Morgunblaðið - 16.05.2004, Side 38

Morgunblaðið - 16.05.2004, Side 38
LISTIR 38 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ mín kynslóð höfum komið inn þegar tónlistarlífið var að byrja að spíra. Í dag upplifi ég að það sé byrjað að blómstra. En það er ekki hægt að að- greina það að spila og kenna. Maður verður að geta spilað vel til að geta kennt, og maður spilar betur við það að kenna. Ég er alveg sannfærð um það, þetta eru samhangandi þættir, og allt mjög áhugavert.“ Það þótti mjög merkilegt á sínum tíma að kornung kona skyldi vera ráðin konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Hvernig blasti það við þér? „Hljómsveitin í þá daga var mjög ólík því sem hún er í dag. Hins vegar má segja að ég hafi alist upp með henni. Ég byrjaði að hlusta á hana sem smábarn, innan við tíu ára göm- ul. Þá var Björn Ólafsson kennari minn konsertmeistari. Fólk fór að kannast við mig og þekkja mig sem litlu stelpuna sem var að læra að spila á fiðlu og hafði gaman af Sin- fóníutónleikum. Ég var svo ekki nema 14–15 ára þegar var farið að hóa í mig og biðja mig að spila með. Þá voru reglurnar ekki eins stífar og í dag, þegar allir þurfa að fara í inn- tökupróf og áheyrnarpróf. Allir sem vettlingi gátu valdið voru teknir inn um leið. Þegar ég kom svo heim úr löngu námi og tók við konsertmeist- arastarfinu var mér tekið afskaplega vel. Fólkið í hljómsveitinni hafði fylgst með mér frá því ég var barn, og ég fann aldrei að nokkur mann- eskja hefði vantrú á mér sem hljóð- færaleikara. Auðvitað fannst mörg- um þetta óvenjulegt, en ég var þó búin að vera talsvert í sviðsljósinu al- veg frá því ég var barn.“ Í dag sér fólk þetta sem atvinnu Er það eitt öðru fremur sem þér finnst hafa gert það að verkum að hljómsveitin hefur náð svona góðum árangri á þessum tíma? „Þarna spila inní margir þættir. Ég held þó að það sé hljóð- færakennslan sem stendur uppúr, bæði hér heima og erlendis. Hún hef- Þ að er Listahátíð sem stendur að tónleikum Guðnýjar Guðmunds- dóttur, en Guðný er ann- ar tveggja heiðursgesta hátíðarinnar í ár. „Listahátíð vildi gjarnan halda upp á þessi tímamót með mér og bauð mér að halda þessa tónleika. Síðar kom í ljós, að Listahátíð vildi kalla þetta heiðurstónleika, og mér var að sjálfsögðu mikill heiður að því, og vona að það sé á einhvern hátt verðskuldað. Efnisskráin er vel við hæfi; frumflutningur á tveimur ís- lenskum verkum: Sónötu II fyrir fiðlu og píanó eftir Áskel Másson, sem Nína Margrét Grímsdóttir leik- ur með mér og Dúói fyrir fiðlu og selló, sem sem samanstendur af sjö litlum þáttum eftir Karólínu Eiríks- dóttur. Það er samið sérstaklega fyr- ir okkur Gunnar Kvaran, og heitir Sameindir. Eftir hlé leik ég með nemendum mínum og vinum Árstíð- irnar eftir Vivaldi, en það þarf ekki að taka það fram, að Árstíðirnar eru með allra vinsælustu verkum.“ Þrjátíu ár eru dágóður tími, og all- an þann tíma hefurðu bæði haldið einleikstónleika, spilað kamm- ermúsík, verið fiðluleikari Tríós Reykjavíkur og 1. konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, auk þess sem þú hefur kennt fiðluleik, þar með talið mörgum okkar bestu fiðluleikara af yngri kynslóðinni. Hvað af þessu stendur hjarta þér næst í dag? „Allt saman. Ég get ekki gert upp á milli. Vinnan með hljómsveitinni hefur verið afskaplega gjöful og það hefur verið gaman á þessum tíma að sjá hana vaxa og þróast og vaxa með henni. Á sama tíma hefur maður ver- ið að taka þátt í uppbyggingarstarfi hér á Íslandi. Ég tók þó ekki við tómu búi á sínum tíma. Það voru aðr- ir búnir að vinna gríðarlega frum- kvöðlavinnu. Það má segja að ég og ur tekið stórstígum framförum á þessum tíma, þannig að fólk verður betra mun fyrr. Viðhorf til tónlistar- náms hefur líka breyst. Þetta er vinna – eitthvað sem þú þarft að vinna að fleiri klukutíma á dag og enginn glamúr. Þetta er ekki þannig að þótt einhver hafi hæfileika eigi pabbinnn og mamman, afinn og amman að rjúka upp til handa og fóta í bið eftir að barnið verði snill- ingur. Þessi viðhorf eru á und- anhaldi, en hin verða ofaná, að fólk sér það að vera tónlistarmaður sem atvinnutækifæri, sem þú þarft að leggja þig allan fram um og leggja hart að þér til að ná, jafnvel „bara“ til að geta spilað með góðri hljóm- sveit. Og þetta er eftirsóknarverð at- vinna. Hljómsveitarstjórarnir hafa líka sitt að segja, en því betri sem hljómsveitin er, því betri hljómsveit- arstjóra fáum við. Þannig helst þetta allt í hendur. Það verður ekki til góð hljómsveit nema að það sé gróska í efniviðnum.“ En nú er þetta starf sem fólk byrj- ar að vinna að á barnsaldri. „Já, ég tók mér frí frá mennta- skóla til að spila. Landspróf var eitt- hvert það erfiðasta próf sem ég hef farið í, og hvorki bachelors né mast- erspróf sem ég fór í síðar á ævinni hafi verið jafnerfið. Ég var komin með mikinn leiða á venjulegu skóla- námi og vildi bara fara að vinna fyrir mér. Þá sá ég að þetta var eitthvað sem ég vildi svo mjög gera, og hellti mér út í tónlistarnámið af fullum krafti, kláraði fiðlunámið hér heima og var úti í sjö ár. Ég var ekki búin að ákveða það þegar ég lauk námi hér heima að ég vildi endilega verða konsertmeistari hér heima. Það vildi bara þannig til að starfið var auglýst laust, um það leyti sem ég var að ljúka námi úti, og mér var eindregið ráðlagt af kennurum mínum erlendis að sækja um það. Ég var þá næstum því búin að ráða mig í mjög góðan strengjakvartett úti í Bandaríkj- unum. Það var því ekki að ég yrði að koma heim í einhverju hallæri. Ég þurfti að hugsa mig vel um hvort ég vildi festast í vinnu með þessum strengjakvartetti í Bandaríkjunum, og sinna þeirri háskólakennslu sem því fylgdi, eða koma heim til að spila með hljómsveit sem var enn dálítið á byrjunarstigi, en mjög skemmtileg og með mjög skemmtilegu fólki.“ Fannst þér það vera fórn að koma heim, í stað þess að grípa tækifærið úti? „Nei. Mér fannst það spennandi tækifæri að koma heim. Ég var hins vegar ung, og hafði hugsað mér að fara í keppnir og reyna að koma mér betur á framfæri erlendis sem sólisti, en vinnan með Sinfóníuhljómsveit- inni var mikil, og kannski ekki alveg nægur skilningur á því að þetta væri eitthvað sem ég vildi sinna og ekki vera rígbundin við hljómsveitina á hverjum einasta degi. Það hefði kost- að að það hefði þurft að hliðra til fyr- ir mér, sem var þó gert upp að vissu marki því aðalstjórnandinn Karsten Andersen hafði skilning á þessu. Ég var heldur ekki nógu dugleg að afla mér sambanda. Þegar ég hellti mér svo út í kennsluna líka, hafði ég ein- faldlega ekki tíma til að sinna mínum eigin æfingum það mikið að ég gæti staðið í því að vera að gera mig mikið út. Ég segi þetta ekki vegna þess að ég sjái eftir því að hafa ekki sinnt þessu. Það getur þó vel verið að á tímabili hafi ég ekki verið alveg nógu ánægð – það var tímabil eftir sex–sjö ár hér heima að ég var alvarlega að hugsa um að fara og leita mér að starfi í Bandaríkjunum. Það var fólk þar að vinna í því fyrir mig að koma mér á framfæri. Ég hafði möguleika á að komast áfram þar, en sé ekki eftir því að hafa valið þann kost að vera áfram heima. Seinni partur þessa tímabils hér heima, hefur líka verið mun skemmtilegri en sá fyrri. Hann var erfiðari, meiri átök og fleira sem varð að ryðja úr veginum – og meira skilningsleysi. Í dag er þetta allt orð- ið svo miklu betra og margt breyst til batnaðar. Hins vegar er hljómsveitin ekki komin á neina endastöð, þetta er löng þróun. Í listum er það ekki hægt, við viljum alltaf verða betri og betri sjálf. En ég er bjartsýn á fram- tíðina. Ég er komin með tvo fyrrver- andi nemendur mína í nána sam- vinnu við hljómsveitina. Við Sigrún Eðvaldsdóttir deilum nú fyrstu kons- ertmeistarastöðu, og Sif Tulinius er annar konsertmeistari. Samstarf okkar er yndislegt, alveg eins og það hefur verið frá því þær voru litlar stelpur. Í dag eru þær þroskaðar og frábærir listamenn og samvinna okkar gengur eins vel og kostur er. Það er ótrúlega ánægjulegt að fá ungt fólk inn í hljómsveitina. Það eina sem ég hef kannski áhyggjur af er að það verði ekki störf fyrir alla þá sem vilja komast að. En góðir hljóð- færaleikarar finna sér alltaf ráð. Það er ekki endilega nauðsynlegt að spila í hljómsveit.“ Aginn kemur á undan frelsinu Hugmyndin um listamanninn get- ur verið svo mótsagnakennd. Annars vegar er það ímyndin um þennan frjálsa mann sem skapar þegar and- inn blæs honum í brjóst, en hins veg- ar vitum við að það krefst mikillar ögunar að sinna listinni. Hvaða aug- um lítur þú það að vera listamaður? „Þetta fer saman. Ég finn stund- um að þessir pólar togast mjög á í nemendum. Þeir vilja að hutirnir komi svolítið af sjálfu sér; vilja vera frjálsir í sinni túlkun og spila vel þeg- ar andinn kemur yfir þá. Ef þeim líð- ur ekki nógu vel, finnst þeim í lagi að bíða bara næsta dags, að andinn komi aftur. Þetta er kannski hægt ef þú ert tónskáld, eða þarft ekki að vinna undir tímapressu. En að vera hljóðfæraleikari krefst mikils aga. Það þarf að læra grundvallaratriðin mjög vel áður en frelsið er fengið, en maður þarf alltaf að geta kippt í spottann til að halda aganum ef mað- ur finnur að maður er kominn útfyrir mörk sem ekki gagnast manni. Sum- ir eru miklir vinnuhestar og geta orðið frábærir hljóðfæraleikarar, en hafa það kannski ekki í sér að geta spilað einir, þetta er mjög misjafnt hjá fólki og fer mjög eftir persónu- leika hvers og eins. Ég er mjög sam- mála því sem kennari minn í Juilliard sagði, að hún tryði því ekki að sumir hefðu hæfileika og aðrir ekki. Það hafa allir hæfileika, það þarf bara að finna hvar þeir liggja hjá hverjum og einum. Sumir hafa meira af þeim, og þeir eru augljósari, en það getur líka verið hættulegt. Þeir einstaklingar eiga það til að halda að þeir geti flot- ið áfram á þeim, án þess að þurfa að leggja vinnuna á sig. Þetta eru hlutir sem maður þarf að skoða og leita að hjá nemendum sínum; reyna að finna rétta farveginn fyrir hvern og einn.“ Snýst ekki um aðdáun Eru þau viðhorf ekki að breytast sem voru svo ríkjandi áður, að ef þú ætlaðir að verða hljóðfæraleikari, hlyti markmiðið að vera það að verða einleikari. „Jú, sem betur fer, því þau geta verið mjög hættuleg, ekki síst ef þau koma frá foreldrum og aðstand- endum. Allar þessar væntingar um að viðkomandi muni sigra heiminn. Fólk sá þetta í einhverjum hillingum án þess að vita hvað það er að vera tónlistarmaður. Þetta snýst bara ekki um glamúrinn og að láta alla dást að sér. Í dag sér fólk þetta raun- hæfari augum en áður var.“ En það þarf líka framúrskarandi fólk á aftasta púlt í annarri fiðlu, ekki satt? „Jú, það er nefnilega það, og það vill stundum gleymast. Í dag eru þeir allra bestu jafnvel að keppast um að komast í aðra fiðlu. Viðhorfin hafa gjörbreyst. Fyrir tíu árum eða svo var ungt fólk óánægt ef það fékk ekki starf í fyrstu fiðlu og þurfa að taka starf í annarri fiðlu. Nú eru margir sem vilja frekar spila í ann- arri fiðlu. Þau viðhorf voru líka meira ríkjandi áður, að ef þú vannst ekki keppni um að fá að spila einleik með hljómsveit, værirðu ekki gjald- gengur tónlistarmaður. Auðvitað verður ungt fólk fyrir vonbrigðum, en það þarf að geta tekið mótlæti í þessu starfi. Það er heldur ekki allt fengið með þeim stimpli að hafa ein- leikarapróf frá tónlistarskóla upp á vasann. Ég hef verið með marga frá- bæra nemendur sem hafa ekki endi- lega tekið einleikarapróf, en eru að gera frábæra hluti á öðrum sviðum. Fólk er að skapa sér sitt eigið svið.“ Hafði aldrei séð fiðlu Hvarflaði einhvern tíma að þér að gera eitthvað annað en að verða hljóðfæraleikari? „Ekki eftir að ég komst til vits og ára. Ég held ég hafi vitað það um leið og ég var komin í fyrsta fiðlutímann minn, að ég vildi verða fiðluleikari. Það vafðist ekkert fyrir mér. Um leið og ég byrjaði að spila á fiðluna fannst mér það gaman. Ég hafði aldrei séð fiðlu þegar ég fór í fyrsta tímann. Pabbi minn ákvað þetta. Ég spilað á píanó eftir eyranu frá því ég var tveggja ára, og hann sagði að úr því ég væri með gott eyra væri um að gera að nýta það á fiðlu – vera ekkert að eyða því á píanóið, sem þyrfti ekki eins á því að halda. Hann sagði mér bara að hann ætlaði að láta mig læra á fiðlu, og fór með mig í tíma. Fyrsti kennarinn minn tók líka vel á móti mér. Það var Erna Másdóttir, móðir Sigrúnar og Sigurlaugar Eðvalds- dætra. Þá var Erna ekki nema 18 ára. Það eru því líka komin 50 ár frá því ég fór í fyrsta fiðlutímann.“ Tóneyrað ekki fyrir píanó Morgunblaðið/ÞÖK Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari: „Ég held ég hafi vitað það um leið og ég var komin í fyrsta fiðlutímann minn, að ég vildi verða fiðluleikari.“ begga@mbl.is Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari fagnar 30 ára starfsafmæli með tónleikum í Óper- unni á þriðjudagskvöld. Bergþóra Jóns- dóttir ræddi við Guðnýju um störf hennar með Sinfóníuhljómsveitinni, kennsluna og líf hennar með tónlistinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.