Pressan - 19.12.1991, Side 49

Pressan - 19.12.1991, Side 49
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 49 Það þarf allt að vera kindajarmur og lækjarniður segir Sjón í viðtali um tannlaus skáld, nýju bókina sína, snobb og fleira „Þetta er fyrsta ljóðabókin mín í fimm ár og mér finnst ég hafa tekið talsverðum breytingum," segir Sigurjón B. Sigurðsson, betur þekktur undir nafninu Sjón, í samtali við PRESSUNA. Hann sendi frá sér ljóðabókina „Ég man ekki eitthvað um skýin" á þessum drungalegu haust- mánuðum og hafa gagnrýn- endur dagblaðanna tekið því misjafnlega að vera minntir á þetta minnisleysi skáldsins og hafa jafnvel gengið svo langt að mæra fyrri bækur höfund- ar á kostnað þessarar. „Það eru næstum því ekki Ijóð í þessari bók," segir Sjón, ,,og það er vegna þess að allt Ijóðrænt prjál hefur verið sniðið af og lesandanum er gefið svo lítið að ljóðin eru allt að því ekki til. Ég hef not- að þessa aðferð í leikritum mínum, að skilja leikarann eftir með lágmarksupplýsing- ar, og vildi prófa hana í Ijóð- unum. í fyrri Ijóðabókum mínum hef ég svo notað ^ myndmálið meira — verið í g einskonar myndbandaformi S — en í þessari bók eru það = frekar raddir sem koma og fara. íslendingar ganga með þá grillu í höfðinu að ljóð þurfi að vera ljóðræn og það þarf helst að niða lækur í höfði lesandans meðan hann les ljóð. Þetta hefur gert það að verkum að íslensk skáld taka hlutverk sitt geysilega alvar- lega og það þarf allt að vera kindajarmur og lækjarniður ef vel á að vera." ALDREI FENGIÐ GÓÐA KRÍTÍK „Ég hef eiginlega aldrei fengið góða krítík á bók og því kemur það á óvart að þessir sömu gagnrýnendur skuli vera farnir að mæra það sem ég skrifaði sem ungling- ur. Það eru aðeins þrír mán- uðir síðan ég gekk frá bók- inni og því ekki hægt að tala um eiginlegar viðtökur, þó að ég fái það vissulega á tilfinn- inguna að ég hafi gengið frá bókinni í annarri merkingu þessprðs," segir Sjón og glott- ir. „Ég vona bara að viðkom- andi menn séu menn til að gera betur sjálfir." Nú er þad bœði gömul og ný tugga ad frumkvödlar í skrifum eru sjaldnast mikils metnir og þeir höfundar sem kanna nýjar leidir fá frekar á sig ord fyrir ad vera skrýtnir höfundar en gódir. Kannski má segja aö þaö sem virki- lega fellur í kramid á hverj- um tíma sé undanrennan af því sem raunverulega er ad gerast. Hvad med verdlauna- pall átgefenda? Þú varst med puttana í tilnefningum síð- asta árs. „Það segir sig sjálft að þær bækur sem hafa brodd og gefa heiminum olnbogaskot eru ekki jafnlíklegar til verð- launa og aðrar og það eru jafnframt þær bækur sem brjóta bókmenntunum nýjar leiðir. Það er helst að slíkar bækur fái viðurkenningu þegar skáldin eru orðin göm- ul og tannlaus, en meðan skáldin eru lífleg og vel tennt er ekkert til unnið að veita þeim verðlaun. Þau geta tekið upp á öllum andskotan- um. Jafnvel bitið forsetann þegar hann réttir þeim millj- ónina." ÞARF MÍNÍBAR, SUNDLAUG OG GERVIHNATTASJÓNVARP En hvernig gengur að lifa af listinni? „Ég lifi það nú fremur af að skrifa en að ég lifi af því. En ungir höfundar lifa í þeirri blekkingu að þeir séu í fullu starfi við skriftirnar þó að tæplega helmingur tímans fari í að redda sér fyrir horn; hlaupa á eftir ávísunum um allan bæ og grenja sig inn á ritstjóra með greinar eða ljóð. Þegar ég er í góðu formi skrifa ég til dæmis frá þrjú til fimm á daginn. Þvínæst fer ég á kaffihús og spjalla við fólk og þaðan að versla í sal- at. Þegar ég hef borðað salat- ið er klukkan orðin níu og þá get ég sest aftur niður og skrifað til klukkan ellefu. Eft- ir lestrar- og útvarpspásu til eitt um nóttina get ég jafnvel skrifað til þrjú. Það er þó aðeins þegar hlaupin eftir ávísunum slíta mér ekki út að ég næ svona vinnudegi. Til að geta unnið í tíu tíma á dag þarf ég að vera á hóteli með míníbar, sund- laug og gervihnattasjón- varpi. Það gerði ég um dag- inn á Hótel Órk, þegar ég var að vinna kvikmyndahandrit." Segðu mér frá þessu hand- riti. „Þetta er handrit að mynd fyrir 9—13 ára börn sem ég er að gera fyrir Hákon Oddsson, kunningja minn, sem vinnur hjá Sjónvarpinu. Við Hákon komum okkur saman um hugmyndina í sameiningu og síðan útfæri ég hana. Þetta er svona hugljúf spennumynd sem hann hefur hug á að framleiða og var mjög skemmtilegt verkefni, en ég hef alltaf gaman af því að tak- ast á við ný form.“ UPPFULLUR AF HUGMYNDUM UM LISTAMENN Sjón vakti fyrst athygli meö súrrealistahópnum Medúsu, sem hann stofnaði, en hann var þá nemandi á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiö- holti. Hann sendi þá frá sér Ijóðabœkur í sjálfsútgáfu sem seinna komu út á einni bók hjá Máli og menningu undir nafninu „Drengurinn með röntgenaugun". Hafð- irðu hug á að verða myndlist- armaður þegar þú valdir listasvið fjölbrautaskólans? „Já, ég ætlaði alltaf að verða myndlistarmaður, en svo fóru hugmyndir mínar og kennara listasviðsins ekki saman og ég flaut í gegn upp á náð og miskunn. Eg var uppfullur af hugmyndum um hvernig listamenn ættu að vera og haga sér og hafði les- ið viðtöl rithöfunda við myndlistarmenn í bókinni „Steinar og sterkir litir“ svo að segja upp til agna. Mér fannst mennirnir í þeirri bók kunna að lifa og leika sér og nennti því ekkert að sitja á rassinum og mála litahring- inn eða teikna stafinn L upp þúsund sinnum. í mínum huga voru það ellin þrjú sem skiptu máli; lífið, listin og leik- urinn, og það var þarna sem ég reyndi að forðast ellina með ellunum og stofnaði ásamt fleirum súrrealistahóp- inn Medúsu." MENN FÉLLUST GRÁTANDI í FAÐMA Og hvernig var svo Dreng- urinn með röntgenaugun kominn inn á gafl hjá Máli og menningu? „Eina nóttina dreymdi mig að ég sæti í herberginu mínu fyrir framan stóran sinkbala, fullan af vatni. í drauminum snerti ég vatnið með fingur- gómunum og það kviknaði ljóð. Þegar ég vaknaði gerðist það ótrúlega að ég mundi ljóðið. Draumurinn var falleg- ur og það var ljóðið líka, en það var frekar í hefðbundnari kanti módernismans. Ég hugsaði; þetta hlýtur að vera ágætt í tímarit Máls og menn- ingar. Ég hafði ekki meira álit á þeim en það. En þeir reyndust meiri smekkmenn en mig hafði ór- að fyrir og það var því ekki fyrr en mörgum draumum og ljóðum síðar að ég rakst á Silju Aðalsteinsdóttur, sem þá var ritstjóri, og hún sagði mér að ég ætti ljóð hjá þeim á botni yfirfullrar skúffu. Ég gæti fengið það ef ég vildi en til þess yrði ég að koma með annað Ijóð. Eg játaði því og þegar ég kom til hennar bar ég upp hugmyndina að Drengnum með röntgenaug- un. Það var eins og við mann- inn mælt: Á skrifstofu Máls og menningar brutust út mik- il fagnaðarlæti og menn féll- ust grátandi í faðma yfir því að þessi ungi höfundur væri loksins kominn í skjól. Síðan hef ég verið hjá Máli og menningu," sagði Sjón að lok- um og horfði dreymandi fram fyrir sig. Þóra Kristin Ásgeirsdóttir tcngsl Eyjólfur Konráð Jónsson al- þingismaöur er frá Stykkis- hólmi eins og ■P* 1 Árni Helgason fyrrverandi ^ stöðvarstjóri L '/-Jfj Pósts og síma I í sem er r,ar*ur r • tjjm bindindismaður Ámi Sigfússon borgarfulltrúi sem starfað hefur sem blaðamaður eins og Guðlaugur Þor- valdsson ríkis- sáttasemjari sem einu sinni var ráðuneytis- stjóri eins og ÉBerglind Ás- geirsdóttir en hún var einu sinni í stjórn Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, eins og Hans Kristján Árnason við- skiptafræðing- ur sem hefur starfað sem kennari eins og ■p*-..Helgi Jóhanns- f »• i son fram- 1 kvœmdastjóri i\Mrv: :: Samvinnu- ferða/Landsýn- ar en hann er | viðskiptafræð- ingur eins og Jón Ásbergs- son forstjóri Hagkaups sem er fyrrverandi bæjarfulltrúi eins og Júlíus Sólnes prófessor en hann er fyrr- verandi þing- maður eins og Birgir ísleifur mm, Gunnarsson y. - bankastjóri j '“Æl sem er lög- L ■ fræðingur eins ■kJKll og 4-

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.