Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 56
56
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991
HRÆDDUR VID VÍDÁTTUNA
EN EKKI MANNFÓLKIÐ
segir Sævar Ciecielski um þau viðbrigði að koma út úr fangelsi eftir níu ára fangavist
Ákærði Sævar var lokaður
inni í einangrunarklefa í tvö
ár. Viðurkennt var að Ijós
hefði verið látið loga í klefa
hans samfleytt í mánuð.
Hann var hafður nótt og dag
tvívegis í fótjárnum, þrjár
vikur hvoru sinni. Hann hafði
hvorki skriffæri né lesefni í
níu mánuði. Honum voru
skammtaðar fjórar sígarettur
á dag. Hann fékk ekki sæng-
urfatnað í níu mánuði. Fékk
ekki að fara út undir bert loft
í heilt ár en þó stundum í bíl
með lögreglu út i hraun. Allt
er þetta viðurkennt og kom
ekki til álita við harðræðis-
rannsókn fyrir sakadómi og
síðan Hæstarétti.
Svo segir í einum kafla bók-
arinnar Áminntur um sann-
sögli eftir Þorstein Antonsson
sem er nýkomin út. í bókinni
er fjallað um svokölluð Guð-
mundar- og Geirfinnsmál
sem skóku allt þjóðfélagið
um miðjan áttunda áratug-
inn. Fréttir um mannshvörf,
morð, fjársvik, fíkniefnasölu,
grunsamleg sjálfsvíg og Œ
meinta mafíustarfsemi með 2
þátttöku háttsettra manna I
oliu gífurlegu uppnámi og $
ótta. Eftir umfangsmestu £
sakamálarannsókn sögunnar
hérlendis voru fjögur ung-
menni fundin sek um tvöfalt
morð og málinu lauk með
dómi Hæstaréttar í febrúar
1980. Lík þeirra tveggja
manna sem sannað þótti að
hefðu verið myrtir hafa hins
vegar aldrei fundist.
KOFITÓMASAR FRÆNDA
Sá sem hlaut þyngsta dóm-
inn var Sœvar Marinó Cieci-
elski. Hann var handtekinn
12. desember 1975, dæmdur
i ævilangt fangelsi í sakadómi
19. nóvember 1977 en Hæsti-
réttur mildaði dóminn í 17
ára fangelsi í febrúar 1980.
Vorið 1984 gekk Sævar út af
Litla-Hrauni sem frjáls maður
eftir nær níu ára samfellda
fangelsisvist, þar af lengi i
einangrun sem gæslufangi.
Hvernig tók samfélagið á
móti Sævari eftir allt það sem
á undan var gengið?
„Mér var undantekningar-
lítið tekið vel. Ég er ekki bitur
út í samfélagið þótt ég hafi
verið dæmdur fyrir morð
sem ég hef aldrei framið. Mér
þykir vænt um fólk. En að
mörgu leyti var það jafn-
slæmt að koma út úr fangels-
inu og að fara þar inn í upp-
hafi. Eftir mörg ár í ofvernd-
uðu umhverfi var mér fleygt
út í hringiðu þjóðfélags sem
ég hafði ekki verið þátttak-
andi í frá því ég var tvítugur
maður."
Sævar hallar sér aftur í
stólnum og strýkur yfir hárið,
hugsandi á svip. Grannur
maður, lágvaxinn. Talar hægt
og yfirvegað.
„Það var i sjálfu sér ekki
erfitt að vera á Litla-Hrauni
en erfiðar minningar úr
langri einangrun öngruðu
mig. Fangaverðirnir reyndust
mér vel þegar þeir komust að
raun um að ég var ekki þessi
stórhættulegi glæpamaður
sem þeir héldu fyrst. Ég skrif-
aði mikið og las töluvert. Það
kom þarna sveitungi minni
sem kennari, Sveinn heitinn
Ágústsson. Hann bjó og
kenndi á Hrauninu og við
vorum miklir mátar. Ég lagði
aðallega stund á stærðfræði
og sóttist námið vel. Þar sem
ég var með lengsta dóminn af
föngunum sem þarna voru
hafði ég vissa sérstöðu, eins
og venja er með þá sem eru
með langa dóma. Ég kynntist
þarna mönnum sem mér lík-
aði ágætlega við, en yfirleitt
dvöldu þarna strákar sem
voru að koma aftur og aftur
og virðast ekki eiga aðra
framtíð. Meðan ég var á
Hrauninu vann ég meðal
annars um tíma við byggingu
hinnar nýju einangrunar-
álmu fangeisins, sem var
byggð að fyrirmynd fangelsis
í Þýskalandi fyrir hryðju-
verkamenn. Tómas Árnason
útvegaði víst peninga frá
Framkvæmdastofnun í þessa
byggingu enda var hún köll-
uð Kofi Tómasar frænda.
Þarna var ekki sparað í
neinu. Sprengju- og skothelt
gler og allt er þarna mjög
rammbyggilegt. Það var ekk-
ert launungarmál að upphaf-
lega átti að vista okkur fjór-
menningana þarna en úr því
varð ekki. Kofi Tómasar
frænda stóð lengst af auður."
ÚR FANGELSI í
SEÐLABANKANN
Við komum aftur að því
sem tók við þegar Sævar var
látinn laus til reynslu eftir að
hafa afplánað helming refsi-
vistarinnar, eins og venja er
um þá sem hafa hlotið langa
dóma.
„Það er geysilega djúp gjá á
milli frelsis og ofverndaðs
umhverfis í fangelsi. Ég fór
strax að sækja AA-fundi og
náði þar svona tíðarandan-
um. Sat mikið á fundum og
hlustaði. Ég hafði hugsað
mér að halda áfram námi en
fór þess í stað að vinna. Fékk
starf við byggingu Seðla-
bankahússins. Þér finnst það
greinilega fyndið að þessi
meinti stórglæpamaður skuli
hafa farið að vinna við að
byggja musteri fjármálalífs og
valds, en þetta atvikaðist nú
svona."
— Varslu litinn hornauga?
„Málið er það að manni er
alveg sama hvað öðrum
finnst ef maður hefur sjálfan
sig á hreinu. Þó er manni ekki
sama gagnvart þeim sem
manni þykir vænt um. En ég
var svo upptekinn af því að
uppgötva þetta samfélag á
nýjan leik að ég tók ekki mik-
ið eftir framkomu hvers og
eins í minn garð. Fangelsis-
dvölin sat auðvitað í mér. Ég
stóð mig oft að því að vera að
leita að lyklunum að klefan-
um minum á Hrauninu. Þeg-
ar maður er búinn að vera
svona lengi á einhverjum
stað er maður orðinn gróinn
inn í umhverfið. Þess vegna
verður maður hræddur fyrst
eftir að komið er út. Ekki við
mannfólkið, heldur víðátt-
una. Og ég þurfti að átta mig
á tilfinningum minum og
rækta sjálfan mig. Það komu
fyrir einkennileg tilvik. Einu
sinni var ég til dæmis að
ganga Grettisgötu og þá varð
umhverfið allt í einu þoku-
kennt. Ég sá allt í móðu og
Öryggisálman nýja var alltaf kölluð
„Kofi Tómasar frœnda “
þegar ég talaði við fólk sá ég
í gegnum það."
— Hvad þótti þér óþœgileg-
ast til ad byrja meö eftir
fangavistina?
„Það var allur þessi skark-
ali og hávaði. Til dæmis inni
á kaffihúsi þar sem heyrðust
mörg ólík hljóð í einu. Og ég
man eftir því, þegar ég kom
úr einangrun í Síðumúlafang-
elsi austur á Litla-Hraun, að
ég gat varla setið til borðs
með öðrum því ég ætlaði að
ærast af alls kyns hávaða.
Glamur í hnífapörum og disk-
um varð að ærandi hávaða.
Enda var ég gjörsamlega bú-
inn á þessum tíma. Var alveg
að klikkast og orðinn eins og
gangandi lík. Það sem bjarg-
aði mér var að ég missti aldr-
ei trúna á sjálfan mig. Það
þýddi ekki að leggjast á bæn
inni í Síðumúla og biðja Guð
um hjálp nema hafa trú á
sjálfum sér."
— Hvernig voru jólin íSídu-
múlafangelsi?
„Jólin? Það voru engin jól
þar. Bara venjulegir dagar í
fangelsi og einangrun. Þó
fékk ég jólagjöf frá Vernd og
mig minnir að Jón Bjarman
fangaprestur hafi komið í
heimsókn. Kannski var mat-
urinn eitthvað betri en venju-
lega. Nei, það eru ekki jól í
Síðumúla.
En ég hef átt niu jól í fang-
elsi.“
EKKI MITT AÐ SANNA
SEKT NOKKURS MANNS
Rannsókn Guðmundar- og
Geirfinnsmála er ærið reyf-
arakennd á köflum að
margra áliti. Þar eru ekki öll
kurl komin til grafar, í orðsins
fyllstu merkingu, þar sem
aldrei hefur fundist tangur né
tetur af þessum mönnum
sem talið var sannað að
hefðu verið myrtir. Þegar
rannsóknin var komin í sjálf-
heldu var fenginn hingað til
lands þýskur rannsóknarlög-
reglumaður á eftirlaunum,
Karl Schutz að nafni. Sá hafði
verið yfirmaður öryggissveit-
ar ríkislögreglunnar. Hann
hélt á málinu af þýskum járn-
aga og var annt um persónu
sína. Kærði Morgunblaðið
fyrir meiðyrði vegna skop-
myndar eftir Sigmund. Taldi
sig hafa upplýst málið og
hvarf síðan af landi brott með
stóran launatékka. Ýmsar
brotalamir rannsóknarinnar
eru raktar í bók Þorsteins An-
tonssonar. Þarna koma líka
fram einkennilegar tilviljanir
eins og til dæmis að á sínum
tíma hvarf bróðir Geirfinns,
fjögurra ára gamall, og spurð-
ist aldrei til hans. Höfundur
segir að játningar, lygaspuni
og söguburður um saklaust
fólk breyti ekki þeirri stað-
reynd að þjóðin eigi sakborn-
ingum í Geirfinnsmáli skuld
að gjalda. Spurninguna um
sakleysi gagnvart lögum eftir-
lætur höfundur sérfræðing-
um.
Sævar Ciecielski heldur
fast við það að hann hafi eng-
an drepið og málalok verið
knúin fram til að loka stór-
máli sem var farið að valda
miklum óþægindum í þjóðfé-
laginu, ekki síst meðal lög-
reglu- og dómsyfirvalda. En á
hann von á að fá uppreisn
æru?
„Ég held að ég fái það aldr-
ei. Það er eins og flestir vilji
gleyma þessum óþægilegu
málum. Ekki hrófla við
ímynd réttarkefisins. Sem
betur fer tíðkast ekki lengur
þau vinnubrögð sem voru
notuð við rannsókn þessa
máls. Upphaf þess að ég var
flæktur í málin tel ég vera
deilu sem ég lenti í við Þórð
Björnsson, þáverandi sak-
sóknara, sumarið 1975. Hót-
aði að segja frá ákveðinni
vitneskju ef hann leiðrétti
ekki ákveðið smámál. Uppfrá
því var fylgst með mér.
I bókinni sem nú er komin
út er að finna ýmislegt sem
staðfestir það sem ég hef
haldið fram varðandi sakleysi
mitt og annarra sem hlutu
dóma vegna GG-málsins. En
það er af miklu meira að taka.
Ég er í sambúð og við eigum
tvö lítil börn. Fjölskyldan er
mesta hamingja mín í lífinu.
en auðvitað hvílir þetta
gamla mál á mér á vissan
hátt. En ég held að réttlætið
nái fram að lokum."
— Þú segist ekki vera sekur
um aö hafa stytt tveimur
mönnum aldur. En veistu þá
hver eða hverjir voru að
verki, hafi um morð verið að
rœða?
„Ég tei mig hafa vissar hug-
myndir um það, en það er
ekki mitt að sanna sekt nokk-
urs manns. Ég er ekki viss um
að rannsóknaraðilar hafi ver-
ið sannfærðir um sekt okkar
sem vorum ákærð. Þegar ég
var dæmdur í ævilanga fang-
elsisvist í sakadómi sáust
nokkrir af þessum rannsókn-
armönnum sitjandi á aftasta
bekk í dómsalnum. Sumir
tuggðu tyggjó og báru sól-
gleraugu. Mig skortir orð til
að lýsa þessum fáránleika."
Sæmundur Guðvinsson