Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 11
aðeins að útrýma lömunarveiki heldur einnig Akureyrarveiki og lifrarbólgu-A úr landinu á seinni hluta sjötta áratugarins.“ Klóak undir smásjá Lömunarveiki hefur aðeins tvisvar greinst á Íslandi frá árinu 1960 og í báðum tilfellum með fólki frá öðrum löndum. Fyrra tilfellið greind- ist hjá barni frá Bandaríkjunum árið 1963. Seinna tilfellið greindist við heilbrigðiseftirlit meðal flóttamanna frá Kósóvó vorið 1999. Haraldur er spurður að því hvort seinna til- fellið endurspegli reglubundið eftirlit með því að innflytjendur beri ekki með sér veikina til landsins. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lagt ríka áherslu á útrýmingu lömunar- veikisveirunnar allt frá árinu 1988. Einn liður í þeirri baráttu er að kalla fulltrúa Íslands eins og annarra aðildarþjóða fyrir sérstaka nefnd á vegum stofnunarinnar sem hefur yfirumsjón með útrýmingarátakinu. Á fundi sem ég sat í Vínarborg á vegum stofnunarinnar árið 1999 minnti nefndin mig á eins konar rannsóknar- rétt sem spurði fulltrúa aðildarþjóðanna spjör- unum úr um ástandið í viðkomandi landi. Skemmst er frá því að segja að við komum að flestu leyti mjög vel út úr yfirheyrslu nefnd- arinnar, t.d. fengum við sérstakt hól fyrir hversu hátt hlutfall saursýna í tengslum við veirusýkingar í þörmum væri rannsakað hér. Rússneskur sérfræðingur kastaði því þó fram hvort við værum ekki fullöruggir með okkur að halda því fram að lömunarveiki fyndist hvergi í landinu. Hann varpaði þeirri spurningu fram hvað væri gert til að tryggja að innflytjendur bæru ekki veikina með sér inn í landið. Við ákváðum í framhaldi af því að gera stikkprufu á hópi flóttamanna frá Kósóvó seinna um vorið – og viti menn! Lömunarveikisveira greindist í einum flóttamannanna við komuna til Íslands. Sýni með veirunni var í framhaldi af því sent á erlenda rannsóknarstofu til frekari greiningar. Niðurstaðan leiddi í ljós að veiran var ekki villt heldur af bóluefnisstofni, þ.e. viðkomandi hef- ur væntanlega annaðhvort fengið veiruna með bóluefni eða smitast af henni við bólusetningu barns. Þannig gátum við sýnt fram á hæfni okkar til að greina veiruna.“ Haraldur tekur fram að ekkert hefði þó ver- ið að óttast þótt veiran hefði verið villt því allir Íslendingar væru bólusettir fyrir veirunni. „Á Íslandi eru öll börn bólusett 3, 5 og 12 mánaða og svo aftur 14 ára fyrir lömunarveiki. Íslend- ingar ættu því ekki að geta smitast af villtri lömunarveikisveiru í umhverfinu. Af þeirri ástæðu þótti heldur ekki ástæða til að halda uppi dýru eftirliti með því að innflytjendur bæru ekki lömunarveikisveiruna til landsins,“ segir hann og upplýsir að til sé auðveld aðferð til að greina lömunarveikisveiru á afmörkuðu svæði eins og í einni borg. „Vísindamennirnir taka einfaldlega sýni úr klóaki borgarinnar og reyna að rækta úr því lömunarveikisveiru á rannsóknarstofu. Með því að beita þessari að- ferð er hægt að komast að því þótt aðeins einn í heilli borg beri veiruna.“ Hefur þessari aðferð verið beitt einhvers staðar til að staðfesta útrýmingu veikinnar? „Ég veit til þess að vísindamenn í Helsinki hafa beitt þessari aðferð með góðum árangri.“ Áfall í Nígeríu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lagt sérstakan metnað í að hefta útbreiðslu smit- sjúkdóma um heim allan síðustu áratugi. Sér- stök framkvæmdastjórn sér um stefnumótun af hálfu stofnunarinnar og vekur athygli að í henni á sæti einn Íslendingur, Davíð Á. Gunn- lömunarveiki 2005 Reuters Heilbrigðisstarfsfólk bólusetur nemendur í skóla í Nígeríu í bólusetningarherferð í landinu hinn 24. febrúar sl. Tveir dropar af lifandi bóluefni duga fyrir hvert barn. Morgunblaðið/Ásdís Haraldur Briem sóttvarnarlæknir telur raunhæft að útrýma lömunarveiki eins og bólusótt.                  Reykjavík opnuð og í tengslum við stöðina var komið á fót endurhæfingaraðstöðu að Sjafn- argötu 14, að tilstuðlan Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Ásgeir Pétur sagðist hafa farið að ranka við sér á meðan á dvölinni í Reykjavík stóð. „Það fór að færast í mann þrek og þróttur og ég man að einn daginn var eins og eitthvað gerðist. Ég gat farið að ganga um í göngugrind og upp frá því fékk ég spelku og hækjur. Eftir á að hyggja var þetta mikill hildarleikur enda ekkert glæsi- legt að vera sleginn svona út, kominn með tvær hækjur og fatlaður 11 ára gamall. Framtíðin var því kannski ekki mjög björt á þessum tíma. Eftir að ég að komst yfir það versta, var það hins vegar mín fyrsta hugsun að láta þetta helvíti ekki buga mig. Það er auðvelt að gefast upp en hjá mér kom þetta af sjálfu sér og ég þurfti enga hvatningu í þeim efnum.“ Ætlaði að verða skipstjóri Ásgeir Pétur var mættur í skólann á Dalvík haustið 1956, hélt áfram námi og lauk námi á réttum tíma. Hann var góður námsmaður. „Ég ætlaði mér alltaf að verða skipstjóri en um fermingu hafði ég tekið ákvörðun um að verða lögfræðingur. Það kom eiginlega af sjálfu sér og gatan að því marki var greið.“ Það er ekki auð- velt fyrir fólk sem fengið hefur lömunarveiki að lifa með því, enda viðvarandi verkir og ýmis önnur vandamál sem fylgja því alla tíð. „Þar verður hver og einn að finna leið til að taka á því. Vandinn er að finna út hreyfingu sem reynir hæfilega mikið á án þess að ofreyna. Maður þarf að passa að ganga ekki á þennan vöðva- kraft sem maður hefur.“ Ásgeir Pétur stundar sund nánast daglega og hann segist hafa fundið sinn skammt af áreynslu sem geri sér gott. „Ég er í góðu formi í dag og hef fulla starfsorku í mínu annasama og slítandi starfi.“ Ásgeir Pétur gekk til liðs við Rótarý árið 1976 og hefur starfað með hreyfingunni nær óslitið síðan. Rótarý-hreyfingin er að vinna að því með barnahjálp Sameinuðu þjóðanna að útrýma löm- unarveiki í heiminum og hefur lagt 500 milljónir dollara í verkið á síðustu 20 árum. Ásgeir Pétur sagði að árangurinn af verkefninu væri mjög góður en þó væri vandamál á smásvæði í Afr- íku, þar sem ekki hefði tekist að bólusetja vegna stríðsástands þar. „Það þarf að halda við bólu- setninguna og menn mega ekki gleyma því að þessi vírus er enn til.“ veiki 11 ára gamall Morgunblaðið/Kristján Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari á skrifstofu sinni hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. krkr@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 11 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.