Morgunblaðið - 16.04.2004, Síða 49

Morgunblaðið - 16.04.2004, Síða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 49 • Afgreiðslutími innan þriggja vikna • Bjóðum margar gerðir af heyrnartækjum sem búa yfir nýjustu tækni • Verð frá 47.000 – 150.000 kr fyrir eitt tæki • Persónuleg og góð þjónusta Segir frá Rétttrúnaðarkirkju Rúss- lands í MÍR Á morgun, laugardaginn 17. apríl, kl. 15 verður Sergei Gúshín, ritari í sendiráði Rússneska sam- bandsríkisins á Íslandi, gestur MÍR og fyrirlesari í félagsheimilinu Vatns- stíg 10 og ræðir um rússnesku Rétt- trúnaðarkirkjuna. Sergei Gúshín fjallar almennt um Rétttrúnaðarkirkju Rússlands, lýsir helstu sérkennum hennar, helgisið- um og sögu og ræðir um tengsl henn- ar og samskipti við aðrar kristnar kirkjudeildir, m.a. íslenska kirkju. Hann mun einnig segja frá nýlegum en söfnuði Rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi. Sergei Gúshín flytur fyr- irlestur á íslensku og sýnir jafnframt myndir af íkonum, helgimyndum Rétttrúnaðarkirkjunnar. Aðgangur að fyrirlestri og mynda- sýningu Sergeis Gúshín er ókeypis og allir velkomnir. Fræðsla og leiðbeiningar um bún- ingagerð Fræðslu- og leiðbeininga- fundur fyrir þá sem hafa áhuga á að koma sér upp landnámsmannabún- ingi eða fræðast um forna klæðagerð verður haldinn á morgun, laugar- daginn 17. apríl, kl. 14 á Granda. Fjallað verður um klæðnað forn- manna, efniskost, handbragð og skreytingar. Leiðbeiningar fyrir þá sem huga að búningagerð. Komið verður inn á snið, saumaskap (í vél og höndum), frágang og skreytingar á taufatnaði og nálbindingu á bandlesi. VG funda um skipulagsmál Borg- armálaráð vinstri-grænna efnir til fundar um skipulagsmál á morgun, laugardaginn 17. apríl kl. 13, í hús- næði flokksins á 3. hæð í Hafnar- stræti 20, gengið inn frá Lækjartorgi. Almennar umræður um skipulagsmál í Reykjavík. Erindi halda Jón Torfa- son og Kristín Þorleifsdóttir. Ráðstefna um landbúnaðarmál Samband ungra sjálfstæðismanna stendur fyrir ráðstefnu um landbún- aðarmál á morgun, laugardaginn 17. mars kl. 14, í Óðinsvéum, Austurvegi 38, sem er húsnæði sjálfstæðis- félagsins á Selfossi. Framsögumenn verða: Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtaka Íslands, Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu. Gönguferð um Seltjarnarnes og Gróttu Ferðafélag Íslands efnir til gönguferðar um Seltjarnarnes og Gróttu á morgun, laugardaginn 17. apríl, kl. 10. Farið verður frá bíla- stæðinu við Bakkatjörn úti undir golfvellinum, gengið út í Gróttu. Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur segir frá landmótun og staðháttum m.a. Seltjörninni. Í Gróttu tekur á móti göngufólkinu Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnar- ness og Hrafnhildur Sigurðardóttir veitir fróðleik í fræðasetrinu. Hægt verður að kaupa kaffi og vöfflur til styrktar lúðrasveitinni. Gróttuviti verður opinn og er hægt ganga upp í hann þá verður einnig Læknaminja- safninu í Nesstofu skoðað og að lok- um er gengið að Bakkatjörn að nýju og skyggnst eftir vorfuglunum. Allir velkomnir og þátttaka ókeypis. Íslandsmót í spilinu Carcassonne verður haldið á morgun, laugardag- inn 17. apríl, kl. 13 í Vinabæ, Skipholti 33. Öllum er heimil þátttaka en kepp- endur verða að kunna spilið er þeir mæta til leiks. Þátttaka tilkynnist á www.spil.is fyrir kl. 24 í í dag, föstu- daginn 16. apríl. Íslandsmeistarinn vinnur ferð á heimsmeistaramótið í Carcassonne sem haldið er í Þýska- landi í október 2004, segir í frétta- tilkynningu. Á MORGUN UM miðjan febrúar sl. voru haldin sveinspróf í rafiðngreinum. Alls út- skrifuðust að þessu sinni 56 svein- ar. Voru útskrifaðir 32 rafvirkjar, 1 rafvélavirki, 2 rafveituvirkjar og 21 rafeindavirki. Af þessu tilefni héldu Rafiðnaðarsamband Íslands, Sam- tök atvinnurekenda í raf- og tölvu- iðnaði, Rafiðnaðarskólinn og Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins hóf í húsnæði RSÍ, Stórhöfða 31, laugardaginn 3. apríl sl., þar sem sveinum voru afhent sveinsbréfin og veitt voru verðlaun fyrir góðan árangur á sveinsprófi. Rafiðnaðarsveinar útskrifast LÝÐRÆÐIS- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðarbæjar hefur sent frá sér tilkynningu vegna ummæla dómsmálaráðherra og forsætisráð- herra um gildandi jafnréttislöggjöf. „Þrátt fyrir að margt hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni á síðastliðnum árum er það staðreynd að lítið hefur miðað í jafnréttisátt á ýmsum mik- ilvægum sviðum samfélagsins. Jafn- réttislöggjöfin og framkvæmd henn- ar er nauðsynleg þar til konum og körlum hafa verið tryggð jöfn tæki- færi til þátttöku og áhrifa í samfélag- inu,“ segir í tilkynningunni. Jafnréttislögin nauðsynleg Súlur víxluðust Þau mistök urðu við vinnslu Við- skiptablaðs Morgunblaðsins í gær að súlur í töflu á bls. C11 víxluðust þannig að taflan gaf ranga mynd af því sem fjallað var um. Árin 1999 og 2003 víxluðust í töflunni. Ljósbleik súla átti að vera fjólublá og öfugt. LEIÐRÉTT LANDSSAMBAND stangaveiði- félaga gengst fyrir ráðstefnu laug- ardaginn 17. apríl kl. 14–16 á Hótel Selfossi undir heitinu: „Laxinn – auðlind á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár“. Markmið ráðstefnunnar er að fá fram þau sjónarmið sem ríkjandi eru varðandi laxveiði á svæðinu og þá möguleika sem fyrir hendi eru varðandi nýtingu þessarar auðlindar þannig að hún gefi sem mest af sér til allra aðila, veiðirétt- arhafa, leigutaka og veiðimanna. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra flytur ávarp og Magnús Jó- hannsson og Sigurður Guðjónsson kynna nýja skýrslu um fiskstofna í Ölfusá og Hvítá. Einnig halda erindi: Þorfinnur Þórarinsson, Spóastöðum, Óðinn Sigþórsson, formaður Lands- sambands veiðifélaga, Bjarni Ómar Ragnarsson, formaður SVFR, og Árni Baldursson. Fundarstjóri verð- ur Ásmundur Sverrir Pálsson, for- seti bæjarstjórnar Árborgar. Ráðstefna um vatnasvæði Ölf- usár og Hvítár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.