Morgunblaðið - 16.04.2004, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 16.04.2004, Qupperneq 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 49 • Afgreiðslutími innan þriggja vikna • Bjóðum margar gerðir af heyrnartækjum sem búa yfir nýjustu tækni • Verð frá 47.000 – 150.000 kr fyrir eitt tæki • Persónuleg og góð þjónusta Segir frá Rétttrúnaðarkirkju Rúss- lands í MÍR Á morgun, laugardaginn 17. apríl, kl. 15 verður Sergei Gúshín, ritari í sendiráði Rússneska sam- bandsríkisins á Íslandi, gestur MÍR og fyrirlesari í félagsheimilinu Vatns- stíg 10 og ræðir um rússnesku Rétt- trúnaðarkirkjuna. Sergei Gúshín fjallar almennt um Rétttrúnaðarkirkju Rússlands, lýsir helstu sérkennum hennar, helgisið- um og sögu og ræðir um tengsl henn- ar og samskipti við aðrar kristnar kirkjudeildir, m.a. íslenska kirkju. Hann mun einnig segja frá nýlegum en söfnuði Rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi. Sergei Gúshín flytur fyr- irlestur á íslensku og sýnir jafnframt myndir af íkonum, helgimyndum Rétttrúnaðarkirkjunnar. Aðgangur að fyrirlestri og mynda- sýningu Sergeis Gúshín er ókeypis og allir velkomnir. Fræðsla og leiðbeiningar um bún- ingagerð Fræðslu- og leiðbeininga- fundur fyrir þá sem hafa áhuga á að koma sér upp landnámsmannabún- ingi eða fræðast um forna klæðagerð verður haldinn á morgun, laugar- daginn 17. apríl, kl. 14 á Granda. Fjallað verður um klæðnað forn- manna, efniskost, handbragð og skreytingar. Leiðbeiningar fyrir þá sem huga að búningagerð. Komið verður inn á snið, saumaskap (í vél og höndum), frágang og skreytingar á taufatnaði og nálbindingu á bandlesi. VG funda um skipulagsmál Borg- armálaráð vinstri-grænna efnir til fundar um skipulagsmál á morgun, laugardaginn 17. apríl kl. 13, í hús- næði flokksins á 3. hæð í Hafnar- stræti 20, gengið inn frá Lækjartorgi. Almennar umræður um skipulagsmál í Reykjavík. Erindi halda Jón Torfa- son og Kristín Þorleifsdóttir. Ráðstefna um landbúnaðarmál Samband ungra sjálfstæðismanna stendur fyrir ráðstefnu um landbún- aðarmál á morgun, laugardaginn 17. mars kl. 14, í Óðinsvéum, Austurvegi 38, sem er húsnæði sjálfstæðis- félagsins á Selfossi. Framsögumenn verða: Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtaka Íslands, Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu. Gönguferð um Seltjarnarnes og Gróttu Ferðafélag Íslands efnir til gönguferðar um Seltjarnarnes og Gróttu á morgun, laugardaginn 17. apríl, kl. 10. Farið verður frá bíla- stæðinu við Bakkatjörn úti undir golfvellinum, gengið út í Gróttu. Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur segir frá landmótun og staðháttum m.a. Seltjörninni. Í Gróttu tekur á móti göngufólkinu Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnar- ness og Hrafnhildur Sigurðardóttir veitir fróðleik í fræðasetrinu. Hægt verður að kaupa kaffi og vöfflur til styrktar lúðrasveitinni. Gróttuviti verður opinn og er hægt ganga upp í hann þá verður einnig Læknaminja- safninu í Nesstofu skoðað og að lok- um er gengið að Bakkatjörn að nýju og skyggnst eftir vorfuglunum. Allir velkomnir og þátttaka ókeypis. Íslandsmót í spilinu Carcassonne verður haldið á morgun, laugardag- inn 17. apríl, kl. 13 í Vinabæ, Skipholti 33. Öllum er heimil þátttaka en kepp- endur verða að kunna spilið er þeir mæta til leiks. Þátttaka tilkynnist á www.spil.is fyrir kl. 24 í í dag, föstu- daginn 16. apríl. Íslandsmeistarinn vinnur ferð á heimsmeistaramótið í Carcassonne sem haldið er í Þýska- landi í október 2004, segir í frétta- tilkynningu. Á MORGUN UM miðjan febrúar sl. voru haldin sveinspróf í rafiðngreinum. Alls út- skrifuðust að þessu sinni 56 svein- ar. Voru útskrifaðir 32 rafvirkjar, 1 rafvélavirki, 2 rafveituvirkjar og 21 rafeindavirki. Af þessu tilefni héldu Rafiðnaðarsamband Íslands, Sam- tök atvinnurekenda í raf- og tölvu- iðnaði, Rafiðnaðarskólinn og Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins hóf í húsnæði RSÍ, Stórhöfða 31, laugardaginn 3. apríl sl., þar sem sveinum voru afhent sveinsbréfin og veitt voru verðlaun fyrir góðan árangur á sveinsprófi. Rafiðnaðarsveinar útskrifast LÝÐRÆÐIS- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðarbæjar hefur sent frá sér tilkynningu vegna ummæla dómsmálaráðherra og forsætisráð- herra um gildandi jafnréttislöggjöf. „Þrátt fyrir að margt hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni á síðastliðnum árum er það staðreynd að lítið hefur miðað í jafnréttisátt á ýmsum mik- ilvægum sviðum samfélagsins. Jafn- réttislöggjöfin og framkvæmd henn- ar er nauðsynleg þar til konum og körlum hafa verið tryggð jöfn tæki- færi til þátttöku og áhrifa í samfélag- inu,“ segir í tilkynningunni. Jafnréttislögin nauðsynleg Súlur víxluðust Þau mistök urðu við vinnslu Við- skiptablaðs Morgunblaðsins í gær að súlur í töflu á bls. C11 víxluðust þannig að taflan gaf ranga mynd af því sem fjallað var um. Árin 1999 og 2003 víxluðust í töflunni. Ljósbleik súla átti að vera fjólublá og öfugt. LEIÐRÉTT LANDSSAMBAND stangaveiði- félaga gengst fyrir ráðstefnu laug- ardaginn 17. apríl kl. 14–16 á Hótel Selfossi undir heitinu: „Laxinn – auðlind á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár“. Markmið ráðstefnunnar er að fá fram þau sjónarmið sem ríkjandi eru varðandi laxveiði á svæðinu og þá möguleika sem fyrir hendi eru varðandi nýtingu þessarar auðlindar þannig að hún gefi sem mest af sér til allra aðila, veiðirétt- arhafa, leigutaka og veiðimanna. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra flytur ávarp og Magnús Jó- hannsson og Sigurður Guðjónsson kynna nýja skýrslu um fiskstofna í Ölfusá og Hvítá. Einnig halda erindi: Þorfinnur Þórarinsson, Spóastöðum, Óðinn Sigþórsson, formaður Lands- sambands veiðifélaga, Bjarni Ómar Ragnarsson, formaður SVFR, og Árni Baldursson. Fundarstjóri verð- ur Ásmundur Sverrir Pálsson, for- seti bæjarstjórnar Árborgar. Ráðstefna um vatnasvæði Ölf- usár og Hvítár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.