Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 30
30
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNÍ 1992
Samanburður á Reykjavík og jafnstórum borgum í Frakklandi og Bandaríkjunum
Rey kj aví k
er mesta
sveitaþorpið
en býður upp á flest bíóin
Það er ekki einfalt að bera
saman borgir í svona ólíkum
löndum. I Bandaríkjunum er allt
svo stórt og Frakkland er jú
næstfjölmennasta ríki í Evrópu-
bandalaginu. Við reynum nú
samt og veljum til þess borgim-
ar La Rochelle í Frakklandi og
Springfield í Massachusetts í
Bandaríkjunum.
La Rochelle á það sameigin-
legt með Reykjavík að vera
hafnarborg og tiltölulega ein-
angruð, miðað við að vera stað-
sett á meginlandinu. Hún er við
suðvesturströnd landsins, miðja
vegu milli Bordeaux og Nantes.
Hraðbrautin frá París úl Spánar
í gegnum Bordeaux liggur einn-
ig fram hjá La Rochelle
nokkuð í alfaraleið. Enn sem
komið er eru lestarsamgöngur
þangað ífá París þó ekkert alltof
greiðar finnst manni. Skipta
verður um lest í Poitiers, en á
næsta ári verður Atlantshafs-
braut TGV-hraðlestarinnar
teygð til La Rochelle og vænt-
anlega vænkast þá hagur borg-
arinnar.
Ibúar La Rochelle eru
102.000 með úthverfum. Nokk-
um veginn jafnmargir Reykvík-
ingum semsagt. Borgin banda-
ríska er nokkru stærri, eða svip-
uð Stór-Reykjavíkursvæðinu,
með 160.000 íbúa. Hún er í
fylkinu Massachusetts og til-
heyrir því svæði sem fyrst
byggðist Evrópubúum í Banda-
rfkjunum, Nýja-Englandi. Ekki
skal fúllyrt hvort hún er heima-
borg Simpson-fjölskyldunnar,
þar sem ein Springfield ku vera
til í flestum fylkjum Bandaríkj-
anna.
Springfield er heldur ekki í
neinni órafjarlægð frá stórborg-
um, sem varla getur verið kostur
íyrir smáborg í Bandaríkjunum.
Það tekur aðeins þrjá tíma að
keyra þaðan til New York og
tæpa tvo til Boston á meðan La
Rochelle er í fjögurra tfma fjar-
lægð frá París. Springfield er
engu að síður — eins og La
Rochelle og Reykjavík — mið-
punktur efnahagslífsins í sinni
sýslu.
FRÆGAR BYSSUR OG
LÍFTRYGGINGAR
I Reykjavík starfa langflestir
við þjónustustörf eða yfir
sextíu prósent borgar-
búa. Hvorki meira
né minna. Og hvar
skyldi svo allt þetta
fólk vera í vinnu? Jú,
flestir vinna hjá
Reykjavfkurborg
sjálfri, eða hátt á
fimmta þúsund
manns. Hvorug
hinna borganna
nefnir fjölda
borgarstarfsmanna,
svo við getum því miður
ekki borið tölumar saman. Aftur
á móti er Baystate-læknamið-
stöðin stærsú vinnuveitandinn í
Springfield með 4.850 starfs-
menn. Það eru miklu fleiri en
vinna á Borgarspítalanum
(1.262).
Fjöldi starfsmanna hjá einu
fyrirtæki í Springfield er yfirleitt
miklu meiri en í hinum borgun-
um tveimur, ef frá eru taldir
starfsmenn Reykjavfkurborgar.
Næststærsti vinnuveitandinn í
Springfield er líftryggingarfyrir-
tæki með 4.200 starfsmenn! Við
skulum bara vona að þeir séu
ekki í neinum tengslum við
sjúkrahúsið. Né heldur vopna-
framleiðandann Smith & Wes-
son (1.500). Það vinna annars
flestir í verksmiðjum í Spring-
field og við þjónustustörf.
Við fengum því miður engar
tölur yfir veltu einstakra fyrir-
tækja í bandarísku borginni, en
ekki er erfitt að ímynda sér að
hún sé allmiklu meiri en gengur
og gerist í Reykjavík. Ekki síst
þar sem þeir framleiða ýmis
heimsþekkt vörumerki. Eða
hver kannast ekki við Bosch-
handrafmagnsverkfæri? Ýmis-
legt fleira framleiða þeir, sem
undirrituð kannast ekki við, en
kannski lesendur. Þar á meðal
eru leikföng frá Milton Bradley,
Breck-hárvörur, Buxton-seðla-
veski, Chapman-lokur, plast frá
Monsanto, Moore-handverk-
færi, innpökkunarvélar, Spald-
ing-sportvörur og Stanley
„heimatilbúnar" vörur, að
ógleymdum Smith & Wesson-
byssunum.
Stærstu iðnfyrirtækin í
Reykjavík, Hampiðjan (179
starfsmenn), Kassagerð Reykja-
víkur (156), Áburðarverksmiðja
ríkisins (145) og Múlalundur
(56), státa víst ekki af neinni
sambærilegri frægð. Né stærð.
Allt eru þetta smáfyrirtæki sam-
anborið við Kanann. Það er ekki
nema við leyfum íslenska álfé-
laginu að fljóta með, að eitthvað
verður í þetta varið. Þar vinna
588 menn og veltan er 9,8 millj-
arðar. Sem er ríflega tvöföld
samanlögð velta hinna fyrir-
tækjanna.
Franska borgin er miklu nær
okkur í öllum hlutföllum og
stærð. Iðnaður þar er reyndar
ekki ýkja mikill, en engu að síð-
ur veita iðnfyrirtæki fleirum
vinnu. Veltan virðist aftur á
móti vera svipuð og hjá þeim
reykvísku, 4,5 milljarðar. Flest
iðnfyrirtækin starfa í vél- og
jámiðnaði. Alsthom framleiðir
hluti fyrir jámbrautimar, þar á
meðal TGV-lesúmar, og hefur
1.227 starfsmenn. Efnaverk-
smiðjan Rhone Poulenc hefur á
að skipa 534 starfsmönnum og
vélaffamleiðandinn Triax Ind-
ustries 545.
Matvælaiðnaður í frönsku
borginni er ekki stór. Þó er þar
staðsett Yoplait-mjólkurbúið, en
vömr þess em landsþekktar eins
og vömr Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík og Friendly-ísinn
þeirra í Springfield.
OSTRUR RÆKTAÐAR í
STÓRUM STÍL
Með flmm stærstu fyrirtækj-
um íslands eru Sölumiðstöð
hraðffystihúsanna og Sölusam-
band íslenskra fiskframleiðenda.
Þau velta 34 milljörðum á ári,
en veita þó ekki nema 150
manns vinnu samanlagt. Alls
stunda 1.000 manns störf tengd
sjávarútvegi í Reykjavík, en á
annan tug þúsunda í La Roc-
helle. Springfield er sjálfkrafa
undanskilin í þessu dæmi, þar
sem hún liggur ekki að sjó.
Höfnin í La Rochelle er átt-
unda stærsta höfnin í Frakklandi
og um hana fara þijár milljónir
tonna af vörum á ári á móti
tveimur milljónum sem fara um
Reykjavíkurhöfn. Við eigum
aftur á móti metið í löndun á
fiski. Hér var landað 56.000
tonnum, en aðeins 15.000 tonn-
um í La Rochelle, að verðmæú
23 milljarðar króna.
Það er annars konar iðnaður
tengdur fiski, sem skapar öll
þessi störf í La Rochelle. í borg-
inni og nágrannabæjum hennar
eru nefnilega fremstu skelfisk-
ræktendur alls Frakkalands. Á
ári hveiju em framleidd 60.000
tonn af ostrum til neyslu, en
heildameyslan í Frakklandi er
120.000 tonn. Veltan er 1,6
milljarðar íslenskra króna og
700 milljónir í kræklingabú-
skapnum, sem nær því að vera
h m : w R |C •/
fjórðungur af allri framleiðslu í
Frakklandi.
MILLcJÓN TIL LA ROC-
HELI.Fi - 100.000 TIL
REYKJAVÍKUR
Það verður að játast að að-
dráttarafl Reykjavíkur er víst
ekki ýkja mikið fyrir aðra en
landsmenn. Erlendir ferðamenn
koma hingað flestir af því þá
langar að sjá ffamandi landslag.
Úú á landsbyggðinni. Ekki til að
skoða byggingarlistina í Þing-
holtunum né heldur Perluna.
Þeir koma nú engu að síður við í
Reykjavík, óhjákvæmilega, og
hafa verið á bilinu 130-140.000
á síðustu árum. Springfield og
La Rochelle hafa ívið meira að-
dráttarafl. Til þeirrar síðar-
nefndu koma milljón manns á
ári hverju og víst er að ekki
heimsækja færri Springfield.
Fyrir utan að hafa upp á að
bjóða sögulegar heimildir, eins
og gamlar byggingar, er ýmis-
legt um að vera í hvorum-
tveggja borgunum.
I La Rochelle er haldin mikil
sönghátíð á hverju sumri, sem