Pressan


Pressan - 19.12.1991, Qupperneq 27

Pressan - 19.12.1991, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 19. DESEMBER 1991 27 VÆNA FLÍS AF FEITUM SAUÐ Hvað borða útigangsmenn, fangar, sjúklingar og jólaflóttamenn á jólunum? ott um jólin Zsa-Zsa Eyck SIGURÐUR GUÐMUNDSSON (Mál og menning) Bók sem sannar rækilega að Sigurður Guðmundsson er, ef ekki besti, þá örugg- lega skemmtilegasti nýlista- maður sem íslendingar hafa eignast; dásamlega fyndinn, tvíræður, skáldlegur, mátu- lega gegnsær — iistamaður sem vinnur vinnuna sína af alvöru og vandvirkni, en er þó alveg laus við að hjúpa sjálfan sig einhverjum há- tignarbrag. Thor Vilhjálmsson ELDUR í LAUFI (Mál og menning) Thor skrifar ritgerðir um aðskiljanleg efni, þó aðal- lega kúltúr. Hann hryggist yfir ljótleika mannlífsins í New York, rámar í að hafa barn séð Einar Benedikts- son, fer með Borges að hitta Sigurjón Ólafsson, talar máli skálda sem eiga undir högg að sækja; hneykslast, vegna þess að hann hefur sem bet- ur fer ekki misst hæfileik- ann til þess og til að ergja sig á sljóleika kerfiskarla og yfirdrepsskap gervifólks; brýnir fyrir okkur að þótt draumar glatist, verði hlægi- legir eða snúist jafnvel upp í andhverfu sína, þá geti maðurinn ekki lifað draum- laust... Egill Ólafsson TIFA TIFA (Skífan) Egill er intellektúellinn í sveit hérlendra poppara. Hann hefur vasast í mörgu og því er ekki furða að plat- an sé dálítið tætingsleg; þannig speglar hún einmitt mörg andlit Egils í músík- inni. Hér eru stef úr kabar- etttónlist upp á gamlan móð, úr galsafengnu Stuð- mannapoppi og myrku Þursarokki. Tónlist sem höfðar meira til vitsmun- anna en tilfinninganna. Góð samt. William Shakespeare LEIKRIT HELGI HÁLFDANARSON ÞÝDDI (Mál og menning) Helgi Hálfdanarson er alálit- legasti kandídat íslands í heimsmetabók Guinness. Eða bendið á útlenda menn sem hafa haft þrautseigju til að þýða alla grísku harm- leikina og öll leikrit Shake- speares? Þótt þýðingar hans séu kannski fulisérviskuleg- ar á köflum og Matthías hafi líklega átt háfleygari spretti í Shakespeare-þýðingum, þá skilar Helgi frumtextanum tvímælalaust best, svona í heildina tekið. Sigrún Eövaldsdóttir CANTABILE Sigrún Eðvaldsdóttir er ekki bara sæt og ferlega skemmtileg, hún er líka frá- bær fiðluleikari sem hefur á valdi sínu bæði tækni og til- finningu. Hér leikur Sigrún við undirleik Selmu Guð- mundsdóttur píanóleikara nokkur meginverk fiðlubók- menntanna, meðal annars eftir snillinga á borð við Brahms, Chopin, Paganini, Sarasate og Sibelius. Hljóm- diskur sem hæfir jólunum og reyndar öllum öðrum dögum líka ... Þeir eru margir sem eiga í engin hús að venda á jólun- um og hinir eru líka til sem vilja fyrir engan mun vera heima hjá sér um hátíðirnar og kjósa að eyða þeim á veit- ingahúsi. Svo er fólk sem þarf að vinna um jólin, á sjúkra- húsum, elliheimilum, á sjón- um og alls kyns aðra vakta- vinnu. Sjúklingarnir komast ekki allir út af sjúkrahúsun- um og halda þá spítalajól og fangarnir á Litla-Hrauni fagna jólunum bak við læstar dyr og rimla. En jólin, þau láta ekki að sér hæða, og koma jafnt til þessa fólks sem annarra og þó að jólaköttur- inn breimi á gluggunum verður hann að fara annað til að seðja hungrið. Þrátt fyrir jólaskapið hefur jafnvel flogið að besta og versta fólki að það gæti verið þægilegt að halda jólin ann- ars staðar en heima. Þegar farið er yfir bókhaldið eru hreinlega ekki til peningar til að kaupa allt sem þarf að kaupa, það gefst ekki tími til að gera allt sem þarf að gera og... PRESSAN, Gáttaþefur og Askasleikir lögðu leið sína á hina og þessa staði í borginni og skyggndust ofan í jólapott- ana hjá ýmsum líknarsam- tökum, Landspítalanum, Litla-Hrauni og Hótel Loft- leiðum þar sem á að elda ým- ist fyrir gesti, vistmenn, sjúkl- inga eða viðskiptavini helg- asta kvöld ársins. Hamborg- arhryggur og hangikjöt voru langalgengust í jólapottum þeim sem PRESSAN kannaði. EINMANA AFMÆLISBARN Tilgangur jólanna vill oft gleymast í kapphlaupinu um að hafa það sem best þennan stutta tíma ársins. Það er hætt við að afmælisbarninu mundi rétta sem gestir Verndar borða á að- fangadagskvöld er hangikjöt með upp- stúf," segir Birgir Kjart- ansson, formaður Verndar. leiðast glymjandinn í auglýs- ingunum, jólavellan á út- varpsstöðvunum og æsi- glampinn í augum afmælis- gestanna þar sem þeir kepp- ast við að skara eld að eigin köku. Kannski það haldi sig bara víðsfjarri á jólunum og jólaskapið og friðurinn séu þegar allt kemur til alls brennugleði peninganna og þembutifinning í maganum? Og þó. Hver veit nema af- mælisbarnið haldi jólin hátíð- leg á Furstanum eða Hjálp- ræðishernum? 60 MANNS TAKA ÞÁTT í JÓLAMÁLTÍÐ Á HERNUM Hjálpræðisherinn er með jólasöfnun í desember undir kjörorðinu „Hjálpið okkur að gleðja aðra". Það sem safnast í jólapottinn svokallaða er að hluta til notað til að halda jólafagnað fyrir þá sem eiga í fá eða engin hús að venda. Einn slíkur jólafagnaður er einmitt á aðfangadagskvöld, en þá býður Hjálpræðisher- inn þeim sem eru einmana eða fátækir yfir hátíðirnar að halda jólin hátíðleg saman. PREiSSAN ræddi við Daníel Óskarsson herstjóra og féllst hann á að segja frá samkom- unni á hernum og starfinu i kringum hana: JÓLAPOTTUR TIL GÓÐRA VERKA YFIR JÓLIN „Það var byrjað með þessa jólasamkomu skömmu eftir að Hjálpræðisherinn var stofnaður á íslandi. Við erum með jólapottinn á götum úti fyrir jólin og safnast þegar saman kemur. Við úthlutum styrkjum og fatagjöfum til bágstaddra, sendum gjafir í fangelsin og öldruðum ein- stæðingum jólakveðju. Við höldum margskonar jóla- fagnaði þegar kemur að sjálfri hátíðinni. Sem dæmi má nefna jólamatinn á að- fangadagskvöld og jólafagn- að fyrir aldraða. Á aðfangadagskvöld er op- ið hús fyrir bágstaddar fjöl- skyldur, einstæðinga og út- lendinga sem eru einir yfir jólin. Þá borða allir saman jólamat, sem er súpa og steik, auk hangikjöts, og ís og ávextir í eftirmat. Við hlýð- um saman á jólaguðspjallið fyrir máltíðina og milli rétta er ýmislegt á dagskrá." GENGIÐ í KRINGUM JÓLATRÉÐ „Eftir matinn göngum við í kringum jólatréð og förum í leiki og skoðum því næst gjaf- irnar, en herinn gefur öllum gestum sínum gjafir. Börn þeirra starfsmanna sem við- staddir eru opna einnig sínar gjafir sem þau koma með með sér að heiman. Fram eft- ir kvöldi er svo hægt að spjalla saman yfir kaffi og kökum. Þeir sem vilja verja þessari stund með okkur geta hringt og látið vita fyrir að- fangadag í síma 613203. í fyrra voru um það bil 60 manns frá tólf þjóðlöndum Fyrir þá sem eiga nóg af seðlum en eru leiðir á öllu jólastússinu er tilvalið að snæða á Hótel Loftleiðum á aðfangadagskvöld. Kokkarnir þar mæla sérstaklega með hamborgarhrygg og nautalundum. Jólafagnaður Verndar verður að þessu sinni í veitingahúsinu Furstanum við Skipholt. Á Litla-Hrauni snæða menn jólamatinn snemma, þ.e. klukkan fimm. Á matseðlinum verður hamborgarhryggur með tilheyr- andi meðlæti. gestir okkar á aðfangadags- kvöld og þeir hafa stundum verið fleiri. Þetta er allskonar fólk og andrúmsloftið líkt og hjá stórfjölskyldu. Það sýn- ir líka gildi jólanna því að Drottinn Jesús kom til allra og enginn ætti að þurfa að vera einmana á jólunum, þó að því miður séu þau oft tími einsemdar og þunglyndis hjá þeim sem standa einir uppi," sagði Daníel Óskarsson, her- stjóri á íslandi, að lokum. JÓLAFAGN AÐU R SAMHJÁLPAR FYRIR SKJÓLSTÆÐINGANA „Við ætlum að hafa jóla- máltíð á jóladag í félagsheim- ili okkar við Hverfisgötu og hún er fyrir þá sem eru í gisti- skýlinu við Þingholtsstræti, áfangaheimilinu á Hverfis-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.