Pressan - 19.12.1991, Page 37

Pressan - 19.12.1991, Page 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 37 Jólatrésskemmtun Hjálpræðishersins í gamla klúbbhúsinu við enda Aðalstrætis. Eftirvæntingin leynir sér ekki í andlitum barnanna sem voru af efnalitlu foreldri Ljósmyndin sem birtist í Sögu Reykjavíkur er eftir Magnús Ólafsson. BÖLL FYRIR BRODDBORGARABÖRN OG FATAGJAFIR TIL FÁTÆKLINGA Það er hætt við að nútíma- fólki þætti jólahald forfeðra okkar og formæðra í dauf- legri kantinum. Það voru engar gjafir eða samasem, ekkert jólatré, engar jóla- skreytingar, ekkert jólastress. Semsagt: þjóðin hírðist eins og um aldabil á dimmum og saggafullum baðstofuioftum, helstu skemmtanir voru rímnastagl og guðsorðalest- ur, en á jólum glaðnaði kannski aðeins yfir; kannski voru bændur ívið minna sparsamir á Ijósmeti en endranær, vinnufólk fékk kjötbita í ask og enhverjir voru máski svo lúsheppnir að fá kertisstúf að gjöf eða jafn- vel nýja skó. Upp úr 1870 fer þó jólahald þjóðarinnar að vera ívið fjör- legra. í hinni nýju Sögu Reykjavíkur eftir Gudjón Fridriksson segir að þá fari hinn sterki trúarþáttur jól- anna að víkja smám saman fyrir mat, jólagjöfum, leikj- um, skrauti og slíku verald- legu prjáli. Saga Reykjavíkur er marg- þætt verk og varla er nokkur þáttur mannlífsins sem þar er ekki að einhverju getið. Við skulum aðgæta stuttlega sumt það sem Guðjón hefur dregið saman um jólahaldið fyrir svosem hundrað árum. Það er upp úr 1875 að þess fara að sjást merki í Reykja- víkurblöðum að kaupmenn auglýsa alls kyns varning til sölu í desember, fremur en aðra mánuði. Þessar auglýs- ingar eru náttúrlega á hálf- gerðu fornaldarstigi miðað við það sem við þekkjum í dag, en sjálfsagt hafa þær ekki skilað miklu lakari ár- angri. < Markaðurinn fyrir jóla- varning hefur þó að sönnu verið takmarkaður. Guðjón greinir frá því að fram yfir Hvar á að kaupa Jólagjafir? En hjá Thomsen! Jólaauglýsing, árgerð 1903. Eru ekki leikföngin sem þarna eru á boðstólum miklu fallegri og finlegri en núorðið tíðkast? aldamót hafi einungis stönd- ugri borgarar, embættismenn og kaupmenn, gefið jólagjafir svo einhverju næmi, en börn iðnaðarmanna hafi i mesta lagi fengið kerti, eitt epli eða kannski spil. Sauðsvartur almúginn hef- ur svo fengið ennþá minna. Jólaskemmtanir og jólaböll hafa líka verið einkamál heldra fólksins. Þannig skrif- ar stórættuð kona, Marta Stephensen, í bréfi árið 1871 að sér hafi verið boðið heim til biskups með fleira góðu fólki „til að fara í jólaleiki og láta öllum illum látum eins og góðu fólki sæmir”. Ætli leikirnir hafi þó ekki verið frekar af saklausari sortinni. Smátt og smátt fór jólahald- ið líka að einkennast meira af því að jólin væru öðru fremur hátíð barnanna. Þannig segir Guðjón frá því að velmegandi borgarar hafi með ýmsum hætti reynt að gleðja lund fá- tækra barna um jólaleytið. Árið 1873 hélt Hallgrímur Sveinsson dómkirkjuprestur boð fyrir um 40 fátækra- mannabörn heima hjá sér á jóladagskvöld og árið eftir stóðu Samtök heldri stúlkna (já, þau voru líka til!) fyrir því að búa til jólagjafir sem var síðan útbýtt á fátækustu heimilin í bænum. í blaðinu Þjóðólfi 18. janúar 1877 er svo frétt þess efnis að fjöldi yngismeyja bæjarins hefði fyrir forgöngu frú Þórunnar Jónassen haldið jólagleði á sjúkrahúsinu fyrir rúmt hundrað barna hinna fátæk- ari heimila. Þar hafi verið jólagjafir handa börnunum og tvö stór jólatré með Ijós- um. Guðjón söguskrásetjari ályktar að þetta hafi iíklega verið í fyrsta skipti sem jóla- tré bar fyrir almenningssjón- ir, því neðanmáls í Þjóðólfs- fréttinni hafi verið útskýrður sá siður að setja upp tré á jól- um. Þar sagði að jólatré væru náttúruleg grenitré, en einnig mætti búa þau til úr spýtum og eini. Grenitré var vitaskuld ekki að hafa á íslandi á þessum ár- um, þau voru ekki gróðursett hér að marki fyrr en líða tók á tuttugustu öldina, hinn um- deildi grenilundur á Þingvöll- um er til márks um það. Þvi varð að flytja grenitrén inn, eins og hefur reyndar verið gert lengi síðan, og þau tré sáust hvergi nema á efnuð- ustu heimilunum í bænum. Það mun ekki vera fyrr en undir aldamót að jólatré fara að tíðkast á heimilum milli- stéttarfólks eins og til dæmis hinna efnaðri iðnaðar- manna. Guðjón vitnar i endurminn- ingar Eyglóar, dóttur Gísla Finnssonar járnsmiðs á Vest- urgötu 53. Hún segir að fyrsta jólatréð á sinu heimili hafi komið fyriraldamót. Það hafi verið smíðað af trésmiði nokkrum í Vesturbænum. Tréð var tæpur metri á hæð, líkt og kústskaft, en tólf grein- ar festar á stofninn sitt á hvað. Líkast til hefur það gegnt hiutverki sínu ágætlega, því allt tréð var vafið með glans- pappír og sett kerti á hverja grein ásamt heimatilbúnum jólatréspokum úr glanspapp- ír. í þá var sett ýmislegt sæl- gæti, kex, rúsínur eða gráfíkj- ur. Það er svo á niunda áratug síðustu aldar að jólatrés- skemmtanir fyrir börn verða fastur liður í hátíðarhaldinu. Börn heldra fólksins komu saman heima hjá landshöfð- ingjanum eða í fínheitunum á Hótel Alexandra sem stóð við Hafnarstræti og var kennt við x 11 jólannaognýjársins! Hotel ísland. Mottú: c. Uf*n °c (r«. Llli á hafi er hefja dans haföldur og glfma, þl er bert að leita »I-andjc og lendingar I tfma. Eptir vosbúð, aurplnginn, . ef þú vilt þlg hreasa, Gamli Carlsberg, karlfiiglinn, kemur.þig að blessa. • Carlsberg vngi ar díð og dug dauðans þorsta ilekkur. . öðlait .munt þú hetjuhug helit ef Portrr dreVkur. /Jsiirw/jy.trúi'og-deyfi raeit dtýldið Sorgar.hyiki. .. .. . Tó mun lumum þykja bext ' ÞjMhititar<wkisJej. .-.V »K.»Ö,VÍf,f þá iettir’l - ’ ••diiarharmlýíð -drekkja,. •-'* - F^Siimmtrvi/lfS^ fsAm þú flý Áv. -’ fttasWo^fð tickkja. v./ | ■ lOtóllS fír (rfr 'AiUHÍnd ; í engu- tnlniU: ii Graccho, V •, ...’ YJÍ'j/'V.'J •Jctland-Blerui' í óskagjöf Auglýsing í bundnu máli frá 1899 og sýnir hvaða drykki var helst að fá á Hótel fslandi yfir hátíðarnar. Kannski er ekki neitt sérstaklega eftirbreytni- vert að hvetja á þennan hátt til drykkjuskapar á jólunum ... dóttur konungs og verðandi drottningu Englands. Torf- hildi Hólm skáldkonu leist ekki á og kallaði þessar sam- komur „broddabarnaböir. Jólagleðin hefur þó líklega verið barnsleg og einlæg, ekki síður en á böllunum sem farið var að halda fyrir af- kvæmi fátæka fólksins og voru kostuð af efnafólki. Þar var Þorlákur Ó. Johnson, kaupmaður og mikill fram- faramaður, einna stórtækast- ur. Til að mynda bauð hann í janúar 1889 einum 400 fá- tækum börnum á ókeypis jólaskemmtun í Góðtempl- arahúsinu. Sex árum síðar tók svo Verslunarmannafélag Reykjavíkur upp sínar árlegu jólatrésskemmtanir og voru þær tvær; önnur var fyrir börn félagsmanna, en hin fyr- ir börn efnalítils fólks og var þeim úthlutað fataefni í jóla- gjafir á skemmtuninni. Hjálp- ræðisherinn var líka orðinn umsvifamikill á þessum árum og 1895 tók hann að halda jólatrésskemmtanir fyrir fá- tæk börn þar sem einnig var útdeilt fatnaði. Þar hefur guðsorðið líklega vegið ívið þyngra en tíðkast á jólatrés- skemmtunum nútímans. Það hefur heldur ekki breyst að kærleiksandi og mildi jólanna náðu að minnsta kosti framyfir nýár, náttúrlega með einhverjum undantekningum. í Sögu Reykjavíkur segir frá því að á nýársdag hafi flestir bæjarbú- ar farið á stjá að óska hver öðrum gleðiíegs nýárs. Guð- jón vitnar í blaðið Reykvíking sem segir stuttu eftir áramót 1893 að á nýársdag væru allir jafningjar. Óvinir jafnt sem vinir og vandamenn klingdu glösum í bróðerni með gleði- óskum þennan eina dag á ár- inu .. . um jólin Þórarinn Eldjárn ORT (Forlagið) Höfundur sem fær eina verulega góða hugmynd á lífsleiðinni má teljast hepp- inn; sérstaklega ef hann leggur það á sig að dedúa við hugmyndina, eita hana út um allt. Ein góð hug- mynd er nefnilega jafngildi milljón sæmilegra hug- mynda og hundrað milljón lélegra hugmynda. Hug- mynd Þórarins Eldjárns var að taka nauðahversdagsleg- an nútíma og binda hann í hátimbrað form stuðla og ríms. Síðan villtist Þórarinn út í órímað formleysi og var þá á svipuðum slóðum og þúsund önnur skáld. Hér er hann búinn að finna hug- myndina aftur. Snorri Sturluson HEIMSKRINGLA (Mál og menning) Höfuðbók Snorra, með nú- tímastafsetningu. Fyrir hverja skrifaði Snorri annars Heimskringlu? Meðal annars þá sem fá hana gefins eða hafa efni á að kaupa svona stóra og dýra bók. Óömenn ÓÐMENN Mesta framúrstefnuplata ís- lenskrar poppsögu, endurút- gefin. Á sínum tíma, 1970, þótti útgáfa hennar stappa nærri brjálsemi; platan er tvöföld, tekin upp á þrjátíu tímum í stúdíói í Kaup- mannahöfn, mestanpart spiluð af fingrum fram þangað til allt leysist upp í stóran glundroða á plötuhlið fjögur. Platan þótti semsagt hérumbil óskiljanleg á sín- um tíma, varla er hún það lengur. Úr því unglingarnir hlusta hvort eð er ekki á annað en poppið frá hippa- tímanum, þá er ekkert vit í að gleyma Óðmönnum. Rit- gerð Ríkarðs Arnar Pálsson- ar á innanverðu albúminu var snilld (fagurt dæmi um þann góða sið að skrifa nokkur vísdómsorð utan á plötuumslög), vonandi hafa menn smekk til að endur- prenta hana líka. VILLIBRÁÐ OG VEISLUFÖNG ÚR NÁTTÚRU ÍSLANDS (Forlagið) Sjö snjallir kokkar fara í matarkistu íslenskrar nátt- úru og fyrir verður — nei, ekki sauðkindin — heldur rjúpur, gæsir, hreindýr, blá- ber og þess háttar. Elda- mennskan er sannanlega frönsk og alþjóðleg, en hrá- efnið er mestanpart ís- lenskt. Kannski þarna sé vísir að sanníslensku eld- húsi framtíðarinnar? Omar Khayyam RUBAIYAT MAGNÚS ÁSGEIRSSON ÞÝDDI (Mál og menning) Kvæðabálkur eftir eitt fræg- asta skáld múslima, Persann Ómar Khayyam — írani mundi hann víst kallast í dag. Kvæði um dauðans óvissan tíma, líf, ást og fólk. Margir hafa spreytt sig á að íslenska bálkinn, en Magn- úsi Ásgeirssyni tókst einna best upp. Fínt til að gefa elskunni sinni — ef hún fílar ljóð ...

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.