Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 11
unum í Abu Ghraib, kom fyrir hermálanefnd fulltrúadeildarinnar á þriðjudag og var ómyrk- ur í máli. Í skýrslu hans um rannsóknina, sem fullbúin var í mars, kom fram að allnokkur til- vik þar sem „ofbeldisfullar, augljósar, tilgangs- lausar og glæpsamlegar misþyrmingar“ hefðu átt sér stað í fangelsinu. Fyrir þingnefndinni sagði Taguba að ekkert hefði komið fram um að bandarískir fangaverðir hefðu fengið fyr- irmæli um að misþyrma föngum í Írak og nið- urlægja þá. Hann segir hins vegar foringja herlögreglunnar hafa brugðist. „Við fundum engar vísbendingar um að þetta hafi verið stefna eða að hermennirnir hafi fengið bein fyrirmæli um að hegða sér eins og þeir gerðu,“ sagði Taguba. „Við fundum alls engin fyrirmæli, hvorki skriflegar né aðrar skipanir, um að gera það sem þeir gerðu.“ Þegar Taguba var spurður hvernig þetta hefði getað gerst svaraði hann að yfirmenn herlögreglunnar, stórfylkisforinginn Janis Karpinski og lægra settir foringjar, hefðu brugðist. Meginástæður hneykslismálsins væru „agaleysi, alls engin þjálfun og ekkert eftirlit“ með fangavörðunum. Karpinski var leyst frá störfum þar til rann- sókn málsins lyki og hún hefur þegar verið áminnt skriflega. Karpinski hefur sagt að hún hafi ekki mátt fara inn í þá deild fangelsins, þar sem fangarnir sættu illri meðferð, en Taguba kvaðst eiga „erfitt með að trúa því“. Hann útilokaði ekki þann möguleika að menn í bandarísku leyniþjónustunni, CIA og málaliðar á vegum varnarmálaráðuneytisins ættu sök á hneykslismálinu. Taguba lagði áherslu á að athæfi fárra manna hefði komið óorði á allt hernámsliðið. „Þegar öllu er á botninn hvolft tóku nokkrir hermenn sig saman um að misþyrma föngum og öðrum óbreyttum borgurum og beita þá sví- virðilegu ofbeldi í trássi við alþjóðalög og Genf- arsáttmálana. ... Þetta grefur undan orðspori þjóðar okkar og þeirra hermanna sem eru til- búnir að fórna lífi sínu til að vernda frelsi okk- ar.“ Í máli Taguba kom fram að misþyrming- arnar á föngunum áttu sér stað frá október í fyrra til janúar þegar rannsókn málsins hófst. Hann sagði að engir „hryðjuverkamenn“ hefðu verið á meðal fanganna. Réttarhöld yfir sakborningunum Nú hafa níu bandarískir hermenn verið ákærðir fyrir misþyrmingar á föngum í Abu Ghraib og mun herréttur fjalla um mál þeirra. Sakborningarnir geta kosið hvort einn her- dómari eða nefnd þriggja háttsettra herfor- ingja úrskurðar í máli þeirra. Þeir hafa aðgang að verjendum á vegum hersins, sem og borg- aralegum lögmönnum, og sömu reglur gilda um sönnunarfærslu og við borgaraleg réttar- höld. Þyngsta refsingin sem þeir er þegar hafa verið ákærðir eiga yfir höfði sér er eins árs fangelsi. Rétturinn getur einnig vikið mönnum úr herþjónustu, lækkað þá í tign og skert laun þeirra eða lagt á þá sektir. Fyrsti sakborningurinn sem kemur fyrir herrétt er Jeremy Sivits, 24 ára gamall her- lögreglumaður, og hefjast réttarhöldin síðar í vikunni í bækistöðvum Bandaríkjahers í Írak. Sivits er sakaður um að hafa lagt á ráðin um illa meðferð fanga, að hafa brugðist skyldu sinni með því að vernda ekki fanga fyrir illri meðferð, og að hafa sjálfur beitt fanga ofbeldi. Hermt er að Sivits hafi tekið margar þeirra mynda sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið. Fellst á að játa sig sekan The Washington Post greindi frá því á föstu- dag að Sivits hefði fallist á að játa sekt sína og gefa herréttinum upplýsingar um þá atburði sem átt hefðu sér stað í Abu Ghraib. Fjölmiðlar birtu á föstudag hluta af vitnisburði Sivits fyrir nefndinni sem rannsakaði málið í janúar sl., en gögnin voru gerð opinber af lögmanni annars sakbornings á fimmtudag. Í gögnunum er meðal annars að finna lýs- ingu á atburðum sem áttu sér stað þegar nýir fangar komu í fangelsið kvöld eitt í lok október. Hermennirnir drógu sjö íraska fanga út úr klefum sínum og hrintu þeim í þvögu á mitt gólfið. Einn hermannanna tók síðan tilhlaup og henti sér á fangahrúguna, endurtók leikinn og hvatti aðra hermenn til að gera slíkt hið sama. Plastpokar voru dregnir yfir höfuð fanganna og þeim skipað að afklæðast og fróa sér. Einn hermannanna steig á fingur þeirra og tær. Í vitnisburðinum segir Sivits að við annað tækifæri hafi hermaður að nafni Charles A. Graner sett sandpoka yfir höfuð eins fanga og „kýlt fangann með lokuðum hnefa á gagnaug- að, svo fast að hann missti meðvitund“. Að sögn Sivits gerðu hermennirnir sér grein fyrir því að framferði þeirra væri rangt, að minnsta kosti nógu vel til að gefa viðstöddum fyrirmæli um að þegja um það sem gerst hefði. Sivits var spurður af meðlimum rannsóknar- nefndarinnar hvort misþyrmingarnar hefðu átt sér stað ef yfirboðarar þeirra hefðu verið viðstaddir. „Aldeilis ekki,“ svaraði Sivits og bætti við að þeir hefðu ekki liðið slíkar gjörðir. „Þeir trúa á að breyta rétt.“ Lögfræðingur Graners hefur hafnað þessum lýsingum og segir að þær beri því vitni að Siv- its hafi samið við yfirvöld um að leysa frá skjóðunni gegn því að fá vægari dóm. Eftir að hafa gert slíkan samning verði hann að krydda frásögn sína. Harkaleg viðbrögð Viðbrögðin við uppljóstrunum um pyntingar hafa verið harkaleg á Vesturlöndum, en hljóðið er annað í Írak. Það kynni að einhverju leyti að markast af því að mun harðneskjulegri aðferð- um var beitt á tímum Saddams Husseins. Því hefur jafnvel verið haldið fram að það hafi ekki verið misneytingin, sem hneykslaði Íraka, heldur það að konur voru í hlutverki pyntar- ans. „Við erum vanir að karlar í hlutverki varða afklæði konur,“ sagði foringi úr Baath-flokkn- um í samtali við tímaritið The Economist. „Hið gagnstæða er bara öfuguggaháttur.“ Vikuritið segir að þeir, sem fari nú með völd- in í Írak, hafi fyrir löngu glatað sakleysi sínu í hugum Íraka, menn kunni að leggja trúnað á loforð um frelsi og lýðræði í Bandaríkjunum, en þau hafi glatað trúverðugleika sínum í Írak eftir því sem ofbeldið hafi aukist og átökin harðnað. Þá séu ásakanir um harðræði eftir innrás Bandaríkjamanna ekki nýjar af nálinni í Írak. Fyrrverandi fangar hafi lýst meðferðinni, en yfirvöld voru ekki reiðubúin til að hlusta. Vitn- isburði þeirra, sem vildu leita réttar síns var enginn gaumur gefinn. Bandaríkjaher sagðist þurfa sannanir til að hefja rannsókn og vildi m.a. fá nafn yfirmanns, en fangar, sem höfðu verið með hettur yfir höfði gátu tæplega borið kennsl á kvalara sína. Mannréttindasamtökum og blaðamönnum var neitað um aðgang að fangelsunum. Rauði krossinn fékk aðgang, en birti skýrslur sínar aðeins yfirvöldum. Atburð- ir síðustu vikna bera því vitni í hugum Íraka að Bandaríkjamenn bregðist aðeins við þrýstingi bandarísks almennings, en ekki óbreyttra Íraka. Bandaríkjamönnum hefur einnig tekist að skapa sér andúð annars staðar í arabaheim- inum. Á götum úti heyrist ekki mikið, en at- burðirnir í Abu Ghraib telja margir að sýni undirliggjandi eðli íhlutunar Bandaríkja- manna. Fréttaskýrendur telja að staða Banda- ríkjamanna sé það viðkvæm í Írak að araba- löndin líti nú svo á að þau geti í auknum mæli hunsað vilja þeirra. Allt frumkvæði Banda- ríkjastjórnar að því að þoka málum í lýðræð- isátt sé fyrir fram dauðadæmt fyrir það eitt að Bandaríkjamenn komi nálægt því. Þannig hef- ur það verið skýrt að Sýrlendingar hafa hunsað kröfur Bandaríkjamanna, sem nú hyggjast refsa þeim með viðskiptaþvingunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem arabar telja sig hafa mátt þola niðurlægingu af hálfu Bandaríkjamanna. The Economist segir að harðasta gagnrýnin um þessar mundir komi frá frjálslyndum aröbum, sem hafi borið þá von í brjósti að aukið lýðræði í Írak myndi verða til þess að breiða út lýðræði í öðrum arabalönd- um. „Þeir biðja okkur að dæma ekki Bandarík- in af verkum varðanna í Abu Ghraib,“ hefur The Economist eftir egypskum umboðsmanni nokkurra bandarískra vopnaframleiðenda. „Af hverju dæmdu þeir alla araba af verkum flug- ræningjanna 11. september?“ sþyrmingar“ ’„Þeir biðja okkur aðdæma ekki Bandaríkin af verkum varðanna í Abu Ghraib,“ hefur The Economist eftir egypskum umboðsmanni nokkurra bandarískra vopnafram- leiðenda. „Af hverju dæmdu þeir alla araba af verkum flugræningjanna 11. september?“‘ S kömmu eftir að fyrstu myndirnar semsýndu bandaríska hermenn misþyrmaíröskum föngum komu fram í dags- ljósið, birti breska götublaðið Daily Mirror ljósmyndir sem sagðar voru sýna breska her- menn beita íraskan fanga ofbeldi. Bresk stjórnvöld og talsmenn hersins drógu þegar stórlega í efa að myndirnar væru ófalsaðar og í lok vikunnar kom í ljós að þær voru falsaðar. Forsætisráðherrann Tony Blair lýsti því yfir við fyrirspurnatíma í breska þinginu í vikunni að myndirnar væru „nær örugglega falsaðar“ og að engar vísbendingar lægju fyrir um kerf- isbundnar misþyrmingar á íröskum föngum af hálfu breskra hermanna. Adam Ingram, að- stoðarráðherra sem fer með málefni hersins í breska varnarmálaráðuneytinu, sagði í þinginu á fimmtudag að hann gæti fullyrt „skilyrð- islaust“ að myndirnar hefðu ekki verið teknar í Írak. Bentu bresk stjórnvöld á ýmis atriði sem gæfu til kynna að myndirnar væru svið- settar, meðal annars að herbifreiðar af þeirri gerð sem þar sést hafi ekki verið notaðar í Írak. Konunglega herlögreglan hefur málið til rannsóknar. Á myndunum sem birtar voru í Daily Mirror sjást ætlaðir hermenn ógna hettuklæddum manni með riffli og kasta af sér vatni á hann. Ritstjóri blaðsins, Piers Morgan, fullyrðir að tveir breskir hermenn sem verið hafi í borg- inni Basra í suðurhluta Íraks hafi látið blaðinu myndirnar í té, og stóð hann fast við það framan af liðinni viku að þær væru ófalsaðar. Dagblaðið Daily Telegraph kvaðst hins veg- ar í vikunni hafa heimildir fyrir því að mynd- irnar hefðu verið sviðsettar í herbúðum í Preston í Lancashire, og BBC hafði það jafn- framt eftir ónafngreindum háttsettum embættismönnum. Á föstudag var Morgan rekin úr starfi. Þá birti Daily Mirror yfirlýsingu þar sem sagði að myndirnar hefðu verið birtar í góðri trú, en nú hefðu komið fram nægar vísbendingar til að gefa til kynna að myndirnar hefðu verið fals- aðar og blaðið verið fórnarlamb „úthugsaðs og grimmilegs hrekks“. Sagði stjórn blaðsins að ekki væri við hæfi að Morgan væri áfram ritstjóri og því myndi hann samstundis hætta störfum. Reuters Daily Mirror birti fölsuðu myndirnar á forsíðu og inni í blaðinu 1. maí. Ritstjóra blaðsins hefur nú verið gert að láta af störfum. Bresk stjórn- völd verjast ásökunum gera það sem rétt væri í Írak, en hann hafi haft rangt fyrir sér: „Það er nokkuð, sem er mikilvæg- ara fyrir Bush og félaga en að gera það sem rétt er í Írak og það er að ná endurkjöri og halda tryggð við hinn íhaldssama kjarna um leið. Það hefur alltaf verið mikilvægara fyrir Bush-liðið að sigrast á hinum frjálslyndu heima fyrir, en Baath- istunum í útlöndum. Þess vegna eyddi það meiri tíma í að fara yfir bandarískar skoðanakannanir en íraska sögu. Ég þori að veðja að það er þess vegna sem Karl Rove hefur haft meira að segja um þetta stríð heldur en Bill Burns, aðstoðarutanrík- isráðherra um málefni Austurlanda nær. Burns vissi aðeins hvað gengi í Mið-Austurlöndum. Rove vissi hvað gengi í miðvestrinu.“ Hann segir að Bandaríkjamenn hafi farið út af sporinu í Írak og Bush, sem hafi siðferðislega sýn, hafi engin sið- ferðisleg áhrif. Þrátt fyrir að háværar raddir hafi krafist af- sagnar Donalds Rumsfelds varnarmálaráðherra í kjölfar birtingar myndanna, þar á meðal í for- ystugreinum The Economist og New York Times, sem og á Bandaríkjaþingi, virðist nú sem hann geti áfram verið öruggur um stöðu sína í stjórn- inni, að minnsta kosti fram að kosningum. For- setinn hefur hrósað Rumsfeld í hástert fyrir frammistöðu sína í embætti og gefið afdráttarlaus og ítrekuð svör um að hann muni sitja áfram, og bæði Dick Cheney varaforseti og utanrík- isráðherrann Colin Powell lýstu yfir eindregnum stuðningi við varnarmálaráðherrann í vikunni. Sumir stjórnmálaskýrendur segja Bush hafa gert rétt í því að standa svo einarðlega með Rumsfeld, enda hafi ekki verið sýnt fram á að hann hafi sjálfur gert mistök í embætti og það myndi auk þess vera veikleikamerki að víkja svo háttsettum og mikilvægum meðlimi stjórnarinnar svo skömmu fyrir forsetakosningar. Aðrir gagn- rýna forsetann, og margir þeirra harðlega, ann- arsvegar á þeirri forsendu að það væri einfaldlega siðferðilega rétt að láta Rumsfeld axla ábyrgð á málinu, og hinsvegar frá því sjónarmiði að það gefi óheppileg skilaboð bæði til umheimsins og banda- rískra kjósenda að láta hann sitja áfram. Það gefi til kynna að Bush taki málið ekki nægilega alvar- lega. Minnkandi stuðningur Þrátt fyrir mikla gagnrýni á skipulagsleysi og hægagang í uppbyggingarstarfi, og áframhaldandi átök við skæruliða löngu eftir að hinu eiginlega stríði lauk, var meirihluti Bandaríkjamanna þar til nýlega sáttur við framgöngu stjórnvalda í Íraks- stríðinu. En eftir mikið mannfall í apríl, þegar fleiri bandarískir hermenn létu lífið en í sjálfri innrásinni síðastliðið vor, og birtingu myndanna frá Abu Ghraib, hafa ýmsar kannanir sýnt að meirihluti bandarísku þjóðarinnar sé nú ósáttur við það hvernig Bush-stjórnin hefur hagað málum í Írak. Samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir CNN og USA Today telja 54% að innrásin hafi verið mistök, og í sömu könnun kváðust 46% ánægð með störf Bush, samanborið við 52% mánuði áður. Frank Newport, sem stjórnaði könnun Gallups, sagði í viðtali að dvínandi stuðningur við Bush væri svipað ferli og hjá þremur síðustu sitjandi for- setum, sem töpuðu kosningum, þeim Gerald Ford, Jimmy Carter og George Bush, föður núverandi forseta. Hins vegar hefðu síðustu fimm sitjandi forsetar, sem náðu kjöri, aldrei farið niður fyrir 50% stuðning við störf sín á kosningaárinu. Það sem áður var einn helsti styrkur Bush, ímynd hans sem „stríðsforseti“, gæti nú orðið honum fjötur um fót. Sem sitjandi forseti, sem auk þess á í stríði á erlendri grundu, mætti alla jafna búast við því að Bush hefði í könnunum öruggt forskot á mótframbjóðanda sinn í kosningunum í haust. En þeir John Kerry mælast nú með mjög svipað fylgi. Málið gæti vitaskuld undið enn frekar upp á sig með frekari uppljóstrunum og myndbirtingum, og ógerlegt er að segja fyrir um það á þessari stundu hvaða áhrif það mun á endanum hafa á stöðu Bandaríkjastjórnar, innanlands og gagnvart um- heiminum. En hætt er við því að myndirnar frá Abu Ghraib muni greypast í hugi manna og verða að eins konar ímynd Íraksstríðsins, líkt og fræg ljósmynd af lítilli stúlku sem hleypur nakin og skelfingu lostin eftir napalmárás Bandaríkjahers varð í Víetnamstríðinu. Reuters Íraskur fangi stendur á kassa með hettu á höfði og rafmagnsvíra klemmda á ýmsa líkamshluta. Hermt er að fanganum hafi verið sagt að honum yrði gefið raflost félli hann af kassanum. Þessi mynd birtist fyrst í tímaritinu The New Yorker fyrir tveimur vikum og hefur farið sem eldur um sinu um heiminn. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.