Pressan


Pressan - 19.12.1991, Qupperneq 28

Pressan - 19.12.1991, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 um jólin UNDIR PARÍSARHIMNI JÓN ÓSKAR ÞÝDDI (Menningarsjóður) Fyrir margt löngu, og þá var ekki gullöld heldur leið- indatímar, var sú tíð að menntaskólakrakkar þóttust sjófróðir um franska Ijóðlist og vitnuðu jöfnum höndum í Baudelaire og Rimbaud. Sjálfsagt vissu þeir ekki bofs un. þetta frekar en annað, utan hvað þeir höfðu hand- fjatlað kver með frönskum kvæðum sem Jón Oskar færði á íslensku. Síðarmeir hafa flestir þessir unglingar visast heykst á frekari kynn- um af frakkneskum skáld- mæringum, en Jón Oskar hefur setið við sinn keip; fyrir þremur árum tók hann saman þýðingasafnið Ljóða- safn á Signubökkum og nú er hann á ferðinni með nýtt safn sem hann velur heitið Undir Parísarhimni. Gott hjá Jóni Óskari. Adalsleinn Ingólfsson ERRÓ (Mál og menning) Þótt aðallega hafi verið reynt að selja þessa bók á kvennafari Errós og hún hafi hálfpartinn týnst í ógur- legri og yfirdrifinni mark- aðsherferð, þá er hún alls góðs makleg. Aðalsteinn er nógu vel að sér og ritfær til að geta skrifað af viti um myndlist á íslensku, sem er fágætt, og nógu mikill blaðamaður til að týna sér ekki í teoríuflækjum. Ingólfur Margeirsson LÍFRÓÐUR ÁRNA TRYGGVASONAR (Örn og Örlygur) Þótt Árni Tryggvason væri glaður á leiksviðinu var hann oft dapur milli sýn- inga. Bókin hefur þann kost umfram flest verk svipaðrar ættar að höfundurinn er annað og meira en segul- band, Ingólfur hefur sem- sagt reiknað heimadæmin sín; viðmælanda sinn þekkir hann ofan í kjölinn, hann telur ekki eftir sér að byggja upp sögu og vandar sig við að skrifa, sem ætti reyndar ekki að vera í frásögur fær- andi. Gott fyrir þá sem eru náttúraðir fyrir svonalag- að ... Geiri Sœm JÖRÐ (Skífan) Geiri Sæm er alveg skugga- lega likur George Michael, að minnsta kosti framan á albúminu. Stingandi augna- ráð, skuggar í andlitinu, hæfilega órakaður. Það skiptir auðvitað engu máli. Músíkin er sniðug og gríp- andi, útsetningar bera vott um hugkvæmni og yfirlegu, textarnir ekkert allt of áreynslumiklir. Kannski bjuggust menn ekki við miklu úr þessari átt. Þeir höfðu rangt fyrir sér. Geiri hefur áður gefið út plötur, þær voru í besta falli brokk- gengar — núna liggur þetta inni hjá honum. Steinunn Sigurdardóllir KÚASKÍTUR OG NORÐURLJÓS (löunn) Hlægileg Ijóð, grátleg ljóð, gráthlægileg Ijóð. Kúaskítur og norðurljós = áburður og birta. Matseöillinn hjá Hjálpræöishernum samanstendur af súpu í forrétt og sem aðalrétt geta gestir valiö á milli svínasteikur og lamba- steikur eða fengið hangikjöt að góðum og gegnum íslenskum sið. í eftirrétt snæða menn ávexti og ís með þeyttum rjóma. Eftir matinn á Hernum er gengið í kringum jólatréð. götu og aðra sem eru á okkar vegum,“ sagði Óli Ágústsson í Samhjálp. „í matinn verður hangikjöt með uppstúf. Reynslan hefur kennt okkur að Hjálpræðisherinn annar þeirri þörf sem er á aðfanga- dagskvöld. Á aðfangadag er kristileg samkoma klukkan fjögur en jólamáltíð verður í Hlaðgerðarkoti á aðfanga- Á Landspítalanum er jólagóö- gætið að sjálfsögðu mismun- andi eftir því hvort menn eru á venjulegu fæði eða sérfæði, t.d. fljótandi. „Við reynum að láta alla sjúklinga ganga inn í jólamatseðilinn sem er Bay- onneskinka eða ofnsteikt svínakjöt," sagði Valgerður Hildibrandsdóttir næringar- ráðgjafi. dag og þá aðeins fyrir vist- menn þar." ALLIR VELKOMNIR TIL VERNDAR „Það verður sú breyting á þessum jólum," sagði Birgir Kjartansson, formaður Verndar, ,,að jólafagnaður okkar verður ekki ekki í Slysavarnahúsinu í Örfirisey líkt og hefur verið síðastliðin tuttugu ár heldur í veitinga- húsinu Furstanum, Skipholti 37. Það eru allir velkomnir sem ekki hafa í önnur hús að venda á þessu helgasta kvöldi ársins. Þeir sem hafa komið til okkar og þegið veit- ingar undanfarin ár eru á bil- inu fimmtíu til sextíu manns." DAGSKRÁIN HEFST KLUKKAN ÞRJÚ „Þessir gestir okkar eru mikið til skjólstæðingar Verndar svo og útigangsfólk og aðrir einstæðingar. En meginreglan er sú að það skiptir engu máli hvaðan þeir koma; ef þeir vilja verja þess- ari stund með okkur er það velkomið. Dagskráin er þannig að klukkan þrjú um daginn er húsið opnað og er þá á boð- stólum síðdegiskaffi, kökur, gos og sælgæti. Klukkan sex eru bornir fram hátíðarréttir sem eru súpa, hangikjöt með uppstúf og grænmeti og ávextir og ís í eftirrétt. Síðla kvölds er borin fram rjóma- terta og kaffi en jólafagnaðin- um lýkur klukkan 23.00," sagði Birgir Kjartansson að lokum. Jólamáltið Samhjá Ipar verður á jólad ag í félagsheimilin u Hverfisgötu 42. Á matseðlinum verð ur gamla góða han gikjötið með kartöfl- um og hvítum jafningi og öðru tilheyrandi meðlæti. VILTU BORÐA JÓLAMATINN ÚTI? Hótel Loftleiðir eru eini staðurinn í Reykjavík þar sem hægt er að borða úti á að- fangadagskvöld þetta árið. Að sögn Bjarna Þórs Ólafs- sonar, yfirmatreiðslumeist- ara Loftleiða, voru 56 manns í mat á aðfangadagskvöld í fyrra og var þá bæði um að ræða fólk utan af landi og úr Reykjavík, auk útlendinga. Nokkuð er um að Reykvík- ingarnir kaupi bæði mat og gistingu þessa daga og er þetta því tilvalið fyrir þá sem vilja vera lausir við allt jóla- stússið. Hótelið verður svo að sjálf- sögðu opið alla jóladagana þannig að gestir þurfa síður en svo að taka saman jóla- föggur sínar strax á jóladags- morgun. Matreiðslufólk hót- elsins lét PRESSUNNI góðfús- lega í té matseðil kvöldsins en kokkarnir mæla sérstak- lega með eftirfarandi fyrir að- fangadagskvöld: Kofareyktri laxarós með fennekelsósu gljáðum hamborgarhrygg með rauðvínssósu eða smjörsteiktum nautalund- um með Dalabrie og rósapip- arsósu og koníaksís með heitri appelsínusósu. Á jóladag mæla kokkarnir með köldu hangikjöti með jafningi og laufabrauði eða léttsteiktri hreindýrasteik. HAMBORGARHRYGGUR Á LITLA-HRAUNI Fangarnir á Litla-Hrauni dvelja í fangelsinu yfir hátíð- irnar líkt og eðlilegt getur tal- ist og þar fer jólahald fram með því móti að fangaprest- urinn messar milli fjögur og fimm en klukkan fimm er maturinn framreiddur. Andr- és Perry, matsveinn á Litla- Hrauni, upplýsti PRESSUNA um að á matseðli fanganna yrði að þessu sinni: Ham- borgarhryggur með brúnuð- um kartöflum, sveppasósu, Waldorfsalati og rósakáli og ísterta í eftirmat. Eftir matinn er útbýtt gjöfum, en klukkan 9.30 eru síðan borin fram marsipan- og súkkulaðiterta, smákökur og kaffi. FLJÓTANDI, LÉTT EÐA MULNINGS-SPÍTALAJÓL Jólamaturinn á Landspítal- anum fer að sjálfsögðu mis- munandi vel í maga eftir því hvort sjúklingarnir eru á venjulegu, fljótandi eða öðru sérfæði. Að sögn Valgerðar Hildibrandsdóttur næringar- ráðgjafa er þó reynt að láta Jólapottur Hjálpræðishersins stendur m.a. straum af jólafagn- aði á aðfangadagskvöld fyrir þá sem eiga ekki í önnur hús að venda. Hjá pottinum stendur Daníel Óskarsson herstjóri ásamt syni sinum og eiginkonu. sem flesta ganga inn í jóla- matseðilinn. Hann er svo- hljóðandi: Tær grænmetissúpa með rúnnstykki ofnsteikt Bayonneskinka með sveppasósu, ananas, blómkáli og brúnuðum kart- öflum og jólasalati eða ofnsteikt svínakjöt með sveppasósu, ananas, blóm- káli, brúnuðum kartöflum og jólasalati Ris a la mande með saft- sósu. HJÁ GRÝLU OG JÓLASVEINUNUM Þeir sem halda því statt og stöðugt fram að Grýla og Leppalúði éti óþekk börn í jólamatinn geta andað léttar. Grýla heldur jólapartí fyrir öll tröllin í fjöllunum, jóla- sveinana og aðra vandamenn á jóladagsmorgun. Þá er á boðstólum flatbrauð á stærð við bíldekk úr úrvals trölla- deigi, sjálfdauðar rollur með ull og öllu, gömul útigangs- hross, fjallalamb úr urð og ýmislegt annað góðgæti af ruslahaugunum sem tröllin skola niður með kúahlandi og gömlu íslensku brenni- víni. Þóra Kristin Ásgeirsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.