Morgunblaðið - 02.05.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 02.05.2004, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Að kvöldi 4. maí árið 1945, fyrir rétt tæpum 59 árum, barst sú frétt til Kaupmannahafnar í útvarpinu frá London að Þjóðverjar hefðu gefist upp í Norður-Þýskalandi og í Danmörku og að formleg uppgjöf yrði undirrituð daginn eftir, 5. maí. Þessi frétt barst eins og eldur í sinu og í Kaupmannahöfn þusti fólk út á götur til að fagna því að Danmörk væri aftur orðin frjálst land. Danska út- varpið og dönsku blöðin voru því ekki lengur ritskoðuð af þýska hernámsliðinu, en útvarpið varaði fólk við að fara óvarlega því að ennþá gengu danskir fylgismenn Þjóðverja í svo- nefndri hjálparlögreglu þeirra (HIPO) lausir og vopnum búnir. Örfáir þeirra notuðu þó skot- vopn er þeir voru handteknir af liðsmönnum andspyrnuhreyfingarinnar, enda reyndu flestir þeirra að fara í felur. Hjálmar R. Bárðarson – fyrrverandi siglingamálastjóri, ljósmyndari og rithöfundur – var þá við nám í Verkfræðiháskólanum í Kaupmannahöfn. „Þessi dagur hefur að sjálfsögðu ávallt verið mér minnisstæður,“ segir Hjálmar. „Ég tók nokkuð af ljósmyndum þennan dag og næstu daga, enda ekki bannað lengur að taka myndir utan dyra. En myndirnar segja meira en mörg orð um stemninguna í borginni.“ Hér birtist úrval þessara merku mynda sem Hjálmar tók þessa eftirminnilegu daga. Ljósmyndir: Hjálmar R. Bárðarson Verkfræðingur: Meðlimur í herdeild verkfræðistúdenta í andspyrnuhreyfing- unni mundar byssuna við sandpokavígi fyrir framan háskólann. Í dagsljósið: Þegar Þjóðverjar gáfust upp komu herdeildir andspyrnuhreyfingarinnar fram á sjónarsviðið í Kaupmannahöfn. Sumir höfðu farið leynt í Danmörku, verið neðanjarðar eins og það var nefnt, en nokkrir flúið til Svíþjóðar til þjálfunar. Hér er hluti herdeilda verkfræðistúdenta. Andspyrnan: Liðsmenn andspyrnuhreyfing- arinnar sáu um að vera á varðbergi á götum Kaupmannahafnar strax eftir að Þjóðverjar höfðu viðurkennt sig sigraða. Enda var engin dönsk lögregla lengur að störfum og hætta á að danskir fylgismenn þýska hernámsliðsins gætu gert óskunda, áð- ur en tækist að koma þeim öllum í fangelsi. Þennan liðsmann and- spyrnuhreyfingarinnar hitti Hjálmar á götu á Amager. Forsíðan: Að morgni 5. maí komu dönsku dagblöðin út. Nú gátu þau birt fréttir án ritskoðunar. Hér má sjá forsíðu Politiken þennan sögufræga dag, þar sem frelsinu er fagnað. Eftirlýstir: Á blaðsölustöðum voru ljósmyndir af hópum Dana sem höfðu gerst liðsmenn þýsku hjálparlögreglunnar, HIPO. Fólk var beðið að tilkynna dönskum yfirvöldum um nöfn þeirra liðsmanna sem það þekkti, til að auðvelda handtöku þeirra. Þá er á fréttamiða sagt frá því að breskar flugsveitir hafi lent á Kastrup um morguninn. Velkomnir: Fögnuður fólks í Kaupmannahöfn var ólýs- anlegur. Þýska hernámsliðið að fara til síns heima. Breskar hersveitir að koma. Á glugga í bakaríi stóð: „Welcome to Denmark.“ Á annarri búð stóð „lukket paa grund af glæde“ — lokað vegna gleði. Fögnuður: Bílar óku um götur, troðfullir af fagnandi fólki sem veifaði dönskum fánum. Minnisverður dagur Í Kaupmannahöfn 5. maí 1945 — þegar Danmörk varð aftur frjáls undan þýska hernámsliðinu Rispur Marserað: Þýskar hersveitir ganga út úr Kaupmannahöfn, heim á leið, eftir uppgjöfina. …með allt fyrir bragðlaukana

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.