Morgunblaðið - 16.05.2004, Síða 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Landakotsskóli er einkarekinn grunnskóli fyrir börn 5 - 16 ára.
Ein bekkjardeild er í hverjum árgangi.
Tónlistarskóli er í samstarfi við skólann.
Nemendur eiga kost á hljóðfæranámi á skólatíma.
Nemendur í yngri deildum eiga kost á síðdegisvist til kl. 16:00
Á komandi hausti getum við bætt við nokkrum nemendum í skólann.
Nánari upplýsingar í síma 510 82 00 á skólatíma.
Skólastjóri
Landakotsskóli
v/Túngötu, 101 Reykjavík
Innritun fyrir veturinn 2004 - 2005
ÞÓRÓLFUR Árnason borgar-
stjóri opnar sýningu á finnskri
samtímaljósmyndun í Ljós-
myndasfni Reykjavíkur kl. 14 í
dag, sunnudag. Yfirskrift sýning-
arinnar er Nýir veruleikar og er
hluti viðfangsefnisins tengdur hin-
um pólitíska og félagslega raun-
veruleika sem ríkti í kjölfarið á
hruni Sovétríkjanna ásamt aðild
Finnlands að Evrópubandalaginu.
Spurningar um heiminn í kring
hafa séð stærsta hluta þeirra
listamanna sem taka þátt í sýn-
ingunni fyrir fjölda viðfangsefna.
Efnistök sýningarinnar eru af
margvíslegum toga og fjalla um
hluti eins og tilvist einstaklings-
ins, landslag, umhverfi, og sögu.
Sýningin New Realities – Finsk
samtida fotografi var sett upp í
Gautaborg í byrjun árs 2003 í sýn-
ingarstjórn Hasse Persson. Verk-
in á sýningunni í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur samanstanda af hluta
þeirrar sýningar sem eru í eigu
Hasselblad Center í Gautaborg og
verkum í eigu Ljósmyndasafns
Finnlands í Helsinki.
Í fréttatilkynningu segir m.a.
„Finnsk samtímaljósmyndun hef-
ur undanfarinn áratug hlotið
mikla alþjóðlega athygli og verið
fremst í flokki Norðurlandanna á
þeim vettvangi. Í dag er hún fjöl-
breyttari og alþjóðlegri en nokkru
sinni fyrr og er árangur á al-
þjóðavísu ekki hvað síst að þakka
kerfi á vegum finnska ríkisins
sem stuðlaði að alþjóðlegri dreif-
ingu á ljósmyndun og list ásamt
markvissri fjárfestingu í ljós-
myndafræðslu almennings.“
Sýningin er á dagskrá Listahá-
tíðar í Reykjavík og stendur til
29. ágúst. Aðgangur er ókeypis.
Morgunblaðið/Árni Torfason
María Karen Sigurðardóttir, forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur,
og Sigríður Kristín Birnudóttur taka upp finnskar samtímaljósmyndir.
Nýr veruleiki
með augum
ljósmyndarans
SÝNINGIN Allar heimsins konur verður opnuð í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi kl. 15 í dag,
sunnudag. Claudia DeMonte, umsjónarmaður sýn-
ingarinnar, heldur fyrirlestur kl. 14.30 um aðdrag-
anda sýningarinnar. Um er að ræða sýningu þar
sem konur frá 176 löndum sýna verk sem hefur
þemað „Að vera kona, hvað þýðir það“.
Claudia DeMonte á verk á sýningunni en hún
hefur haldið yfir 60 einkasýningar og tekið fyrir
málefni kvenna á „gamansaman“.
Sýningin hefur farið um allan heim og var nú
síðast á Listasafninu á Akureyri. Sýningin mun
svo halda til Grikklands að lokinni Íslandsdvöl á
Ólympíuleikana 2004.
Við opnunina verður ennfremur þjóðleg
skemmtun í samstarfi við Kramhúsið. M.a. mun
Margrét Pálmadóttir syngja ásamt nokkrum
söngdísum. Sýndur verður magadans, þjóðdansar
frá Balkanskaga, flamenco, Orville verður með
afró og fleira.
Nánari upplýsingar um sýninguna eru á vef-
svæðunum www.imow.org, gerduberg.is og lista-
safn.akureyri.is.
Sýningin er opin virka daga kl. 13–18 og kl. 13–
17 um helgar, en verður í júní um helgar. Sýningin
stendur til 24. júní. Aðgangur er ókeypis.
Verk eftir Dewaki Timsina frá Bútan á sýningunni Allar
heimsins konur.
„Allar heimsins konur“
í Gerðubergi
Jay Ranelli, forstöðumaður EugeneO’Neill-miðstöðvarinnar í WaterfordConnecticut í Bandaríkjunum, varstaddur hér á landi um síðustu helgi til
skrafs og ráðagerða við íslenskt leikhúsfólk.
Tengsl Ranelli við íslenskt leikhús ná aftur
um eina tvo áratugi og í samtali við hann
kemur í ljós að hann hefur fylgst vel með
leikhúslífinu og nefnir ýmsar sýningar sem
hann hefur séð í gegnum tíðina. Hann hefur
starfað sem leikari og leikstjóri víða um
Bandríkin og stundaði á
sínum tíma nám við O’Neill
stofnunina. Hann segir það
hafa verið sérlega ánægju-
legt að fá boð um að veita
stofnunni forstöðu og
byggja áfram á þeirri
starfsemi sem þar hefur verið undanfarna
áratugi.
„O’Neill-miðstöðin var opnuð fyrir 40 árum
og hlutverk hennar er eins og nafnið bendir
til að halda á lofti nafni og verkum leikskálds-
ins Eugene O’Neill. Þetta gerum við með
ýmsum hætti en okkar mikilvægasta starf
felst í því að efla samtímaleikritun og stönd-
um við fyrir námskeiðum og höfundasmiðjum
fyrir bæði byrjendur á sviði leikritunar og vel
þekkt leikskáld. Við höfum fengið til okkar
mjög þekkt leikskáld og má nefna Paulu
Vogel og August Wilson sem hafa skrifað
verk á okkar vegum á seinustu árum.“
Jay segir höfunda sækjast eftir því að
koma til þeirra og val á höfundum sé mjög
skipulagt og markvisst. „Við höfum leik-
húsfólk á okkar vegum sem les handrit og
hugmyndir án þess að vita hver höfundurinn
er. Síðan eru fleiri sem lesa yfir og koma að
valinu til að tryggja að hæfileikar eða góðar
hugmyndir fari ekki forgörðum. Það er mik-
ilvægt að greina hvort í handritsdrögum er
ný rödd og hvort þar leynist frækorn leik-
skálds sem með réttri hvatningu má fá til að
blómstra. Ég gef því alltaf sérstakan gaum ef
lesararnir eru mjög ósammála, sterk viðbrögð
kalla á nákvæma skoðun.
Við leitum til höfunda og bjóðum þeim að
koma til okkar og skrifa. Þeim býðst þá öll
aðstaða sem við höfum yfir að ráða en það er
mjög misjafnt hvað höfundar telja sig þurfa.
Sumir vilja gjarnan heyra verk sín lesin af
leikurum, aðrir vilja fá þau sviðsett að ein-
hverju leyti og við reynum að koma til móts
við allar þarfir. Yngri og óreyndari höfund-
arnir þurfa oft meiri stuðning og kennslu og
við reynum að veita hana með ýmsum hætti.“
Höfundasmiðjan er starfrækt á sumrin, í
júli og fram í ágúst og þá er stofnunin og allt
umhverfi hennar iðandi af lífi þar sem verið
er að vinna að leikritum í öllum hornum, inni
og úti. „Þetta er mjög vinsælt og margir
koma til að hlusta og horfa og sjá hvað er
ferskast í leikritun. Þetta hefur orðið að eins
konar samkomustað fyrir alvarlega þenkjandi
leikhúsfólk.“
Auk þessarar sumarstarfsemi er O’Neill-
miðstöðin rekin yfir veturinn sem eins konar
háskóladeild fyrir leiklistarnema þar sem
stúdentum frá leiklistardeildum bandarískra
háskóla gefst kostur á einnar annar leiklist-
arnámi undir leiðsögn starfandi leikhúsfólks.
„Við bjóðum til okkar atvinnufólki í leiklist,
leikstjórum, leikurum, hönnuðum, danshöf-
undum o.fl. sem veita stúdentunum innsýn í
atvinnumennsku í greininni. Þessir gestir eru
mislengi hjá okkur, sumir nokkra daga, aðrir
nokkrar vikur. Þetta hefur gefið svo góða
raun að við ætlum að færa þetta enn frekar
út og bjóða upp á tveggja ára samfellt nám í
leiklist fyrir leikara og hugsanlega leikstjóra
líka.“
Erindi Jay Ranelli til Íslands tengist starf-
semi O’Neill-miðstöðvarinnar á ýmsa vegu
þar sem hann segir að þau hafi hug á því að
efla alþjóðleg tengsl stofnunarinnar eftir
nokkurra ára tímabil þar sem slíkt hafi legið
niðri. „Við viljum gjarnan víkka sjóndeild-
arhring okkar og fá til okkar erlenda höf-
unda, kennara og stúdenta og ein hugmynd
er að skipuleggja skiptiprógramm fyrir stúd-
enta við leiklistardeildir erlendra listaháskóla.
Það er eitt af því sem ég vil ræða við stjórn-
endur Listaháskóla Íslands. Við teljum einnig
mikilvægt að ná sambandi við erlend leik-
skáld og viljum gjarnan bjóða þeim að koma
til okkar og taka þátt í því sem við erum að
gera. Við höfum einnig áhuga á að fylgjast
með því þegar leikhús annarra landa eru að
sýna verk eftir Eugene O’Neill og ég hlakka
til að sjá sýningu íslenska Þjóðleikhússins á
Sorgin klæðir Elektru.“
Spurður um arfleifð Eugene O’Neill segir
Rannelli að O’Neill sé óumdeilanlega einn af
helstu höfundum 20. aldarinnar og sannarlega
eitt merkasta leikskáld Bandaríkjanna. „Mér
þótti sérstaklega athyglisvert að heyra nor-
ræn leikskáld segja á kynningu sem var hald-
in á norænni leikritun í New York fyrir þrem-
ur árum að O’Neill hefði jafnvel haft meiri
áhrif á þau en Henrik Ibsen. Þetta segir
margt um hversu alþjóðleg listgrein leikritun
er, þó að hún eigi sér alltaf rætur í þjóðarsál-
inni á hverjum stað. O’Neill var mjög per-
sónulegur höfundur og merkustu verk hans
eru bæði persónuleg og sjálfsævisöguleg en
þrátt fyrir það – eða kannski einmitt vegna
þess – hafa þau snert strengi í hjörtum fólks
um allan heim.“
Því persónulegri
því alþjóðlegri
Morgunblaðið/ÞÖK
Jay Ranelli forstöðumaður O’Neill-miðstöðvarinnar.
havar@mbl.is
AF LISTUM
eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is