Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 31

Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 31 Gallerí Fold, Rauðarárstíg Sýning Tryggva Ólafssonar í Bak- salnum og Rauðu stofunni og ljós- myndasýning Friðriks Tryggvason- ar í Ljósfold eru framlengdar til 23. maí. Sýning framlengd ÞRIÐJUDAGINN 18. maí og mið- vikudaginn 19. maí verður dag- skráin Hraðlestin París – Brussel haldin í Borgarleikhúsinu, en þá verða fjögur ný frönsk og belgísk leikrit lesin – með hraði – í ís- lenskum þýðingum. Það er franska leikfélagið La Barraca sem stend- ur fyrir verkefninu, í samvinnu við Borgarleikhúsið, Listahátíð í Reykjavík og leiklistardeild Lista- háskóla Íslands. Listræn stjórn verkefnisins er í höndum La Barraca, en einn helsti forvígismaður þess er Ragnheiður Ásgeirsdóttir. „Hraðlestin París – Brussel, þegar frönsku og belgísku verkin eru lesin í Reykjavík, er lokaáfangi ferðarinnar, en í mars voru verk íslenskra leikskálda, þeirra Hávars Sigurjónssonar, Hrafnhildar Hagalín, Ólafs Hauks Símonarsonar, Sigurðar Pálssonar og Þorvaldar Þorsteinssonar, þýdd og leiklesin í París og Brussel,“ segir Ragnheiður. Hún segir að verkin séu gerólík innbyrðis og við val þeirra hafi m.a. verið haft í huga að höfund- arnir eru vel þekktir í heimalönd- um sínum en lítt eða ekkert þekkt- ir hérlendis. „Þetta eru ekki verk sem eru leikin í stærstu og þekkt- ustu leikhúsum Frakklands og Belgíu en þau eru öll mjög vel þekkt meðal leikhúsfólks og mikið leikin af smærri leikhúsum og leik- hópum. Það hefur verið ánægju- legt að heyra hvað íslensku leik- ararnir og leikstjórarnir hafa tekið verkin upp á arma sína og eru hrifin af þeim.“ Leikritin sem kynnt verða eru ekki lesin í heild sinni, heldur „með hraði“ í fjörutíu mínútna dagskrám. Höfundarnir og fleira leikhúsfólk koma hingað til lands til að vera viðstaddir viðburðinn. Þriðjudaginn 18. maí kl. 17 á Nýja sviðinu verða lesin verkin Eva, Gloria, Lea eftir Jean-Marie Piemme í þýðingu Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur og Agnes eftir Cath- erine Anne í þýðingu Sigurðar Pálssonar. Miðvikudaginn 19. maí kl. 17 á Nýja sviðinu verða lesin verkin Boðun Benoît eftir Jean Louvet í þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafns- sonar og Frú Ká eftir Noëlle Ren- aude í þýðingu Guðrúnar Vilmund- ardóttur. Leikstjórn er í höndum Krist- ínar Jóhannesdóttur, Sigrúnar Eddu Björnsdóttur, Péturs Ein- arssonar og Steinunnar Knúts- dóttur, og það eru leikarar Borg- arleikhússins og nemendur leik- listardeildar Listaháskólans sem lesa. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Hraðlestin París – Brussel Noëlle Renaude Catherine Anne Jean Louvet Jean-Marie Piemme SAMTÖK um tónlistarhús gangast fyrir opnum fundi í Íslensku óper- unni á mánudagskvöld kl. 20. Á fund- inum verður m.a. skýrt frá undir- búningi forvals að útboði um byggingu og hönnun tónlistarhúss- ins að sögn Stefáns Hermannssonar framkvæmdastjóra Austurhafnar. „Margir vita ekki hvar verkið er statt og nokkurs misskilnings hefur gætt um það. Þessum fundi er m.a. ætlað að upplýsa um stöðu mála og hver næstu skref verða í fram- kvæmdaáætluninni,“ sagði Stefán. Egill Ólafsson formaður SUT mun opna fundinn og síðan ávarpar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, fundinn og síðan munu eftirtaldir flytja stutt innlegg. Björn Th. Árnason, FÍH, Margrét Bóasdóttir, FÍT, Bjarni Daníelsson, Íslensku óperunni, Ein- ar Bárðarson, tónleikahaldari, Ár- sæll Harðarson, Ferðamálaráði, Þröstur Ólafsson, SÍ, Kjartan Sveinsson, Sigur Rós, Kjartan Ólafs- son, Tónskáldafélagi Íslands, Stefán Arngrímsson, Einsöngvarafélaginu, Magnús Kjartansson, FTT, Þórunn Sigurðardóttir, Listahátíð, Egill Ólafsson, SUT, Jón Karl Ólafsson, Flugleiðum. Að erindum loknum verða umræð- ur og fyrirspurnir úr sal. Fundurinn hefst kl. 20 og eru allir velkomnir. Kynningar- fundur um byggingu tónlistar- hússins TÓNLISTARHÁTÍÐIN „Við Djúp- ið“ verður nú haldin í annað sinn dagana 3.–7. júní. Sú nýbreytni verð- ur tekin upp á þessu ári að hátíðin fer fram á fleiri stöðum í Ísafjarð- arbæ. Á hátíðinni verða námskeið í píanóleik, klassískum söng og djass- söng, flautu, klassískum gítar og rokkgítar fyrri hluta dags en tón- leikar haldnir síðdegis og á kvöldin alla dagana. Ný íslensk verk meðal sígildra tónverka Á kvöldtónleikum verða metn- aðarfullar efnisskrár sem spanna vítt svið tónlistarinnar. Jöfnum höndum verða leikin verk eftir ný ís- lensk tónskáld, djassstandardar og sígild tónverk. Þeir sem þar koma fram eru kennarar námskeiðsins Halldór Haraldsson píanóleikari, heiðursgestur, Jóhanna Linnet djasssöngkona, Árni Heiðar Karls- son píanóleikari (klassík og djass), Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari og Pétur Jónasson gítarleikari auk heimamanna. Einnig verða haldnir nemendatónleikar, smærri tónleikar og aðrar uppákomur á ýmsum stöð- um í byggðarlaginu. Skipulagsvinna og fram- kvæmdastjórn er í höndum Guð- rúnar Birgisdóttur og Péturs Jón- assonar auk samstarfsaðila á Vestfjörðum. Nánari upplýsingar og umsókn- areyðublað er að finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.viddjupid.is. Tónlist- arhátíðin Við Djúpið Morgunblaðið/Þorkell Halldór Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, verður heiðursgestur hátíðarinnar Við Djúpið. FERÐALEIKHÚSIÐ Light Nights leitar að dönsurum/leikurum til að koma fram í leiksýningum leikhúss- ins í Björtum nóttum í Iðnó í sumar. Umsækjendur þurfa að hafa góðar hreyfingar og leiklistarhæfileika. Starfið felur í sér nám í leiklist og dansi. Einnig er laus staða fyrir einn tæknimann. Allar nánari upplýsingar gefur Kristín G. Magnús í síma 551-9181. Leikhús leitar að dönsurum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.