Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 9

Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 9 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. maí 2004, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. maí 2004 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. maí 2004 á staðgreiðslu, trygginga- gjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda utan staðgreiðslu, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu ár- gjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlits- gjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutnings- gjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verð- bótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðar- afgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmda- sjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreidd- ur barnabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna, ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því, að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjald- endur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreg- inn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frek- ari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur, er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt, eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. maí 2004. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum OPNUÐ var í gær í útibúi Lands- banka Íslands á Ísafirði sýning á 33 Kjarvalsmálverkum í eigu Lands- bankans í tilefni 100 ára afmælis úti- bús Landsbankans á Ísafirði, 15 maí. Á föstudag var einnig fagnað merk- um tímamótum í starfsemi bankans þegar 1900. bankaráðsfundur Landsbankans var haldinn á Ísa- firði. Að honum loknum var 130 gestum boðið til kvöldverðar auk þess sem kaffiveitingar voru bornar fram fyrr um daginn. Björgólfur Guðmundsson, for- maður stjórnar Landsbanka Ís- lands, opnaði Kjarvalssýninguna í gær í nýuppgerðu húsnæði Lands- bankans á Ísafirði sem teiknað var árið 1958 af Guðjóni Samúelssyni þáverandi húsameistara ríkisins. Að sögn Brynjólfs Þórs Brynjólfssonar útibússtjóra var allt endurnýjað í húsinu og það opnað formlega á föstudag. Fjöldi gesta, bankaráðs- menn og framkvæmdastjórar Landsbankans auk starfsmanna og annarra gesta gerðu sér glaðan dag og um kvöldið mætti gestahópurinn, um 130 manns, til kvöldverðar og naut skemmtiatriða. Brynjólfur Þór er 12. útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði frá upphafi og hefur gegnt því starfi í 9 ár. Segir hann að þegar litið sé yfir aldarlanga sögu bankans, standi upp úr sam- staða bankans með Ísfirðingum í 100 ár. „Þetta er elsta starfandi fyr- irtækið á Ísafirði,“ segir Brynjólfur Þór. „Hér er mjög gott og reynslu- mikið starfsfólk. Til gamans reikn- uðum við út samanlagðan starfs- aldur okkar hér sem er 249 ár hjá 12 starfsmönnum.“ Aldrei þurft að segja neinum upp Brynjólfur Þór segir að endurnýj- un húsnæðis bankans komi til með að breyta miklu fyrir starfsemi bankans. „Bankaviðskipti eru orðin eins og sagt er í íþróttunum, „maður á mann“. Fólk sest hjá „sínum“ þjónustufulltrúa og ræðir við hann. Gömlu stóru afgreiðsludiskarnir eru horfnir og starfsemin orðin meira prívat. Um leið hefur starfsfólki fækkað en við erum þó það lánsöm í þessu útibúi að hér hefur aldrei neinum verið sagt upp, heldur hefur okkur fækkað með því að ekki hefur verið ráðið í störf þeirra sem hafa hætt.“ Afmælisins verður þá minnst í sumar og segir Brynjólfur Þór að sjónum verði beint að yngstu við- skiptavinunum. „Við ætlum að grilla og standa fyrir íþróttamótum og reglulegum uppákomum í sumar.“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Gestir í afmæli Landsbankans á Ísafirði ásamt Björgólfi Guðmundssyni, stjórnarformanni Landsbankans, og Brynjólfi Þór Brynjólfssyni útibússtjóra. Afgreiðslusal útibúsins hefur verið gjörbylt og húsnæðið endurnýjað. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Linda Kristjánsdóttir, starfsmaður Landsbankans á Ísafirði, við afgreiðslu- störf. Hún er ein 12 starfsmanna útibúsins sem státa af 249 ára starfsaldri. Samanlagður starfsaldur 249 ár í útibúinu Aldarafmæli Landsbankans á Ísafirði GEÐHJÁLP hefur haft með hönd- um mál vegna samskipta trúfélaga og geðfatlaðra allt frá árinu 2002. Sveinn Magnússon, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar, segir alvarlegt að mál skjólstæðinganna gangi svo hægt fyrir sig hjá lögreglu. „Í lok árs 2002 fór Geðhjálp að berast símhringingar frá geðfötluð- um, alls hátt í annað hundrað manns, sem tengdust samskiptum fólks með geðraskanir og trúfélaga vegna pen- ingamála. Að lokum fóru þrjú mál til athugunar hjá lögreglu,“ útskýrir Sveinn. Eitt málanna féll stuttu síðar niður, þar sem viðkomandi trúfélag greiddi til baka þá fjármuni sem við- komandi hafði lagt til. Gögn lágu fyrir um tvö mál þar sem um meinta misnotkun á bágind- um geðsjúkra var að ræða, að sögn Sveins. „Annað þeirra mála féll niður nú nýlega, þar sem viðkomandi fékk endurgreitt frá viðkomandi trú- félagi. Þá hafði málið legið hjá lög- reglunni á annað ár. Það hefur geng- ið allt of hægt í kerfinu,“ segir Sveinn. Eitt mál er enn eftir og er í rann- sókn hjá efnahagsbrotadeild lögregl- unnar. Að því standa Geðhjálp og að- standendur einstaklings, sem seldi allar eigur sínar til trúfélags, og svipti sig stuttu síðar lífi. „Einstak- lingurinn var greindur mjög geð- sjúkur, en seldi allar eigur sínar og gaf trúfélaginu. Þessi mál eru það al- varleg að við teljum nauðsynlegt að þau fari fyrir dómstóla,“ segir Sveinn. Ósammála leið trúfélaga „Við erum aldeilis ósammála trú- félögum og sjónvarpsstöðinni Omega um að fólk með geðröskun stríði við atsókn djöfulsins. Geðhjálp telur það ekki réttu leiðina til að að- stoða fólk. Við erum hrædd við þessa þróun, en getum ekki fest hendur á þessu um leið,“ segir Sveinn og vísar þar til dæmis til viðtals við konu á Omega síðastliðna helgi þar sem hún lýsti meintri aðför djöfulsins að sér. Haft var samband við sjónvarps- stöðina Omega, en að sögn aðstand- enda hennar var ekki litið svo á að neitt væri athugavert við viðtöl sem send væru út á stöðinni. Mál gegn trú- félögum í biðstöðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.