Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 19
heldur nám sem nýtist vel við marg- vísleg önnur störf í samfélaginu. Við erum auðvitað að mennta kennara en margt fólk frá okkur er starfandi við annað en kennslu, t.d. sem fræðslu- fulltrúar hjá fyrirtækjum og þannig mætti telja. Allt sem snertir nám og kennslu í samfélaginu er okkur við- komandi. Þess má geta að hér er ekki bara ungt fólk við nám, nýnemar í grunnnámi eru að meðaltali um þrí- tugt.“ Heimurinn breytist hratt Hefur kennaranám breyst mikið í áranna rás? „Já, mjög mikið. Þegar ég var í kennaranámi fyrir 40 árum var mun minna lagt upp úr verkefnagerð og að velja námsefni fyrir ólíka hópa. Meiri íhaldssemi var þá í námsefninu. Heimurinn breytist hratt nú um þess- ar mundir og þess vegna þýðir ekki annað en vera opinn fyrir nýjungum og kenna bæði kennaraefnum og fólki í skólakerfinu að skapa þekkingu sjálft. Meira var um utanaðbókarlær- dóm áður en nú gerist. Kennarinn hannar sínar kennsluaðstæður í mun ríkari mæli í dag og það umhverfi sem laðar fram áhuga nemendanna.“ Hugsa kennarar nútímans um at- riði eins og lífshamingju og farsæld nemenda sinna á sama hátt og gömlu kennarnir gerðu samkvæmt lýsing- um í æviminningum? „Það er erfitt að höndla slíkt sem kennsluefni en ég trúi því að ef nem- endur fái að reyna sig við ögrandi verkefni þá komi hamingjan í kjölfar- ið. Almenn hugtök eins og hamingja og farsæld eru auðvitað ekki aðeins bundin við kennarastarfið – en þau eru mjög mikilvæg þar. Víst er að kennarar þurfa að eiga til kærleika til viðfangsefnisins og nemendanna og hafa farsæld þeirra að leiðarljósi. Þeir kennarar sem við erum að út- skrifa eiga eftir að kenna næstu 40 ár. Okkar hlutverk er ekki síst að mennta fólk sem getur tekið þátt í þeim breytingum sem framundan eru. Kennarastarfið æ margþættara Kennarastarfið er orðið miklu margþættara en áður. Tökum sem dæmi leikskólakennsluna. Leikskólar eru ekki lengur þær „gæslustofnanir“ sem þær voru of oft áður. Leikskólinn er nú viðurkenndur með lögum sem fyrsta skólastigið og það er miklu meiri krafa bæði hjá leikskólakenn- urum og foreldrum um að þar fari fram markviss kennsla t.d. í sam- skiptum og fleiru.“ Miklar umræður hafa verið að und- anförnu um styttingu náms í fram- haldsskólum, hver er skoðun Ólafs? „Ég er meðmæltur því stytta nám í framhaldsskólum. Ég sé ekki ástæðu til að við höfum aðra skipan á fram- haldsskólanámi en löndin í kringum okkur. Það þarf að sjálfstöðu að end- urskipulega skólanámið með tilliti til þessara breytinga. Það er mikilvægt að leggja grunninn með góðri al- mennri menntun, bæði í bóklegum og verklegum greinum. Um 18 til 19 ára aldur má svo ætla ungu fólki að velja sér starfsnám. Það er stórt vandamál að fá fólk í ýmsar verkmenntagreinar. Þetta gæti að mínu viti stafað af því m.a. að bóknámið hafi í vitund þjóð- arinnar verið á háum stalli. Hér fer miklu minni hluti fólks í verknám en gerist í löndunum í kringum okkur. Þessu þarf að breyta og það er á valdi samfélagsins að gera það. Mikil dýrkun hefur lengi vel verið á bóknáminu og það tengt við gáfur. Með lögum 1946 var skólanum skipt í bóknám og verknám og því miður gerðist það á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar að þetta var tengt við svokallaða námsgetu – hæfileika til að nema á bókina. Lægri bekkirnir urðu þá verknámsdeildir. Þetta hefur ekki haft góð áhrif og margir hafa áhyggj- ur af þróun mála á þessu sviði. Svarið við þessu er að hafa framhaldsskóla- námið styttra og almennara, bæði bóklegt og verklegt og lífsstarfið myndi þá fólk velja 18 til 19 ára. Þetta yrði mínu mati betri skipan fyrir sam- félagið. Þetta er nokkuð svipað kerfi og er við lýði í Bandaríkjunum.“ Brautryðjendur í fjarnámi Hvernig er aðstaða Kennarahá- skólans? „Kennaraháskóli Íslands er eftir- sóttur skóli. Við erum með ákveðnar fjárveitingar frá ríki og reynum að haga okkur samkvæmt því. Aðstæður skólans eru góðar. Reyndar er meira en helmingur nemenda okkar fjar- nemendur. Það kennslufyrirkomulag, sem við vorum frumkvöðlar að, hefur beinlínis „slegið í gegn“. Fjarnámið gerir fólki kleift að stunda nám óháð búsetu eða samhliða starfi ef svo ber undir. Við hófum fjarkennslu fyrir 25 árum, fyrir daga tölvunnar, en hún hefur þróast mjög síðan tölvan varð almenningseign og nú er svo komið að fólk stundar hér fjarnám þótt það gæti verið í skólanum fjarlægðarinn- ar vegna. Hér í Kennaraháskólanum vinnum við að því að tengja fjarnám og staðnám og gefa nemendum tæki- færi til að skipuleggja nám sitt sjálfir innan ákveðinna merka. Námsskipu- lag er að verða miklu sveigjanlegra með tilkomu tækni og aðgengi að upplýsingum á Netinu. Nemendur okkar úti um land fá aðstöðu í skólum eða í símenntunarmiðstöðvum á heimaslóð auk þess sem mjög margir vinna heima. Við erum líka með fjar- nemendur utan Íslands, í einum tíu löndum í þremur heimsálfum. Okkar markmið hér er að kenna allar náms- brautir skólans bæði í staðnámi og fjarnámi og við erum mjög nálægt því. Einungis íþróttafræði er ekki kennd í fjarnámi. Við erum brautryðjendur í þróun fjarnáms og hingað koma útlendingar til að kynna sér tilhögun þess náms hjá okkur.“ Hvaða nám sækja flestir í KHÍ? „Mest eftirspurn er eftir grunn- skólakennaranámi og kennslurétt- indanámi, sem er fyrir þá sem hafa t.d. BA-próf í kennslugrein en vantar þá uppeldis- og kennslufræðina. Al- mennt er góð aðsókn í allar okkar námsbrautir. Það er vöntun á kenn- urum. Samkvæmt útreikningi ríkis- endurskoðunar með aðstoð Hagstof- unar er talið að árið 2010 verði komnir nægilega margir grunnskóla- kennarar til starfa, en það mun skorta t.d. þroskaþjálfa og leikskólakennara á þeim tíma. Gífurleg aðsókn í framhaldsdeild Verið hefur gífurleg aðsókn í fram- haldsdeild KHÍ. Því námi lýkur með diplómu, síðan kemur meistarapróf og loks doktorspróf. Námsbrautir framhaldsdeildar eru: framhaldsnám fyrir þroska- þjálfa, kennslufræði og námsefnis- gerð, menntun tvítyngdra barna, nám og kennsla ungra barna, náttúru- fræðimenntun, sérkennslufræði, stjórnun, stærðfræðimenntun, tölvu- og upplýsingatækni, uppeldis- og menntunarfræði og rannsóknartengt framhaldsnám. Mikilvægur vaxtarbroddur í starfi Kennaraháskólans er rannsóknastofa skólans. Allir kennarar okkar stunda rannsóknir. Verið er m.a. að gera út- tekt á menntarannsóknum á Íslandi, henni lýkur seint á þessu ári. Þar verður m.a. skoðað hvaða rannsóknir hafa farið fram og hverju þær skila. Ég tel að það þurfi að efla og auka rannsóknir í víðum skilningi. Þjóðirn- ar í kringum okkur hafa gert sér þetta ljóst og starfa samkvæmt því. Hér var lengi lítill skilningur á mik- ilvægi rannsókna.“ Samfélagið metur KHÍ mikils Ólafur Proppé er að ljúka fimmta ári sínu sem rektor. Hvað finnst hon- um um afstöðu samfélagsins til Kenn- araháskóla Íslands? „Samfélagið metur KHÍ mikils, það sýnir hin mikla aðsókn að skól- anum. Ég hef haft að markmiði að skólinn stæði sig vel hvað rekstur snertir og væri metnaðarfullur hvað nám og rannsóknir varðar. Okkar nám stenst fyllilega samanburð við það sem best gerist í öðrum háskólum landsins. Í litlu landi eins og Íslandi er kannski fullmikið í lagt að hafa tíu stofnanir á háskólastigi og jafnvel tal- að um að búa til fleiri. Við ættum að halda vel utan um það sem komið er og efla samvinnu ríkisháskólanna þannig að þeir verði sterkari.“ Í Kennaraháskóla Íslands er ekki aðeins mikill fjöldi nemenda, hann er líka stór vinnustaður. Þar eru fastir starfsmenn rúmlega 170 og er aðset- ur skólans á þremur stöðum. „Starfsemin fer fram í aðalbygg- ingu við Stakkahlíð, þar er m.a. Menntasmiðja skólans (safn og smiðja). Í Skipholti 37 er listgreina- hús skólans. Þangað sækja nemendur nám í heimilisfræði, hönnun og smíð- um, myndmennt, textílmennt og tón- mennt. Á Laugarvatni er íþrótta- fræðisetur skólans en þar er glæsileg aðstaða til náms í íþróttafræðum. Kennaraháskóli Íslands á rætur í gamla Kennaraskólanum en síðari ár hafa runnið saman við skólann aðrir skólar, svo sem hússtjórnarkennara- skólinn á sínum tíma og síðast 1. jan- úar 1998 var skólanum enn breytt en þá sameinuðust gamli Kennarahá- skóli Íslands, Fósturskóli Íslands, Þroskaþjálfaskóli Íslands og Íþrótta- kennaraskóli Íslands,“ segir Ólafur. Ljóst er af þessu að Kennarahá- skóli Íslands stendur á mörgum og styrkum stoðum og enn er þess ógetið að hann er ráðstefnumiðstöð líka. „Hér er viðamikið háskólasamfélag þar sem mikið gerist. Hér var t.d. um daginn haldin 32. norræna ráðstefnan um menntamál og var það fjölmenn- asta ráðstefna sinnar tegundar til þessa. Það var mál erlendra manna að hún væri sú best skipulagða til þessa,“ bætir Ólafur við. Við KHÍ er starfandi Símenntunar- stofnun og hægt er að kynna sér starf hennar á heimasíðu skólans. Bóka- safn skólans, sem er á neðstu hæð í Hamri við Stakkahlíð, er stærsta sér- fræðisafn á sviði uppeldis- og mennta- mála á landinu og er það opið almenn- ingi. Hægt er og að fylgjast með fréttum úr Kennaraháskólanum á heimasíðu skólans. Morgunblaðið/Jim Smart Kennaraháskóli Íslands. Um 1.800 nemendur stunda nú nám á hinum sex námsbrautum grunndeildar skólans. TENGLAR ..................................................... http:/www.khi.is/ gudrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 19 PRIMERA öllu Ein með Nýja Primeran er bíll framtíðar- innar. Hið einstaka N-FORM aksturskerfi gerir þér kleift að nota þrjá aðalrofa til að stjórna öllum helstu aðgerðum bílsins með fingurgómunum. Primeran er auk þess með myndavél að aftan sem sýnir þér hversu nálægt þú ert næsta bíl á skjá í mælaborðinu. Hugvitssamleg hönnun Nissan Primera kemur þér skemmtilega á óvart. Nissan Primera – prýðileg fyrir þá sem vilja eina með öllu. Komdu við hjá Ingvari Helgasyni og kynntu þér málið nánar. Verð frá 2.260.000 F í t o n / S Í A 0 0 9 2 9 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.