Morgunblaðið - 16.05.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 16.05.2004, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 15. maí 1994: „Því hefur ver- ið haldið fram, að með þeim breytingum, sem Alþingi samþykkti á lögum um fisk- veiðistjórnun og samþykkt laga um Þróunarsjóð hafi nú- verandi kvótakerfi verið fest endanlega í sessi. Þetta er mikill misskilningur. Alþingi samþykkti að lappa upp á það kvótakerfi, sem fyrir var í sjávarútvegi. Þær viðbætur breyta engu um þann grund- vallarágreining, sem til stað- ar er í sjávarútvegsmálum. Það er eins með kvótakerf- ið í sjávarútvegi og haftakerf- ið fyrr á árum; alþingismenn hamast við að stoppa upp í alls konar göt á kerfinu en það springur að lokum vegna þess, að það er einfaldlega ekki hægt að binda heila at- vinnugrein í slíka fjötra margvíslegra reglna. Sem dæmi um það hvers konar miðstýrt regluflóð er verið að búa til í kringum sjávarútveginn skal birtur hér kafli úr frétt í Morg- unblaðinu í gær, þar sem leit- ast er við að útskýra fyrir les- endum blaðsins, hvað Alþingi samþykkti. Þar segir m.a.: „Auk þess er lagt tímabundið bann við því að flytja afla- mark til skips, ef meira en 15% aflamarks af sömu teg- und hafa verið flutt af skipinu á fiskveiðiárinu og öfugt. Samkvæmt því er óheimilt að flytja aflamark af einhverri fisktegund til skips, hafi meira en 15% aflamarks af sömu fisktegund verið flutt frá skipinu til skipa í eigu annarra útgerða. Á sama hátt er óheimilt að flytja aflamark frá skipi, þegar meira en 15% af upphaflegu aflamarki skipsins af viðkomandi fisk- tegund hefur verið flutt til skipsins frá skipum í eigu annarra útgerða. Þetta ákvæði, sem átti upphaflega að vera ótímabundið, var gagnrýnt mjög af ýmsum að- ilum. Samkomulag varð þá um að setja sólarlagsákvæði á 15% regluna, þannig að hún falli úr gildi í árslok 1995. Í stað þess kemur til fram- kvæmda nýtt ákvæði …“!!! Morgunblaðið hefur að undanförnu hvatt til þeirrar málamiðlunar í deilunum um sjávarútvegsstefnuna, að stjórnvöld ákveði einungis tvær tölur, sem sjávarútveg- urinn þurfi að taka mið af: annars vegar hámark þess afla, sem taka má af hverri fisktegund á fiskveiðiárinu. Hins vegar gjald fyrir að- gang að fiskimiðunum. Að öðru leyti ákveði útgerð- armenn og sjómenn sjálfir, hvernig þeir haga þessum veiðum án afskipta Alþingis, ráðherra og embættis- manna.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LÍTT UPPBYGGILEGT VEGANESTI Íþróttahreyfingin á Íslandi hefurgegnt mikilvægu hlutverki fyriræskulýðinn í landinu um langt skeið. Að mati flestra er þátttaka í íþróttum ekki síst til þess fallin að ala með börnum gildi drengskapar og fé- lagsanda í heilbrigðum hlutföllum við metnaðarfullt kapp á jafnréttisgrund- velli. Þessar háleitu hugsjónir eiga þann hljómgrunn meðal þjóðarinnar er fyrst og fremst skapar samstöðu um fram- gang íþróttaiðkunar og stuðning við það góða starf er íþróttahreyfingin vinnur. Í áranna rás hefur mikið verið hamr- að á þeim góðu fyrirmyndum sem finna má í starfi íþróttahreyfingarinnar, og hér verður ekki dregið í efa að þær eru margar. Það skýtur því óneitanlega skökku við þegar þær fréttir berast að Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu fái aðeins einn fimmta þeirrar upphæð- ar í verðlaunafé sem Íslandsmeistarar karla fá. Hverskonar skilaboð eru það til stúlkna sem stunda íþróttir og til þjóð- arinnar almennt? Og hverskonar fyrir- mynd er íþróttahreyfingin orðin í þessu tilviki – fyrirmynd er leggur blessun sína yfir ójafna aðstöðu kynjanna? Samkvæmt frétt sem kom fram í vik- unni og meðal annars er að finna á vef Ríkisútvarpsins, fá karlarnir eina og hálfa milljón í verðlaun, en kvenfólkið þrjú hundruð þúsund. Og til að bíta höf- uðið af skömminni kemur jafnframt fram að meira að segja liðin tvö sem falla úr karladeildinni fá hálfa milljón í sinn hlut, eða tvö hundruð þúsundum króna meira en sjálfir Íslandsmeistarar kvenna. Enn meiri munur er á liðum karla og kvenna í öðru og þriðja sæti, því lið karla sem lendir í þriðja sæti fær milljón í sinn hlut en lið kvenna í sama sæti einungis hundrað og fimmtíu þús- und krónur – munurinn er ríflega sex- faldur. Þau rök sem heyrst hafa um þetta mál, að karlar hafi verið mun lengur að hasla sér völl á þessu sviði og að leikir þeirra dragi að margfalt meira fjár- magn en leikir kvenna, eru móðgun við samtímafólk. Með sömu rökum mætti viðhalda launamisrétti á öllum sviðum þjóðfélagins og segja yngstu kynslóðum kvenna að bíða bara rólegar á meðan karlar njóta þess forskots sem þeir hafa haft á kvenfólk í gegnum tíðina varðandi almenna þátttöku í þjóðlífinu. Þótt íþróttahreyfingin þurfi að sjálf- sögðu á fjármagni að halda og beiti ýms- um aðferðum til að standa straum af nauðsynlegri uppbyggingu er það henni til vansa að nota ekki það fjármagn sem hún hefur til ráðstöfunar til að jafna að- stöðumun kynjanna innan sinna vé- banda, í stað þess að viðhalda honum. Það er stundum haft að orði að í íþrótt- um dragi þátttakendur ekki síður lær- dóm af ósigri en sigri. Hvað verðlaunafé fyrir meistaratitil varðar er ljóst að fót- boltakonur hafa lotið í lægra haldi fyrir körlum – og það jafnvel þótt þær séu að ná betri árangri en þeir um þessar mundir á erlendum vettvangi. Sá lær- dómur sem þær neyðast til að draga af þeim ósigri er biturt og lítt uppbyggi- legt veganesti. F yrir tæpum tveimur áratugum ferðaðist ungur maður, sem þá var að koma til forystu á vinstri kanti stjórnmálanna um landið og spurði: Hver á Ísland? Þetta var Jón Bald- vin Hannibalsson, þá formað- ur Alþýðuflokksins, nú sendi- herra í Helsinki. Hafi verið ástæða til að spyrja þeirrar spurningar þá er enn meiri ástæða til þess nú. Ástæðan er einfaldlega sú, að aldrei í sögu lands og þjóðar hafa örfáar viðskiptasam- steypur verið jafn öflugar og fyrirferðarmiklar og nú og aldrei hafa slíkar samsteypur átt meira af þeim eignum, sem til eru í landinu og nú. Þetta er bakgrunnur þeirra umræðna, sem fara fram um þessar mundir um fjölmiðlafrumvarp ríkis- stjórnarinnar. Það er aðeins hluti af miklu stærri mynd. Að því hlýtur að koma á næstu mánuðum og misserum, að Alþingi taki til umræðu tillögur að löggjöf um að setja þessum viðskiptasam- steypum ákveðinn starfsramma svo að þær eign- ist ekki Ísland allt, svo að þær skipti ekki Íslandi bróðurlega á milli sín. Ástæðan fyrir þessum miklu umræðum nú er einfaldlega sú, að við- skiptasamsteypurnar og þá sérstaklega ein – en þó með tilstyrk annarrar – eru komnar vel á veg með að leggja undir sig alla einkarekna ljós- vakamiðla. Í þeim umræðum, sem staðið hafa yf- ir á Alþingi, hefur Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, dregið upp skýra mynd af þessari stöðu. Hann sagði snemma í þessum umræðum um leið og hann vís- aði til fyrri umræðna á Alþingi um fákeppni: „Hvaða husgun skyldi vera á bak við þá um- ræðu og þær utandagskrárumræður, sem snerta olíugeirann, tryggingageirann, fjármálageirann, samgöngumálin og þannig má áfram telja? Hvaða hugsun skyldi vera á bak við þann vilja, sem hefur birzt í því að einstakir háttvirtir þing- menn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað komið með utandagskrárumræður og fyrirspurnir? Rökin hafa verið þau, að fákeppni sé óæskileg fyrir neytendur á Íslandi og að einstakir aðilar eigi ekki að hafa frjálsan aðgang að vösum al- mennings, að vösum neytenda, þeir eigi ekki að græða í skjóli fákeppni. Samkeppnin eigi að veita aðhald, leiða til lægra vöruverðs, lægra verðs á þjónustu og þar fram eftir götunum en slíkt ger- ir fákeppni ekki. … Hins vegar vekur það athygli mína frú forseti að á síðustu misserum hefur ver- ið heldur hljótt um Samfylkinguna, hvað varðar fákeppni á einstökum sviðum og nefni ég sér- staklega matvörumarkaðinn. … Ef við lítum yfir þann geira má segja, að fyrir u.þ.b. tíu árum hafi verið um 20 aðilar að keppa á matvörumarkaði hérlendis. Enginn þeirra hafði stærri markaðs- hlutdeild en u.þ.b. 24%. Í dag, frú forseti, er einn aðili með yfir 50% af matvörumarkaði á Íslandi og Samfylkingin þegir þunnu hljóði. … Meðan einn aðili hérlendis er með um og yfir 50% á mat- vörumarkaði, sem er líklega einn mikilvægasti markaður í daglegu lífi fólks, má benda á til sam- anburðar að í Bretlandi og Þýzkalandi er enginn aðili með meira en 27%. Það sem meira er að stjórnarformaður Big Food Group-matvörukeðj- unnar í Bretlandi hefur lýst áhyggjum yfir því, að stærsti aðilinn í Bretlandi, Tesco, er með 27% markaðshlutdeild og vekur það ugg og áhyggjur einstaklinga og fólks í Bretlandi.“ Eftir að formaður þingflokks Framsóknar- flokksins hefur lýst stöðunni á matvörumark- aðnum hér með þessum hætti í þingræðu, fjallaði hann síðan um afleiðingar slíkrar stöðu og sagði: „Þegar einn aðili hefur þannig tögl og hagldir á einu markaðssviði má segja, að viðkomandi að- ili taki við hlutverki Verðlagsstofnunar, sem hafði það hlutverk áður fyrr að gefa upp viðmið- unarverð. Einn drottnandi aðili á hvaða sviði sem er hefur í rauninni tekið við hlutverkinu með því að stýra verðlagi samkeppnisaðila með því að hafa fullkomið tak á birgjum sínum og með því að kaupa upp og/eða drepa af sér samkeppn- isaðila.“ Loks segir Hjálmar Árnason: „Þegar við bætist að einn aðili, ein stór keðja, er með um og yfir 50% má líka bæta því við að sami aðili er drottnandi á ýmsum öðrum sviðum, hin mikla fyrirtækjasamsteypa. Þar má nefna fasteignasvið, byggingarvörur, lyfjasölu, far- þegaflutninga og ýmsar sérvörur og íþróttavör- ur, það má nefna vátryggingar og afþreyingu að ónefndum fjármálamarkaðnum eða brauðgerð- inni. … Þess vegna er eðlilegt að spyrja í tengslum við frumvarpið: Hvers vegna skyldi ég vera að nefna matvörumarkaðinn, trygginga- markaðinn og byggingavörumarkaðinn í tengslum við frumvarp um fjölmiðla? Vegna þess að við hljótum að spyrja, hvort eðlilegt sé fyrir íslenzkan samkeppnismarkað að bæta fjölmiðl- um við þessa stóru samsteypu.“ Þetta er kjarni málsins varðandi fjölmiðla- frumvarp ríkisstjórnarinnar. Þetta er sá bak- grunnur, sem veldur því, að ekki er lengur hægt að horfa fram hjá því, að nauðsynlegt er að setja lög um eignarhald fjölmiðla á Íslandi. Þetta mál snýst um spurninguna, sem Jón Baldvin Hanni- balsson setti fram og fjallaði um á yfir 100 fund- um vítt og breitt um landið. Því miður er spurn- ingin orðin mjög raunhæf og aðkallandi í dag fyrst og fremst af einni ástæðu: Viðskiptajöfr- arnir á Íslandi kunna sér aldrei hóf. Þeir gera sér aldrei grein fyrir því, að því eru takmörk sett hvað þeir geta eignast mikinn hluta af öllum eignum þessarar þjóðar. Og það skiptir engu máli hvað þeir heita eða hvað fyrirtækin heita. Það er eitt í dag og annað á morgun. Þetta mál snýst hvorki um ákveðna einstaklinga eða tiltek- inn fyrirtæki. Það snýst um í hvers konar sam- félagi við viljum búa. Hvað veldur afstöðu stjórnar- andstöðunnar? Í ljósi þessa bak- grunns fjölmiðlafrum- varpsins er ástæða til að spyrja tveggja spurninga. Fyrri spurningin er sú, hvað valdi því, að ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé tilbúin til að beita sér fyrir slíkri löggjöf. Þessir tveir flokkar hafa setið saman við völd í níu ár og áður hafði Sjálfstæðisflokkur starfað með Al- þýðuflokki í fjögur ár. Sameiginlega hafa þessir þrír flokkar leyst úr læðingi þau öfl í viðskipta- og atvinnulífi, sem tryggt hafa meiri velmegun en nokkru sinni fyrr. En hvers vegna eru tveir þeirra nú tilbúnir til að setja löggjöf, sem setur fyrirtækjum ákveðinn starfsramma? Hvers vegna ekki láta allt vera frjálst og allir geti gert það sem þeim sjálfum sýnist í verzlun og við- skiptum? Eins og ungir frjálshyggjumenn innan og utan Sjálfstæðisflokksins vilja. Ástæðan er auðvitað sú, að forystumenn stjórnarflokkanna hafa gert sér grein fyrir þeirri mynd, sem Hjálmar Árnason brá upp á Alþingi. Þeir hafa gert sér grein fyrir því, að frelsið má ekki verða svo mikið að það leiði til ófrelsis. Að viðskipta- frelsið má ekki verða svo mikið að það geri ein- stökum aðilum viðskiptalífsins kleift að afnema viðskiptafrelsið í raun og koma á nýjum en ann- ars konar höftum. Það er að gerast. Er ástæða til að gagnrýna forystumenn stjórnarflokkanna fyrir að hafa komizt að þess- ari niðurstöðu? Hvers vegna ætti að gera það? Er það ekki þvert á móti fagnaðarefni að þeir hafa gert sér grein fyrir skyldum sínum í þessum efnum? Auðvitað er það fagnaðarefni. Seinni spurningin er þessi: Hvað veldur því að stjórnarandstaðan tekur þessari stefnumörkun ríkisstjórnarinar ekki fagnandi? Hvað veldur því að arftakar og núverandi handhafar hinnar póli- tísku arfleifðar alþýðuhreyfinganna í íslenzkum stjórnmálum á 20. öldinni lýsa ekki yfir ánægju yfir að stjórnarflokkarnir vilja koma í veg fyrir að örfáar viðskiptablokkir eignist Ísland? Hvers vegna ganga þeir í lið með viðskiptablokkunum? Það er erfitt að skilja þessi sinnaskipti. Ef hins vegar er reynt að komast til botns í þeim hlýtur skýringin að vera þessi: Því verður vart trúað að Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir og Steingrímur J. Sigfússon vilji stuðla að því að fámennur hópur manna skipti Íslandi á milli sín. Því verður vart trúað að þetta fólk telji það eðlilega samfélagsskipan að Ísland verði ein- hvers konar fyrirtækjaríki, sem í raun er stjórn- að af forstjórum og framkvæmdastjórum en ekki löglega kjörnum fulltrúum fólksins. Ef þau sinnaskipti hafa orðið hjá forystumönnum vinstri manna á Íslandi er þau bæði óskiljanleg og óskýranleg. Líklegra er að það sé pólitísk tækifæris- mennska, sem ræður ferðinni. Að þreyta þessa fólks sé orðin svo mikil eftir að standa utan rík- isstjórnar í bráðum áratug, að þessir flokkar séu tilbúnir til að grípa til hvaða ráða sem tiltæk eru til þess að koma núverandi stjórnarflokkum frá völdum. Ef þetta er skýringin – og hún er lík- legri en að um raunveruleg sinnaskipti sé að ræða hjá eftirmönnum þeirra, sem spurðu: Hver á Ísland? – verður málið alvarlegt. Þá eru for- ystumenn vinstri manna tilbúnir til að þiggja stuðning viðskiptablokkanna og fjölmiðlasam- steypu þeirra til þess að ná pólitískum mark- miðum sínum. Er það gæfulegt? Er það skyn- samlegt þegar til lengri tíma er litið? Eru þeir, sem eru tilbúnir til að taka við slíkum stuðningi, líklegir til að koma í veg fyrir að þessir fámennu hópar viðskiptalífsins eignist Ísland allt? Þetta eru samvizkuspurningar, sem forystu- menn vinstri flokkanna, Samfylkingar og Vinstri grænna hljóta að spyrja sig. Fylgismenn þeirra og flokksmenn hljóta að spyrja þá þessara STEINGRÍMUR J. SPYR Steingrímur J. Sigfússon, formaðurVinstri grænna, spurði Morgun- blaðið spurningar í þingræðu í fyrra- dag, sem vakti athygli alþjóðar af allt öðrum ástæðum. Spurning Steingríms er þessi: „Er Morgunblaðið ekki bara sammála frumvarpinu efnislega? Er það líka sam- mála vinnubrögðunum? Styður Morgun- blaðið að þetta mál verði keyrt í gegn á næstu sólarhringum og gert að lögum?“ Svar: Morgunblaðið hefur lýst yfir stuðningi við fjölmiðlafrumvarp ríkis- stjórnarinnar. Morgunblaðið hefur lýst þeirri skoð- un, að birta hefði átt skýrslu nefndar menntamálaráðherra strax. Morgun- blaðið telur að þingið eigi að taka sér góðan tíma í efnisumræður um frum- varpið við þriðju umræðu og afgreiða frumvarpið síðan sem lög.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.