Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 25

Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 25 Þessar röksemdir finnast mér íléttvægara lagi, t.d. miðað við þær niðurstöður sem virtir læknar birtu í lok rannsóknar á drykkju ungs fólks fyrir nokkrum árum og sagt var frá í Morg- unblaðinu og víðar. Þar sagði m.a. að því fyrr sem fólk hæfi áfengis- drykkju þess meiri skaða ylli hún. Ástæðan var talin sú m.a. að taugakerfi unglinga væri óþroskaðra og því viðkvæmara en þeirra sem eldri væru. Í samtali um þessar rannsóknir kom fram að ein- staklingur sem byrjar áfengis- drykkju á unglingsaldri gæti átt á hættu að verða drykkjusjúklingur á einu ári en það tæki sama einstak- ling mörg ár að ná sama drykkjustigi ef hann byrjaði drykkju kominn nokkuð yfir tvítugt. Miðað við þessar niðurstöður er harla óæskilegt að stuðla að drykkjuskap ungs fólks með því að auðvelda því aðgengi að áfengi eins og þessi nýju lög gera. Mér skilst að nota eigi næstu ár til þess að rannsaka hvort og hvernig drykkjuvenjur unglinga breytast með hinni nýju drykkjulöggjöf. Von- andi verður í leiðinni hugað að úr- ræðum fyrir þá sem fyrr verða drykkjusjúkir en ella. Hvað snertir hina sérkennilegu röksemd, að sam- ræma þurfi aldurstakmark upphafs- drykkju á Íslandi við nágrannalönd- in, þá mætti benda á að það er ekki náttúrulögmál að fólk drekki áfengi, það er áunninn siður sem ágætlega má vera án. Í endurminningum Martins And- ersens Nexö, hins fræga danska rit- höfundar sem m.a. samdi Palla sig- urvegara og Dittu mannsbarn, kemur fram að faðir hans fékk sem ungur maður hluta af kaupi sínu sem vinnumaður greitt í áfengi. Þessi ráðstöfun leiddi ekki til góðs, faðir- inn varð snemma drykkjusjúkur og það urðu líka margir hinna ungu manna sem störfuðu með honum á bóndabýlum og víðar. Nokkrir þingmenn reyna nú að leiða í lög að áfengi verði selt í mat- vörubúðum.Vonandi verður ekki næst hafin barátta fyrir því að taka upp hinn gamla danska sið – að borga ungu fólki í áfengi? Það getur varla talist verið þjóð- hagslega hagkvæmt að vinna að því að auðvelda ungu fólki aðgengi að áfengi þegar rannsóknir sýna að það gerir því meiri skaða sem fólk byrjar fyrr að neyta þess. Viðkomandi þing- menn ættu að geta fundið kröftum sínum verðugra viðnám en að auka á drykkjuvanda Íslendinga – hann er ærinn fyrir. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Borgað í áfengi? Drykkjuvandi er ærinn þegar UM ÞESSAR mundir er verið að koma á lögum sem heimila 18 ára fólki að kaupa áfengi en áður var aldurstakmarkið 20 ár. Þetta eru hin undarlegustu lög miðað við það markmið sem sett hefur verið fram af valdhöfum – að minnka drykkju landsmanna eins og auðið er á næstu árum, en rannsóknir sýna að drykkja eykst eftir því sem aðgengi að áfengi er gert auðveldara, – þetta hefur margoft komið fram. Þær röksemdir sem ég heyrði einkum fyrir þessari lagasetningu voru að hún væri í samræmi við það sem gerðist í lönd- unum í kringum okkur og samræmdi einnig réttindi ungs fólks hér. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ÞAÐ fer vissulega eftir veðri hversu vel menn njóta sín við veiðiskap- inn, en þegar vel hefur viðrað við Hlíðarvatn að undanförnu, hafa menn verið að gera góða hluti og skemmta sér vel við veiðiskapinn. Ljósmyndari Morgunblaðsins var á bökkum Hlíðarvatns fyrir skemmstu og tók þá nokkrar myndir og eru sumar þeirra hér með þessum línum. Hlíðarvatn er afar fallegt vatn suður í Selvogi og þar spilar landið skemmtilega saman, brattar hlíðar, blátt vatnið, grængrár særinn og svart hraun- ið, að ógleymdri bleikjunni sem hefur verið í tökuskapi að undanförnu. Menn hafa einkum notað púpur, gjarnan með kúluhausum og eflaust mætti tína til fjölda tegunda, en nokk- ur nöfn sem flogið hafa eru Killer, Watson Fancy, ýmsar gerðir af Winil Rib, Krókurinn, Héraeyra og Pheasant tail. Gjarnan með flotlínu og langan taum. En myndirnar tala sínu máli. Veiðimaður togast á við bleikju í kvöldsól við Hlíðarvatn. Nokkrar fallegar komnar á land. Morgunblaðið/Einar Falur Bleikja komin í háfinn… Góðir dagar við Hlíðarvatn ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? – með ánægju! ar gu s 04 -0 28 3 HAUKAR, TIL HAMINGJU MEÐ ÍSLANDSMEISTARATITILINN Í HANDKNATTLEIK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.