Morgunblaðið - 04.04.2004, Side 35

Morgunblaðið - 04.04.2004, Side 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 35 HIN árlega tónlistarhátíð Músík í Mývatnssveit verður haldin í sjöunda sinn nú um páskana. Á dagskrá eru tvennir tónleikar og verða fyrri tón- leikarnir haldnir í Skjólbrekku á skírdagskvöld kl. 21 en þeir seinni í Reykjahlíðarkirkju föstudaginn langa kl. 21. Tónlistarfólkið sem kemur fram á hátíðinni að þessu sinni eru Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópran, Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari, Laufey Sigurðardóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleik- arar, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari. Að sögn Laufeyjar Sigurð- ardóttur, sem komið hefur að skipu- lagningu tónlistarhátíðarinnar frá upphafi, koma þær Arndís Halla og Anna Áslaug sérstaklega til landsins til að taka þátt í hátíðinni. „Okkur finnst mikill fengur í því að fá þær hingað heim í tilefni tónleikanna, en báðar búa þær og starfa í Þýska- landi. Arndís Halla er hrífandi söng- kona sem syngur víðs vegar um Evr- ópu og nú í haust er hún t.d. að fara að syngja hlutverk Næturdrottning- arinnar í Prag. Þess má geta að Anna Áslaug er á síðari árum aftur farin að koma fram bæði á einleiks- og kammertónleikum eftir nokkurt hlé og því einstakt tækifæri að heyra í henni hér.“ Á tónleikunum í Skjólbrekku er, að sögn Laufeyjar, ávallt venjan að flytja m.a. eitt stórt kammerverk. „Að þessu sinni munum við flytja píanókvintett eftir Robert Schu- mann, en það verk er eitt af eftirlæt- iskammerverkum bæði flytjenda og áheyrenda. Síðan munu Arndís Halla og Anna Áslaug flytja íslensk söng- lög eftir Pál Ís- ólfsson, Jórunni Viðar og Karl Runólfsson, auk þess sem þær munu flytja aríur m.a. úr Brott- náminu úr kvennabúrinu eft- ir W.A. Mozart og Don Pasquale eft- ir Gaetano Don- izetti. Efnisskrá seinni tónleikanna tekur eðlilega mið af tónleikadeginum og því völdum við efni sem okkur fannst passa að flytja á föstudeginum langa. Þannig mun Arndís Halla flytja Mus- ic for a while eftir Henry Purcell og sönglög eftir Áskel Jónsson, Pál Ís- ólfsson og Jón Leifs, auk þess sem hún mun syngja eitt fallegasta söng- lag tónbókmenntanna, Bist du bei mir eftir J.S. Bach. Inn á milli spilum við síðan sónötu fyrir tvær fiðlur eftir Leclair, kafla úr sellósvítu eftir Bach, Telemann fantasíu fyrir víólu og bagatellu eftir Anton Dvorak fyrir tvær fiðlur, selló og orgel.“ Aðspurð segir Laufey hátíðina ávallt vel sótta bæði af heimamönn- um og ferðafólki. „Enda er þessi há- tíð ágætt dæmi um menning- artengda ferðaþjónustu, en upphaflega hugmyndin með hátíð- inni var að veita gestum og heima- fólki Mývatnssveitar færi á að sækja menningarviðburði um páskana og vera ákveðið mótvægi við útivist- armöguleikana sem Mývatnssveit hefur upp á að bjóða. Tónlistarhá- tíðin hefur frá upphafi notið ómet- anlegs stuðnings frá Hótel Reynihlíð, enda er Pétur Snæbjörnsson hót- elstjóri einn aðalhugmyndasmiður hátíðarinnar. Auk þess sem Skútu- staðahreppur er að sjálfsögðu aðili að hátíðinni. Í áranna rás hafa síðan ým- is fyrirtæki styrkt okkur og er stuðn- ingur þeirra ein meginforsenda þess að hægt sé að halda hátíð á borð við þessa. Við eigum einnig ýmsa vel- unnara sem stutt hafa við bakið á okkur og fyrir það erum við óend- anlega þakklát,“ segir Laufey að lok- um. Músík í Mývatnssveit Morgunblaðið/Sverrir Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Anna Áslaug Ragnarsdóttir, Laufey Sigurðar- dóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Þórunn Ósk Marinósdóttir. Arndís Halla Ásgeirsdóttir Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.