Pressan - 25.06.1992, Page 39
FIMMTUDAGUR PRCSSAM 25. JÚNI 1992
39
L í F I Ð E F T
BARIR
• Perian er fyrst og fremst þekkt sem
veitingastaður og útsýnispallur (með
langbesta ísinn í bænum). En í tengsl-
um viö veitingastaðinn er líka einn
skemmtilegasti bar í Reykjavík. Ekki
svo að skilja aö þar sé rífandi stuð, þar
sem fáklæddar hofróður og velklasddir
dándimenn uni viö sitt dægrin löng. En
það er enginn staður í höfuðborginni,
þar sem menn geta verið jafnhátt uppi
í tvennum skilningi. Menn fara ekki út
að borða í Perlunni nema þeir séu
agalega flottir í tauinu, sem setur vita-
skuld sitt mark á stemmninguna,
þannig að hún er afar raffíneruö. Úr-
valið á barnum er prýðilegt, en helst
sýpur maöur náttúrulega á hinum
bestu veigum, þó svo sá smekkur
dældi veskið nokkuð. Fyrst og fremst
er það þ>ó útsýnið, sem eftirsókn er í.
Þaö er dásamlegt á reykvísku vor-
kvöldi, því maöur sér yfir alla borgina,
nágrenni hennar, Snæfellsnes og
Reykjanesskaga, Esjuna og Mosfells-
heiöi. I góöu skyggni á sjötta glasi
eygja sumir meira aö segja Vestfirði,
þó svo ég selji það ekki dýrar en ég
keypti. Hiö eina sem spillt getur fyrir er
útsýniö yfir Kópavog, en oftar en ekki
kemur Móðir náttúra fegurðarskyni
gestanna til bjargar og leggur þoku-
hjúp yfir kumbaldana þar. Dugi það
ekki til er ekki annað til ráða en að fá
sér einn gráan til og snúa sér undan,
því barinn í Perlunni er eini staðurinn,
sem ekki snýst, þótt „allt sýnist hring-
snúast, stólar og borð“.
MraivjjKHB
Ólafur
Jónsson
upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborg-
ar (Jason Ólafsson, handboltakappi
og nýbakaður faðir talar)
„Jáááh Tónsmiðjan... halló...
halló. Uhm. Þetta er sjálfvirkur
síms\’ari hjá Olafi, Kristínu, Jas-
oni og Bjarneyju. Það er enginn
við þessa stundina en vinsam-
legast skiljið eftir skilaboð ejtir
þetta lag (og stúfur úr Vegbúa
Kristjáns Kristjánssonar hljóm-
ar, Jason leikur á harmonikku
og syngur undurblítt). “
„Það er búið að klára allar út-
gáfunar. Ein verður á sound-
trekkinu úr Sódómu Reykjavík,
önnur á erlendri safnplötu, þá
verður og gefin út tólftomma
með mismunandi mixi og síðan
verður lagið á sólóplötu Bjark-
ar,“ segir Þórhallur Skúlason
tónlistarmaður. Hann og Björk
Guðmundsóttir Sykurmoli hafa
verið að vinna
saman undanfarið
og útkoman er lag-
ið Takk fyrir eða
Thank you. Lagið
er eftir Þórhall en
textinn eftir Björk
og á næstunni
kemur lagið út á
fjórum plötum en
kemur hvergi til
með að hljóma
eins. „Fólk getur
því keypt allar
plötumar.“
Á Englandi hafa
verið gefnar út
safnplötur undir
heitinu Volume og lagið verður
á Volume fjögur eða fimm, það
eru engin smástimi sem eiga lög
á þessum plötum og dugar þar að
nefna sveitir eins og Sykurmol-
ana og REM. Og nú er Þórhallur
að komast í hópinn — eða Ajax
eins og hljómsveitin hans heitir.
Þórhallur er ekki gamall mað-
ur, aðeins tvítugur, en hefur engu
að síður verið í tónlistarbransan-
um í fjölmörg ár; byrjaði sem
diskótekari 12 ára gamall. Sem
er kannski ekkert skrýtið þegar
þess er gætt að „mamma var
diskótekari og pabbi var í hljóm-
sveit þannig að ég er alinn upp í
þessu. Hef þetta í blóðinu".
Ajax spilar House-músík eins
og hún gerist best og Þórhallur
stefnir ótrauður að því að flytja
utan og starfa þar að tónlist.
Þórhallur Skúlason. Ajax er
hugarfóstur hans en hann
Bjössi er líka í sveitinni.
Hann hefur reyndar fyllstu
ástæðu til að vera bjartsýnn því
plata Ajax, Roughish, seldist f
yfir 3.000 eintökum á Bretlandi.
„Eg ætla að lifa og hrærast í
þessu í framtíðinni, það er ör-
uggt,“ segir Þórhallur. Og á
morgun spilar Ajax í Héðinshús-
rnu.
SUMARÞINC UM
CUNNAR CUNNARSSON
Á laugardaginn efnir Félag frá Danmöiku í boði félagsins til
áhugamanna um bókmenntir til að ræða stöðu Gunnars í danskri
sumarþings um Gunnar bókmenntasögu. Þá tala og
Gunnarsson skáld. Þing- _ Thor Vilhjálmsson,
ið verður haldið í /jjjgttmf' Gunnar Jóhannes
Borgartúni 6 og hefst fÆfím X\ Árnason, Halla
klukkan korter yfir / __» \ Kjartansdóttir,
tíu að morgni og | 1 Sojfía Auður Birg-
stendur allan daginn | 'SMkÁ. I isdóttir, Þórir Ósk-
og verður öllum op- \ J arsson og Þorleifitr
Fjallað verður umamir Helgi Skúlason
ævi og verk Gunnars og Helga Backmann
ýmsum hliðum. Meðal annars flytja leikgerð Bjarna Bene-
kemur Böðvar Guðmundsson, diktssonar og Lárusar Pálsson-
skáld og fræðimaður, til landsins ar, Myndir úr Fjallkirkjunni.
POPPIÐ
• The Fabulous Blues Babies eru
væntanlega einhvers konar blúsband.
Af hverju þaö er skírt upp á útlensku
vitum við ekkert um og við vitum held-
ur ekkert um hverjir skipa þetta band
en hitt er víst og satt að í kvöld (nú
þýöir í kvöld fimmtudagskvöld en ekki
miövikudagskvöld eins og í siðustu
viku) veröur þessi sveit á Gauknum.
Við vonum að þessi frábæru börn
standi undir nafni.
• Jói á hakanum heitir hljómsveit
sem kemur fram í kvöld í Gallerí Ing-
ólfsstræti. Það er óháða listahátíöin
sem stendur að þessum tónleikum, en
þama koma fram ásamt Jóa Stórsveit
Regnhlífarsamtakanna og ungir ís-
lenskir gítarleikarar. Þeir félagar í Jóa
á hakanum ætla að flytja tónlistar-
spuna en ekki er okkur kunnugt um
hvað hinir ætla aö gera. Sjálfsagt verð-
ur joetta allt hið skemmtilegasta.
• Bogomil Font og milljónamær-
ingarnir eru ein heitasta sveitin á
landinu í dag. Á fimmtudagskvöldið
verða þeir á Púlsinum en þeim tónleik-
um veröur útvarpaö beint á Bylgjunni í
boöi Gunnars Asgeirssonar hf. Þeir
ætla aö spila sína suðrænu tónlist fyrir
gesti og til að andrúmsloftiö verði al-
vöru hefur Binni verið fenginn til að
skreyta Púlsinn með blómum og boö-
ið veröur upp á suðræna koktælara.
Og sömbukóngurinn Bogomil verður
líka þarna á föstudagskvöldið. Strá-
pils.
• 1000 andlit er nafn á sveit sem nú
hefur starfað um nokkurt skeiö. I henni
eru Tómas Tómasson, Sigrún Eva Ár-
mannsdóttir, Birgir J. Birgisson, Jó-
hann Hjörleifsson og færeyski bassa-
leikarinn Arnold Ludwig. Svo eru líka
tvær bakraddasöngkonur. Þetta er
ágæt hljómsveit og á laugardags-
kvöldið verður hún í Firðinum, Göflur-
um til skemmtunar.
• Jökulsveitin er nýtt blúsband.
Söngkona þeirrar sveitar er Margrét
Siguröardóttir, sú hin sama og sigraöi í
Söngkeppni framhaldsskólanna. Pi-
netop gamli Perkins ku hafa sagt
Margréti eina bestu íslensku blús-
söngkonuna sem hann hefur heyrt í.
ÆSKUMYNDIN
Á eldri myndinni, sem tekin er fyrir um það bil hálfum
öðrum áratug, var Þráinn Bertelsson ennþá rithöfundur.
Hann var róttækur rnjög og skrifaði meðal annars einu
skáldsöguna um íslenska borgarskæruliða, Kópamaros.
Frekar ótótlegt róttækt skáld. Á seinni myndinni sjáum við
Þráin sem er hættur að vera róttækur og hættur að vera rit-
höfundur og er í staðinn formaður Rithöfundasambandsins
og kvikmyndagerðarmaður. Útlitið ber þess líka merki. Of-
ursnyrtilegur og frisklegur.
I R V I N N U
Þetta er Mette og þarna er hún sko kappklædd!
La
ví
‘vclcí'l'
BERAR5IO
„Okkur fannst bara mjög vel
við hæfi að hafa sex vel vaxna
karlmenn á sviðinu í svona
klukkutíma og fá svo eina vel
vaxna stúlku á sviðið í um það
bil hálftíma. Með þessu gerum
við báðum kynjum jafnt undir
höfði,“ segir Ragnar Gunnars-
son, Raggi sót, í Skriðjöklunum.
Skriðjöklamir ætla í sumar í
tónleikaferð um landið og í fylgd
með þeim verður danska nektar-
dansmærin Mette Larsen. Mette
þessi gekk fram af Norðmönn-
um ekki alls fýrir löngu er hún
leysti niður um sig í beinni sjón-
varpsútsendingu. Hinir siða-
vöndu Norðmenn urðu ekki par
hrifnir—að minnsta kosti svona
út á við. Mette varð líka í öðm
sæti í dönsku landskeppninni í
stripli í vor, þannig að þetta er
hæfileikarík og hugrökk stúlka. I
kvöld, fimmtudagskvöld, verða
Skriðjöklamir í Sjallanum á Ak-
ureyri og þar ætlar Mette að hátta
sig fyrsta sinni. Annað kvöld er
það Miðgarður í Skagafirði og á
laugardaginn Breiðamýri í Aðal-
dal. Og síðan er það sunnudags-
kvöldið. Þá verður Mattý á
Tveimur vinum (hér mundu
Norðmenn sennilega skrifa hjá
Tveimur vinum). Vinimir Kári
og Jónas ætla þó ekki að sitja
einir að Mattý; við hin megum
líka koma og sjá dísina bera.
„Það má kannski geta þess að
á föstudags- og sunnudagskvöld
stendur til að hljómsveitarmeð-
limir baði sig með Mette,“ segir
Raggi. Og við strákamir stofnum
hljómsveit.
Arna María
Gunnarsdóttir
ungfrú
Hvað ætlar þú að gera um
helgina, Arna María?
„A föstudagsh’öldið œtla ég í
bíó og ég hugsa að ég skoði
bara leikmyndina í Bugsy. A
laugardaginn œtla ég að
hafa það huggulegt,fer
kannski í gönguferð að deg-
inum og svo þaifég líka að
lesa. A sunnudagskvöldið
œtla ég í Héðinshúsið að sjá
leiksýningu P-leikhópsins og
Vasaleikhússins.“
I
Þarna koma líka Magnús og Jóhann
fram og ætla aö leika lög af væntan-
legrí plötu. Og þeir ætla lika að spila
með Jökulsveitinni. Jakedí jak.
• Loðin rotta verður á iði á Gauknum
á sunnudagskvöldið og reyndar líka á
mánudags- og þriðjudagskvöldiö og
svo á Tveimur vinum á föstudags- og
laugardagskvöld — það er að segja
síðustu tvö kvöldin á undan sunnu-
dagskvöldinu sem talað var um fyrst.
Ef einhverjum finnst þetta flókið þá er
bara að lesa þetta aftur — hægt. Okk-
ur er til efs að miklu skemmtilegri bönd
finnist hér á landi. Ó nei.
VEITINGAHÚS
• Einhvem tíma las ég — eða var sagt
það — að pizzur væru hollasti ruslmat-
urinn svokallaöi. Ekki veit ég hvort það
er rétt en það hljómar mjög líklega.
Hvort sem þær eru hollar eða ekki þá
eru þær vinsæll matur enda eru pizz-
eríur margar — og misjafnar. Ein
þeirra heitir Eldsmiðjan og er á
Bragagötunni. Eldsmiðjan byggir starf-
sefni sína aðallega á heimsendingum
en á efri hæöinni er samt sem áöur lít-
ill matsalur. Pínulítill matsalur. Bara
með fimm boröum. Þar af fjórum litl-
um. Ákaflega samt snyrtilegur og
heimilislegur salur. Manni líður svona
svolítið eins og maður sé í veislu hjá
ættingja sem maður þekkir ekkert allt
of mikið og á næstu borðum séu líka
ættingjar sem maður þekkir lítiö. Mann
langar til aö tala viö þá en hefur sig
einhvern veginn ekki í það. Sem sagt
mjög vinalegt. Og það sem mestu máli
skiptir; pizzurnar eru afbragðsgóðar.
Viö fengum kókið í hálfs lítra kútum og
pilsnerinn á hálfs lítra dósum, lítil glös
vw
M4ELUM
Mi#
Lögreglumönnum á hestum
þótt íslensku hestarnir séu
reyndar frekar litlir og lög-
reglumennimir stórir
Fuglaskoðun
hollt áhugamál og fróðlegt
og kannski pínulítið örvandi á
fengitímanum
Að fjölmiðlamönnum
verði refsað
þeim sem nota klisjuna „að
vísa á bug“
Fannfergi um sumarsól-
stöður
það minnir okkur á að við
erum hörð og stolt þjóð sem
storkar óblíðri náttúru
Lengi vom spyrtar saman tvær
hallærislegustu höfuðborgir í
Norðurálfu, Osló og Reykjavík.
Þær þóttu með slíkum afbrigðum
leiðinlegar að ferðamönnum var
ráðlagt að forðast þessa staði. Þó
hugguðu Reykvíkingar sig við að
Osló væri líklega ennþá skelfi-
legri en borgin þeirra. Og kannski
var það rétt; um kvöldmatarleytið
stóð fólk þar í biðröðum utan við
diskótek, sá sem sást á ferli eftir
hálftólf á kvöldin var að líkindum
hirtur af lögreglunni. Ekki lengur.
Osló er orðin fjörugasta og
skemmtilegasta borg á Norður-
löndum. Hún iðar af lífi frá
morgni, þegar sportidjótamir
vakna, og fram undir næsta
morgun, þegar nátthrafnar skak-
klappast út af næstum hundrað
börum sem hafa sprottið upp síð-
ustu fimm árin. Á útiveitingahús-
um situr það í þúsundatali þetta
fólk, sem Islendingar hafa alltaf
talið sér ífemra í púkalegheitum
og útúrboruskap, og drekkur bjór
sem er þó þetta 100 til 200 krón-
um ódýrari en á knæpunum í
Reykjavík. í einu tilliti emm við
þó Oslóbúum ffemri: Við setjum
ekki dósasveppi á pizzur...
UTI
Fyrst eftir að Kringlan reis
vomm við svo stolt að við gerð-
um okkur far um að bjóða út-
lendingum þangað. Okkur fannst
við hafa eignast verslunarmið-
stöð, „mall“, á heimsmæli-
kvarða. Ferðamenn vom keyrðir
þangað í rútum til að skoða.
Rammagerðin opnaði minja-
gripaverslun fyrir túrista þar inni.
Við vomm svo stolt að við tók-
um ekki eftir því að útlending-
amir vom kurteisislega áhuga-
lausir. Við gerðum okkur upp er-
indi í Kringluna, skálduðum þau
upp, bara til að finna andblæinn
þar inni. Hún hafði þvílíkt að-
dráttarafl að margir höfðu
áhyggjur af því að byggð í ná-
grannasýslum Reykjavíkur
leggðist í eyði, vegna þess að all-
ir flyttu í bæinn til að geta verið
sem næst Kringlunni. Ákveðin
tegund af vinstrimönnum taldi
hana ógna þjóðlegum verðmæt-
um og fannst afleitt hvemig þar
væri bruðlað með gjaldeyri. f
sjálfu sér hefur Kringlan ekki
breyst, en við erum ekki sama
fólkið og íyrir sex ámm: Kringl-
an er bara orðin að gömlum vana,
bara enn eitt húsið þessari frekar
dauflegu bæjarmynd (hús með
bflastæði á maganum); og af þvf
við emm búin að sjá svo marga
„malla“ í útlöndum gemm við
okkur engar grillur um það leng-
ur að Kringlan sé nema líkt og
deild í almennilegum „malli“ —
svona rétt eins og við vitum að
Keflavíkurvegurinn rís ekki und-
ir því að heita hraðbraut. Nú fer
maður ekki í Kringluna nema
maður þurfi í Ríkið eða Hag-
kaup; hún vekur enga spennu
lengur, nenta kannski hjá þeim
sem búa lengst í burtu, á hinunt
enda landsins. Kannski þurfum
við nýja Kringlu?