Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 8

Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Bækurnar Hlutabréf og eignastýring og Verðmætasta eignin eru vandaðar útskriftargjafir. Í þeim er fjallað á aðgengilegan hátt um fjármál og leiðir til að spara, byggja upp eignir og tryggja fjárhagslegt öryggi. Bækurnar eru tilvaldar fyrir hugsandi fólk og fást í útibúum Íslandsbanka og í Þjónustuveri Íslandsbanka í síma 440 4000. Einnig eru þær til sölu í helstu bókabúðum. Verðmæt útskriftargjöf F í t o n / S Í A Svona út með það, hver ykkar hringdi í forsetann, grislingarnir ykkar??? Ársfundur Krabbameinsmiðstöðvar LSH Sjúklingar fái bestu meðferð Krabbameinsmið-stöð Landspítala– háskólasjúkra- húss (KM-LSH) er sér- stök stofnun innan Land- spítalans sem tók formlega til starfa 18. jan- úar árið 2002. Hlutverk stofnunarinnar er tvíþætt, annars vegar að stuðla að bættri meðferð krabba- meina og hins vegar að efla vísindavinnu. Hjá KM-LSH fara hagsmunir sjúklinga og vísinda- manna saman, en miðstöð- in safnar saman upplýs- ingum um flest sem snýr að krabbameinsmeðferð, eða gæðaskrá um meðferð fyrir einstök krabbamein. Ennfremur stuðlar KM- LSH að því að klínískar leiðbeiningar um meðferð séu til staðar. Ársfundur KM-LSH verður haldinn á morgun, 17. maí 2004, í Hringsal, Barnapítala Hringsins, og hefst kl. 14:00. Auk venjulegra ársfundarstarfa verða flutt erindi á fundinum og þá verða pall- borðsumræður, sem dr. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir og for- stöðumaður KM-LSH, stýrir. Hver er staðan í tengslum við þá alvarlegu sjúkdóma sem nefn- ast krabbamein? „Krabbameinstilfellum hér á landi fjölgar að jafnaði um rúm 2% á ári. Það skýrist annars veg- ar af því að þjóðin er að eldast, en þó á sér einnig stað raunveruleg aukning, sem er tæplega eitt pró- sent á ári.“ Hvers vegna er það? „Reykingar hafa í gegnum tíð- ina útskýrt þó nokkurn hluta aukningar krabbameinstilfella, en mikið er hins vegar óútskýrt. Sennilega eru þó hinir vestrænu lífshættir okkar áhættuþáttur.“ Hvað gerið þið hjá Krabba- meinsmiðstöðinni? „Krabbameinsmeðferð er oft orðin afar flókin og fjölmargir mismunandi fagaðilar og sér- fræðingar koma að hverjum sjúk- lingi, í sumum tilvikum jafnvel á þriðja tug. Þess vegna er mikil- vægt að leitast við að samþætta starfskraftana, þannig að sér- fræðingarnir vinni vel saman svo þekking þeirra nýtist sjúklingn- um sem best. Þriðja grein laga um réttindi og skyldur sjúklinga segir ein- mitt að sjúklingurinn eigi rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita, og þá þjónustu sem miðast við bestu þekkingu, samfelldri þjónustu og að samstarf ríki milli allra heilbrigðisstarfsmanna og stofnana sem þjónustuna veita. Þannig má segja að við séum að uppfylla lögin með starfsemi okk- ar. Við hjá Krabbameinsmiðstöð- inni stuðlum að því að leiðbein- ingar um það hvernig æskilegt er að taka á hverju sjúkdómstilfelli svo að sjúklingurinn fái bestu mögulegu meðferð. Það er mjög breytilegt eftir sjúkdómsflokkum hvaða meðferð hentar hverjum sjúklingi fyrir sig og einnig eftir því á hvaða stigi sjúkdómurinn er. Í dag fá flestir sem eru með sama sjúkdóminn svipaða meðferð, en það mun breytast.“ Hver eru algengustu krabba- meinin? „Brjóstakrabamein eru algeng- ust hjá konum, en þau eru um 25% af öllum krabbameinum hjá þeim. Hjá körlum er það hins vegar krabbamein í blöðruháls- kirtli og er hlutfallið svipað.“ Á Krabbameinsmiðstöðin er- lenda fyrirmynd? „Já, svona miðstöðvar eru víða. Þær hafa til að mynda verið í Sví- þjóð í yfir 20 ár og gegna þar sama hlutverki og hér, þ.e. upp- lýsingasöfnun, klínískar leiðbein- ingar og aðstoð við klínískar rannsóknir.“ Er árangur af starfinu hjá Krabbameinsmiðstöðinni farinn að skila sér? „Vinnan til þessa hefur að stærstum hluta farið í að skil- greina hvaða upplýsingum á að safna og hvernig best er að flokka þær. En fyrstu leiðbeiningarnar eru nú að koma fram. Árangurinn fer því að koma í ljós.“ Þriðji ársfundur Krabbamein- smiðstöðvarinnar verður á morg- un. Hvað mun fara fram á hon- um? „Við munum greina frá því sem við höfum verið að gera en verð- um einnig með mjög áhugaverðar pallborðsumræður. Þar verður spurt hvort sjúkraskráin eins og hún er í dag sé úrelt. Það er í mörgum tilvikum verið að skrá sömu upplýsingarnar mörgum sinnum hjá mismunandi stofnun- um og ýmsum meðferðaraðilum. Þá ætlum við að ræða um sið- fræði en læknisfræðin og lækn- isfræðilegar rannsóknir hafa ver- ið gagnrýnd fyrir að vera orðin föst í siðfræðilegum fjötrum, sem geti hindrað framfarir. Búið sé að yfirfæra sið- fræðina, sem er grund- uð á tilraunum á mönn- um, yfir á það að meðhöndla upplýsing- ar og samkeyrslu þeirra á sama hátt. Einnig verður fjallað um upplýst samþykki og ýmislegt annað sem getur komið sjúkling- um til góða. Þátttakendur í um- ræðunum verða helstu sérfræð- ingar landsins í þessum efnum.“ Getur persónuverndin skaðað sjúklinga eða almannaheill? „Það er einmitt ein spurningin sem við ætlum að hugleiða.“ Helgi Sigurðsson  Helgi Sigurðsson er fæddur í Reykjavík 1952. Hann varð stúd- ent frá MR 1972, nam læknis- fræði við HÍ og sérnámi í krabba- meinslækningum lauk hann 1986 frá Háskólasjúkrahúsinu í Lundi, Svíþjóð, og starfaði þar sem sér- fræðingur til 1989 er hann hóf störf á Landspítalanum. Árið 1992 tók Helgi doktorspróf frá Háskólanum í Lundi. Hann hefur verið yfirlæknir á Landspít- alanum frá 1996 og dósent við HÍ. Helgi er kvæntur Ingunni Vilhjálmsdóttur, svæfingalækni, og eiga þau tvö börn, 27 ára dótt- ur sem er læknir og 18 ára son í menntaskóla. Eiga rétt á fullkomnustu þjónustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.