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík            Reykjavíkurprófastsdæmi. Hádegisfund- ur presta verður á morgun, mánudag, kl. 12 í Bústaðakirkju. Háteigskirkja. eldri borgarar Eldri borg- arar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma 511 5405. Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æskulýðs- félag Árbæjarsafnaðar, með fundi í safn- aðarheimilinu. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek- ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10. bekk kl. 20. Mánudagur: Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld, sunnudag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í dag er samkoma kl. 14. Helga R. Ár- mannsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1-6 ára og 7-12 ára börn á samkomutíma. Kaffi og sam- félag eftir samkomu. Allir velkomnir. Nán- ari upplýsingar á www.kefas.is Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðumaður Jón Þór Eyjólfsson. Gosp- elkór Fíladelfíu leiðir í söng. Fyrirbæn í lok samkomu. Barnakirkja á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Miðvikudaginn 7. apríl: Fjölskyldusamveran fellur niður. Fimmtudaginn Skírdag 8. apríl kl. 11:00 er brauðsbrotning. Ræðum. Ester Karin Jacobsen. Bænastundir alla virka morgna kl. 06:00. filadelfia@gospel.is www.gosp- el.is Færeyska sjómannaheimilið. Í kvöld, sunnudag, kl. 20 sýnir Helgi Hróbjartsson myndir og segir frá vinnu sinni í Eþíópíu. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Götulistaverk í fyrsta sinn sem altaristafla á Íslandi NEMENDUR í Borgarholtsskóla hafa unnið götulistaverk sem notað verður sem altaristafla við guðs- þjónustur í Grafarvogssókn. Sköp- un lífsins er viðfangsefni verksins og er henni gerð skil á áhrifaríkan hátt. Efniviður var sóttur í ýmis trúartákn og íslenska náttúru. Nemendurnir Sæmundur Þór Helgason, Sighvatur Halldórsson, Emil Örn Emilsson, Hafþór Jó- hannsson og Gaston Sedran unnu verkið og nutu við það leiðsagnar kennara og aðstöðu hjá málm- iðngreina-, bíliðngreina- og list- námsbrauta Borgarholtsskóla. Verkið var afhjúpað af biskupi Ís- lands, herra Karli Sigurbjörnssyni í Borgarholtsskóla 17. desember síð- astliðinn og þjónaði fyrst sem alt- aristafla við aftansöng í Borg- arholtsskóla kl. 18:00 á aðfangadag jóla. Verkið og tilurð þess hefur verið kynnt í sókninni við ýmis tækifæri og ljúka sóknarbörn upp lofsorði um það. Hefur það vakið jákvæða athygli og umræðu um samskipti kirkjunnar og unglinga. Altaristöflunni verður komið fyr- ir við altarið á neðri hæð kirkj- unnar. Þar hefur listaverkið sann- arlega skapað umhverfi sem ungmennin í sókninni taka fram yf- ir aðra staði í kirkjunni og hafa þau látið í ljós hrifningu sína með því að lyfta þumalfingrinum! Verkefni sem þetta er staðfesting á því að starf meðal unglinga í kirkjunni getur verið mjög árangursríkt og að mynda má ný tengsl við sókn- arsystkinin með margvíslegum hætti. Verkefni sem þetta sýnir að við getum haft mikla trú á hæfi- leikum ungu kynslóðarinnar. Páskaeggjabingó HIÐ árvissa og vinsæla páskaegg- jabingó Safnaðarfélags Graf- arvogskirkju verður haldið mánu- daginn 5. apríl kl. 20:00 í safnaðarsal kirkjunnar. Allir vel- komnir. Stjórnin. Eldri borgarar í Sel- tjarnarneskirkju LOKASAMVERA eldri borgara í Seltjarnarneskirkju verður haldin þriðjudaginn, 6. apríl kl. 11:00. Að þessu sinni mun Jónmundur Guð- marsson bæjarstjóri halda erindi og boðið verður upp á glæsilega tónlistardagskrá. Að lokinni helgistund í kirkjunni er gestum boðið að þiggja veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar og þar mun Þorvaldur Halldórsson syngja. Við vonum að þið sjáið ykkur fært að mæta í kirkjuna þennan dag og eiga saman góða stund. Um leið viljum við þakka fyrir ánægju- legar samverur og góða þátttöku í vetur. Seltjarnarneskirkja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.