Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Undanfarinn áratug hafa þeir Kraftwerk-félagar komið plöt- unum sínum yfir á stafrænt snið og endurhannað öll umslög. Plöturnar verða svo gefnar út í nýjum búningi á næstunni. Þessi samantekt er hugsuð sem einskonar leiðarvísir fyrir þá endurútgáfu. Autobahn var þriðja Kraftwerk-platan en samkvæmt sögu- skoðun þeirra Kling Klang-félaga var þetta fyrsta platan, hinar eru ekki fáanlegar og verða kannski aldrei aftur. Upphafslagið, 22 mínútur af snilld, var vendipunktur í poppsögunni og þá ekki bara fyrir framandlegan hljóðaheim heldur einnig fyrir uppbyggingu og framvindu. Sögulegt meistaraverk. Kom út 1974. Ári á eftir Autobahn kom Radio-Activity sem átti meira skylt við tilraunakenndu lögin á Autobahn en hið frábæra tit- illag. Leiðistefið að þessu sinni var hvernig menn beisla tæknina til samskipta, útvarpsbylgjur og fjarskipti almennt. Góð en ekki skyldueign. Þó Autobahn sé í einna mestum metum fyrir það hve bylt- ingarkennd hún var er Trans Europe Express sú plata sem flestir telja bestu plötu Kraftwerk. Hún er í það minnsta sú að- gengilegasta og heilsteyptasta. Kom út 1977. Kemur út end- urbætt með nýju umslagi. The Man Machine kom út 1978 og átti eftir að verða gríð- arlega áhrifamikil, mikilvæg plata í sögu rafeindapoppsins. Tón- listin er ægifögur og lögin flest perlur. Metsöluplata fyrir lagið Model sem flestir þekkja eflaust, en lokalagið, titillagið er ekki síður merkilegt þar sem maðurinn og vélin verða eitt. Computer World er síðasta meiri háttar platan sem Kraft- werk gaf út, í það minnsta hvað varðaði frumleika og hug- myndaauðgi. Á plötunni leika félagarnir á als oddi, beita fyrir sig alls kyns sérkennilegum hljóðum og hugmyndum. Á plöt- unni kemur vel í ljós hvað þeir Kraftwerk-félagar voru og eru spaugsamir. Kom út 1981. 1983 átti að koma út ný Kraftwerk-plata sem fengið hafði heitið Techno Pop, umslag tilbúið og hvaðeina. Ekkert bólaði þó á plötunni og nokkrum árum síðar, 1986, kom út platan Electric Cafe sem var meðal annars með laginu Techno Pop á. Nú þegar þeir Kraftwerk-félagar eru að endurútgefa plöt- urnar og endurbæta eru þeir líka að endurskrifa sögu sveit- arinnar því Techno Pop mun loks koma út á næstunni, þ.e. Electric Cafe kemur út undir heitinu Techno Pop. Fín plata þó ekki standist hún þeim snúning sem á undan komu. Óteljandi tónlistarmenn voru búnir að gera sér mat úr Kraft- werk-lögum, ýmist fá að láni búta eða hljóma eða hljóð eða hugmyndir, og 1991 tóku þeir Hütter og Schneider sig til, end- urunnu nokkur vel valin lög frá ferlinum og gáfu út á plötunni The Mix. Eins konar safnplata af bestu lögum í skemmti- legum búningi. Fín plata. Eftir tólf ára hlé, þar sem þeir Kraftwerk-menn sátu sveittir við að koma gömlu tónlistinni í stafrænan búning, kom loks ný plata með Kraftwerk, Tour de France Soundtracks. Tit- illag hennar var helgað hjólreiðakeppninni miklu en það var í raun gamalt lag, átti að vera á plötunni týndu Techno Pop. Gott lag engu að síður en lögin Vitamin og Chrono eru með því besta sem hljómsveitin hefur gert. Kom út 2003 og sannaði að þeir Kraftwerk-menn eru ekki búnir að syngja sitt síðasta. man það enn er ég heyrði þessa plötu Kraft- werk í fyrsta sinn, hve ótrúlega framandleg tónlistin var. Það er nú reyndar svo að þegar ég heyrði Autobahn á tónleikum í Lundúnum í síðustu viku þá rifjuðust þessi áhrif upp þrátt fyrir allan þann framandleika sem dun- ið hefur á eyrunum síðan, þó fjölmargir séu að vinna með enn sérkennilegri og nýstár- legri hljóð þá nær Kraftwerk að fanga tríð- arandann með þessu lagi, bjartsýnistrú á framtíðina og að nýjasta tækni og vísindi eigi eftir að færa okkur betri heim. Hütter segir að kannski finnist mönnum þetta rómantísk og fjarstæðukennd hugmynd þegar litið er þessi þrjátíu ár aftur í tímann, en sannleikurinn sé nú sá að tækni og vísindi hafi gert heiminn betri, aukið lífsgæði. „Vís- indi og tækni hafa gert líf okkar betra, aukið lífsgæði þótt fólki hætti til að gleyma því. Fái ég tannpínu leita ég mér ekki lækninga hjá manni með hamar og meitil. Tæknin hefur auðgað líf okkar og ekki síst auðgað tónlist og fleiri listir.“ Fyrir augu og eyru Kraftwerk var ekki bara byltingarkennd fyrir tónlist sína heldur ekki síður fyrir myndefni sem fylgdi, hvort sem það var myndskreytingar á tónleikum eða plötu- umslög. Hütter segir að fyrir þeim sé mynd- rænn hluti tónlistarinnar ekki síður mik- ilvægur en tónahlutinn sjálfur. „Við eyðum örugglega álíka miklum tíma í myndir og grafík og í tónlistina sjálfa, enda eru þetta jafn mikilvægir hlutar af því sem við erum að gera.“ Hütter segir að fyrir þeim sé plata ekki bara plata, hún sé gesamtkunstwerk, listræn heild, og metnaður þeirra sé að hafa alla þræði í hendi sér. „Wir sind autonom,“ segir hann af stolti, engum háðir. Þetta skýrir ekki síst hvers vegna þeir Kraftwerk-menn vinna hægar en gengur og gerist, þeir gefa ekki út plötur á hverju ári því legið er yfir hverju smáatriði, hver einasti tónn er skoðaður frá öllum hliðum, hver ein- asti stafur og hver einasti litur. Á tónleik- unum tvennum sem ég sá í Lundúnum í síð- ustu viku, fyrst tónleikar snemma kvölds og svo miðnæturtónleikar, var myndræna upp- lifunin ekki minni en að hlusta á tónlistina, allt var stillt nákvæmlega saman, hljóð, hreyfimyndir í bakgrunni, lýsing og einkar naumhyggjuleg sviðsmynd – aldrei áður hef ég séð tónleika sem eru eins mikið fyrir aug- að. Annað sem Kraftwerk-menn eru frægir, eða alræmdir, fyrir er að þeir vinna ekki með öðrum tónlistarmönnum, svara almennt ekki beiðnum um slíkt eins og frægt varð er þeir svöruðu ekki einu sinni beiðni Davids Bowies um að vinna með honum tónlist. Spurður um þetta leggur Hütter áherslu á að í þessari af- stöðu felist ekki neitt mat á viðkomandi tón- listarmanni, engu skipti hver það sé sem óski eftir því að fá að vinna með þeim félögum. „við erum aussenseiter, utangarðsmenn, og höfum ekki tíma til að sinna öðru en Kraft- werk, við erum sífellt að vinna að Kraftwerk í Kling Klang, öll okkar orka fer í það. Vinnuvikan hjá okkur er 168 tímar,“ segir hann og kímir. Tónlistarverkamenn Ekki var að Bowie og fleiri listamenn vildu fá þá Hütter og Schneider til að vinna með sér, aðrir listamenn tóku að nýta sér tónlist þeirra sem hráefni eins og frægt varð þegar Afrika Bambaataa klippti hugmyndir úr Kraftwerk-lögunum Trans-Europe Express af samnefndri plötu og Numbers af Compu- ter World, og notaði í Planet Rock, en það lag er með helstu hornsteinum hipphoppsins. Hütter segir að þeir félagar hafi aldrei leitt hugann að því að þeir væru að hafa áhrif á aðra tónlistarmenn og vill ekki ræða þá stað- hæfingu að Kraftwerk hafi verið álíka áhrifa- mikil og Bítlarnir, enda hafi tónlist sveit- arinnar verið notuð til að búa til nýrómantík, tölvupopp, hipphopp, techno, house og allar þær óteljandi tónlistarstefnur sem af þeim eru leiddar. „Við höfum aldrei hugsað út í það hvað öðrum finnst um það sem við erum að gera, fyrir okkur er þetta alltaf hvers- dagslegt, við erum musikarbeiter,“ segir hann, tónlistarverkamenn. Autobahn, platan sem þeir félagar miða við sjálfir sem upphaf hinnar eiginlegu Kraft- werk, kom út 1974 eins og getið er, Radio- Aktivitat 1975, Trans-Europa Express 1977, Die Mensch Maschine 1978 og Computer Welt 1981. Platan Techno Pop komst á út- gáfuáætlun 1983 en kom aldrei út og enginn veit af hverju nema þeir Hütter og Schneid- er. Á Electric Cafe sem kom út 1986 er lagið Techno Pop, en ekki er vitað hvort það sé það eina sem eftir stendur af samnefndri plötu eða lag sem samið var eftir að sú var lögð á hilluna. Hvað sem því líður þá var Electric Cafe síðasta Kraftwerk-plata sem kom út árum saman, síðasta stúdíóplatan sem kom út þar til Tour de France Sound- tracks birtist óforvarandis síðsumars 2003, eftir sautján ára hlé. 1991 kom reyndar út The Mix, plata með áður óútgefnu efni, endurhljóðblöndunum af nokkrum lögum sem þeir gerðu sjálfir Ralf Hütter og Florian Schneider en þeir fóru einnig í tónleikaferð til að fylgja plötunni eft- ir. Einnig er vert að geta EP plötunnar Tour de France sem kom fyrst út 1983 og var end- urútgefin með auknu efni 1999. Sú er reynd- ar skemmtileg vísbending um mikla áráttu þeirra félaga sem er hjólreiðakeppnin fræga, en þeir hafa allir hjólað leiðina og sumir oftar en einu sinni. Þess má og geta að sagan segir að Hütter hjóli 200 km á dag. Kling Klang er hljóðfæri Skýringin á því hvers vegna ekkert heyrð- ist frá sveitinni í öll þessi ár er að mörgu leyti dæmigerð fyrir Kraftwerk, þeir voru einfaldlega að endurgera plöturnar, koma þeim á stafrænt snið, til að hljómur á þeim væri loks eins og hann ætti að vera. Hütter segir að þeir eigi allar frumupptökur, öll hljóð sem notuð voru til að búa til lögin, allt sem sveitin hefur tekið upp í 34 ár. Á sínum tíma voru menn ekki með tölvur tiltækar til að vinna hljóðin og það mátti og heyra þegar breiðskífurnar voru gefnar út á geisladiskum fyrir nokkrum árum, hliðrænu hljóðin fóru illa út úr því að vera varpað yfir á stafrænt gagnasnið og ekki síst segir Hütter að það hafi farið í taugarnar á þeim Kraftwerk- mönnum að umslögin, sem svo mikil natni hafði verið lögð í, voru einfaldlega minnkuð til að passa við geisladiska. „Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á umbúðirnar og þær þurfti að hanna upp á nýtt því þegar plöt- urnar voru gefnar út á geisladiskum voru umslögin einfaldlega minnkuð úr vínylplötu- stærð, 31x31 í geisladiskastærð, 12x12, og vinnslan ekki góð.“ Þegar við bættist að öll hljóð voru endurgerð stafrænt og síðan notuð til að endurgera lögin sjálf kemur varla á óvart að mörg ár hafi liðið án þess að heyrst hafi frá hljómsveitinni. „Ég hef lýst því sem svo að Kling Klang sé hljóðfæri okkar, það sem við notum til að búa til tónlist, og áður en við gátum farið að vinna þurftum við að breyta því í stafrænt hljóðver sem kallaði svo aftur á það að við þurftum að sérsmíða ým- isleg tól og tæki til að ná því fram sem við vildum.“ Þessi langa bið varð þó ekki til að minnka áhuga manna á hljómsveitinni, hún varð fjar- lægari og dularfyllri með hverju árinu, eng- inn vissi hvort Kraftwerk væri til lengur og þá í hvaða mynd; höfðu þeir Hütter og Schneider gengið svo langt í áhuga sínum á samstarfi/samruna vélar og manns að vélar eða vélmenni höfðu tekið við taumunum? Fyrstu merki þess að Kraftwerk væri enn til voru nokkrir tónleikar sumarið 1997 og síðan kom fyrsta nýja lagið í áraraðir, Expo 2000, sem gefið var út haustið 1999. Sumarið 2003 voru þeir Kraftwerk-félagar svo loks búnir að endurgera alla gömlu tónlistina, hún loks komin í „Kling Klang-gæði“ eins og Hütter orðar það. Þá gafst tími til að vinna nýtt efni og þá sendu þeir frá sér nýja fyr- irtaks plötu, áðurnefnda Tour de France Soundtracks, og fóru í tónleikaferð um heim- inn. Sú ferð stendur enn og liður í henni er heimsóknin hingað til lands, tvímælalaust ein merkilegast hljómsveit sem hingað hefur komið. Í tónleikaferð sinni um heiminn lék Kraft- werk á tvennum tónleikum sama daginn í Brixton Academy í Lundúnum, fyrst klukkan átta og svo aftur miðnæturtónleika. Það þótti mér fróðlegt að sjá að áheyrendur voru að stærstum hluta fólk á þrítugsaldri, átti frek- ar von á að sjá fólk á mínum aldri, komið yfir fertugt og jafnvel eldra. Salurinn var þétt- skipaður og reyndar búið að vera uppselt á tónleikana vikum saman; miðinn kostaði 10– 15.000 kr. á svörtum markaði fyrir utan sal- inn og fór hækkandi eftir því sem leið að tón- leikunum. Enginn hitar upp fyrir Kraftwerk, reyndar erfitt að sjá hvaða hljómsveit gæti það. Þess gerðist og ekki þörf, Þeir Kraftwerk-menn mættu á svið á slaginu átta og upphófst stór- kostlegt sjónarspil. Fyrir aftan þá félaga var risastór skjár sem iðaði af lífi allt kvöldið, sí- breytilegar myndskreytingar við lögin, sum- ar hrein snilld eins og til að mynda við lagið nýja Vitamin, sem var ótrúlega vel heppnuð. Ljós voru líka notuð mjög vel og þeir félagar skiptu um búninga milli þess sem þeir voru klappaðir í þrígang upp undir lokin. Það hljómar ekki spennandi að fara á tón- leika til að horfa á fjóra menn standa meira og minna grafkyrra í á þriðja klukkutíma, en það er öðru nær. Svo mikið er í gangi á skjánum fyrir aftan þá félaga, í ljósum og tónlistinni sjálfri, að áhorfandinn gleymir sér algjörlega. Hljóðin sem hljómuðu svo fram- andlega fyrir aldarfjórðungi eru ekki síður framandleg í dag, hljóma mun betur í staf- rænni mynd, hlýrri og líflegri hversu þver- sagnakennt sem það annars kann að virðast. Hvað hreyfingarnar varðar segir Hütter að flutningur þeirra sé þess eðlis að þeir geti ekki verið á iði. „Við erum að fást við næma rofa og sleða sem verður að færa varlega,“ segir hann og minnir á það sem hljómsveit- armenn hafa áður sagt: „Lögin eins og þau birtast á plötum okkar eru handrit en ekki endanleg gerð.“ Það heyrist og vel á tónleik- unum, því lögin hljóma ekki eins á seinni tón- leikunum og þeim fyrri, vissulega sömu lögin en áherslur breyttar – lögin eru svo naum- hyggjuleg að það er í þeim talsvert svigrúm til nýrrar túlkunar. Þegar menn standa svona kyrrir þarf ekki mikið til að vekja hrifningu, og þannig ætlar allt um koll að keyra þegar Hütter fær sér vatnssopa. Einna mesta hrifningu vekur þó þegar róbótar með andlit þeirra félaga koma fram í öðru uppklappi og „spila“ lagið sitt, af- skaplega vel af hendi leyst. Nýjasta tækni og vísindi Hvert lag hefur sitt þema, en í raun eru stefin ekki svo mörg því iðulega eru þeir Hütter og Schneider að segja það sama en á nýjan hátt eða nálgast viðfangsefnið úr ann- arri átt. Vélar og vélræna er aldrei langt undan, nýjasta tækni og vísindi, bjartsýni á að tæknin eigi eftir að gera líf okkar enn betra. Í laginu sem kom öllu af stað, Auto- bahn, nota þeir sjaldséð myndskeið frá fyrstu árum hraðbrautanna þýsku, teikningar þar sem mannvirkin eru hluti af landslaginu, þar sem vegurinn hlykkjast á milli grænna bakka, liggur meðfram engjum með búfénaði, er hluti af náttúrunni, en ekki ógn við hana eins og menn almennt láta í dag; hvernig get- ur eitthvað svo gagnlegt, eitthvað sem felur í sér svo miklar framfarir verið ljótt eða ógn- vekjandi? spyrja myndskeiðin og vélræn röddin hljómar: „Wir fahr’n fahr’n fahr’n auf der Autobahn.“ Ekki er þó allt sem sýnist; undir lok lagsins sést það sem áður var hulið, efst á myndinni sem notuð er sem skraut sést verksmiðjuhverfi, reykháfar og verk- smiðjuhús – fallegt? fer eftir tíðarandanum. Víða í lögunum eru reyndar slíkar gildrur, í einu myndskeiði renna yfir skjáinn neon- skilti, Herrenausstatter, Park Hotel ; Merce- des Bens, hylling neysluhyggjunnar, en bíddu við…stóð ekki Hölle (helvíti) á rauða neonskiltinu sem rann yfir skjáinn örskots- stund? Kraftwerk er hreyfing, akstur á autobahn, bílar á hreyfingu á leið inn í framtíðina, en Kraftwerk er líka hreyfing á reiðhjóli; áður er nefnd platan Tour de France sem heitir eftir mestu og frægustu hjólreiðakeppni heims. Hütter segir að margt sé líkt með tónlist Kraftwerk og hjólreiðum. „Þegar hjól- ið er á hreyfingu, hreyfist nánast af sjálfu sér nánast án áreynslu, þannig viljum við að tónlist Kraftwerk sé. Það þarf ekki bara orku sem beitt er á nákvæmlega réttan hátt held- ur einnig einbeitingu, framsýni og nákvæmni og svo hárfínt jafnvægi; það lýsir í raun ekk- ert tónlist okkar betur að mínu mati.“ Ekki hef ég tölu á þeim hljómsveitum sem ég hef séð spila um dagana, skipta sennilega þúsundum, en víst er að Kraftwerk er komin á topp tuttugu á tónleikasveitalistanum. Ekki er bara að sveitin sé með gríðarlegt safn af fínum lögum til að spila á tónleikum heldur hefur hún haldið í við tíðarandann, dagrétt hljóð og hljóma og nýtir sér tæknina til hins ýtrasta til að skila sem bestum hljóm og sem mestri upplifun fyrir augað. Geri ráð fyrir að tónleikarnir í Kaplakrika verði eftirminnileg- ir í meira lagi. arnim@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.