Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nú fannst mér tími tilkominn að ég gerðistsjálfs mín herra að fulluog öllu – og reyndi aðstofna mitt eigið fyrir- tæki. Um það hafði mig alla ævi dreymt.“ Þannig kemst Þorvaldur Guðmundsson, í Síld og fisk, að orði í ævisögu sinni, „Saga athafnaskálds“, sem Gylfi Gröndal ritaði. Draumur Þorvaldar um að stofna eigið fyrir- tæki rættist 5. apríl 1944 þegar hann hóf rekstur Síldar og fisks, en fyr- irtækið fagnar nú 60 ára afmæli. Þetta var upphaf að umsvifamiklum og farsælum viðskiptaferli Þorvaldar. Þorvaldur ólst upp hjá einstæðri móður við kröpp kjör í Reykjavík og fór snemma að vinna fyrir sér sem sendill. Fimmtán ára gamall hóf hann störf hjá Sláturfélagi Suðurlands og vann ýmis störf, við afgreiðslu, kjöt- vinnslu, niðursuðu og á skrifstofu. Stjórnendur SS sáu fljótt að mikið var í piltinn spunnið því 17 ára var honum boðin staða deildarstjóra. Þorvaldur taldi snemma að hægt væri að ná meiri árangri í kjötiðnaði á Íslandi, sem á þeim árum var næsta frumstæður, með niðursuðu mat- væla. Hann fór því utan til að mennta sig á þessu sviði. Þorvaldur var 32 ára gamall þegar hann stofnaði Síld og fisk. Á þeim tíma hafði hann aflað sér mikillar reynslu af fjölbreyttum störfum, þar á meðal sem frumkvöðull við niður- suðu rækju á Ísafirði fyrir tilstuðlan Fiskimálanefndar og uppbyggingu niðursuðuverksmiðju í Reykjavík á vegum Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda í Reykjavík, en Þor- valdur var starfsmaður SÍF þar til hann hóf eigin rekstur. Vissi ekkert hvað ég var að gera „Ég hafði tekið þá ákvörðun að stofna eigið fyrirtæki, en auðvitað vissi ég ekkert hvað ég var að gera. Flestir hristu höfuðið og héldu að ég væri genginn af göflunum. Í rauninni höfðu aðeins tvær mann- eskjur trú á því að ég myndi hafa er- indi sem erfiði. Konan mín að sjálf- sögðu, en hún hefur staðið að baki mér ævilangt og stutt mig eins dyggi- lega og frekast var unnt – og Stein- grímur Magnússon í Fiskhöllinni. Hann var meðeigandi minn fyrstu þrjú árin, eingöngu til að styrkja mig og hvetja og leiða mig fyrstu sporin á hinni þyrnum stráðu braut sjálf- stæðra atvinnurekenda,“ sagði Þor- valdur í ævisögu sinni. Kona Þorvaldar er Ingibjörg Guð- mundsdóttir lyfjafræðingur, en hún átti stóran þátt í velgengni Þorvaldar. Hún var ekki aðeins hans besti ráð- gjafi heldur vann einnig mikið við rekstur þeirra fyrirtækja sem Þor- valdur stóð að. Þorvaldur keypti húseign og lóð við Bergstaðastræti 37 og þar hóf Síld og fiskur starfsemi sína. Upphafleg hug- mynd Þorvaldar með stofnun Síldar og fisks var að reka nýmóðins fiskbúð með fjölbreytt vöruúrval, auk hinnar hefðbundnu soðningar. Þar var einn- ig boðið upp á niðursoðna síld í dós- um. Fiskbúð Þorvaldar var að nokkru leyti á undan sínum tíma og hann greip því fljótlega til þess ráðs að breyta áherslum í rekstri. Þorvaldur fór að bjóða upp á ýmsa kalda rétti og tók m.a. að sér fermingarveislur. Þar kom að hann fór að framleiða og selja kjötvörur til að auka fjölbreytnina og smátt og smátt vék fiskurinn til hlið- ar. Þorvaldur sá þó ekki ástæðu til að breyta nafni fyrirtækisins enda hafði slagorð „Á hvers manns disk frá Síld og fisk“ slegið í gegn. Auk rekstrar verslunar í Berg- staðastræti og framleiðslu á fiskrétt- um, smurbrauði og unnum kjötvörum rak Þorvaldur um tíma þrjár aðrar verslanir undir nafninu Síld og fiskur, en þær voru í Austurstræti, á Bræðraborgarstíg og Hjarðarhaga, en Þorvaldur hætti verslunarrekstri á sjöunda áratugnum þegar hann þóttist skynja að nýir tímar væru að ganga í garð í smásöluverslun á Ís- landi. Þorvaldur hafði næmt auga fyr- ir því sem var að gerast í viðskipta- umhverfinu og var jafnóhræddur við að hætta starfsemi fyrirtækja eins og að stofna ný fyrirtæki. Stofnaði svínabú Árið 1954 keypti Þorvaldur jörðina Minni-Vatnleysu á Vatnsleysuströnd og þar opnaði hann myndarlegt svínabú sem Síld og fiskur rekur enn þann dag í dag. Ástæða þess að Þor- valdur réðst í þennan rekstur var að tryggja öflun nægilegs magns gæðahráefnis til kjötvinnslu sinnar og verslana. Búið var skipulagt að danskri og þýskri fyrirmynd og leit- aði Þorvaldur til erlendra fagmanna í svínarækt sem störfuðu á búinu. Til- koma búsins gjörbreytti rekstri Síld- ar og fisks. Allar framleiðsluvörurnar voru nú framleiddar úr nýslátruðu kjöti, en ekki frystu kjöti. Bústjóri svínabúsins að Minni-Vatnsleysu er Gunnar Andersen, Dani sem stýrt hefur búinu í yfir 30 ár. Enn í dag er meginhluti hráefnis kjötvinnslu Síld- ar og fisks frá svínabúi félagsins á Minni-Vatnsleysu. Frá upphafi var lögð mikil áhersla á að rækta upp góðan svínastofn sem uppfyllti þarfir kjötvinnslu félagsins hvað varðar gæði og samsetningu kjötsins. Á upphafsárum starfsemi Síldar og fisks var kjötiðnaður á Íslandi ákaf- lega frumstæður og lítill skilningur á fagmennsku í kjötvinnslu. Þorvaldur barðist fyrir breytingu á þessu sviði og lagði mikið upp úr snyrtimennsku og hreinlæti á svínabúinu og í allri vinnslu á kjöti. Þorvaldur fékk er- lenda kjötiðnaðarmenn til starfa og önnuðust þeir þjálfun starfsmanna og kennslu vinnubragða í kjötvinnslu. Þorvaldur tók upp vörumerkið Ali sem fljótlega varð eitt þekktasta vörumerki landsins í kjötiðnaði. Nafnið er dregið af orðinu eldi. Mæl- ingar á vörumerkjatryggð sýna að enn þann dag í dag er Ali eitt þeirra vörumerkja sem nýtur hvað mestar tryggðar neytenda. „Vinna og aftur vinna“ Árið 1980 fluttu höfuðstöðvar og framleiðsla Síldar og fisks í nýtt hús- næði í Dalshrauni 9b í Hafnarfirði. Þar starfaði Þorvaldur Guðmundsson við fyrirtæki sitt fram á síðasta ævi- dag. Hann sat sjaldan lengi við skrif- borð og kunni best við sig í hvítum slopp með sínu fólki í vinnslusalnum. Þorvaldur kom víða við á starfsævi sinni. Hann kom að uppbyggingu þriggja stórra hótela í Reykjavík, Hótel Sögu, Hótel Loftleiða og Hótel Holts. Hótel Holt byggði hann í Berg- staðastræti þar sem fyrsta verslun Síldar og fisks var til húsa. Að auki var Þorvaldur um tíma umsvifamikill í veitingahúsarekstri. Þá er ónefndur áhugi hans á listum, en Þorvaldur og Ingibjörg voru miklir listunnendur og áttu stórt og verðmætt listaverka- safn. „Ef til vill er til einhvers konar að- ferð til þess að hrasa ekki á hálu svelli athafnaseminnar: Hugmyndaflug og frumkvæði samfara gætni mætti kannski nefna, en fyrst og fremst vinnu og aftur vinnu og enn meiri vinnu!“ sagði Þorvaldur þegar hann var spurður hvers vegna honum hefði gengið svo vel í fyrirtækjarekstri sín- um. Þorvaldur lést 1998, 86 ára að aldri. Eftir andlát Þorvaldar tóku börn hans og Ingibjargar, Geirlaug, Skúli og Katrín, við rekstri Síldar og fisks og tók Skúli við framkvæmdastjórn. Fyrirtækið var rekið með því sniði til ársins 2000 þegar Skúli og Katrín, seldu hlut sinn í fyrirtækinu til Jóns Ólafssonar svínabónda í Brautarholti og sona hans. Við kaup þeirra var aukið mjög við framleiðslu fyrirtæk- isins og rúmlega tvöfaldaðist fram- leiðsla félagsins á tveimur árum. Fé- lagið fór hins vegar ekki varhluta af þrengingum á kjötmarkaði og lækk- andi verði. Rekstur félagsins síðustu ár var því erfiður eins og hjá flestum fyrirtækjum í svínarækt og kjöt- vinnslu. Um síðustu áramót tók KB banki yfir hlut fjölskyldunnar í Brautarholti og á bankinn 2⁄3 hluta hlutafjár í félaginu. Geirlaug Þor- valdsdóttir á þriðjung hlutafjár í fyr- irtækinu. Núverandi eigendur félagsins hafa tekið saman höndum um eflingu fé- lagsins. Nýlega var ráðinn nýr fram- kvæmdastjóri að félaginu, Björgvin Jón Bjarnason. Að sögn hans hafa eigendur félagsins fullan vilja til að efla félagið og að taka þátt í hinum harða slag sem ríkir á íslenskum kjöt- markaði. Félagið hefur talsverða sér- stöðu á markaðnum. Það er sérhæft í úrvinnslu afurða úr svínakjöti, stýrir vörukeðju sinni frá eldi til vinnslu og dreifingar, ásamt því að vörumerki þess er eitt þeirra sem nýtur hvað mestar tryggðar kaupenda. Þá ríkir hjá fyrirtækinu sterk hefð fyrir vöru- vöndun og vöruþróun. Þessir þættir, ásamt breiðum hópi hæfs starfsfólks og góðs tækjabúnaðar, telur Björgvin að muni nýtast fyrirtækinu til að standast keppinautum sínum snún- ing. Björgvin segir sögu fyrirtækisins skipta miklu varðandi endurreisn þess, félagið hafi áratugum saman verið rekið með farsælum hætti. Lyk- ilþættir í þeim árangri hafi verið að- haldssamur rekstur, vöruvöndun, ný- sköpun og nærvera stjórnenda við starfsemina. Áherslur í stjórnun fé- lagsins hafi verið færðar í auknum mæli í þessa átt. Rúmlega 70 manns starfa hjá Síld og fisk, þar af 10 á Minni-Vatnleysu. Björgvin segir að það sé ekki að ástæðulausu að Síld og fiskur hafi lif- að í 60 ár. Þótt fyrirtækið hafi átt við erfiðleika að stríða síðustu tvö ár sé staða þess eftir sem áður sterk. Hann segist þess fullviss að það muni vinna sig út úr erfiðleikunum. Undir það tekur Geirlaug Þor- valdsdóttir sem segist sannfærð um að fyrirtækið eigi sér bjarta framtíð. Stjórnendur þess hafi sett sér raun- hæf markmið sem miði að því að styrkja það. M.a. verði horft til vinnu- bragða Þorvaldar í Síld og fiski sem byggt hafi upp öflugt fyrirtæki með mikilli vinnu og með því að eyða ekki um efni fram. Eitt elsta matvælafyrirtæki landsins, Síld & fiskur, fagnar 60 ára afmæli „Nú fannst mér tími til kominn að ég gerðist sjálfs mín herra“ Morgunblaðið/Jim Smart Yfirstjórn Síldar og fisks hefur aldrei verið fjölmenn. Frá vinstri, Björgvin J. Bjarnason framkvæmdastjóri, Bryndís Hilmarsdóttir fjármálastjóri og Geirlaug Þorvaldsdóttir, sem á þriðjung í fyrirtækinu. Frá vinstri: Björgvin J. Bjarnason framkvæmdastjóri, Stefán Eiríksson fram- leiðslustjóri og Bryndís Hilmarsdóttir fjármálastjóri skoða hér framleiðslu svínahamborgarhryggja frá Síld og fisk. Þorvaldur Guðmundsson kunni best við sig í hvítum slopp við hlið starfsfólksins. Þorvaldur Guðmundsson (t.v.) og Steingrímur Magnússon stofnuðu Síld og fisk 1944. Með þeim á myndinni er Ingibjörg Guðmundsdóttir, eiginkona Þorvaldar, sem vann mikið með Þorvaldi að uppbyggingu fyrirtækisins. egol@mbl.is Síld og fiskur fagnar um þessar mundir 60 ára afmæli sínu. Fyrirtækið er því einn af elstu núverandi matvælaframleiðendum landsins. Nafn Síldar og fisks var lengstum samofið nafni stofnandans, Þorvaldar Guðmundssonar, eins merkasta frumkvöðuls á sviði íslensks matvælaiðnaðar. Egill Ólafsson rifjar upp söguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.