Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tíu ár eru um þessarmundir liðin frá upp-hafi þjóðarmorðsins íRúanda en talið er aðhútúar hafi myrt átta hundruð þúsund tútsa á hundrað daga tímabili frá aprílbyrjun 1994 og fram í júní það sama ár. Um er að ræða verstu glæpi sinnar teg- undar í manna minnum og þarf engan að undra að íbúum Rúanda hafi reynst erfitt að græða þau sár, sem þessir atburðir skildu eft- ir sig. Atburðanna í Rúanda 1994 er nú minnst með ýmsum hætti. Helstu fjölmiðlar í Afríku og á Vesturlöndum hafa undanfarna daga verið að rifja upp þessa vo- veiflegu atburði og þá hafa Sam- einuðu þjóðirnar tekið undir þá ósk stjórnvalda í Rúanda að 7. apríl nk. minnist gjörvallir jarð- arbúar þeirra með einnar mínútu þögn. „Við skulum standa sam- einuð á þessari stundu – ólíkt því sem átti við fyrir tíu árum,“ sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, í ávarpi sem hann flutti í húsakynnum samtakanna fyrr í vikunni og sem sagt var frá á fréttasíðu BBC. Tíu ár liðin frá þjóðar- morðinu í Rúanda Átta hundruð þúsund tútsar voru brytjaðir niður á hundrað daga tímabili Reuters Einn þeirra sem lifðu þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 af sést hér í baksýn. Í forgrunni eru höfuðkúpur fólks sem drepið var, enn eru margar byggingar í landinu full- ar af líkamsleifum fórnarlamba blóðbaðsins. Stefnt er að því að opna á næstu vikum safn til minningar um atburðina. Maríanna Csillag ernýkomin úr áttavikna dvöl í Íran enhún var við störf ávegum Rauða kross- ins í Bam, þar sem mikill jarðskjálfti olli dauða tæplega þrjátíu þúsund manna um síðustu jól. Þetta er fimmta sendiför Maríönnu fyrir Rauða krossinn, áður hefur hún ver- ið í Afganistan árið 1991, í Tansaníu árið 1994, hún var síðan eitt ár í Bosníu-Herzegóvínu og árið 1998 dvaldi hún um stund í Suður-Súdan. Dvölin í Tansaníu er Maríönnu minnisstæð. Hún segist hafa haldið þangað ásamt fjórum öðrum starfs- mönnum Rauða krossins frá Genf í byrjun maí 1994 og voru þau komin til Tansaníu, til flóttamannabúða í nágrenni við bæinn Ngara, við landa- mærin að Rúanda, í kringum 10. maí. Þetta var því aðeins um mánuði eftir að ógnaröldin í Rúanda hófst. Maríanna segir erfitt að trúa því að tíu ár séu liðin. Hún segir að í Ngara hafi verið um 360 þúsund flóttamenn frá Rúanda á þeim tíma sem hún var þar við störf og allt voru það hútúar, að hennar sögn, fólk sem flúið hafði ofsóknir tútsa. Það voru semsé ekki aðeins tútsar sem biðu bana í þessari vargöld, á sumum svæðum réðust tútsar gegn hútúum. Aðstæður voru ekki góðar í Ngara þegar Maríanna kom þangað. „Vatn- ið var mengað, það var enginn matur og ekki neitt. Fólkið bara flúði yfir ána, sem er á landamærunum, og beið [eftir aðstoð],“ segir hún. Og sú aðstoð barst, Rauði krossinn var fljótur að bregðast við en einnig önnur hjálparsamtök, s.s. Læknar án landamæra, Care International, auk Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). „Eitt af verkefnum mínum var að fara meðfram landamærunum, þar sem áin var,“ segir Maríanna. „Við fréttum alltaf af því að fólk væri að koma yfir, flýja átökin í Rúanda. Það kom fyrir að við fundum tíu þúsund manna flóttamannabúðir, hóp fólks sem hafði flúið saman yfir og hafðist þarna við án þess að nokkur vissi. Ástandið var skelfilegt, margir voru illa slasaðir eftir að hafa orðið fyrir árásum, voru illa skornir af sveðjum, sem mikið var beitt í þjóðarmorðinu í Rúanda.“ Maríanna segir að vel hafi sést yfir til Rúanda, áin sem skilji að Rúanda og Tansaníu sé ekki nema nokkrir tugir metra á breidd. „Eitt sinn var ég að fylgjast með þeim koma yfir í bátum. Svo allt í einu komu aðvífandi hópar tútsa og réðust á þá. Ég held þetta sé í fyrsta skipti í mínu starfi sem ég sneri mér í burtu til að kúg- ast. Þetta er með því hrikalegasta sem ég hef séð. Sumir komust í bátana og reyndu að róa af stað yfir. Aðrir hentu sér í vatnið. Og þar var fullt af krókódíl- um. Þetta var því ekki fögur sjón.“ Segir Maríanna að sveðjumenn- irnir hafi ekki elt flóttafólkið yfir ána, til hjálparstarfsmannanna sem biðu Tansaníumegin. „Við tókum við þeim sem komust yfir, fórum að binda um sár þeirra, koma þeim und- ir læknishendur, í búðir.“ Maríanna segir að erfitt hafi verið að fylgjast með þeim atburðum, sem áttu sér stað hinum megin árinnar. „En það var ósköp lítið sem við gát- um gert. Auðvitað grípur mann ör- vænting yfir því að þurfa að horfa upp á svona en maður fer jafnframt ósjálfrátt að hugsa um hvar manni sjálfum sé óhætt að vera. Ég ældi lungum og lifur, ég skal alveg viðurkenna það. En svo fékk maður sér vatnssopa, fólkið var byrj- að að koma í land okkar megin og þá hrökk maður ósjálfrátt í gír og fór að hjálpa því.“ Maríanna tekur fram að auðvitað sé góðar sögur að segja líka. „Einu sinni vorum við á bíl og þá stoppar okkur ungur drengur, hann hefur verið svona tíu ára. Hann spyr okkur hvort við getum hjálpað. Þá var hann tútsi og foreldrar hans höfðu verið drepnir, eða hann orðið viðskila við þá. Og þá var það hútú-fjölskylda sem tók hann að sér, kom honum yfir ána og leit á hann sem sinn eigin son. En það mátti auðvitað enginn í búðunum vita að hann væri tútsi, það hefði boðið hættunni heim. Við gát- um seinna flutt hann í flóttamanna- búðir tútsa sem voru annars staðar.“ Ódæðismenn í hópnum Maríanna segir að í búðunum í Ngara hafi verið að minnsta kosti einn af leiðtogum sveita hútúa sem látið höfðu til sín taka í þjóðarmorð- inu á tútsum. Allir hafi vitað þetta um manninn. „Nema hvað, hans fylg- ismenn voru áreiðanlega um eitt hundrað þúsund í búðunum.“ Einu sinni hafi borist sá orðrómur um búðirnar að UNHCR hafi lokað manninn á bak við lás og slá. Þetta hafi valdið mikilli reiði meðal fólksins í búðunum og gerði það aðsúg að vesturlandabúunum. „Ég sé hvar það kemur, haldandi á kylfum og sveðjum,“ segir Maríanna, „og það veltir bílum og ræðst á bækistöðvar Maður lærir hvað skiptir máli í Þó að flestir þeirra sem biðu bana í þjóðarmorðinu í Rúanda hafi verið af þjóð tútsa voru ódæði framin á báða bóga. Maríanna Csillag hjúkrunarfræðingur varð vitni að því þegar hópur hútúa var brytjaður í spað á landamærum Rúanda og Tansaníu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Maríanna Csillag segir erfitt að trúa því að tíu ár séu liðin frá þjóðarmorðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.