Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 2

Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Gliðnun jarðskorpunnar Gliðnun jarðskorpunnar á Íslandi er að mati Árna Hjartarsonar, jarð- fræðings hjá Íslenskum orkurann- sóknum, meiri en almennt hefur ver- ið talið til þessa, eða um 3,4 cm á ári í stað 1,8 cm samkvæmt nýjustu reiknilíkönum. Beðið eftir Metallica Hundruð Metallica-aðdáenda lögðu talsvert á sig í bið eftir miðum á tónleika þungarokkshljómsveitar- innar fyrir utan Verslun OgVoda- fone í Síðumúlanum í fyrrinótt. Mætti fólk með kúlutjöld og svefn- poka, stóla og annan útilegubúnað svo helst minnti ástandið á útihátíð. Þriggja ára nám Menntaskólinn við Sund og Verzl- unarskóli Íslands munu bjóða ný- nemum upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs í haust samhliða hinu hefðbundna fjögurra ára námi. Námið er ætlað góðum nem- endum og þarf að uppfylla ákveðin lágmarksskilyrði til þess að vera tekinn inn í það í MS, en VÍ hefur ekki sett ákveðin inntökuskilyrði. Herinn kyrr George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sagði í gær, að bandarísk- ur her yrði áfram í Írak eftir vænt- anleg valdaskipti í landinu 30. júní næstkomandi. Áður höfðu Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og utanríkisráðherrar Bretlands, Ítalíu og Japans lýst yfir, að herlið þeirra yrðu kölluð frá Írak ef væntanleg stjórn færi fram á það. Þeir bjuggust þó ekki við slíkri ósk í bráð. Ný skoðanakönnun vestra sýn- ir, að mikið hefur fjarað undan Bush og væri kosið nú, myndi John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, sigra örugglega. Kerry segir, að Bandaríkjamenn megi aldrei framar heyja „hentugleikastríð“. Heimilum tortímt Ísraelskir hermenn hafa eyðilagt meira en 100 hús og heimili í flótta- mannabúðum Palestínumanna í Raf- ah á Gaza. Hyggjast þeir koma upp einskismannslandi á landamær- unum við Egyptaland til að koma í veg fyrir vopnasmygl að því er þeir segja. Keppt í S-Afríku FIFA, Alþjóðaknattspyrnu- sambandið, ákvað í gær, að heims- meistarakeppnin í knattspyrnu 2010 færi fram í Suður-Afríku. Var því tekið með miklum fögnuði í landinu en þetta verður fyrsta heims- meistarakeppnin í álfunni. Y f i r l i t Í dag Skissa 6 Bréf 58/59 Sigmund 8 Dagbók 60/61 Rispur 22 Þjónusta 61 Listir 26/39 Hugvekja 47 Forystugrein 36 Leikhús 64 Reykjavíkurbréf 36 Fólk 64/69 Minningar 40/45 Bíó 66/69 Skoðun 45/51 Sjónvarp 70 Myndasögur 58 Veður 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is STARFSMENN Íslenskrar nýorku lögðu í sérstaka tilraun þegar þeir mældu eldsneytisnotkun tilrauna- vetnisvagnanna sem hafa verið í umferð hjá Strætó bs. í Reykjavík frá því í október. Mælt var hversu miklu eldsneyti vagnarnir eyddu fullir, hálffullir og tómir og borið saman við fullan dísilknúinn strætisvagn af sömu stærð. Til þess að vinna þessa tilraun þurfti farþega og leitaði Íslensk nýorka því til félagsmiðstöðva aldraðra, sem brugðust vel við og fylltu vagnana út úr dyrum. Í troð- fulla vagninn var síðan bætt við gangstéttarhellum frá BM Vallá, til að þyngja hann, svo enginn þyrfti að standa. Að sögn Maríu Hildar Maack, hjá Íslenskri nýorku, koma mæling- arnar að góðum notum og verða niðurstöður úr þeim kynntar í sam- starfslöndum verkefnisins í júní. „Við fáum viðbótarupplýsingar frá Daimler-Chrysler í Þýskalandi og þeir fá frá okkur, svo við getum borið saman bækur okkar. Öll gögnin úr efnarafölunum sem eru um borð í vetnisvögnunum eru send beint til Benz.“ Heldri borgararnir voru hinir hressustu með rúntinn, sem tók um tvo tíma, eftir að vagnarnir höfðu verið vigtaðir með öllu. Fengu þeir veitingar frá Mjólkursamsölunni og voru ánægðir með vetnis- vagnana. „Þetta eru mjög fallegir og mjúkir vagnar,“ sagði önnur tveggja systra sem sátu fram- arlega í vagninum. „Þeir eru mjúk- ir í akstrinum og hægt að halda sér alls staðar í. Svo eru áklæðin svo björt og falleg og í skemmtilegum litum.“ Ekki var rúnturinn heldur leiðinlegur, því um borð voru harmónikkuleikari og tveir gítar- leikarar sem héldu uppi góðri stemmningu og spiluðu undir fjöldasöng. Morgunblaðið/Jim Smart Ekki bar á öðru en að þessir herramenn væru hinir hressustu þegar lagt var í ferðina með vetnisstrætisvagninum. Heldri borgarar í vetnisstrætó Þessar systur létu fara vel um sig í fremstu sætum á leið númer þrjú. BEINBROT karla mega ekki gleymast í umræðunni, konur brotna að jafnaði fyrr á lífsleiðinni en karl- ar, en þeir brotna líka. Þetta er með- al þess sem fram kemur í erindinu Brothættir karlar, sem flutt var á Ársþingi Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjörgæslufélags Ís- lands sem hófst á föstudag. „Það er alltaf verið að tala um að konur séu miklu brothættari en karl- ar. Þær eru fyrr á ferðinni, en karlar brotna líka,“ segir Brynjólfur Mog- ensen, sviðsstjóri lækninga á slysa- og bráðasviði Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Erindi Brynjólfs, Brothættir karl- ar, fjallaði um rannsókn á tíðni og eðli beinbrota hjá stórum hópi karl- manna. Notaðar voru upplýsingar úr hóprannsókn Hjartaverndar sem ná aftur til ársins 1967, en þeirri rann- sókn var ætlað að fylgjast með áhættuþáttum hjarta- og æðasjúk- dóma. Einstaklingarnir í könnuninni voru fæddir á árunum 1907–1934. 23% höfðu beinbrotnað Fram kom í niðurstöðum að 23% karlanna höfðu beinbrotnað á rúm- lega 18 ára tímabili, og hafði rúmur þriðjungur brotnað oftar en einu sinni. Brynjólfur segir að oft þurfi ekki mikið til að menn sem komnir eru yfir miðjan aldur beinbrotni. Þannig hafi meirihluti brotanna, 53%, átt sér stað við til þess að gera lítið fall eða hras. Mikilvægt er fyrir bæði kynin að halda sér í góðu formi, reykja ekki, og borða kalkríkan mat til að viðhalda sterkum beinum, seg- ir Brynjólfur. Konur brotna fyrr en karlar brotna líka SAMNINGUR Samtaka at- vinnulífsins og Landsvirkjunar við ASÍ, Starfsgreinasamband- ið, Samiðn og Rafiðnaðarsam- band Íslands um kaup og kjör við virkjunarframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar var samþykktur í atkvæðagreiðslu. Á kjörskrá voru 937 og kusu 444 eða 36,7%. Já sögðu 202 eða 58,7% og nei 135 eða 39,2%. Nær samningurinn m.a. til starfsmanna við Kárahnjúka- virkjun. Virkjunar- samningur samþykktur BALDUR Guðnason og Steingrímur Pétursson, athafnamenn á Akureyri, hafa keypt 50% hlut Kaldbaks í Sjöfn hf. á Akureyri. Fyrir áttu tvímenn- ingarnar samtals 50% í Sjöfn og eiga þar með allt fyrirtækið. Kaupverð er trúnaðarmál. Á aðafundi Sjafnar á föstudag kom fram að rekstur félagsins skil- aði 160,2 milljónum króna á árinu eða 193,5 milljónum fyrir skatta. Eftir breytingarnar á Baldur 65% í Sjöfn og eignarhlutur Steingríms er 35%. Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hér væri um að ræða eðlilega þróun á því sam- starfi sem félögin hefðu verið í og um leið léttvæg breyting á samstarfinu. „Við ætlum héðan í frá að vinna sam- an í ákveðnum, afmörkuðum verk- efnum,“ sagði hann. Baldur Guðna- son tók í sama streng: „Markmiðið er að vinna áfram saman í verkefn- um þar sem hagsmunir félaganna geta farið saman.“ Kaldbakur og Sjöfn eiga til að mynda Hans Pet- ersen hf. að jöfnu eftir þessi við- skipti. Á aðalfundi Sjafnar á föstudaginn kom fram að rekstur félagsins skil- aði 160,2 milljónum króna á árinu eða 193,5 milljónum fyrir skatta. Sjöfn hefur á síðustu árum þróast úr því að vera efnaverksmiða í fjár- festingar- og eignarhaldsfélag. Eignarhaldið hefur verið sameinað í nafni Sjafnar Eignarhald Baldurs og Stein- gríms í öðrum félögum hefur nú ver- ið sameinað í nafni Sjafnar og er eignasafn félagsins nú þannig, að fé- lagið á 50% hlut í Ásprenti Stíl, 70% í Ferðaskrifstofu Akureyrar (sem á síðan ferðaskrifstofuna Destination Iceland að fullu), 50% í Hans Pet- ersen, 50% í MB Holding (sem á síð- an franska sjávarútvegsfyrirtækið Marcel Baey að fullu), 50% í 3X ehf. (sem á 32% í Ingvari Helgasyni ehf./ Bílheimum ehf.), 50% í Akra (sem á Nýju kaffibrennsluna og Búbót) og 65% í Mjöll. Baldur og Steingrímur eignast Sjöfn að fullu Akureyri. Morgunblaðið. Keyptu 50% hlut Kaldbaks í félaginu FORSETI Íslands tjáir sig ekki um ummæli forsætisráð- herra um forsetann, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Blaðið hefur ítrekað leitað eftir viðtali við forseta Íslands vegna atburða á undanförnum dögum en forseti hefur ekki gefið kost á viðtali. Forseti tjáir sig ekki KONA féll af hestbaki við hest- húsabyggð í nágrenni Voga við Vatnsleysuströnd sl. föstudags- kvöld. Hestur hennar hafði fælst vegna bifhjóls sem ók um vegar- slóða í námunda við konuna, sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni í Keflavík. Féll konan af baki er hesturinn fældist og lenti á hlið- inni á steini. Var hún flutt á sjúkra- hús í Keflavík. Féll af baki er bifhjól fældi hest

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.