Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 29
með 5.000 manna setuliði. Heimsóknin kom heimamönnum algjörlega í opna skjöldu því engum hafði hugkvæmst að kynna þetta fyrir íbúum staðarins. Heimamenn voru sammála um að vera hersins hefði neikvæð áhrif á veiðarnar því sjávarspendýrin fældust við há- vaðann frá flugvélum og öðrum tækjum. Þá hafði lega herstöðvarinnar þau áhrif að helstu búsvæði og jafnframt hefðbundin veiðisvæði blárefs voru horfin undir bygg- ingar og mannvirki hersins. Dönsk stjórnvöld óskuðu eftir fundi með meðlimum héraðs- ráðsins og voru tveir fulltrúar (tveir ut- anaðkomandi embættismenn) boðaðir til Kaupmannahafnar til að leggja á ráðin um brottflutning byggðarinnar. Ástæðan fyrir óðagoti danskra stjórnvalda var sú að varn- arliðið vildi hið fyrsta reisa loftvarnarmann- virki inn í þorpinu sjálfu. Fundarefnið var þó aldrei tekið til beinnar umræðu heldur var komumönnum tilkynnt um að nú yrði að flytja íbúana á brott sem fyrst. Með þau skilaboð í farteskinu fóru fulltrúar héraðs- ráðsins aftur til síns heima og tilkynntu íbú- unum að nú yrðu allir að yfirgefa þorpið en þeim yrði útvegað nýtt húsnæði í öðrum byggðum. Opinberlega, s.s. í dönskum fjöl- miðlum, var látið líta út fyrir að brottflutn- ingurinn hefði verið ákveðinn að frumkvæði heimamanna sem vildu flytja í brott frá her- stöðvarsvæðinu í von um betri lífskjör á öðr- um stað. Þá var öllum gert ljóst að ef fólk kysi að búa áfram að staðnum mætti allt eins búast við að heimili þeirra yrðu jöfnuð við jörðu og ekkert annað boðið í staðinn. Fáir mótmæltu flutningnum enda báru heima- menn óttablandna virðingu fyrir ákvörðunum danskra stjórnvalda og fulltrúum yfirvaldsins á staðnum. Frumkvæðið að flutningnum var ekki hjá Bandaríkjamönnum þar sem þeir gerðu aldrei skýra kröfu um að byggðin yrði lögð niður og vildu bæta allt tjón sem heima- menn yrðu fyrir vegna hersetunnar, eins og þeir höfðu gert á öðrum svæðum á Græn- landi. Dönsk stjórnvöld hlutu 700 milljóna doll- ara stuðning til að standa undir kostnaði sem kynni að hljótast af veru varnarliðsins. Brott- flutningurinn var fyrirskipaður með ætlaða hagsmuni heimamanna að leiðarljósi. Dansk- ir embættismenn óttuðust að nærveran við herinn kynni að stefna öryggi íbúanna í hættu því herstöðin yrði hugsanlegt skot- mark óvinaríkja. Óttinn var þó ekki síst til- kominn vegna hættunnar á óæskilegum menningaráhrifum varnarliðsmanna á sam- félag heimamanna. Vorið 1953 var fólkinu fyrirskipað að pakka saman og flytja í tjald- búðir við Qaanaq þar sem fólkið bjó þar til lokið var við að koma upp bráðabirgðahús- næði í bænum. Það var ekkert nýtt fyrir íbúana að þurfa að pakka öllum sínum fögg- um saman og breyta um dvalarstað, hitt var óvenjulegt að þurfa að sæta því að mega ekki flytja aftur til baka. Einstaka veiðimenn og fjölskyldur þeirra héldu áfram að heimsækja húsin sín við Thule og nýta þau sem veiði- stöðvar, þar til dönsk stjórnvöld ákváðu að brenna stærstan hluta byggðarinar til að koma í veg fyrir að heimamenn „færu sér að voða“. Frá þjóðsögum í réttarsali Heimamenn trúðu flestir á að flutning- urinn hefði verið skipulagður að undirlagi stórveldisins og Danir hefðu einungis unnið með hagsmuni Grænlendinga að leiðarljósi. Héraðsráð veiðimanna óskaði formlega eftir því 1960 að íbúunum yrði bættur skaðinn af flutningnum og tapaðri veiði en beiðninni var stungið undir stól og aldrei svarað af dönsk- um stjórnvöldum. Sagan um nauðungarflutn- ingana varð einskonar þverstæðukennd þjóð- saga meðal fólksins í Thule en náði að lokum eyrum umheimsins. Rannsókn dönsku fræði- mannanna Jen Brødsted og Mads Fægte- borg á opinberum skjölum í Danmörku og Bandaríkjunum, leiddi hinsvegar í ljós að margt hafði verið athugunarvert við und- irbúning og framkvæmd brottflutningsins og ástæða væri til að ætla að heimamenn hefðu í raun hvorki gefið samþykki sitt fyrir honum né fengið tækifæri til að velja hvernig málum þeirra yrði háttað. Í kjölfarið á rannsókn og útgáfu bókar tvímenninganna ákváðu heima- menn að stefna danska ríkinu og af hálfu rík- isvaldsins var sett á laggirnar nefnd sem varði sjö árum (1987–1994) til að fara ofan í saumana á málinu. Niðurstaða nefndarinnar olli töluverðum vonbrigðum fyrir íbúana í Thule en nefndin taldi sýnt að skipaðir fulltrúar heimamanna, dönsku embættis- mennirnir sem átt höfðu sæti í héraðsráði veiðimanna, hefðu samþykkt flutninginn á fundum í Kaupmannahöfn. Niðurstöðunni var hafnað af heimamönnum á þeirri for- sendu að efni meints Kaupmannahafnarfund- ar hefði aldrei verið kynnt fyrir heimamönn- um, hvað þá að átt hefði sér stað einhver umræða um hvort, og þá hvernig staðið yrði að brottflutningunum. Þá var á það bent að héraðsráðið hefði borið óttablandna virðingu fyrir öllum ákvörðunum og tillögum Dana og hæpið væri að tala um opna og lýðræðislega ákvarðanatöku. Dómstólar í Kanada hafa t.d. viðurkennt að valdamisvægi og ólíkar stjórnunarhefðir frumbyggja og Evrópumanna kunni að hafa leitt frumbyggja til að samþykkja ákvarðanir sem þeir voru mótfallnir og hafa dómstólar því dæmt þær ógildar. Forsvarsmenn Hingit- aq 53 voru langþreyttir á að leita réttar síns og vildu sætta sig við formlega afsökunar- beiðni af hendi þáverandi forsætisráðherra Paul Nyrups Rasmusen, en því boði hafnaði ráðherrann. Heimamenn í samstarfi við Sam- tök inúíta (e. Inuit Circumpolar Conference) unnu að því að koma málinu fyrir dómstóla. Málinu var vísað til Eystri Landsréttar 1996 sem kvað upp úrskurð sinn 20. ágúst 1999. Í dómsniðurstöðunum er fallist á þá skoðun að danska ríkið hafi farið offari og brotið rétt- indi íbúanna. Hinsvegar hafnaði rétturinn kröfunni um óskoraðan nytja- og búseturétt á svæðinu. Rétturinn samþykkti bótarétt heimamanna en lækkaði bótakröfuna umtals- vert svo einungis var fallist á að heildarbóta- upphæðin yrði 500.000 danskar krónur, u.þ.b. 17.000 danskar krónur á bótaþega. Ríkisvaldið ákvað að áfrýja ekki niðurstöð- um dómsins til Hæstaréttar og hvatti til sátta og frekara samstarfs milli Dana og grænlensku heimastjórnarinnar í utanríkis- og varnarmálum. Dóminum var hinsvegar áfrýjað til Hæstaréttar af Hingitaq 53 í von um að tekið yrði tillit til kröfu hópsins til nytja- og búseturéttar á svæðinu. Það var 28. nóvember síðastliðinn að Uusaqqak Qujauk- isoq mætti aftur í danskan réttarsal, en til þess eins að hlýða á dómsuppkvaðninguna, Hæstiréttur Danmerkur skar hinn 28. nóv- ember 2004 úr um, að dómur Eystri Lands- réttar skyldi standa að öllu leyti óbreyttur. Það varð svo til þess að flækja málið enn frekar að Bandaríkjastjórn hefur áhuga á að byggja upp ný varnarmannvirki í tengslum við svokallaða ,,Stjörnustríðsáætlun“, en hún gerir m.a. ráð fyrir því að í Thule verði rat- sjárstöð til að greina ferðir óvinaeldflauga. Grænlenska heimastjórnin, dönsk og banda- rísk stjórnvöld eiga í samningaviðræðum um framtíð varnarsamvinnunnar og uppbygg- ingu í Thule og hafa viðræðurnar varpað nokkrum skugga á málaferlin. Í beinu fram- haldi af dómi Hæstaréttar í Danmörku ákváðu Hingitaq 53 að vísa málinu til Mann- réttindadómstóls Evrópu með von um að hægt verði að ná fram réttindum heima- manna utan við lögsögu og áhrifavald danskra stjórnvalda. Stuðst er við eftirfarandi heimildir: Brøsted, J. and M. Fægteborg (1987). Thule – fanger- folk og militæranlæg: en retlig-historisk undersøgelse af Thule basens anlæggelse, Thules flytning og befolkn- ingens erstatningskrav / af. Copenhagen, Akademisk Forlag. Harlang, C., A. Lynge, ofl. (1999). Retten til Thule- landet. Nuuk, Dike. Lynge, A. (2002). The right to return: fifty years of struggle by relocated Inughuit in Greenland. Nuuk, Atuagkat. Walsøe, P. (2003). Goodbye Thule: The compulsary re- location. Copenhagen, Tiden Skifter. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/RAX Höfundur stundar doktorsnám í mannfræði við Háskólann í Aberdeen, Skotlandi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.