Pressan - 19.12.1991, Page 2

Pressan - 19.12.1991, Page 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 steingrImur hermannsson. Hann er hluthafi í nýju útgáfufélagi Tímans en flokkurinn gleypir skuldir þess gamla. bjarni felixson. Heyrist varla né sést til kvenna í íþróttaþáttunum. STEINGRÍMUR MEÐAL HLUTHAFA í NÝJA TÍMANUM Hvað eftir annað hefur því verið frestað að stofna hluta- félag um útgáfu væntanlegs dagblaðs. Nú stendur á svör- um íslenska útvarpsfélagsins um hvort það verður með eða ekki, en innan stjórnar fyrirtækisins eru miklar efa- semdir um þátttöku. Allt eins er talið líklegt að einhverjir hluthafa verði með í nýja fyr- irtækinu, takist ekki sam- staða innan stjórnar íslenska útvarpsfélagsins. Búið er að gera samninga við starfsmenn Þjóðviljans um að þeir starfi fyrir blaðið til mánaðamóta janú- ar/febrúar og á Tímanum er mikið að gerast þessa dag- ana. Búið er að stofna nýtt út- gáfufélag, Tímann hf. Það fyrirtæki tekur við útgáfunni um áramót en Framsóknar- flokkurinn gleypir skuldir gamla félagsins, sem munu skipta tugum milljóna. Að nýja fyrirtækinu standa fram- sóknarfélög ásamt nokkrum einstaklingum í flokknum með Steingrím Hermanns- son, formann flokksins, í fylkingarbrjósti hluthafa. Báðir ritstjórarnir, Indriði G. Þorsteinsson og Ingvar Gísiason, láta af störfum um áramót. Birgir Guðmunds- son, sem verið hefur frétta- stjóri, verður yfirmaður rit- stjórnar án þess að bera titil ritstjóra. Hann mun ekki skrifa leiðara blaðsins. Það hlutverk fá þingmenn Fram- sóknarflokksins. Fyrstur skrifar Jón Kristjánsson. Starfsmenn Tímans verða flestir endurráðnir og ætla að reyna allt hvað þeir geta til að halda útgáfunni áfram. Með- al annars verður lagt í áskrift- arherferð. Þá verður hætt við að gefa út aukablaðið, Notað og nýtt. Það hefur hvort eð er ekki gert annað en safna skuldum. FRIÐRIK OG VILLI í VANDA Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra er hálfhjákát- legur þessa dagana. Sem þingmaður tók hann einarð- lega afstöðu gegn sérstökum skatti á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði. Sá skattur er nú inni í frumvarpi hans. Hann barðist einnig hat- rammlega gegn jöfnunar- gjaldi á innfluttar iðnaðarvör- ur. Það gjald er sömuleiðis inni í frumvarpinu. Þá þykir sjálfstæðismönnum afstaða ráðherrans til skattlagningar arðgreiðslna frá fyrirtækjum dálítið á skjön við málflutn- ing hans hingað til. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri vinnuveit- enda, sagði um þá hugmynd að ekki væri einu sinni hægt að hlæja að henni. Það er dá- lítið sérkennilegur mæli- kvarði á hugmyndir og af sjónvarpsframkomu Þórarins í gegnum tíðina að dæma hafa fáar hugmyndir náð því marki hjá honum. KRISTINN REKINN FRÁ SKIFUNNI Jón Ólafsson í Skífunni hefur sagt framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, Kristni Sigtryggssyni, upp störfum. Ekki náðist í Jón Ólafsson vegna þessa máls. Kristinn segir að hann og Jón hafi komist að samkomulagi um starfslok. Ástæðan sé annir á öðrum vettvangi og þeir hafi sæst á að Kristinn hætti þess vegna. Heimildir PRESSUNNAR herma hins vegar að ástæða uppsagnarinnar sé að Kristinn hafi tekið sér „lán“ hjá Skífunni og þegar upp uip, það komst hafi hann ekki getað endur- greitt peningana. Málið hefur ekki verið kært til lögreglu. Heimildir PRESSUNNAR herma að Jón hafi gefið Kristni lengri frest til að endurgreiða ,,lánið“. Mál þetta kemur illa við aðra starfsmenn fyrirtækis- ins, sérstaklega í ljósi þess að nú er mesti annatími fyr- irtækisins og jólasalan í fullum gangi. En þótt Friðrik sé í klemmu er staða Vilhjálms Egils- sonar, framkvæmdastjóra Verslunarráðsins, sýnu verri. Hann hefur sömuleiðis barist gegn skattinum á verslunar- húsnæðið en telur nú nauð- synlegt að hafa hann inni. Sem framkvæmdcistjóri hefur hann síðan ritað bréf til stjórnvalda og hótað máls- höfðun vegna jöfnunargjalds- ins. Það mun berast til við- skipta- og fjárhagsnefndar þingsins og þar tekur þing- maðurinn Vilhjálmur það sjálfsagt til íhugunar. Hann vill hins vegar hafa vaðið fyr- ir neðan sig og segir að rétt sé að sjá til hvað komi út úr at- kvæðagreiðslu í nefndinni. KARLREMBUR Á RÁS 2 I könnun sem Félagsvís- indadeild Háskólans gerði á umfjöllun fjölmiðla um íþrótt- ir kom margt forvitnilegt í ljós. Meðal annars var skoðað hversu mikið er fjallað um karlaíþróttir og hversu mikið um kvennaíþróttir. Rás 2 „mismunaði" kynjun- um mest. Á einum tíma mæl- inganna reyndust 99,56 pró- sent umfjöllunar Rásar 2 um íþróttir vera um karla en að- eins 0,46 prósent um kvenna- íþróttir. Það eru þeir félagar Bjarni Felixson og Arnar Björns- son sem hafa séð mest um íþróttafréttir á Rás 2, en yfir- maður íþróttadeildarinnar er Ingólfur Hannesson. Mest fjalla fjölmiðlar um knattspyrnu. Það lætur nærri að um helmingur allra íþróttafrétta sé um knatt- spyrnu, enda er hún vinsæl- asta íþróttin. Þeir sem deila á hversu mikið rúm þessi íþrótt fær í fjölmiðlum draga í efa að knattspyrna sé jafnvinsæl og þeir sem fjalla um íþróttir virðast telja. VERÖLD TIL KANARÍEYJA Svavari Egilssyni, aðaleig- anda Veraldar, tókst að koma farþegum sínum til Kanarí- eyja í morgun. Lengi vel var tvísýnt hvort ferðaskrifstofan gæti staðið við skuldbinding- ar sínar. Eins tókst Svavari að greiða Flugleiðum og SAS fyrir far- seðla sem hann hefur selt fyr- ir félögin. Næsti gjalddagi farseðla- greiðslna er 2. janúar 1992. Þá þarf Svavar meðal annars að greiða flugfélögunum fyrir þá farseðla sem hann hefur notað til að greiða niður skuldir með. Ekki hafa nýir hluthafar komið til liðs við Svavar og Veröld, eins og búið er að boða. Hitt er ljóst að ef takast á að bjarga Veröld frá stöðv- un verða nýir aðilar að koma inn í fyrirtækið og það með nýtt eigið fé. Svavar mun ekki eini ferða- skrifstofueigandinn sem á í vandræðum. Margar af minni ferðaskrifstofunum eru í vanda. Það sést kannski best á því að hagnaður risans Samvinnuferða/Landsýnar verður til muna minni á þessu ári en því síðasta. indriði g. þorsteinsson. Hættur og hefur enga trú á útgáfuævintýrum. jón kristjánsson. Hann mun skrifa leiðara Timans eftir áramót. friðriksophusson. Hefur snúist heilan hring í skattamálum. vilhjálmuregilsson. Hefur líka snúist heilan hring en er þó enn sömu skoðun- ar. ingólfur hannesson. íþróttadeildin hans kom verst út í athugun á kynjaskiptingu í íþróttafréttum. svavar egilsson. Kom farþegunum til Kanarí. Steinþór, ætlarðu ekki að stökkva á þann stóra og láta reka þig? „Slíkir samningar sem þú ert ad vísa í hafa ver- id lagöir af hjá Sláturfé- laginu." Sláturfélag Suðurlands hefur verið dæmt til að standa við gerðan samning við fyrrum forstjóra félagsins, Jón H. Bergs, um eftirlaun. Jóni verða greidd forstjóralaun til æviloka og eftir hans dag á ekkja hans að fá 80% af þeirri upphæö. Að auki heldur Jón Buick-bifreið upp á tvær millj- ónir. LÍTILRÆÐI af jólagjöfum Konan mín sér um jóla- gjafirnar á mínu heimili og ekkert andskotans múður með það. Þannig hefur það alltaf verið og þannig verður það. Jólagjafir eru ekki mín deild. Af sextíu jólagjöfum sér konan mín um fimmtíuog- níu en ég um eina. Það er gjöfin handa henni. Þó faðir minn kenndi mér ungum, að herra ætti aldrei að gefa dömu neitt sem hefði notagildi, hef ég nú lát- ið mig hafa það að gefa konu minni vandaðan náttkjól um hver jól og ekki merkt ann- að af látæði hennar en fölskvalausa gleði við mót- töku. Svo var það að okkur hjónunum lenti ilia saman í fyrradag þegar ég var að þýfga hana um vörumerkið á jólanáttkjólunum og hver væri munurinn á bómull og lérefti. Af þessu spunnust hat- rammar deilur og tímabund- in vinslit. Eg rauk á dyr og skellti á eftir mér, einsog jafnan áður þegar sorfið hefur til stáls á aðventunni. — Nú hefði verið kjörið, hugsaði ég, að hafa það eins- og í dentíð, nota þessa geðs- hræringu til að storma á ein- hvern pöbbinn og hvolfa í sig brennivíni, en því er ekki að heilsa að það sé lengur hægt. Maður er hættur að drekka. Ég var kominn í svo mikla fýlu að ég ákvað að Ijúka jólainnkaupunum með því að kaupa ilmvatnsglas handa konunni minni. Ég er satt að segja ekki mjög hagvanur í ilmvatns- búðum. Mér finnst ég ekki beinlínis passa í ilmvatns- búðum. Þegar ég kem inní ilm- vatnsbúð grípur mig jafnan sú undarlega tilfinning að ég sé hommi, ókominn útúr skápnum. Þetta þarf að taka fram sérstaklega svo öllum sé ljóst í hvernig sálarástandi ég var þegar ég gekk inní ilmvatnsbúðina. Það var enginn inní sjálfri búðinni en fyrir dyrum að herbergi innaf var perlufor- hengi líkt og í arabísku pútnahúsi. Og nú kom þar í gegn gull- skrýdd og ilmandi snyrti- dama á aldur við mig og spurði hvort hún gæti að- stoðað. Mér finnst ég alltaf vera bæði lamaður og fatlaður þegar afgreiðsludömur spyrja mig hvort þær geti að- stoðað. — Ég var að hugsa um ilm- vatn, stundi ég upp. — Er það fyrir herrann? spurði hún og ég hugsaði með mér að henni þætti ég víst þurfa á því að halda. Og svo fór hún í gang: — Herralínan í parfjúmum í dag er nú frekar létt. ... annars eru herrar komn- ir afar mikið útí toilettlín- una . . . þá er þetta nú ekki lengur þetta týpíska after- sjeif... heldur farið að nálg- ast dömulínuna talsvert... og svo sagði hún eitthvað á frönsku . . . þetta hérna er alveg dýrðlegt. Vill herrann prufa? Sumir úða því fyrst í lófann á sér og dúppa svo létt á kjálkana, aðrir úða beint, bara eftir smekk. Sko sona. Og hún sprautaði úð- anum í lófann á sér, klappaði svo saman höndunum og bar þær síðan uppað andlit- unu einsog hún ætlaði að dúppa kjáikana en hætti við það til að rugla ekki „dömu- toilettið" framaní sjálfri sér. Og sem ég starði málþola á þessa gullskrýddu og ilm- andi vellyktandikonu kom mér aðeins eitt í hug: — Ætli hún hafi nokkurn- tímann unnið í fiski þessi? En ilmvatnskonan hélt áfram að láta móðan mása: — Annars á maður að smakka á þessu, það gefur bestu hugmyndina, en ég sagðist vera hættur að drekka ilmvötn og afþví hún hélt að ég hefði verið að segja brandara hló hún ótrú- lega hjartanlega, en ég ákvað að vera ekki í fýlu um jólin og bað hana að sýna mér dömulínuna í ilmvötn- um í ár, keypti jólagjöfina handa konunni minni og hugsaði sem svo: Við sína konu sættast má sambúð tel ég batni ef hægt er að bægja fýlu frá með fínu „Kölnarvatni". Flosi Ólafsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.