Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 62
AUÐLESIÐ EFNI 62 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ DRÁP á fjórum óbreyttum borgurum, starfsmönnum bandarískra verktaka, í írösku borginni Fallujah á miðvikudag, hefur vakið óhug víða. Voru mennirnir skotnir í tveimur bílum, síðan kveikt í þeim og brunnin líkin svo dregin eftir götunum. Paul Bremer, fulltrúi Bandaríkjastjórnar í Írak, fordæmdi morðin sem „fyrirlitleg“ og hét því að morðingjunum yrði refsað. Hefur þetta verið fordæmt víða um heim og trúarleiðtogar í Fallujah hafa einnig gert það og segja, að það stríði gegn íslam að svívirða lík. Stærstu sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum sýndu myndir frá atburðinum en þó ekki þær hroðalegustu. CNN sýndi þó líkin eftir að þau höfðu verið hengd upp í brú. Ýmis stór dagblöð ákváðu að sýna ekki myndirnar og hefur það sætt nokkurri gagnrýni. Urðu nokkrir fjölmiðlafræðingar til að saka þau um að vilja ekki sýna raunverulegar afleiðingar Íraksstríðsins. Morðin og myndirnar þykja minna nokkuð á Sómalíu 1993 þegar lík bandarísks hermanns var dregið eftir götum Mogadishus en það varð til þess, að Bill Clinton, þáverandi forseti, ákvað að kalla bandaríska herliðið í Sómalíu heim. Þessir atburðir eru að vísu ekki sambærilegir en sagt er, að myndirnar frá Írak hafi þó haft svipuð áhrif á marga Bandaríkjamenn. Höfðu sumir haft á orði, að rétt væri að kalla bandaríska herliðið heim en stjórnvöld segja, að ekki verði hvikað frá því að koma á stöðugleika í landinu. Morðin í Fallujah vekja óhug víða Líkin svívirt og dregin um götur borgarinnar TVEIR frægir söngleikir verða settir upp í sumar hér á landi. Í Austurbæ verður Hárið sett upp en sá söngleikur hefur áður verið sýndur á Íslandi við miklar vinsældir, síðast árið 1994. Rúnar Freyr Gíslason leikari mun leikstýra uppfærslunni og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson verður tónlistarstjóri en hann sá meðal annars um tónlistarstjórn á vinsælasta söngleik síðasta árs, Grease. Ekki hefur enn verið ráðið í öll hlutverk en þó hefur verið staðfest að Hilmir Snær Guðnason mun fara með eitt aðalhlutverka. Söngleikurinn Hárið verður frumsýndur 2. júlí. Söngleikurinn Fame verður settur upp í sumar í Vetrargarðinum í Smáralind en þar verða sæti fyrir 750-800 manns. Söngleikurinn Fame er byggður á samnefndri Óskarsverðlaunamynd og sjónvarpsþáttum sem fylgdu í kjölfarið, en þar er fjallað um líf nemenda við listaskóla. Leikstjóri Fame er Bjarni Haukur Þórsson. Tónlistarstjórn er í höndum Barða Jóhannssonar og Karls Olgeirssonar en verkið er þýtt og staðfært af Úlfi Eldjárn. Morgunblaðið/Þorkell Hilmir Snær mun horfa glað- ur um öxl, en hann tók þátt í uppfærslunni vinsælu á Hárinu 1994. Hár og Frami Atkvæðagreiðslu er að ljúka innan Starfsgreinasambandsins um verkfall á sjúkrahúsum landsins, en það mun hefjast 16. apríl næstkomandi hafi ekki tekist samkomulag um nýja kjarasamninga fyrir þann tíma. Verkfallið kemur til með að ná til um þúsund félagsmanna, þar af tæplega 600 í Reykjavík. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi spítalanna ef það kemur til framkvæmda. Meginkröfur Starfsgreinasambandsins eru að félagsmenn þeirra sem starfa hjá ríkinu fái sömu lífeyrisréttindi og opinberir starfsmenn. Samninganefnd ríkisins hefur enn sem komið er ekki viljað fallast á þessa kröfu. „Mér heyrist að það sé mikil samstaða um það að við verðum að knýja á um samning með aðgerðum,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, varaformaður Eflingar, eftir að hún kom af fundi með félagsmönnum Eflingar sem starfa á Landspítala, en á fundinum voru greidd atkvæði um verkfallsboðun. Verkfall boðað á spítölunum 16. apríl ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu tapaði, 2:1, gegn Albaníu í vináttulandsleik sem fram fór í Tirana á miðvikudaginn. Albanía skoraði fyrsta mark leiksins á 42. mínútu en Þórður Guðjónsson fyrirliði íslenska liðsins jafnaði leikinn á 66. mínútu. Heimamenn skoruðu sigurmark leiksins á 78. mínútu en Albanía hefur ekki tapað á heimavelli í þrjú ár. Bræðurnir Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir voru allir í byrjunarliði Íslands en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 1963 er Bjarni, Hörður og Gunnar Felixsynir léku gegn áhugamannalandsliði Englands í Wimbledon. Ljósmynd/ALNA photo Bræðurnir Bjarni, Jóhannes Karl og Þórður Guðjónssynir. Þrír bræður í byrjunarliði Íslands í Albaníu ELDRI hjón drukknuðu þegar bifreið, sem þau voru í, fór út af Sementsbryggjunni á Akranesi og í sjóinn á þriðjudag. Allt tiltækt neyðarlið var kallað út og flutti þyrla Landhelgisgæslunnar fjóra kafara á slysstað. Þeir voru búnir að ná hjónunum úr bifreiðinni um tíu mínútum síðar. Skipverjar af frystitogaranum Helgu Maríu AK-16, sem var í höfninni, urðu varir við þegar bifreiðin fór í sjóinn og settu strax út slöngubát skipsins en gátu ekki hafst að. Tvennt var í bifreiðinni, roskin hjón á áttræðisaldri, og reyndust þau bæði vera látin þegar þau náðust úr bifreiðinni. Tildrög slyssins eru í rannsókn en fyrstu vísbendingar bentu til þess að bifreiðin hefði farið aftur á bak fram af bryggjunni og yfir um 20 sentimetra háan trékant sem þar er. Dýpið þar sem bílinn fór í höfnina er á annan tug metra. Lögreglan á Akranesi fer með rannsókn slyssins í samvinnu við rannsóknarnefnd umferðarslysa. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Eldri hjón létust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.