Pressan - 19.12.1991, Síða 54

Pressan - 19.12.1991, Síða 54
54 F1MMTUDAGUR FtllMW 19. PESEMBER 1991 og aðrir íslendingar með fágæt nöfn. Þau hafa ekki öll verið sátt við þessi nöfn stn og sum þeirra lagt blátt bann við að þau séu notuð. að bera það rétt fram. Um merkingu nafnsins sagðist hún alltaf hafa álitið að það tengdist orðinu friðardúfa. í bókinni Nöfn fslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sig- urð Jónsson frá Arnarvatni, sem er nýkomin út, er að finna geysimikinn fróðleik um íslensk mannanöfn. Sam- kvæmt bókinni virðist nafnið Dúfa fyrst koma fyrir á ára- tugnum 1921—1930. í þjóð- skrá 1989 voru fjórar konur skráðar Dúfa að fyrra nafni eða sem einnefni en sex að síðara nafni. Dúfa hét ein af dætrum Ægis og Ránar sam- kvæmt Snorra-Eddu og er merking nafnsins stundum alda. En einnig gæti fugls- nafnið Dúfa legið að baki ein- hverri nafngjafanna. ÉG BANNA ÞETTA NAFN „Ég er víst eina konan á landinu sem ber þetta nafn og hef orðið fyrir óþægind- um vegna nafnsins. Sérstak- lega þegar ég var krakki, en mér er orðið sama um nafnið núna," sagði Tala Klemens- dóttir. Hún er ættuð úr Skaftafellssýslu og var skírð í Tala: Hef lagt blátt bann við nafninu höfuðið á langömmu sinni. Hún sagðist oft þurfa að margendurtaka nafn sitt þeg- ar hún væri spurð að heiti og margir ættu erfitt með að skilja að hún héti einfaldlega Tala. En er ætlunin að halda þessu nafni í ættinni? „Nei, ég er búin að banna það. Ég á þrjá syni og hef lagt blátt bann við því að barna- börnum eða -barni verði gef- ið þetta nafn. Ég hef aldrei heyrt neinn tala um hvaðan þetta nafn er komið nema hann séra Árelíus. Hann sagði mér að nafnið væri grískt," sagði Tala Klemens- dóttir. Samkvæmt nafnabókinni hefur nafnið Tala aðeins komið fyrir þrisvar sinnum. Kona í Skaftafellssýslu bar nafnið 1845 og önnur var skráð í sömu skýrslu tíu árum síðar og það mun hafa verið langamma Tölu Klemens- dóttur. Bókin segir nafnið hafa orðið fyrir samruna tveggja lágþýskra orða, Sunt Af gœiunöfnum Blaka heitir Guðrún Laufey Gælunöfn af ýmsu tagi hafa lengi tíðkast. Þess eru jafnvel dæmi að gælunöfn hafi fest svo við fólk að enginn kann- ast við það undir hinu rétta nafni. í símaskránni má finna nafnið Blaka Jónsdóttir. En konan sem er skráð undir þessu nafni heitir alls ekki Blaka. „Ég heiti Guörún Laufey Jónsdóttir, en hef verið köll- uð Blaka síðan ég var nokk- urra mánaða gömul og það hefur haldist síðan. Þess vegna þýddi ekkert fyrir mig að setja skírnarnafnið í síma- skrána því enginn þekkir mig með því nafni," sagði Blaka í samtali við PRESSUNA. í bókinni Nöfn íslendinga er nafnið Blaka nefnt og segir þar að ein kona beri nafnið sem síðara nafn af tveimur í þjóðskrá 1989. Sennilega sé það upprunalega gælunafn og sannast það á henni Blöku sem heitir Guðrún Laufey. Kafli í bókinni fjallar um gælunöfn og þar kemur fram að á fjórða áratugnum fór að bera allmikið á þeim gælu- nöfnum kvenna sem höfðu endinguna -í eða -ó. Halldór Laxness nefndi þessa gerð gælunafna í stuttri grein sem hann birti 1939. Þar segir: „Nýr gælunafnasiður hefur komist á í kaupstöðum á síð- ustu tímum, sérstaklega telpunafna. Fögrum íslensk- um kvenheitum, sem veita þeirri konu tign og virðuleik, sem ber þau, einsog dýrir skartgripir fornir (nöfn eins- og t.d. Ragnheiður, Ásthildur eða Guðrún), er snúið í hin herfilegustu orðskrípi, líkt og fyrirmyndir væru sóttar í dreggjar útlends stórborga- máls eða til villiþjóða: Dídi, Sísí, Fífí, Gígí, Dúdí, Gógó, Dódó. Afkáraleg orðskrípi af þessu tæi fara senn í bág við íslenskt málfar og menntað- an smekk." í bókinni er bent á að grein Halldórs virðist ekki hafa haft mikil áhrif, því gælunöfn af þessari gerð lifi enn góðu lífi i málinu. GÍSLI SÚRSSON VAR ÞORBJÖRNSSON Nöfn íslendinga greinir frá því að talsvert meira hafi ver- ið skrifað um viðurnefni en gælunöfn, einkum um viður- nefni til forna. Ástæður við- urnefna til forna hafi verið margar. Útlit manna gat ýtt undir myndun viðurnefnis, t.d. Haraldur hárfagri, Björn bríkarnef, Þórdís blómakinn og Þorkatla bringa. Oft voru menn kenndir við búninga eða skraut, t.d. Haraldur grá- feldur, Ragnar loðbrók, Sig- hvatur sokki og Arnór baug- ur. Þá eru dæmi þess að börn séu kennd við viðurnefni föð- ur síns. Faðir Gísla Súrssonar hét Þorbjörn en hafði viður- nefnið súr. Flestir íslendingar bera ósköp venjuleg nöfn eins og sést best á því að 91% þjóðar- innar deilir með sér aðeins 100 nöfnum. Börn eru ýmist skírð í höfuðið á einhverjum nákomnum ættingja, oft afa og ömmu, eða foreldrar velja þekkt nöfn úr öðrum áttum. En þegar farið er að velja börnum nöfn eins og Aþena, Dípa, Spakur, Hneta og Knöttur er komið langt út fyr- ir þennan hefðbundna ramma mannanafna. Sumir hafa orðið fyrir þeim hremmingum að vera skírðir afkáralegum nöfnum og hafa orðið að burðast með þau alla ævi sér til mikillar ar- mæðu og óþæginda. Sögur hafa verið sagðar af fólki sem taldi að það hefði verið skírt slíkum ónefnum að nafngift- in hefði lagt líf þess í rúst. En sjaldgæf nöfn þurfa ekki að vera afkáraleg og margir eru fyllilega sáttir við að bera óal- geng nöfn. DÚA VARÐ AÐ DÚFU „Það var ákveðið að skíra mig í höfuðið á ömmu minni sem hét Þuríður. Henni þótti Þuríðarnafnið hins vegar svo Ijótt að hún var alltaf kölluð Dúa. Hún tók ekki í mál að ég fengi nafnið Þuríður og þá átti að skíra mig Dúu. Á það vildi presturinn ekki fallast og því var effinu bætt inn í,“ sagði Dúfa S. Einarsdóttir þegar hún var spurð um til- urð nafnsins. Hún sagðist vera fyllilega sátt við nafn sitt og ekki hafa orðið fyrir neinum óþægind- um vegna þess. Það væri hins vegar ekki alltaf sem ókunn- ugir gripu nafnið í fyrsta sinn og það kæmi fyrir þegar hún segði til nafns að spurt væri hvort Dúfa væri skrifað með effi eða vaffi. Dúfa er kennari og sagði að börnunum þætti ekkert einkennilegt við nafn- ið og væru mjög dugleg við

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.