Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 19 Hútúar og tútsar eiga margt sameiginlegt, þeir tala sama tungumál, deila landsvæði og venj- ur þjóðarbrotanna tveggja eru um margt líkar. Engu að síður hafa samskiptin lengi verið erfið. Túts- ar eru mun færri en hafa þó lengi ráðið meiru um stjórn landsins og hefur sú staðreynd í gegnum tíð- ina kallað fram reiði hútúa, þó aldrei í líkingu við þá heift og það hatur sem var leyst úr læðingi á fyrstu mánuðum ársins 1994. Morðæðið, sem kom yfir hútúa, er jafnan skýrt með vísan til þess að hinn 6. apríl 1994 var flugvél hútúans Juvenal Habyarimana, forseta Rúanda, skotin niður yfir flugvellinum í Kigali. Forseti ná- grannaríkisins Búrúndí, Cyprien Ntaryama, fórst einnig í tilræðinu. Innan fárra klukkustunda hafði skollið á sannkölluð ógnaröld, of- beldið breiddist út frá höfuðborg- inni og um allt landið og því slot- aði ekki fyrr en þremur mánuðum síðar, þegar átta hundruð þúsund manns lágu í valnum. Enn er ekki ljóst hver stóð fyrir morðinu á Habyarimana; róttækir hútúar sem ósáttir voru við þá ákvörðun hans að friðmælast við uppreisnarsveitir tútsa (RPF) eða hugsanlega útsendarar Pauls Kagames, núverandi forseta Rú- anda, en hann var fyrir tíu árum leiðtogi RPF. Ljóst er á hinn bóg- inn af þeim atburðum sem fylgdu í kjölfarið að tútsum var kennt um, róttækum hútúum hafði tekist að sannfæra marga landa sína um að allir tútsar væru óvinir þeirra. Atburðirnir í apríl 1994 áttu sér nefnilega forsögu. Mörgum mán- uðum fyrr höfðu róttækir hútúar tekið að mælast til þess að óbreyttir hútúar tækju sér vopn í hönd og réðust gegn nágrönnum sínum, eins og vikuritið The Econ- omist rekur í umfjöllun sinni um þetta efni í síðustu viku. Eftir að blóðbaðið hófst svo skyndilega var útvarpsstöðvum jafnframt beitt til að æsa upp hatur gegn tútsum. Afleiðingin varð sú að ekki að- eins skipulagðar sveitir manna gengu berserksgang og brytjuðu niður saklaust fólk með sveðjum og öðrum heimatilbúnum vopnum heldur einnig venjulegir, óbreyttir borgarar sem hlýddu kalli öfga- mannanna. Oft voru viðkomandi reyndar neyddir til að taka þátt í blóðbaðinu af hermönnum og gjarnan var þeim heitið því, að þeir mættu sölsa undir sig land- areignir fórnarlambanna. 500 dæmdir til dauða Uppreisnarsveitir tútsa, RPF, unnu um síðir bug á stjórnarher landsins og komu til Kigali í júlí 1994. Ríkisstjórn landsins riðaði til falls og um tvær milljónir hútúa flýðu til nágrannaríkisins Zaire (sem nú heitir Lýðveldið Kongó), margir þeirra höfðu tekið þátt í þjóðarmorðinu. Friður komst smám saman á en minningin um blóðbaðið lifir þó enn og Kagame forseti leyfir ekki mikla stjórn- arandstöðu í landinu, hann vill kæfa allar væringar í fæðingu. Búið er að dæma um fimm hundruð manns til dauða fyrir þátttöku í þjóðarmorðinu fyrir tíu árum og um eitt hundrað þúsund manns sitja í fangaklefa. Ýmsir höfuðpauranna hafa þó aldrei náðst og ættingjar fólks, sem myrt var þessa örlagaríku daga fyrir tíu árum, bíða þess enn að réttlætinu verði fullnægt. Kofi Annan lýsir eftirsjá Athygli vakti fyrr í vikunni þeg- ar Kofi Annan lét þau orð falla að hann hefði sjálfur getað gert meira til að afstýra þjóðarmorðinu í Rúanda. Annan var yfirmaður friðargæsludeildar SÞ á þessum tíma og því ábyrgur fyrir frið- argæslusveitunum sem staðsettar voru í Rúanda; hafa samtökin lengi verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist við blóðbaðinu og jafnvel, að starfsfólk SÞ hefði átt að gera sér grein fyrir því löngu áður í hvað stefndi. Fram hefur komið að Romeo Dallaire, herforingi frá Kanada, sem þá stjórnaði friðargæslu- sveitum SÞ í Rúanda, fór fram á að fá að afvopna þjóðvarðliða í landinu til að koma í veg fyrir út- rýmingu tútsa þremur mánuðum áður en fjöldamorðin hófust. Yf- irmenn hans hjá SÞ gerðu ekkert og stjórnvöld í Washington – minnug atburða í Mogadishu í Sómalíu árið áður, þegar heima- menn drápu hóp bandarískra frið- argæsluliða og drógu lík þeirra um götur borgarinnar – beittu sér fyrir því að friðargæslumennirnir á staðnum væru fluttir brott, en ekki að sendur yrði liðsauki. Dallaire kvaðst ekki þurfa nema um tvö þúsund menn. Í staðinn mátti hann horfa upp á það að lík- in hrönnuðust upp. Þessi reynsla fékk svo á hann að lengi á eftir dreymdi hann lík í hrúgum og missti næstum vitið áður en hon- um tókst að rífa sig upp á ný. „Alþjóðasamfélagið brást Rú- anda og við hljótum alla tíð að minnast þess með mikilli eftirsjá,“ sagði Kofi Annan fyrir síðustu helgi. Sagði hann að minningin um atburðina í Rúanda hefði haft áhrif á margar gjörðir hans í emb- ætti framkvæmdastjóra SÞ. The Economist segir að vissulega hafi alþjóðasamfélagið lært nokkuð af þeim atburðum sem gerðust í Rú- anda fyrir tíu árum. Ýmislegt megi þó læra enn, einmitt þess vegna þurfi menn að leiða hugann að þjóðarmorðinu í Rúanda á þess- um tímamótum. Blóðbað í líkingu við þetta megi ekki endurtaka sig. UNHCR. Ég flúði inn í bækistöðvar Rauða krossins og starfsfólk UNHCR fylgdi okkur eftir. Þar föld- um við okkur í tjöldum. En þeir komu ekki inn í okkar búðir. Þeir rústuðu hins vegar húsakynnum UNHCR og Lækna án landamæra. Eina sem við heyrðum var: „drepum hvíta manninn, drepum hvíta mann- inn.““ Maríanna segir að seinna hafi UNHCR sleppt hútú-leiðtoganum. Annað hafi ekki verið hægt. „Sem betur fer var enginn drepinn í þess- um látum. Einn blaðamaður komst undan á flótta, þeir grýttu hann. En annars fór þetta ekki eins illa og það hefði getað gert,“ segir Maríanna. Tók mjög á Maríanna segist hafa verið afskap- lega feginn þegar hún yfirgaf Tans- aníu eftir þriggja og hálfs mánaðar dvöl. Aðstæðurnar hafi tekið mjög á, bæði líkamlega og andlega. Dvöl hennar í Tansaníu hafi þó ekki verið versta sendiför hennar fyrir Rauða krossinn, veran í Afganistan standi þar upp úr enda borgarastyrjöld í þann mund að skella á fyrir alvöru. Þá hafi það gerst á meðan Maríanna var í Afganistan að samstarfsmaður hennar, Jón Karlsson hjúkrunar- fræðingur, var myrtur. Þá minningu sé erfitt að lifa við. Sú lífsreynsla sem hún hafi öðlast í sendiferðum sínum á vegum Rauða krossins sé þó ómet- anleg. „Maður lærir að þekkja hvað skiptir máli í lífinu,“ segir hún. „Þó að maður skipti ekki um bíl á tveggja ára fresti þá skiptir það ekki öllu máli.“ lífinu david@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.