Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 51
tjáði mér að hann þekkti málið en þeir væru ekki gerendur í þessu máli! Þannig má nú sjá af þessu að með lævíslegum hætti og und- arlegum vinnubrögðum starfsmanna Íslandsbanka var aðeins tímaspurs- mál hvenær þið keyptuð hlut Granda hf. og Vogunar hf. uppá 27% og hefðuð þar með fyrirtækið í hendi ykkar. Svo reynir þú að segja í grein þinni að þeir sem ráða yfir aðeins um 14% hlutafé geti ekki neytt aðra stærri hluthafa til að selja! Ef þú ferð yfir málið eins og allir aðrir sjá það þá voruð þið systkinin ásamt bankanum þegar komin með um 21% hlut í fyrirtækinu 11. febrúar en þá tilkynnir Íslandsbanki til Kauphallarinnar eign uppá 6,44%. 13. febrúar tilkynnir bankinn aftur að heildareign í fyrirtækinu er orð- in 11,30% og þá, auk ykkar 14,43% hlutar og TM með um 6% hlut, er hlutdeild ykkar samtals orðin um 32% hlutur samtals. Á meðan Ís- landsbanki tilkynnti um aukinn hlut þá vissum við hver stóð á bakvið kaupin, það höfðuð þið sagt okkur sjálfir og því ekki að treysta stop- ulum tilkynningum í Kauphöll, þið voruð með stærri sameiginlegan eignarhlut á bakvið ykkur en þar kom fram. Mér finnst nú í grein þinni, Ei- ríkur minn, ekki mörgu svarað sem ég spurði þig um og mér finnst að allir Grindvíkingar eigi rétt á að fá að vita. 1. Afhverju þú beittir ekki heimild fyrirtækisins um að kaupa 10% hlut í eigin bréfum til að forðast yfirtöku og hugsanlegar sölur stærri hluthafa. 2. Afhverju þú ræddir ekki við okk- ur strax í upphafi vegna þess- arar yfirtöku og áður en hama- gangurinn allur hófst. 3. Afhverju þú sagðir okkur ekki fyrr frá áhyggjum þínum og áþján að vera með fyrirtækið á markaði. Ég vona að þú svarir þessum spurningum málefnalega og ekki reyna að verja gjörðir ykkar syst- kinana með því að segja að þið haf- ið verið að koma í veg fyrir að fyr- irtækið færi úr Grindavík, það sjá allir í gegnum það sem þekktu og störfuðu með okkur í Fiskanesi hf. Ekki svara mér með því að segja að ég sé að reyna að friðþægja sjálfan mig því dagsetningar á hlutfjáreign ykkar og Íslandsbanka tala sínu máli auk dagsetninga á fundi með Gunnari bróður þínum. Og ekki svara mér með því að ég misskilji málið eða þekki ekki hvernig hluta- bréfamarkaðurinn virkar. Af skrifum mínum hér í Morg- unblaðið og umræðum í Grindavík má ykkur systkinum vera ljóst að Fiskanesarminum finnst að sér veg- ið með þessari gjörð ykkar og að þið hafið svikið loforð um samstarf sem komið var á fyrir aðeins þrem- ur árum. Já, Eiríkur minn, hlutabréfa- markaðurinn er ólíkindatól og alltaf má reyna að skýla sér á bakvið regluverkið sem þar býr. Eða eins og þú sagðir sjálfur, Eiríkur, ef þið verðið að taka fyrirtækið af mark- aði „Ekki vegna þess að það væri vilji okkar, heldur vegna þess að reglur hlutabréfamarkaðarins mæla fyrir um það“. En þarna skjátlast þér því við vorum samanlagt með yfir 50% eign í fyrirtækinu ef allir hefðu staðið við sín loforð um sam- stöðu sem gefin voru fyrir aðeins þremur árum og saman hefðum við getað keypt bréf Granda hf. ef áhugi væri fyrir því og nausyn. Þið þurftuð ekki að fara í þessa ferð að kaupa upp hluti til að koma ykkur í þessa stöðu sem lög á hlutabréfa- markaði koma ykkur í, nei það gerðuð þið sjálf og voruð þar með tilbúin að svíkja vini og félaga sem ekki bara vinna með ykkur og starfa að ýmsum málum heldur búa einnig með ykkur í Grindavík. Ég vona að þið systkinin getið lif- að með þessari gjörð ykkar og að Grindavík skaðist sem minnst vegna þessarar uppákomu. Höfundur er fv. útgerðarmaður og skipstjóri. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 51 Fákafen 11 Til leigu 185 fm verslunarhúsnæði á einu besta verslunarhorni borgarinnar. Næg bílastæði. Upplýsingar í síma 894 3121 eða gisli@leiguthing.is Hef verið beðinn um að finna einbýli, raðhús, parhús eða góða sér- hæð í Foldahverfinu, fyrir neðan Fjallkonuveg, fyrir nýjan starfsmann Grafarvogskirkju og hennar fjölskyldu sem telur fimm manns. Best væri ef afhending gæti verið fljótlega, helst fyrir skólabyrjun, en það er þó ekki skilyrði. Staðgreiðsla í boði. Ef þið eruð í söluhugleiðingum þá vinsamlega hafið samband við Vilhjálm Bjarnason hjá Húsinu í síma 533 4300 og 822 8183. Húseigendur í Foldahverfi Grafarvogi 533 4300 564 6655 Salómon Jónsson - löggiltur fasteignasali MOSABARÐ - HF. - EINBÝLI Nýkomið í einkasölu á þessum rólega stað 129 fermetra einbýli á einni hæð ásamt 28 fermetra bílskúr, samtals um 157 fermetrar, vel staðsett innarlega í botlanga á Holtinu í Hafnarfirði. Eignin skiptist í forstofu, hol, gestasnyrtingu, eldhús, borðstofu, stofu, 3-4 herbergi, baðher- bergi, þvottahús, geymslu og bílskúr. Húsið hefur verið klætt að hluta og þak endurnýjað. Fallegur gróinn garður. Verð 21,6 millj. BREIÐVANGUR - HF. - 3JA HERB. Nýkomin í einkasölu á þessum barnvæna stað mjög góð 96 fermetra íbúð á þriðju hæð í mjög góðu fjölbýli í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Eignin skiptist í inngang, stofu, eldhús, þvottahús, gang, baðherbergi og tvö herbergi, ásamt geymslu í kjallara. Gólfefni eru parket og flísar. Frábært útsýni til suðurs og vesturs. Stutt í skóla. Verð 12,5 millj. Gott brunabótamat. ÁLFHÓLSVEGUR - KÓPAV. - M. BÍLSKÚR Nýkomin í einkasölu á þessum góða stað í austurbæ Kópavogs mjög góð og mikið endur- nýjuð miðhæð ásamt bílskúr, samtals um 148 fm. Sérinngangur, góðar stofur, nýlegt stórt eldhús, 3 herbergi. Parket og flísar. Útsýni. Ákv. sala. Verð 16,9 millj. HRINGBRAUT - HF. - SÉRHÆÐ Nýkomin í einkasölu á þessum frábæra útsýnis- stað glæsileg og mikið endurnýjuð efri hæð og ris, samtals um 152,3 fermetrar, vel staðsett í suðurbæ Hafnarfjarðar. Eignin skiptist í for- stofu, hol, tvöfalda stofu, eldhús, sjónvarpshol, 3-4 svefnherbergi, þvottahús og geymslu. Glæsilegur garður með skjólgirðingum og tjörn. Frábær staðsetning. Verð 18,5 millj. Unubakka 3b, Þorlákshöfn S. 483 3424 og 663 7199 S já einnig á www.habil.is og www.mbl.is Stórglæsilegt 2ja hæða einbýlishús, hann- að af Einari Tryggvasyni arkitekt, á frá- bærum stað. Neðri hæð: Í forstofunni eru granítflísar á gólfum og fatahengi. Í stof- unni er arinn klæddur granítflísum. Loftið er upphækkað og viðarklætt. Skrifstofu- herbergi er inn af stofu, loftið upphækkað og viðarklætt. Borðstofa er inn af stofu. Glerhleðsluveggur skilur á milli borðstofu og sólstofu. Á gólfi sólstofunnar eru granítflísar. Glæsilegt gestabaðherbergi með vönduð- um innréttingum og granítflísum á gólfi. Í eldhúsi er vönduð innrétting. Þvottahús er inn af eldhúsi og í því eru vandaðar innréttingar og flísar á gólfi. Innangengt er úr þvottahúsi og inn í bílskúrinn. Búr er inn af þvottahúsi. Massífur eikarstigi er upp á 2. hæð og sést niður af 2. hæð og niður í eldhús og skrifstofuherbergi. Efri hæð: Baðherbergi með vönduðum inn- réttingum, heitum potti og stórum sturtuklefa, flísalagt í hólf og gólf. Massíft eikarparket er á öllum gólfum á efri hæð. 3 herbergi eru á 2. hæð. 2 góð barnaherbergi með skápum og stórglæsilegt tvískipt hjónaherbergi með vönduðum skápum. Massíft eikarparket er á öllum gólfum öðrum en þeim sem eru flísalögð. Svalir eru út frá hjónaherbergi. Stór útigeymsla er við hús. Lóðin er stórglæsilega hönnuð, með lítilli tjörn. Tvöfaldur bílskúr. ATH. TIL GREINA KEMUR UPPÍTAKA Á EIGN/EIGNUM Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. VERÐ 27 m. Guðbjörg Heimisdóttir, löggiltur fasteignasali. Laufey Ásgeirsdóttir, sölumaður. BÁSAHRAUN 47, ÞORLÁKSHÖFN Stórglæsilegt einbýlishús ásamt góðum bílskúr á frábærum stað. Eignin telur flísalagða forstofu með góðum skáp. Inn af forstofu er lítið salerni, hvítar flísar á veggjum og gólfi. Inn af forstofu er gott flísalagt þvottahús og inn af því er lítið flísalagt búr. Inn af forstofu er gott her- bergi með nýlegu parketi og fínum skáp. Úr forstofu er gengið í parketlagt hol. Svefnherbergisgangur er flísalagður indverskum flís- um. Baðherbergið er rúmgott með snyrtilegri innréttingu, baðkar og sturta, veggir og gólf flísalögð. Á svefnherbergisgangi eru 3 svefnherbergi, parketlögð og er skápur í einu þeirra en inn af hjónaherbergi er gott fataherbergi með góðum skápum og vaski. Stofan og borð- stofan eru parketlagðar og er fallegur, hlaðinn arinn í stofunni. Eldhúsið er gott, korkflísar á gólfi, birkifælan innrétting, upprunaleg en mjög vel með farin. Árið 1994 var byggð við hús- ið glæsileg sólstofa með fallegum indverskum flísum á gólfi (hiti í gólfi) og er úr henni utan- gengt um rennihurð á stóran sólpall. Verð 15,5 m. KLÉBERG 7, ÞORLÁKSHÖFN Um er að ræða þrjú raðhús staðsett á Sel- vogsbraut 3, sem er endaraðhús, 106 fm ásamt 25,6 fm bílskúr, Selvogsbraut 3a, sem er miðraðhús 103,6 fm ásamt 26,9 fm bílskúr og Selvogsbraut 3b, sem er miðraðhús 103,6 fm ásamt 26,9 fm bíl- skúr. Húsin eru fullfrágengin að utan, glerjuð, með gluggafögum og útihurðum. Þak er frágengið með útloftunartúðum, alzinki á þaki, þakkantar frágengnir, þakrennur og niðurföll tengd fráveitukerfi bæjarins. Allar lagnir eru frágengnar og tengdar kerfi bæjarins. Hitaveita, rafmagnsinntak og kaldavatnsinntak eru frágengin. Húsin eru steinuð að utan með blágrýti. Lóðin er fullfrágengin og þökulögð, mulningur er í bílaplani og skjólveggur milli húsanna og lóðarkantar frágengnir. Að innan eru útveggir einangraðir og múrhúðaðir og tilbúnir undir málningu. Veggir á milli íbúðar og bílskúrs eru uppsteyptir og múraðir og tilbúnir undir málningu. Allar pípur og dósir fyrir raf- lagnir eru frágengnar. Ofnalagnir eru rör í rör kerfi og tilbúnar. Gólfgeisli í íbúðarhúsi og bíl- skúr er frágenginn. Neysluvatnslagnir eru rör í rör kerfi og eru þær frágengnar. Ath. Möguleika á uppítöku á ódýrari eignum. Verð 11,5 m. endaraðhús og 11,0 m. miðraðhús. SELVOGSBRAUT 3, 3a og 3b, ÞORLÁKSHÖFN Mjög fallegt, nýupptekið miðraðhús ásamt góðum bílskúr. Húsið telur 3 góð svefnherbergi, baðherbergi, rúmgóða stofu, fallegt eldhús, gott þvottahús og rúmgóða forstofu. Garðurinn er uppgró- inn. Á stofu, gangi og svefnherbergjum er fallegt eikarparket. Flísar eru á eldhús-, forstofu og baðherbergisgólfi. Falleg eik- arinnrétting er í eldhúsi. Allt nýmálað og parket slípað og lakkað. Kaupendur mega velja sér innréttingu inn á bað og innihurðir. Búið er að taka húsið allt í gegn: Búið er að skipta alveg um þak; allt gler og gluggar eru nýir; allar ofna- og neysluvatnslagnir eru nýjar og nýir ofnar ásamt forhitara. Ath. Möguleiki á uppítöku á ódýrari eign. Verð 14,5 m. SELVOGSBRAUT 37 Glæsileg staðsetning - vönduð eign Til sölu á Laugarvatni vönduð og falleg 108 fm endaíbúð í raðhúsi með glæsilegu útsýni. 3 rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni, stórt eldhús og góð stofa, bað og þvottahús. Hurð úr stofu út á sólpall. Íbúðin er í smíðum og verður tilbúin til afhendingar í maí. Húsið er neðst í götu, útsýni yfir vatnið þar sem Heklan blasir við. Ef hægt er að ganga frá kaupum fljótlega geta kaupendur valið gólfefni og innréttingar. Upplýsingar veitir Pétur í síma 895 8519 og 486 1218.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.