Morgunblaðið - 16.05.2004, Side 18
18 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
K
ennaraháskólinn
menntar kennara
fyrir leik-, grunn-
og framhalds-
skóla, sem og
þroskaþjálfa,
íþróttafræðinga
og tómstunda- og
félagsmálafræðinga.
Í skólanum er grunndeild þar sem
1.800 nemendur stunda nám á sex
námsbrautum og í framhaldsdeild
stunda 500 nemendur nám á átta
námsbrautum.
Unnt er að ljúka meistaranámi við
skólann og hefur þegar 91 lokið þar
meistaragráðu. Átta nemendur eru
nú í doktorsnámi við KHÍ.
Meirihluti nemenda, eða rösklega
1.200 manns, stunda nám sitt í fjar-
námi en vettvangsnám er mikilvægur
hluti starfsmenntunar við skólann.
Þess má geta að nemendur í grunn-
deild eiga kost á að sækja um að
stunda nám erlendis í eitt misseri og
fá það metið sem hluta af námi við
Kennaraháskóla Íslands.
Rekin er öflug Rannsóknarstofnun
við KHÍ en auk rannsókna fæst stofn-
unin við ráðgjöf og þjónustu á ýmsum
sviðum, útgáfu á rannsóknartengdu
efni og handbókum og fjölbreyttu
kynningarstarfi. Sem og gefur stofn-
unin út tímaritin Uppeldi og menntun
og nettímaritið Netlu. Einnig er við
skólann menntasmiðja sem sinnir
þjónustu fyrir nemendur og kennara
skólans, í henni er bókasafn skólans
og þjónusta á sviði tölvu- og upplýs-
ingatækni.
Á því er enginn vafi að kennara-
starfið er með þeim mikilvægustu í
okkar samfélagi. Öll við sem nú erum
starfandi í þessu samfélagi eigum það
sameiginlegt að hafa verið í skóla-
námi – mislöngu að vísu. Leiða má
getum að því að kennarar geti haft
mikil áhrif á lífsgæði og jafnvel lífs-
hlaup nemenda sinna. Það er því mik-
ilvægt að samfélagið hafi á að skipa
vel menntuðum og vel meinandi
kennurum.
Lengja þarf kennaranámið
„Ég er á þeirri skoðun að kennara-
námið eigi að vera fjögur ár en ekki
þrjú eins og nú er í grunndeild KHÍ.
Það eru gerðar svo miklar kröfur til
kennara í nútímasamfélagi. Ég stefni
að því að breyta þessu,“ segir Ólafur
Proppé í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins sem fram fer á skrif-
stofu hans í húskynnum skólans við
Stakkahlíð.
Ólafur getur þess að árið 1988 hafi
verið sett í lög að lengja kennaranám-
ið í fjögur ár en það hafi aldrei komist
í framkvæmd og verið tekið úr lögum.
Kennaranám er frá 4 upp í 6 ár víða í
nágrannalöndum okkar. Ólafur nefnir
Finna í þessu sambandi, en þeir hafa
gert meistarapróf að skilyrði í kenn-
arastarfi.
En hvað skyldi hafa beint Ólafi inn
á kennarabrautina í upphafi?
„Þegar ég var ungur starfaði ég
mjög mikið í skátahreyfingunni og
fékk við það mikinn áhuga á uppeldis-
og æskulýðsmálum. Ég fór í Kenn-
araskólann og útskrifaðist þaðan
1964. Kenndi svo í tíu ár, fyrst við
Hlíðaskóla en mun lengur þó við
Öldutúnsskóla í Hafnarfirði.
Síðan fór ég í framhaldsnám, fyrst
hér heima í menntunarfræðum en út-
skrifaðist svo með meistara- og dokt-
orspróf frá University of Illinois í
Bandaríkjunum. Þá starfaði ég um
árabil hjá skólarannsóknadeild
menntamálaráðuneytis, einkum við
matsfræði. Árið 1983 hóf ég svo störf
hjá Kennaraháskóla Íslands, fyrst
sem lektor, svo sem dósent, síðar varð
ég prófessor og loks rektor.“
Ólafur er fæddur 1942 og alinn upp
fram að fermingu í Vesturbæ Reykja-
víkur
„Um það leyti flutti ég með fjöl-
skyldu minni í Garðahrepp, síðar sett-
ist ég að í Hafnarfirði en nú bý ég á
Álftanesi.
Langafi minn í föðurætt fluttist
hingað laust eftir miðja 19. öld. Hann
kom frá landamærahéruðum Dan-
merkur og Þýskalands. Frá honum er
komið hið sérkennilega ættarnafn
Proppé. Í móðurætt standa að mér
iðnaðarmenn og bændur – eins og
þorra Íslendinga. Ég ólst upp við
hefðbundin, borgaraleg gildi en það
var kannski óvenjulegt að tengsl við
útlönd voru mikil. Afi minn, Ólafur
Proppé, var einn af forstjórum SÍF
og var mikið í saltfisksölu á Spáni og
víðar. Ég þekkti því t.d. borgir eins og
Sevilla og Barcelona af daglegu um-
tali, löngu áður en Íslendingar fóru að
heimsækja Spán,“ segir Ólafur.
Kona hans er Pétrún Pétursdóttir,
forstöðumaður Hafnarborgar, og eiga
þau þrjú börn.
Kennarastarfið er kjölfesta okkar
En víkjum aftur að kennarastarf-
inu, hvað að mati Ólafs er mest
heillandi við það starf?
„Í víðu samhengi eru líklega mest
heillandi möguleikarnir í samstarfi
við fólk – að mennta fólk og gera það
að meiri manneskjum – færari um að
takast á við lífið, vera sjálfstæðari og
geta nýtt hæfileika sína,“ segir Ólaf-
ur. „Kennarastarfið er að vissu leyti
kjölfesta samfélagsins, því erum við
hér að vinna mikilvæg verkefni og
ábyrgð okkar er mikil.“
En hver er reynsla Ólafs af eigin
skólaveru?
„Ég man eftir nokkrum stórkost-
legum kennurum sem ég minnist með
þakklæti og virðinu.
Ég las bók þegar ég var unglingur
sem hafði mikil áhrif á mig þótt ekki
muni ég lengur hvernig hún komst í
mínar hendur. Bók þessi hét „God
morgen frøken Dove“ og var um
kennslukonu. Hún var góður kennari
en strangur – og hafði mikil áhrif á
nemendur sína. Ef ég hefði ekki lesið
þessa bók hefði ég líklega farið í
menntaskóla eins og margir félagar
mínir. Ég tók hins vegar ákvörðun
mjög snemma um hver væri „mín
lína“.
Ég kveið ekki samskiptum við
nemendurna, ég hafði reynslu af fé-
lagsmálum sem fyrr sagði og það kom
líka á daginn að agavandamál urðu
ekki til vandræða,“ segir Ólafur.
Tekst körlum kannski betur en
konum að halda aga í kennslustarfi?
„Almennt tel ég að sé einstaklings-
bundið en ekki kynbundið hvernig
kennurum gengur að halda uppi aga.
Víst er að nemendur hafa lítinn
áhuga á kennurum sem ekki halda
uppi aga. Það er í tísku núna að tala
um agavandamál en ég vil ekki gera
of mikið úr slíku í umræðum um
kennarastarfið.“
Var ástandið betra þegar nemend-
ur stilltu sér upp í þráðbeinar raðir í
hverjum frímínútum?
„Ég er ekki sérlega hrifinn af her-
aga, ég tel að aginn verði að koma inn-
an frá og í gegnum verkefni. Til þess
að vera góður kennari þurfa menn að
hafa áhuga á að vinna með fólki og
hafa þá hugsjón að vilja láta gott af
sér leiða og koma nemendum til
þroska. Kennarastarfið er ekki „rút-
ínustarf“, engir tveir dagar eru eins.
Menn þurfa einnig að kunna til
verka og treysta sér í ný verkefni.
Ekki síst þurfa kennarar að hafa aga
á sjálfum sér, annars fer allt úr bönd-
um.“
Útskrifar stoltur efnilega nemendur
Áttu í minningunni margar „stórar
stundir“ sem kennari?
„Já margar, – og ýmsir nemendur
mínir halda enn sambandi við mig. Ég
er líka ákaflega stoltur þegar ég
brautskrái sem rektor Kennarahá-
skóla Íslands nemendur – þá fyllist ég
nánast föðurlegu stolti. Þessu fólki
treysti ég til góðra verka. Að vísu set
ég ekki alla 2.300 nemendurna hér í
einn flokk en almennt er hér mann-
vænlegt fólk við nám. Við veljum
reyndar úr. Síðast sóttu þrisvar sinn-
um fleiri um skólavist en komust að.
Kennaraháskólinn er eftirsóttur
skóli.“
Hvers vegna ætli áhugi á kennara-
starfinu hafi aukist svo sem raun ber
vitni?
„Ímynd kennarastarfsins hefur
vaxið og breyst og það skiptir máli.
Hér bjóðum við gott alhliða nám, ekki
aðeins til þess að stunda kennslu
Eftirsóttur skóli
Morgunblaðið/Sverrir
Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, kveðst þeirrar skoðunar að kennaranámið eigi að vera fjögur ár en ekki þrjú.
Vönduð menntun fagfólks
kemur öllum landsmönn-
um til góða. Guðrún Guð-
laugsdóttir ræðir við Ólaf
Proppé, rektor Kennarahá-
skóla Íslands, um skólann
og sitthvað fleira sem snert-
ir menntunar- og fræðslu-
mál íslensks samfélags.