Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Blessuð foldin
er fríð / um
frjóva sumartíð.
Græn er gróin
hlíð, / glaðviðrin svo blíð. Þannig orðaði skáld-
ið Stephan G. Stephansson þær tilfinningar
sem bærðust í brjóstum landsmanna fyrr í vik-
unni, þegar norðanvindar hættu loksins að
blása og hlýna tók að nýju. Götur og garðar
fylltust þá af fólki sem hló við, í fullvissu um að
nú væri betri tíð í vændum; sætir langir sum-
ardagar.
Á leikvöllum skólanna hentust börn horna á
milli, sum í boltaleik, önnur í boðhlaupi. Lauf
hafa sprungið út, tún grænkað og borgar-
starfsmenn birtast með nauðsynlega fylgifiska
hlýindanna; götur eru ristar upp, gangstéttar
brotnar og svo er grafið þar til sumarið er úti,
og gróður og gröfur leggjast í dvala.
Á hvolfi: Börnin við Snælandsskóla vissu varla hvað sneri upp og hvað niður, þar sem þau héngu á hvolfi eins og letidýr á Súmötru.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Boðhlaup: Það var hamagangur í frímínútum við Vogaskóla, þar sem hlaupið var boðhlaup.
Rispur
Morgunblaðið/Ómar
Brunað: Á fleygiferð við Nauthólsvík.
Sögunin: Jón Júlíus Elíasson garðyrkjumeistari fellir stóra ösp við Flókagötu.
„Við tókum niður sextán aspir, víðs vegar um bæinn, á einum degi,“ segir Jón Júlíus Elías-
son garðyrkjumeistari, sem var önnum kafinn við að fella ösp við Flókagötu þegar ljós-
myndarinn hitti hann að máli. „Þetta eru ekki tré sem eiga að vera í görðum; 90% af því
sem við fellum í dag eru aspir.“
Vorið er mikill annatími hjá garðyrkjumeistaranum. Hann er að planta, helluleggja, búa
til beð og tyrfa. Það er lítið um sumarfrí; orlofið er tekið í skammdeginu. En það eru
aspirnar sem rætt er um. „Það er ár og dagur síðan ég plantaði ösp. Hér áður fyrr voru þær
oft gefnar í afmælisgjöf, en í dag yrðu þær álitnar hefndargjöf.“
Öspin álitin hefndargjöf
Starfið | Garðyrkjumeistari
Morgunblaðið/Golli
Skurður: Skipt um lagnir í Langagerði.
Morgunblaðið/Ásdís
Boltaleikur: Boltakast við Melaskóla.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Morgunblaðið/ÞÖK