Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Að kvöldi 4. maí árið 1945, fyrir rétt tæpum 59 árum, barst sú frétt til Kaupmannahafnar í útvarpinu frá London að Þjóðverjar hefðu gefist upp í Norður-Þýskalandi og í Danmörku og að formleg uppgjöf yrði undirrituð daginn eftir, 5. maí. Þessi frétt barst eins og eldur í sinu og í Kaupmannahöfn þusti fólk út á götur til að fagna því að Danmörk væri aftur orðin frjálst land. Danska út- varpið og dönsku blöðin voru því ekki lengur ritskoðuð af þýska hernámsliðinu, en útvarpið varaði fólk við að fara óvarlega því að ennþá gengu danskir fylgismenn Þjóðverja í svo- nefndri hjálparlögreglu þeirra (HIPO) lausir og vopnum búnir. Örfáir þeirra notuðu þó skot- vopn er þeir voru handteknir af liðsmönnum andspyrnuhreyfingarinnar, enda reyndu flestir þeirra að fara í felur. Hjálmar R. Bárðarson – fyrrverandi siglingamálastjóri, ljósmyndari og rithöfundur – var þá við nám í Verkfræðiháskólanum í Kaupmannahöfn. „Þessi dagur hefur að sjálfsögðu ávallt verið mér minnisstæður,“ segir Hjálmar. „Ég tók nokkuð af ljósmyndum þennan dag og næstu daga, enda ekki bannað lengur að taka myndir utan dyra. En myndirnar segja meira en mörg orð um stemninguna í borginni.“ Hér birtist úrval þessara merku mynda sem Hjálmar tók þessa eftirminnilegu daga. Ljósmyndir: Hjálmar R. Bárðarson Verkfræðingur: Meðlimur í herdeild verkfræðistúdenta í andspyrnuhreyfing- unni mundar byssuna við sandpokavígi fyrir framan háskólann. Í dagsljósið: Þegar Þjóðverjar gáfust upp komu herdeildir andspyrnuhreyfingarinnar fram á sjónarsviðið í Kaupmannahöfn. Sumir höfðu farið leynt í Danmörku, verið neðanjarðar eins og það var nefnt, en nokkrir flúið til Svíþjóðar til þjálfunar. Hér er hluti herdeilda verkfræðistúdenta. Andspyrnan: Liðsmenn andspyrnuhreyfing- arinnar sáu um að vera á varðbergi á götum Kaupmannahafnar strax eftir að Þjóðverjar höfðu viðurkennt sig sigraða. Enda var engin dönsk lögregla lengur að störfum og hætta á að danskir fylgismenn þýska hernámsliðsins gætu gert óskunda, áð- ur en tækist að koma þeim öllum í fangelsi. Þennan liðsmann and- spyrnuhreyfingarinnar hitti Hjálmar á götu á Amager. Forsíðan: Að morgni 5. maí komu dönsku dagblöðin út. Nú gátu þau birt fréttir án ritskoðunar. Hér má sjá forsíðu Politiken þennan sögufræga dag, þar sem frelsinu er fagnað. Eftirlýstir: Á blaðsölustöðum voru ljósmyndir af hópum Dana sem höfðu gerst liðsmenn þýsku hjálparlögreglunnar, HIPO. Fólk var beðið að tilkynna dönskum yfirvöldum um nöfn þeirra liðsmanna sem það þekkti, til að auðvelda handtöku þeirra. Þá er á fréttamiða sagt frá því að breskar flugsveitir hafi lent á Kastrup um morguninn. Velkomnir: Fögnuður fólks í Kaupmannahöfn var ólýs- anlegur. Þýska hernámsliðið að fara til síns heima. Breskar hersveitir að koma. Á glugga í bakaríi stóð: „Welcome to Denmark.“ Á annarri búð stóð „lukket paa grund af glæde“ — lokað vegna gleði. Fögnuður: Bílar óku um götur, troðfullir af fagnandi fólki sem veifaði dönskum fánum. Minnisverður dagur Í Kaupmannahöfn 5. maí 1945 — þegar Danmörk varð aftur frjáls undan þýska hernámsliðinu Rispur Marserað: Þýskar hersveitir ganga út úr Kaupmannahöfn, heim á leið, eftir uppgjöfina. …með allt fyrir bragðlaukana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.