Pressan - 19.12.1991, Page 40

Pressan - 19.12.1991, Page 40
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 ■I Hvert verður metsöluheimilistækið Nýjustu sjonvarpstækin eru frá 29 tommum upp í 100 tommur. Tæki þessi eru þeim kostum búin aö þú getur horft á fjórar myndir í einu; eina aö- almynd og þrjár aörar í minna formati öðrum megin á skján- um. Mikill munur það. Mynd- gæðin eru svo mikil aö augað greinir ekki skerpuna og ríkis- sjónvarpið hefur ek ki búnað til að senda myndir með þessari skerpu. Sölumenn þessara sjónvarpstækja segja að það standi allt til bóta. Fólk kaupir sér alls konar tæki og tól á hverju ári. Oft eru tæki þessi notuð mikið rétt á meðan fólkið er að kynnast þeim. Þá eru þau sett inn í skáp og lítið notuð eftir það. Fáir gera sér grein fyrir peningafúlgunum sem liggja í tækjunum og rækju sjálfsagt upp stór augu ef þeir legðu þær saman. Oft eru tæki þessi auglýst sem tímasparandi með ólík- indum. Fólki er sagt að í staðinn fyrir að vera sveitt við þrifn- að og úrillt yfir pottunum geti það notað tímann í annað. Hin hefðbundnu heimilis- störf, eins og matargerð og hreingerningar, eigi að verða auðveldari og taka minni tíma en áður. Fjöldi manns rauk til og keypti sér örbylgjuofn vegna þess að hann átti að spara svo mikinn tíma. Hann getur að vísu sparað fólki mikinn tíma ef það kann að nota hann, en margir nota ofninn til að af- frysta mat og hita upp matar- leifar, en ekki til að elda. Fólk hefur engan tíma til að læra að elda upp á nýtt. Það er dálítið kaldhæðnis- legt að öll þessi tæki skuli vera framleidd til að auð- velda fólki heimilisstörfin og auka fjölbreytnina í eldhús- inu þegar flestir eru lítið ísvól á 7.000 krónur, býr til ís heima i eldhúsi. Engin þörf á að fara lengur með skál út i ís- búð. heima við. Húsmæður fortíð- arinnar hefðu getað notað þessi tæki, en fólk í dag hefur ekki tíma. ELDHÚSTÓL Eldhúsið er sjálfsagt það herbergi á heimilinu sem er mest tækjavætt. Mat, sem áð- ur fyrr fékst bara á veitinga- húsum, er nú hægt að töfra fram í heimahúsum. Þetta vindur upp á sig, því veitinga- húsin verða að leita frekari nýjunga til að bjóða fólki upp á. í ár eru steikarsteinar mjög vinsælir í heimilistækjabúð- unum. Þetta eru samskonar steinar og gerðu Óperu að vinsælu veitingahúsi fyrir um þremur árum. í dag er vin- sælt að bjóða upp á steina- steikur í matarboðum. Það sparar líka vinnuna fyrir gest- gjafann, því gestirnir elda sjálfir matinn á steinunum sínum. Enda þótt það sé einfalt að elda á steini gera sum eldhús- tæki matargerðina svo flókna að hún líkist einna helst efna- fræðitilraunum. Sumir nota vogir sem mæla örsmáar ein- ingar, aðrir nota mjög ná- kvæma hitamæla til að bök- unartíminn verði alveg hár- réttur og matvinnsluvélar, Eggjasuðutæki. Nú verður enginn úrillur á morgnana við að van- eða ofsjóöa eggin. Rafmagnstappatogari. Engin not fyrir karlmenn lengur! sem rífa niður grænmeti, hnoða deig, hræra deig og blanda kokkteila, voru vin- sælar fyrir nokkrum árum. í eldhúsinu má líka finna ýmis tæki og tól sem aldrei eru notuð. Mínútugrill er til á hverju heimili en sjaldnast notað. Nú er komið á mark- aðinn samlokujárn sem gerir mikla lukku. Mínútugrillið var jú aðallega notað til að búa til ostasamlokur og nú er semsagt búið að framleiða tæki sem gerir það betur. Hver kannast ekki við raf- knúinn dósaupptakara? Þeir nýjustu kosta um 3.500 krón- ur, en hvað ætli fólk opni

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.